Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 4
reei a aaippjgp. & íiuoAauMivaiK gyi/JHMUoaoH ____ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 Byggingakostnaður við Perluna: Svarið ófullnægjandi - segir Sigrún Magnúsdóttir borgarfuiltrúi Á FUNDI borgarráðs í gær, lagði Sigrún Magnúsdóttir Framsóknar- flokki, fram fyrirspurn og bókun vegna kostnaðar við byggingu Perl- unnar í Öskjuhlíð. Sigrún telur svar hitaveitustjóra vegna kostnaðar- ins ófullnægjandi og velga upp margar spurningar og átelur harðlega í sérstakri bókun það stjómleysi og sukk sem viðgengist hafi við bygg- inguna. I fyrirspurn Sigrúnar segir, að borgarstjóri hafi falið hitaveitustjóra að gera nákvæma grein fyrir öllum einstökum útgjaldaliðum, sem farið hafi fram úr áætlun. í svari hitaveit- ustjóra komi ekki fram hver eða hveijir tóku ákvörðun um það um- framfé sem fór í Perluna. „Ef dæma má eftir ummælum hitaveitustjóra í fjölmiðlum virðist hafa ríkt aigjört stjémleysi og .ringulreið við fram- kvæmd verksins. Frá áætlun í upp- hafi ársins 1990 hefur kostnaður við Perluna hækkað um 600 milljónir." Spurt er um hveijir tóku ákvarð- anir um þær breytingar er ollu þess- um hækkunum? Hver ákvað að setja 57,1 miiljón í tæki og áhöld fyrir veitingarekstur, þrátt fyrir að leigu- taka sé samkvæmt samningi einung- is heimilt að stofna til 10 milljóna VEÐUR skuldar í því skyni? Þá er beðið um sundurliðaða áætlun um rekstrar- kostnað Perlunnar og hversu stóran hluta af rekstrarkostnaði muni greiðast af leigutekjum af veitinga- aðstöðu? Óskað er eftir nákvæmum sundurliðuðum upplýsingum um hönnun hússins frá upphafi. Hvaða greiðslur hafi runnið til arkitekts hússins? Hvaða greiðslur hafi aðrir einstakir hönnuðir fengið, sundurlið- að eftir ámm. Hvaða verkfræðingar og eða verkfræðistofur hafa t.d. unnið fyrir 64,5 milljónir á þessu ári? Og loks, hvemig var staðið að vali á hönnuðum hússins? í bókun með fyrirspurnunum kemur fram, að hitaveitustjóri láti hafa eftir sér að algert sambands- leysi hafi ríkt milli framkvæmdaað- ila. „Ekki verður hjá því komist að draga fram í dagsljósið hverjir bera ábyrgð á einstökum ákvörðunum í sambandi við byggingu Perlunnar. Þó er upplýst að yfirlætislegar ákvarðanir borgarstjóra Davíðs Oddssonar um verklok hafi aukið kostnaðinn verulega. Jafnframt er augljóst að fyrrverandi borgarstjóri hefur allt frá síðasta hausti vanrækt algjörlega það eftirlit, sem hann átti að hafa með verkinu sem æðsti embættismaður borgarinnar, þegar honum mátti vera ljóst í hvílíkt óefni stefndi." í bókun Markúsar Amar Antons- sonar borgarstjóra segir, að fyrrver- andi borgarstjóri hafi eins og borgar- fulltrúar og aðrir embættismenn Reykjavíkurborgar, treyst áætlunum Hitaveitunnar og sérfræðinga henn- ar um kostnað vegna framkvæmd- anna, sem vom endurskoðaðar í apríl síðastliðnum. Það væri því fjarri lagi að lýsa hann ábyrgan fyrir þeim umtalsverðu frávikum frá kostnað- aráætlun sem nú hafa komið í ijós eða að kenna honum um slælegt eftirlit með framvindu málsins. ÍDAGkl. 12.00 Heimlld: Vedurstola Islands (Byggt é veöurspá Kl. 16.151 gær) VEÐURHORFUR I DAG, 4. SEPTEMBER YFIRLIT: Fyrir sunnan og suðaustan land er víðáttumikið háþrýsti- svæði, sem hreyfist lítið í biii, en þokast síðan norðvestur. Um 600 km suður af Hvarfi er um 999 mb. lægð sem þokast norður og siðar norðvestur. SPÁ Norðvestan gola. Súld eða rigning um mestan hluta landsins fram eftir degi, en styttir upp síðdegis. Austan og suðaustanlands léttir svo til. Hiti verður á bilinu 10—15 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Hæð verður yfir is- landi og hafinu umhverfis. Fremur hæg breytileg átt. Þurrviðri og bjart með köflum vlða um land, einkum inn til landsins. Hlýtt að deginum, en svalt að næturlagi þar sem létt hefur til. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. a Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * '/ * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma 1 o Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CO Mistur —Skafrenningur fy Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma httl Akureyri 11 Reykjayjk 10 veður skýjað alskýjað Bergen 15 Helsinki 20 Kaupmannahöfn 23 Narssarssuaq 3 Nuuk 4 Osló 22 Stokkhólmur 23 Þórshöfn 14 hálfskýjað skýjað léttskýjað skýjað léttskýjað skýjað skýjað skýjað Algarve Amsterdam Barcelona Berlfn Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngetes Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madeira Róm Vín Washington Winnipeg 27 skýjað 27 heiðskírt 25 skýjað 26 heiðskírt 