Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 14 Morgunblaðið/GTK Sex háskólarektorar Við upphaf nýs skólaárs í Háskóla íslands tekur Sveinbjörn Björns- son við embætti háskólarektörs af Sigmundi Guðbjarnasyni. Af því tilefni var efnt til hófs með fyrrverandi rektorum Háskólans síðastlið- inn föstudag. Á myndinni eru þeir, frá vinstri talið eftir röð þeirri sem þeir gegndu embættinu, Ármann Snævarr, Magnús Már Lárus- son, Guðlaugur Þorvaldsson, Guðmundur Magnússon, Sigmundur Guðbjarnason og Sveinbjörn Björnsson. Innritun og upplýsingar daglega frá kl. 13-19 í s. 686893 og 39600 Skírteini afhent í Skeifunni 11B laugard. 7 sept. og sunnud. 8. sept. kl. 13-18 Kennsla hefst mánud. 9. sept. F.Í.D. - betri kennsla - betri árangur hefur hingað til verið notað um ríki utan hernaðarbandalaga, en þau glíma nú mörg við tilvistar- vanda eftir hrun kommúnismans.) Orðið „samstaða“ er líklega sótt til frelsisbaráttu Pólveija. Er meira en hæpið að nota alþekkt nafn á erlendum félagsskap á þennan hátt, auk þess sem samstöðumenn í Póllandi eru síður en svo á móti evrópskri samvinnu eða aðild að Evrópubandalaginu. Markmið nýju samtakanna er meðal annars þetta: „Um leið vilja þau tryggja að íslendingar verði hér eftir sem hingað til óháðir við- skiptabandalögum og þjóðin haldi óskertu fullveldi.“ Þessi setning verður varla skilin á annan veg en þann, að samtökin líti ekki á Frí- verslunarbandalag Evrópu (EFTA) og GATT sem viðskiptabandalög og telji viðskiptasamning okkar við Evrópubandalagið (EB) ekki gera okkur háða því. Þá vilja samtökin, að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um samning um aðild að evrópsku efnahagssvæði eða Evrópubanda- laginu. Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur lýst þeirri skoðun sinni, að ekki verði gengið til aðildar að Evrópubandalaginu án þess að ákvörðun um það verði sérstaklega borin undir þjóðina. Samningur um EES felur ekki í sér skyldur sem eru sambærilegar við skuldbinding- ar í tengslum við aðild að EB. Þegar þetta er ritað hefur ekki birst í blöðum listi með nöfnum þeirra 15 einstaklinga, sem eru í stjórn nýju samtakanna. Af þeim fjórum nöfnum, sem birt hafa ver- ið, má ráða, að hér er um pólitísk samtök, jafnvel flokkspólitísk, að ræða. Kristín Einarsdóttir, þing- maður Kvennalistans, er formaður þeirra og Auður Sveinsdóttir, vara- þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík, er ritari stjórnar sam- takanna. Þarf enginn að fara í graf- götur um flokkspólitískar skoðanir þeirra. Hafi viðleitni í grein minni 11. júlí síðastliðinn við að benda á stjórnmálaskoðanir þeirra, sem töluðu á undirbúningsfundinum undir stofnun þessara samtaka, sem kenna sig nú við óháð ísland, verið tilraun til að „sverta“ samtök- in, hlýtur Guðmundur Jónas Kristj- ánsson að telja, að á þeim sé nú svartur flokksstimpill, eftir að ko- sið hefur verið í stjóm þeirra. Ann- ars er furðulegt, ef þeir sem starfa í nýju samtökunum, vilja vera í feluleik með flokkspólitískar skoð- anir sínar. Af hveiju eiga þær að vera eittvert feimnis- eða vandræð- amál? Líklega vegna þess að um- ræður um þær opinbera klofning í Framsóknarflokknum í afstöðunni til evrópska efnahagssvæðisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. eftir Björn Bjarnason Grein Guðmundar Jónasar Krist- jánssonar, skrifstofumanns á Flat- eyri og andstæðings við þátttöku íslands í evrópska efnahagssvæð- inu (EES), sem birtist í Morgun- blaðinu 28. ágúst, ber með sér ótta höfundar við breytingar og aukna þátttöku íslendinga í alþjóðlegu samstarfí. Skoðanir af