Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 37
 JCÍJh til þau síðarnefndu hættu búskap og fluttu til Hvammstanga 1972. Oft voru tekin börn, bæði innan fjölskyldu og utan, til sumardvalar og aðstoðar við sumarverkin. Voru mörg þeirra sumar eftir sumar. Þeim hjónum báðum þótti vænt um þessi börn og mynduðust við þau varanleg og góð kynni. Voru þau ávallt aufúsugestir þegar þau komu í heimsókn. Pétur var mikill hagleiksmaður. Hann var t.d. sjálfmenntaður smið- ur bæði á tré og járn. Hann smíð- aði ýmis áhöld til heimilisnota, m.a. öll amboð, einnig skápa, kommóð- ur, skatthol o.fl. Hann var mjög greiðvikinn og hjálpaði oft nágrönn- unum bæði varðandi viðgerðir og nýsmíði. Sjálfur byggði hann öll hús á jörðinni og vann víðar við hús- byggingar. Pétur lærði bókband á unga aldri hjá ísólfi Sumarliðasyni bókbindara á Hvammstanga. Bókbandið var hjáverk með bústörfunum en Pétur greip þó í það á vetrum bæði fyrir sjálfan sig en ekki síður fyrir aðra. Síðustu árin vann hann við bók- bandið og batt hann mikið fyrir ýmsa aðila. Hélt hann því áfram þar til hann fór á dvalarheimili aidr- aðra haustið 1988 þá 93 ára gam- all. Bókbandið seldi Pétur það ódýrt að ekki mun hann hafa fengið mik- ið fyrir vinnu sína. Honum fannst það þó allt í lagi, hann hefði ánægju af því og hann þyrfti að hafa ein- hver verkefni. Pétur safnaði bókum á yngri árum og átti orðið allgott safn bóka. Fjárskortur gerði það að verkum að hann seldi stóran hluta bóka sinna og var honum mikil eftirsjá að þeim. En meira mat hann að sjá okkur börnunum farborða og var þá ekki um annað að ræða. Pétur var mjög vandvirk- ur. Hann lagði á það ríka áherslu við okkur börnin að öll verk þyrfti að leysa vel af hendi, alla fram- leiðslu varð að vanda og þar kenndi hann okkur réttu handtökin. Hann brýndi fyrir okkur að fara ávallt varlega til þess að koma í veg fyrir slys og óhöpp. Hugleiða fyrirfram hvað gæti gerst. Sjórinn var mikið stundaður, bæði til að afla fanga til heimilisins og eins að fá afurðir til sölu. Fýrstu árin var róið á árabát. Keypt var norsk skekta sem var borðhækkuð og búin seglum. Þótti sumum að fast væri sjórinn sóttur þegar Pétur reri til fiskjar einn með okkur bræðrum 9 og 11 ára gömlum. Pétur gáði vel til veðurs og ekki man ég eftir því nema tvisvar sinn- um að veður versnaði svo að erfitt væri að athafna sig. En inn náðist línan í bæði skiptin og allt fór far- sællega. Pétur var góðum kostum búinn. Hann var ákafléga hjálpsam- ur og greiðvikinn og ekki synjaði hann bón ef kostur var að verða við henni. Hann hafði yndi af söng og á yngri árum átti hann harmón- iku og spilaði á hana. Pétur var skapmikill að eðlisfari en tamdi sér stillingu og hógværð. Hann var okkur börnunum ákaflega góður og umburðarlyndur. Eftir að við vorum farin að heiman vorum við alltaf aaaMamfö .1 ?: JiK' MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 0 37 velkomin lengri eða skemmri tímna og barnbörnunum var vel tekið. Eftir að þau mamma fluttu til Hvammstanga má segja að mikinn hluta sumartímans hefðu þau næt- urgesti og var þeim sinnt af rausn og hlýju enda bæði gestrisin. Hjónaband móður minnar og fóstra var með afbrigðum gott. Þau voru mjög samrýnd. Við ólumst upp á friðsemdar- og reglusömu heim- ili. Á kvöldum var oft lesið upphátt fyrir heimilisfólkið. Það var þá við ýmis störf eins og að pijóna, sauma, gera skó o.m.fl. og Pétur vann við bókbandið, Oft, á efri árum, þegar Pétur var að vinna við bókbandið sat móðir mín hjá honum og las upphátt og þannig nutu þau saman margra góðra bóka. Þegar mamma fór að missa heilsuna annaðist Pét- ur hana heima eins lengi og unnt var og eftir að hún fluttist á dvalar- heimili aldraðra heimsótti hann hana nánast hvern dag. Það var í fá skipti, sem hann lét veður hefta för sína. Pétur var mjög traustur maður. Það var hægt að reiða sig á það sem hann lofaði. Hann var góður vinur í raun. Mikil saga er að baki. Saga aldamótamanns. Saga manns, sem þekkti