Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 20
20 ieei F3ffM3Ti3?. ,i jrjr>A(j'jy[Yam aiaAjav5ö»>aGM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 Eistneskir sérfræðingar um krabbamein í heimsókn hérlendis: Höfum séð fyrirmyndar heil- brigðisþjónustu og snúm heim með nýjar hugmyndir í Eistlandi vantar peninga til að bæta menntun, kaupa tæki og lyf MENNTUN og tæki, þetta eru erfiðu orðin þegar rætt er um heilbrigðismál heima þjá okkur. Peningar er lykilorðið, en þá eigum við ekki í Eistlandi. Hér höfum við hins vegar séð fyrir- myndar heilbrigðisþjónustu og snúm aftur heim með hugmyndir sem fólk vill án efa vinna úr. Krabbameinsfélagið er frábært dæmi um hverju samtök einstaklinga fá áorkað til að bæta heilsuf- ar þjóðar. Sovéska módelið um að enginn borgi nema ríkið, sem ekki borgar nóg, hefur verið að sliga heilbrigðiskerfið í Eist- landi. Nú þarf að hugsa málin frá grunni, nálgast nýja þekkingu og tækni og uppfræða almenning betur. í þessari heimsókn til íslands fáum við að skoða hvernig önnur lítil þjóð skipar sínum heilbrigðismálum, það er góð innspýting. Hjónin Marianne Niin og Váino Rátsep eru sérfræðingar í krabba- meini við rannsóknarstöð í Tallinn í Eistlandi. Það sem hér fór á undan er kjami úr spjalli þeirra við blaðamann Morgunblaðsins í gær, en Niin og Rátsep em nú í heimsókn hér á landi í boði Krabbameinsfélagsins og heil- brigðisyfirvalda. Kristján Sigurðsson yfirlæknir leitarstöðvar Krabbameinsfélags- ins segir að nokkuð lengi hafi verið til athugunar, að hér á landi verði upplýsingamiðstöð aðildar- landa WHO, heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, um krabba- meinsleit. Astæðan sé hve vel hafi gengið hér í leit að krabba- meini. í framhaldi af ráðstefnu um krabbameinsleit í Búlgaríu fyrir nokkmm ámm fór Kristján á fund sérfræðinga í Eistlandi í fyrra og hingað koma þau Rátsep og Niin til að kynna sér ástand leitarmála og íslenska heilbrigðis- þjónustu aðra. Þau flytja jafn- framt fyrirlestra um eigin rann- sóknir, hann á bijóstakrabba og hún á húðæxlum. Rátsep var ráðherra heilbrigð- ismála í Eistlandi fyrir tveimur ámm og hefur því góða sýn yfír stöðu þeirra í heimalandi sínu. Hann segir þar mörgu ábótavant; erfiðustu vandamálin felist í lé- legri menntun, bæði heilbrigðis- stétta og almennings, og miklum skorti á búnaði sjúkrahúsa. Að baki þessu búi peningaleysi, fyrst og fremst. Fyrst þarf að bæta efnahagsástandið Verðbólga í Eistlandi hefur að sögn Rátsep tífaldast milli ára en laun tvöfaldast á sama tíma. „Að- alverkefni stjómvalda í Eistlandi á næstunni verður að reyna að bæta úr ömurlegu efnahgsá- standi,“ segir Rátsep. „En ég held að fast á eftir fylgi betrumbætur á heilbrigðisþjónustu og því sem henni stendur helst fyrir þrifum, auk fleiri félagslegra úrbóta.“ Niin segir ekki nóg með að tæknibúnað vanti á spítala og rannsóknarstofur, „við eigum ekki einu sinni peninga til kaupa lyf,“ segir hún. „Önnur hlið á því að stjómvöld setja ekki nóga peninga í heilbrigðiskerfíð snýr að starfs- mönnum þess. Þeir fá lág laun og það borgar sig til að mynda mun betur að vera verkamaður en læknir inná spítala." Þau hjón segja að skipulag heilbrigðisþjónustu í Eistlandi sé í sjálfu sér gott. „Ef eitthvað bját- ar á er hægt að fara í sína heilsu- gæslustöð, í dreifbýli, eða göngu- deild í borgum. Mönnum er svo vísað réttar leiðir til sérfræðinga og allt gengur þetta snurðulítið. Léleg efni og aðstæður standa kerfinu hins vegar fýrir þrifum," segir Rápset. Niin segir að almenningur í Eistlandi viti ekki nóg um al- mennt hreinlæti og leiðir til að forðast sjúkdóma ýmiskonar. „Þess vegna er fræðsla um þetta allt frá yngstu bekkjum grunn- skóla ekki síður mikilvæg en