þessu tagi ber að sjálfsögðu að virða. Þær eru eðlilegur þáttur í þeim umræðum, sem hljóta að fara fram á opinber- um vettvangi um stÖðu okkar ís- lendinga í breyttum heimi. Ástæðulaust er hins vegar fyrir Guðmund Jónas að árétta þessa hræðslu sína enn einu sinni með því að snúa út úr grein, sem ég ritaði hér í blaðið hinn 11. júlí. I grein minni lýsti ég undrun yfir að stofna ætti samtök gegn samn- ingi, sem ekki hefði verið gerður. Taldi ég, að fyrir þeim, sem þannig störfuðu, vekti ekki að stuðla að málefnalegum umræðum. Einmitt þess vegna væri hætta á því, að umræðurnar um þátttöku okkar í samstarfi Evrópuþjóðanna færu í sama farveg og umræður um varn- armálin, þar sem andstæðingar varnarstefnunnar hafa forðast að ræða gildi hennar. Guðmundur Jónas ætti að líta á umræðurnar sem urðu um aðildina að Atlantshafsbandalaginu annars vegar og vamarsamninginn við Bandaríkin hins vegar í blöðum og á Alþingi vorin 1949 og 1951. Hann ætti að kynna sér hrakspám- ar og hræðsluáróðurinn, sem þá var hafður uppi um framtíð þjóðar- innar, landsöluna, ' fullveldis- og sjálfstæðisafsalið, ef gengið yrði til þeirra samninga. Hann ætti einnig kynna sér óréttmætar árásir, sem þeir stjómmálamenn, er stóðu að þessum samningum, urðu fyrir. Nú telur hann sér sæma að væna mig og aðra andstæðinga sína um að vilja fullveldi og sjálfstæði þjóðar- innar feigt. Samhljómurinn í mál- flutningi andstæðinga samning- anna um EES og andstæðinga að- ildar að NATO er augljós, dylgjurn- ar em af sama toga og tilburðirnir til að lýsa sig betri og sannari ís- lendinga en aðra. Vitjunartíminn Síðustu stóratburðir í Sovétríkj- unum sýna, hve mikilvægt er að nýta tækifæri sem gefast og hafa til þess hugrekki. Slíkt getur skipt sköpum fyrir framtíð ríkja og þjóða. Eystrasaltsríkin og fleiri lýðveldi Sovétríkjanna hafa losað sig undan miðstjómarvaldinu 1 Kreml. ís- lenska ríkisstjómin sýndi snarræði við ákvarðanir sínar um viðurkenn- ingu á Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Á árinu 1944 nýttu íslendingar tækifærið, sem þeir höfðu til að lýsa yfir sjálfstæði sínu. Vorið 1949 höfðu íslensk stjórnvöld þrek til að nýta tækifæri, sem þá gafst til að tengja þjóðina Atlantshafsbanda- laginu, þrátt fyrir harða andstöðu og árás á alþingishúsið undir for- DANSSKÓLIAUÐAR HARALDS Kennslustaðir: Skeifan 11B, Gerðuberg í Breiðholti, KR-heimilið v/Frostaskjól Björn Bjarnason „Síðustu stóratburðir í Sovétríkjunum sýna, hve mikilvægt er að nýta tækifæri sem gef- ast og hafa til þess hug- rekki. Slíkt getur skipt sköpum fyrir framtíð ríkja og þjóða.“ ystu kommúnista. Nú er tækifæri til að tengjast efnahagssamstarfi Evrópuríkja. Nýju samtökin í grein sinni segir Guðmundur Jónas Kristjánsson, að verið sé að stofna samtök gegn samningum um EES og þar virðist vera um þverpólitísk samtök að ræða, enda hafi tilraun mín til að „sverta þau pólitískum lit og gera þau tor- tryggileg ... gjörsamlega mistek- ist“. Samtökin vom stofnuð fimmtu- daginn 29. ágúst qg bera heitið Samstaða um óháð ísland - nafnið gæti alveg eins bent til þess að starfa ætti að markmiðum Sam- taka herstöðvaandstæðinga, sem hafa viljað óháð ísland utan hern- aðarbandalaga. (Hugtakið „óháð“ í umræðum um alþjóðastjórnmál Erlendir gestakennarar: Constansa Krauss og Woody Krauss frá Þýskalandi Samkvæmisdansar Gömlu dansarnir Barnadansar yngst 3-5 ám Rock’n’roll — tjútt — boogie Funk og Hip hop Barna-, unglinga- og hjónahópar Einkatímar Byrjendur — framhald EES og samhengið í um- ræðum um utanríkismál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.