Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 48
PC MAGAZINE UM ÍBMOS/2: „ÞETTA ER FRAMTÍÐIN" - svo vel sétryggl ■'fgofáá' SJOVi ALMENNAR MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Ríkisstjórnin fundar um fjárlög fram á nótt RIKISSTJORNIN fór yfir tekju- 'T* hlið fjárlagafrumvarpsins á kvöld- fundi sínum í gær og stóð til að afgreiða frumvarpið í öllum meg- indráttum á fundinum en honum var ekki lokið þegar Morgunblað- ið fór í prentun upp úr miðnætti. Davíð Oddson forsætisráðherra sagði fyrir fundinn að hann teldi komið á hreint að Alþýðuflokkur- inn stæði að þeim útgjaldarömm- um sem ríkisstjórnin setti sér. Agreiningur er þó enn innan þing- flokks Alþýðuflokksins um skóla- gjöld og sagði Ossur Skarphéðins- son þingflokksformaður að ekki væri meirihluti innan hans um að taka upp skólagjöld í framhalds- skólum. Rætt hefur verið um að —? reyna að ná samkomulagi með því að lækka þá upphæð sem upphaf- leg tillaga gerði ráð fyrir úr 180 millj. kr. í um 90 millj. Forsætisráðherra sagði, að málið snérist ekki um það hvort skólagjöld yrðu samþykkt eða ekki. „Það hefur jafnan staðið til að gera þetta með þeim hætti, að settir verða ákveðnir rammar fyrir útgjöld. Er miðað við það markmið varðandi skólana að umfang þeirra aukist ekki frá síðasta ári. Ef menn ætla að auka það verða þeir að spara á móti í skólunum eða taka upp skólagjöld í rýmri mæli en þegar hefur verið gert,“ sagði Davíð. Ríkisstjórnin kom saman tii fundar í gærmorgun og kl. 16 kom þing- flokkur Alþýðuflokksins saman þar sem annars vegar var deilt um hvort gildandi ákvæði framhaldsskólalaga heimiluðu að taka upp skólagjöld fyrir rekstur framhaldsskólanna og einnig var farið yfír tekjuhlið fjár- lagafrumvarpsins. Ríkisstjórnin stefnir að því að auka Þrír efstir á Skákþinginu ÞRÍR skákmenn urðyi efstir og __ jafnir á Skákþingi Islands sem 'ív'Íauk í gær í Garðaskóla í Garðabæ. Þeir Helgi Olafsson, Karl Þor- steins og Margeir Pétursson, sem allir fengu 8 vinninga af 11, verða að heyja sérstaka úrslitakeppni um hver þeirra hreppir íslands- meistaratitilinn í skák þetta árið. í 11. og síðustu umferð Skák- þingsins í gærkvöldi vann Margeir Pétursson Helga Áss Grétarsson, Karl Þorsteins vann Snorra Bergs- son, Jóhánn Hjartarson vann Héðin Steingrímsson og Helgi Olafsson og Signrður Daði Sigfússon skildu jafn- tekjur ríkisins á næsta ári um rúm- lega einn milljarð kr. án þess þó að hækka almenna skatta. Gera tillögur m.a. ráð fyrir að tekjutengja lífeyri og barnabætur og skerða sjómanna- afslátt. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra sagði fyrir fundinn í gærkvöldi að málið væri enn á þí stigi að óvíst væri hvort ríkisstjórnin kæmist að sameiginlegri niðurstöðu. Áfengi o g tóbak hækkar ÁFENGI og tóbak hækkar hjá ÁTVR í dag eða allra næstu daga, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sem dæmi verðhækkanir má nefna að flaska af íslensku brennivíni hækkar um 100 krónur og algengar bandarískar vindlinga- tegundir úr 216 í 225 kr. pakkinn, eða um rúm 4%. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Rússneski fáninn í ísafjarðarhöfn Það vakti athygli ísfirðinga í gærkvöldi þegar togarinn Ostropol frá Murmansk í Rússlandi kom þar ti. hafnar að í stað sovéska fánans blakti hinn þríliti fáni Rússlands í skut skipsins. Hins vegar má enn sjá hið sovéska tákn, hamar og sigð á rauðum grunni, á strompi skipsins. Fortíðarvandi vegna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er 2 milljarðar króna: Að óbreyttu þarf Leifsstöð 150 millj. á ári úr ríkissjóði Fjárskuldbindingar ríkissjóðs vegna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar nema rúmum 3,7 milljörðum króna en talið er að rekstur flugstöðvar- innar standi aðeins undir 1,7 milljarða króna skuldbindingum. Að óbreyttu falla um 2 milljarðar króna á ríkissjóð vegna flugstöðvarinn- ar. Þetta er niðurstaða fortíðarvandanefndar ríkisstjórnarinnar, en skýrsla hennar um fjárhagsvanda flugstöðvarinnar var lögð fram ríkisstjórnarfundi í gærkvöldi. í skýrslunni segir að orsakir fjárhags- vanda Flugstöðvarinnar megi greina í tvo meginþætti. í fyrsta lagi hafi mikið skort á að arðsemis- og rekstrarmarkmið hafi verið skil- greind og í öðru lagi megi gagnrýna hvernig staðið hefði verið að byggingarframkvæmdum við flugstöðina. í skýrslunni kemur fram að miðað við að öllum lánum og 300 milljón króna vanskilum flugstöðv- arinnar verði skuldbreytt þannig að greiðslubyrði jafnist á 25 ár mið- að við 8% ársvexti þurfi um 150 milljón króna framlag úr ríkissjóði á ári til að standa undir 350 milljón króna ársgreiðslu. Þá er ekki tek