nút- ímalegri kennsla heilbrigðisstétta í Háskólanum," segir hún. Einangraður Háskóli „Háskólinn í Tartov er gamall ^ Morgunblaðið/Þorkell Hjónin Vaino Ratsep og Marianne Niin við hús Krabbameinsfélags- ins í gær. og góður skóli," segir Niin, „en hann hefur einangrast og það er nauðsynlegt að færa kennslu læknastúdenta til nútímahorfs. Erlendir sérfræðingar kenna eitt og eitt misseri, en það nægir ekki til að koma helstu nýjungum fræðanna að í kennslu. Til skamms tíma var verklegt nám afar lítið, það hefur reyndar skán- að, en klínísk aðstaða í háskóla- bænum Tartu er ekki fullnægj- andi. Hún er mun betri við stóru sjúkrahúsin í höfuðborginni Tall- inn og þetta er líka meðal þess sem veldur erfiðleikum." Rápset segir stöðu heilbrigðis- mála nokkuð svipaða í Eystra- saltsríkjunum og betri en í lýð- veldum eins og Georgíu og Arm- eníu. Hins vegar sé samanburður erfiður við risa eins og Rússland. Þar segir hann sjúkrahús í stærstu borgum líklega nokkru betur sett en í sínu landi, en Niin bætir því við að í smábæjum inni í miðju Rússlandi vanti sums staðar enn- þá rennandi vatn. „En við vorum of nærri Póllandi og Rúmeníu til að átta okkur á ástandinu sem þar hefur ríkt,“ segir hún. Váino Rápset og Marianne Niin segjast hrifin af því sem þau hafi séð hér, í Krabbameinsfélagi ís- lands og á Landspítalanum. „Þið hafið glæsilegar byggingar og fullkomin tæki sem menn kunna meira að segja að nota,“ segir Rápset. „Það er mikils virði fyrir okkur að sjá hve vel önnur lítil þjóð hef- ur skipað sinni heilbrigðisþjón- ustu. Starf Krabbameinsfélagsins sýnir okkur hve miklu einstakling- ar fá áorkað, með frumkvæði og síðar samvinnu við stjórnvöld." Þetta segist Niin geta tekið undir og bætir við að það veki sérstaklega athygli hve mikill áhugi starfsfólks Krabbameinsfé- lagsins sé á störfunum sem þar eru unnin. „Ánægja og eldmóður í svona starfi skiptir mjög miklu máli og er ekkert sjálfgefin. En ég held að nú séu aftur aðstæður í Eist- landi, eftir næstum 40 ára Sovét- stjóm, til að vekja þann eldmóð með fólki sem þarf til að færa mál til betri vegar.“ Helmingur þingflokks Alþýðuflokks á móti skólagjöldum: Gjaldtaka verði á sjálfsvaldi skól- anna ef þeir vilja auka umfang sitt - segir Davíð Oddsson forsætísráðherra ÁGREININGUR um skólagjöld innan þingflokks Alþýðuflokksins er enn óleystur. Deilt er um hvort 8. grein framhaldsskólalaganna heimil- ar skólagjaldtöku í þeirri mynd sem rætt hefur verið um við fjárlaga- sparnaðinn. Össur Skarphéðinsson þingflokksformaður Alþýðuflokks- ins segir að ekki sé meirihluti innan þingflokksins fyrir að taka upp skólagjöld, fímm þingmenn séu með og fímm á móti. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að málið snúist ekki um að samþykkja skóla- gjöld, en rekstrarumfang skólanna verði ekki aukið frá gildandi fjár- lögum og því sé hugmyndin sú, að þeir verði annað hvort að finna sparnaðarleiðir eða nýta sér sjálfir heimild til aukinnar gjaldtöku vilji þeir auka umfang sitt. Davíð sagði, að innheimt hefði verið innritunargjald í framhalds- skólunum ár frá ári, sem nemi 250 milljónum króna árlega. Það hefði einnig verið gert í ráðherratíð Svav- ars Gestssonar. „Ég tel það vera komið á hreint að Alþýðuflokkurinn standi að þeim útgjaldarömmum sem ríkisstjómin hefur sett og að við höfum nú lokað römmunum sem við höfum setið við undanfama tvo mánuði. Síðan á eftir að skoða tekjuþættina í kvöld,“ sagði Davíð að loknum ríkisstjórnar- fundi uppúr hádegi í gær. Aðspurður hvort samkomulag væri um þessa ramma sagði Davíð: „Já ég tel að flokkamir hafi skuld- bundið sig til þess að standa að þeim römmum sem settir hafa ver- ið. Þvl er þó ekki að neita að ráð- herrar kunna að hafa efasemdir um