þá tíma þegar handafl og hyggjuvit var það sem treyst var á. Hvort tveggja nýtti hann vel. Farsæld fylgdi lífi hans og starfi. Hann var reiðubúinn á örlagastundu að fórna miklu fyrir það sem hann taldi rétt vera. Hann var bóndi á Bergsstöðum í rúm 50 ár. Hann hafði ávallt gaman af því að koma að Bergsstöðum og það galddi hann mikið að jörðin skyldi vera áfram í sömu ætt og þar gengi búskapur vel. Daníel og kona hans, Sigríður Eðvaldsdóttir, voru Pétri og mömmu mjög hjálpleg eftir að þau komu til Hvammstanga og studdu þau með afbrigðum vel á allan hátt. Fyrir þá góðu umönnun flyt ég bestu þakkir. Góður eiginmaður, faðir og fóst- urfaðir er kvaddur. Hann var undir vistaskiptin búinn, fannst hann frekar vera til byrði en gagns. Hann lét vel af starfsfólki öllu sem veitti honum umönnun síðustu æviárin og eru því færðar bestu þakkir. Honum fannst aldrað fólk vera lítil- lækkað í þjóðarumræðunni og talað um það sem ósjálfstæðan og ósjálf- bjarga þjóðfélagshóp. Það fannst honum ekki sanngjarnt. Við hittumst síðast 4. ágúst sl. Þegar við fórum sagðist Pétur fylgja okkur til dyra. Hann gekk í göngugrindinni hress og brosandi, kvaddi okkur við dyrnar og bað okkur blessunar. Er við litum til baka stóð hann enn og veifaði til okkar. Það var reisn yfir hinum aldna manni. Góður drengur er genginn, góður íslendingur, traustur aldamótamað- ur, já sannur Vatnsnesingur. Þar fæddist hann, þar átti hann heima allan sinn aldur og þar á hann spor sem ekki mást. Við kveðjum í þökk. Guðs blessun fylgi Pétri á nýjum vegum og styrki þig kæra móðir. Páll V. Daníelsson Pétur Teitsson, áður bóndi á Bergsstöðum á Vatnsnesi, andaðist 24. ágúst sl. í sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Pétur var fæddur á Skarði á Vatnsnesi 31. mars 1895. Hann var 10. í röðinni af 15 börnum boreldra sinna sem voru Teitur Hall- dórsson og Ingibjörg Árnadóttir er lengst bjuggu á Bergsstöðum og kennd við þann bæ. Öll börn þeirra náðu fullorðinsaldri og mörg háum aldri. Þijú af systkinum Péturs lifa hann, þau eru: Guðrún búsett í Reykjavík, f. 1900, Karl búsettur á Hvammstanga, f. 1905 og Haraldur búsettur í Reykjavík, f. 1907. Pétur flutti 2 ára að Bergsstöðum og ólst þar upp og átti heimili þar mestan hluta ævi sinnar. Han hefur örugglega snemma þurft að taka til hendi því mikils hefur þetta stóra heimili þurft með. Eldri systkini hans voru farin að vinna utan heimilis og sum búin að stofna eigið heimili á unglingsárum hans. Teitur Halldórsson keypti Bergs- staði af ríkinu um aldamótin. Jörðin var áður eign Þingeyrarklausturs. Teitur lést 30. mars 1920. Þá keyptu synir hans þeir Daníel og Pétur jörð- ina og hefur ættin búið þar síðan. Ingibjörg móðir þeiiTa bræðra var áfram á Bergsstöðum til dauðadags. Hún lést 22. október 1957, 94 ára. Daníel Teitsson andaðist 22. febr- úar 1923. Kona hans var Vilborg Árnadóttir ættuð úr Borgarfirði. Þau áttu 5 börn. Þau voru: Fanney hús- freyja í Miðhúsum, Vatnsdal, d. 1968. Maður hennar var Pétur B. Ólason bóndi, Miðhúsum. Páll við- skiptafræðingur búsettur í Hafnar- firði. Kona hans er Guðrún Jónsdótt- ir frá Grafabakka, Árnessýslu, Davíð dó um fermingu og Ingibjörg búsett á Seltjarnarnesi áður húsfreyja á Bergsstöðum. Maður hennar er Pálmi Jónsson frá Hlíð á Vatnsnesi. Veturinn sem Daníel andaðist var Pétur á vertíð í Vestmannaeyjum. Um vorið kom hann heim að Bergs- stöðum og aðstoðaði Vilborgu mág- konu sína sem stóð ein uppi með 5 börn 1-9 ára. Síðar gengu þau Vil- borg í hjónaband. Þau eignuðust 3 börn. Þau eru: Olöf búsett í Reykja- vík kennari ógíft, Daníel sjómaður, Hvammstanga, kona hans er Sigríð- ur Eðvaldsdóttir frá Stöpum og Vil- borg húsfrú í Hafnarfirði, gift Guðna Steingrímssyni múrarameistara. í búskapartíð Péturs og Vilborgar var alltaf margt fólk í heimili. Börn- in voru dugleg og fóru snemma að vinna við búskapinn til lands og sjáv- ar. Bergsstaðir voru alltaf talin hlunnindajörð, þar var stutt á miðin og oft gott