ið tillit til kostnaðar við endurnýjun fjármuna en í ár er tekjuafgang ur flugstöðvarinnar fyrir afskriftir og fjármagnskostnað áætlaður um 200 milljónir króna. í skýrslu sinni bendir fortíðar- vandanefnd á ýmsa möguleika sem nefndin telur að séu fyrir hendi til að auka tekjur flugstöðvarinnar um allt að 355 milljónir króna á ári. Um er að ræða hækkun lendingar- gjalda um allt að 100 milljónir króna; hækkun innritunargjalda farþega um allt að 85 milljónir króna með tvöföldun þeirra; gjaldtaka af bif- reiðastæðum skili allt að 15 milljón- um króna; hækkun tekna af verslun- arhúsnæði með endurskipulagningu verslunarreksturs í flugstöðinni, skili allt að 100 milljónum króna til við- bótar við 240 milljónir sem áætlaðar eru í tekjur af húsaleigu á þessu ári. Þá er talið að hækka megi aug- lýsingatekjur úr 5 milljónum króna í allt að 30 milljónir króna og einnig segir að endurskoða þurfi 25 millj- óna króna fasteignagjaldagreiðslur til Sandgerðisbæjar. í skýrslunni segir að Sandgerðisbær láti flug- stöðinni enga þjónustu í té heldur séu hefðbundin verkefni sveitarfé- laga á verksviði Flugmálastjórnar. Nefndin telur eðlilegt að leggja áherslu á að leita hækkunar á þeim tekjuliðum sem ekki feli í sér auknar álögur á starfandi aðila í ferðaþjón- ustu, þ.e. bifreiðastæðin, verslunar- húsnæðið og auglýsingatekjurnar. í hinni svokölluðu fortíðarvanda- nefnd, sem ríkisstjórnin skipaði til að afla upplýsinga um þann fjár- hagsvanda, sem hingað til hefur ekki verið gerð grein fyrir við af- greiðslu fjárlaga og safnast hefur upp í gegnum árin hjá ríkissjóði og opinberum stofnunum, eiga sæti Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður for- sætisráðherra, formaður, Hrafn Sig- urðsson, viðskiptafræðingur, Þor- stein Guðnason, rekstrarhagfræð- ingur, Jón Ragnar Blöndal, við- skiptafræðingur, Guðmundur Ein- arsson, aðstoðarmaður viðskiptaráð- herra, og Hilmar Þórisson, skrif- stofustjóri Húsnæðisstofnunar ríkis- Grunaður eiturlyfjasmyglari frelsaður úr höndum lögreglu MAÐUR sem ásamt öðrum hafði verið handtekinn vegna gruns um eiturlyfjasmygl á pósthúsinu í Pósthússtræti í gærmorgun var frelsaður úr höndum tveggja lögreglumanna af tveimur félög- um sínum. Mennirnir náðu einnig úr höndum lögreglumannanna pakka þeim sem eiturlyfin höfðu komið í til landsins en lögregl- an hafði áður fengið vitneskju um innihaldið og sett leir í stað 268 gramma af hassi sem í honum var. Annar lögreglumannanna hiaut nokkrar skrámur í átökum við mennina en lögreglunni tókst að koma í veg fyrir að annar hinna handteknu næði að flýja. Sá sem slapp var liandtekinn í gærkvöldi en áður hafði lögreglan handtekið aðstoðarmenn hans og annan mann til sem grunaður er um aðild að fíkniefnasmyglinu. í síðustu viku fann fíkniefna- deild lögreglunnar 268 grömm af hassi í böggli á tollpóststofunni. Hassið var tekið úr pakkanum en hann síðan látinn ganga sína leið og fylgst með þegar vitjað yrði um hann. í gærmorgun komu tveir menn að ná í pakkann á pósthúsið í Pósthússtræti og lét starfsfólk þá vita um það á lög- reglustöðina í Tryggvagötu. Tveir einkennisklæddir lögreglumenn fóru fótgangandi á staðinn og handtóku mennina tvo. Þegar þeir voru á leið með handteknu mennina á lögreglu- stöðina veittust tveir menn að þeim á götu og tókst sem fyrr segir að losa annan manninn, en hvorugur þeirra hafði þá verið færður í handjárn, og ná pakkan- um. Lögregla hafði grun um hveijir voru að verki og í gærkvöldi höfðu allir sem í hlut áttu verið hand- teknir. Einnig var fleiri manna leitað vegna málsins. Björn Halldórsson lögreglufull- úi í fíkniefnadeild sagði að lög- eglan teldi að mennirnir tveir ’ iefðu verið látnir bíða átekta fyr- t utan pósthúsið til að grípa inn ; með þessum hætti ef á þyrfti að halda. Að sögn Björns hefur ekki áður verið gripið inn í störf fíkniefnalögreglunnar með þess- um hætti. Islending- ur myrtur í Uganda 47 ÁRA gamall íslendingur var skotinn til bana í Kampala í Ug- anda í fyrradag. Samkvæmt upp- lýsingum utanríkisráðuneytisins var um rán eða ránstilraun að ræða en ekki tókst í gær að fá upplýsingar um hvort tilræðis- mennirnir hafi verið handteknir. Maðurinn starfaði í Uganda hjá norrænni stofnun og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni. Upplýsingar um aðdraganda voðaverksins liggja ekki fyrir en maðurinn lést af sárum sínum í sjúkrahúsi í Kampala í fyrradag. Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að danska sendiráðið í Kampala veiti fjölskyldu mannsins mögulega aðstoð. Ekki er að svo stöddu unnt að greina frá nafni hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.