23 rigning 26 léttskýjað 27 heiðskirt 18 mistur 26 heiðskfrt 24 mistur 18 þokumóða vantar 30 skýjað 27 skúr 30 skýjað 15 léttskýjað vantar vantar 26 léttskýjað 26 hálfskýjað 29 hálfskýjað 25 léttskýjað vantar 9 léttskýjað Morgunblaðið/Róbert Schmidt Hér heldur ungur Bílddælingur á einum krabbanum um borð í rússneska rækjutogaranum Ura- Guba frá Murmansk. Bíldudalur: Risakrabbar úr Barentshafi BQdudal. EFLAUST hafa ekki margir íslendingar handleikið „risa- krabba“ eins og þá sem sjást á meðfylgjandi myndum. Krabbarn- ir voru fengnir úr rússneskum rækjutogara frá Murmansk, sem kom til Bíldudals til að landa 140 tonnum af rækju hjá Rækju- veri hf. Rússamir buðu heimamönnum krabbana til sölu á 2.000 kr. stykkið. Einhverjir fengu krabba að gjöf og voru þeir engin smá- smíði. Einn krabbinn vó 6,2 kíló og mældist 1,45 m á lengd, mælt frá löpp í löpp yfir skelina. Skelin sjálf var 28 cm á breidd, en framklærnar mældust 39 cm hvor á lengdina. Krabbamir komu upp í rækju- vörpu togarans úr Barentshafí á 250-300 metra dýpi. Skipveijar frystu krabbana og geymdu þá í lestinni. Rússarnir hvöttu heimamenn til að kaupa þennan einstaka varning og sögðu þetta vera mjög góðan mat. Ekki fylgdi kröbbunum mataruppskrift, en sumir segja að best sé að sjóða þá og brjóta síðan með fíngerðum hamri. En óvíst er hvort slíkur hamar dugi á risakrabba eins og þessa. R. Schmidt. Kennsla hefst í Kenn- araháskólanum í dag KENNSLA hefst í Kennaraháskóla íslands í dag en áður var áformað að hún hæfist í gær. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, hefur tekið ákvörðun um að fresta gildistöku nýrrar námskrár skólans að minnsta kosti fram á næsta ár, en jafnframt sagt að það verði látið óátalið að fy'rsta árs nemum verði kennt eftir henni til áramóta. Þórir Ólafsson, rektor Kennaraháskólans, segir að sú leið hafi verið valin þar sem ella hefði ekki verið hægt að hefja kennslu fyrr en í fyrsta lagi eftir einn og hálfan til tvo mánuði og jafnvel ekki fyrr en um áramótin. Þórir Ólafsson segir að innan skól- ans muni innan skamms hefjast vinna við að endurskipuleggja nám fyrsta árs nemanna miðað við að þeirra nám standi í þijú ár. Breyting- ar á námsfyrirkomulaginu hafí alls ekki aðeins falið í sér lengingu náms- ins úr þremur árum í fjögur heldur hafí þarna verið skipulagt nýtt nám frá grunni. Hann segir að breytingarnar komi fyrst og fremst fram á þremur svið- um: í fyrsta lagi hafí átt að auka æfíngakennslu kennaranemanna þannig að þeir fengju meiri þjálfun á vettvangi og að koma upp mið- stöðvum fyrir æfíngakennslu á landsbyggðinni. í öðru lagi hafí stað- ið til að auka kennslu í valgreinum þannig að í stað þess að geta valið tvær fímmtán eininga valgreinar eða eina þrjátíu eininga verklega grein ættu nemamir þess kost að taka þijátíu einingar í einni valgrein, bók- legri eða verklegri, og fímmtán ein- ingar í einni, tvejmur eða þremur öðrum greinum. í þriðja lagi hafí verið ætlunin að auka tengsl milli kennslu í kennarafræðum og kennsl- unnar í uppeldisgreinum og greinum á kjörsviði. Þórir segir að ljóst sé að það muni kosta mikla vinnu að semja nýja kennsluskrá fyrir fyrsta árs nemanna og leiðrétta þann mismun, sem komi fram vegna breytinganna á þeirra námi um áramótin. Einnig sé Ijóst að því muni fylgja töluverður kostnaður. Suðureyri: Sjö tilboð bárust í hlutafé Hlaðsvíkur SJÖ tilboð voru opnuð í gær á Suðureyri í hlutabréf Hlaðsvíkur hf. sem er útgerðarfélag togarans Elínar Þorbjarnardóttur á Suðureyri Að sögn Helga Þórðarsonar, stjómarformanns í Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri, bámst sjö tilboð í hlutabréf Hlaðsvíkur, og em þau með þeim hætti að ekki er unnt að gera samanburð á þeim í fljótu bragði. Tilboðin byggjast á mismun- andi forsendum og greiðslumati. „Það verður að vinna úr þeim áður en hægt er að bera þau saman. Það verður gert fljótlega," sagði Helgi. Tilboðin em frá innlendum útgerð- arfyrirtækjum og sagði Helgi að sum þeirra hefðu óskað nafnleyndar og yrði það látið yfír alla ganga. Ráð- gert er að 75% af aflaheimildum tog- arans fylgi með í kaupum, eða um 1.500 tonn. Þar með verða um 500 tonn af kvóta togarans eftir á Suður- eyri. Fiskiðjan Freyja á rúmlega 99% í Hlaðsvík. Hlutafjársjóður Byggða- stofnunar eignaðist meirihluta í Fisk- iðjunni Freyju síðla árs 1989 og hóf þá fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins. Markmið með sölu hlutabréfanna er að grynnka á skuld- um fyrirtækisins sem námu 520 miiljónum kr. um síðustu áramót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.