fiskerí, hrognkelsaveiði og nokkur selveiði. Jörðin er land- mikil en heyskaparskilyrði heldur reitingsleg áður en ræktun hófst fyr- ir alvöru, er nútímatækni kom til. Pétur var ágætur ræktunarmaður og vandaði mjög túnasléttur eins og allt annað sem hann lagði hönd að. Hann var mjög góður smiður, jafn- vígur á byggingar og smærri smíðar og vandvirkur svo af bar. Búið var aldrei stórt en afurðagott og um- gengni um hús og hey til fyrirmynd- ar. Þegar kom fram á fimmta áratug- inn vildu þau Pétur og Vilborg gjarn- an fara að minnka við sig búskap- inn. Ingibjörg dóttir Vilborgar og maður hennar, Pálmi Jónsson, fluttu að Bergsstöðum 1947. Þau keyptu hálfa jörðina og hófu þar búskap á m'V i eldri hjónunum. Byggt var stórt og vandað íbúðarhús og vorú smiðir við það Pétur og Sigurbjörn bróðir hans, sem var ágætur og vandvirkur smiður. Síðar voru útihús byggð og unnið að miklum ræktunarfram- kvæmdum. Þetta sambýli stóð til ársins 1972. Þá keyptu sonur Ingi- bjargar og Pálma, Hjálmar, og kona hans, Guðlaug Sigurðardóttir, jarð- arhelming eldri hjónanna en þau aft- ur einbýlishús sem Hjálmar og Guð- laug áttu á Hvammstanga. Sama ár fluttu Ingibjörg og Pálmi til Reykja- víkur. Síðan hafa þau Hjálmar og Guðlaug búið blómlegu búi á Bergs- stöðum og gladdi það Vilborgu og Pétur mjög að vita hve vel var búið á ættaijörðinni. Það má segja að árin þeirra á Hvammstanga væru góð meðan heilsan var sæmileg. Vilborg hafði komið unglingur til Hvammstanga með móður sinni og stjúpa og átt þar heima þangað til hún giftist og hafði því alltaf borið hlýjan hug til staðarins. Nú gat Pétur snúið sér að bókbandi, sem hann hafði ungur lært og alltaf smávegis stundað. Hann fékk strax nóg að starfa og eftirsótt var að fá hann til að binda bækur enda var hann vandvirkur og gjaldinu mjög stillt í hóf. Ég man það einu sinni þegar ég var að borga honum fyrir bækur sem hann hafði bundið fyrir mig að ég minnist á að þetta væri ekkert gjald sem hann tæki. Þá sagðist hann ómögulega geta verið að okra á ánægjunni sem hann hefði af þessu dútli. Þetta svar hefur mér alltaf fundist lýsa Pétri vel. Það var alltaf ánægjulegt að heim- sækja Vilborgu og Pétur. Alltaf var sama reglusemin og snyrtimennskan þó aldurinn færðist yfir og sambúð þeirra ávallt jafn ástúðleg. Heilsu Vilborgar hnignaði mjög um og eftir að hún varð níræð og hugsaði Pétur um hana af mikilli alúð og ná- kvæmni. Eftir að Vilborg þurfti á sjúkrahúsvist að halda bjó Pétur einn meðan heilsan leyfði. Daníel sonur þeirra og Sigríður, kona hans, hugs- uðu vel um hann og veittu þá aðstoð sem þau gátu. Systkinin er búsett voru fyrir sunnan fylgdust vel með líðan þeirra, komu oft í heimsókn og glöddu þau á margan hátt. Síðustu árin dvaldi Pétur í sjúkra- húsinu, var orðinn veill fyrir hjarta og þrekið fór smádvínandi. Á sjúkra- húsinu fékk hann hina bestu að- hlynningu og var læknum og starfs- liði mjög þakklátur fyrir það sem gert var fyrir hann. Andlegu þreki hélt hann til þess síðasta, fylgdist vel með og minnið var með ólíkind- um. Vilborg kona hans lifir mann sinn. Hún dvelur í sjúkrahúsinu á Hvamm- stanga þrotin að kröftum 96 ára að aldri. Ég vil enda þessi fátæklegu línur með innilegu þakklæti til nafna míns fyrir hans tryggu vináttu frá okkar fyrstu kynnum fyrir 50 árum. Með Pétri er fallinn einn kjarnakvistur aldamótakynslóðarinnar. Blessuð sé minning hans. Pétur B. Olason GERÐ ISOLA * KR. nUHMBBHHHMB ___ 20.900c M Sundaborg 15 • Sími 81 4000 ¥ AT L AS g BNSTAKT VBIÐ Kalda stríðinu er lokið! KÆLI- og FRYSTI- SKÁPAR Á TILBOÐSVERÐI • Endingargóðir • Stílhreinir • Eins árs ábyrgð • Ótrúlegt verð / / HURÐADAGAR Fullkom inn Gæðastimpill fyri OTRULEGT EN SATT! Það er liðið ár frá því við opnuðum sérverslun með Ringo hurðirnar þýsku sen komu - sáu - og sigruðu. Við bjóðum þess vegna 15% staðgreiðsluafslátt af öllum hurðum í nokkra daga. SficonhfiHIIRBl ÁRMÚLA 10 • 108 REYKJÁVÍK • SÍMI 82888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.