að einhveijir þættir gangi fram, og þegar til stykkisins kemur þá stand- ist þær hugmyndir sem menn hafa verið með. Ef svo er ekki, ber hver ráðherra ábyrgð á því, innan síns ráðuneytis, að að finna annað á móti sem dugar," sagði hann. Skólunum settir ákveðnir útgjaldarammar Þegar Morgunblaðið spurði Davíð hvort þetta merkti, að ríkisstjómin MÁLASKÓLII Danska, sænska, enska, þýska, franska, ítalska, spænska og íslenska fyrir útlendinga Innritun daglega fró kl. 13—19. Kennsla hefst 16. september. Skírteini afhent 13. september (föstud.) fró kl. 16-19. Auk kvöldtíma eru líka síðdegistímar í nokkrum mólum. Fjölbreytt kennslutæki, m.a. segul- og myndbönd. 10% afslóttur fyrir hjón, systkini, öryrkja og ellilífeyrisþega. Starfsmenntunarsjóður BSRB og BHMR greiðir skólagjöld félagsmanna og Verslunarmannafélag Reykjavíkur veitir sínum mönnum nómsstyrk. 3 1269081 HALLDORS væri búin að samþykkja innritunar- gjald í framhaldsskóla, sagði hann að málið snérist ekki um að sam- þykkja skólagjald. „Það hefur jafnan staðið til að gera þetta með þeim hætti, að sett- ir em ákveðnir rammar fyrir út- gjöld. Varðandi skólana eru menn í raun að miða við það að það um- fang sem var á síðasta ári haldist. Ef menn ætla að auka það verða menn að spara á móti í skólunum, eða þá taka skólagjöld í lýmri mæli en þegar hefur verið gert. Það er ekki prinsipbreyting. Jafnframt ætla stjórnarflokkamir að setja nefnd um að auka fjárhagslegt sjálf- ræði hvers skóla,“ sagði Davíð. Deilt um túlkun framhaldsskólalaga Það er 3. mgr. 8. greinar fram- haldsskólalaganna sem deilt er um túlkun á varðandi heimild til að taka upp skólagjöld en lögin voru sett orið 1988. Greinin er svohljóðandi: „skólanefnd ákveður upphæð gjalda sem nemendum er gert að greiða ið innritun í námsáfanga svo sem innritunargjöld, efnisgjöld, pappírs- gjöld og nemendasjóðsgjöld." Svavar Gestsson fyrrverandi menntamálaráðherra segir að skýrt sé tekið fram ái lögunum og greinar- gerð sem fylgdi frumvarpinu á sínum tíma að ríkissjóði beri að greiða allan rekstrarkostnað fram- haldsskólanna. skólagjaldtöku skv. heimildarákvæðinu sé eingöngu ætl- að að standa undir kostnaði nem- endafélaga skólanna. Það fer því ekkert á milli mála að það er ekki stoð í gildandi lögum til að inn- heimta skólagjöld til að standa und- ir rekstrarkostnaði skólanna,“ sagði Svavar. Innlagningargjald ekki til umræðu Forsætisráðherra sagði aðspurð- ur að innlagnargjald á sjúkrahúsum væri ekki lengur til umræðu í stjóm- arflokkunum. „Þetta var ein af þeim hugmyndum sem var á sveimi á tímabili. Margir töldu það nauðsyn- legt, til að ná jafnvægi í heilbrigðis- þjónustunni. Menn hafa vakið at- hygli á því að fólk komi utan af landi, búa hér á dýrum hótelum eða í einkagistingum og greiði fyrir það og fari síðan á göngudeildir og borgi há gjöld. Aðrir, sem hafa betri að- gang að spítulunum séu lagðir inn, hafi frítt húsaskjól og engan kostn- að. Margir vildu breyta þessu núna, en sú var ekki niðurstaðan," sagði Davíð. Ábending og þakkir í MORGUNBLAÐINU í dag segir: „Sjálfstæðisflokkurinn tók af skarið með það, fyrstur stjórnmálafíokka, að íslenzkar bæk- ur ættu ekki að bera virðisaukaskatt." Þetta er ekki rétt. Alþýðu- bandalagið lagði það til á Alþingi þegar lög um virðisaukaskatt voru samþykkt á sínum tíma að menn- ing yrði undanþegin virðisauka- skatti. Þær tillögur felldi stjóm- arliðið þá, það er þingmenn Al- þýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins. Að öðm leyti er þessi nóta send til að þakka Morgunblaðinu fyrir skelegga forystugrein í dag, þriðjudaginn 3. september, þar sem mótmælt er tillögum um virð- isaukaskatt á bækur. Svavar Gestsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.