Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Eina færa leiðin að eru margar ástæður fyrir þeim gífurlega vanda, sem við er að etja í ríkisfjármálum um þessar mundir, en þar ber þó hæst ótrúlega útþenslu ríki- skerfisins og eyðslu langt um- fram greiðslugetu almennings. Fjórði hver vinnandi maður er nú starfandi hjá því opinbera og stórir hópar til viðbótar hafa þar framfærslu sína að hluta eða að öllu leyti. Eyðslan hefur verið fjármögnuð með lántökum á lán- tökur ofan. Er svo komið, að vaxtagjöld ríkissjóðs á þessu ári nema nær tíu milljörðum króna. Lætur nærri, að tvær krónur af hverjum þremur af tekjuskött- um, sem ríkið innheimtir af ein- staklingum og fyrirtækjum, fari í vaxtakostnað af skuldabyrði ríkissjóðs. Það hefur löngum verið útleið stjómmálamanna, þegar ekki verður lengra gengið í eyðsl- unni, að hækka skattana. Það hefur verið einfaldasta og þægi- legasta leiðin fyrir þá. Ríkis- stjóm Steingríms Hermannsson- ar, svonefnd ríkisstjórn jafnréttis og félagshyggju, valdi ítrekað leið skattahækkana og líklega hefur engin ríkisstjórn gengið jafnlangt í þeim efnum síðustu áratugina. Tekjuskatturinn hækkaði úr 28,5% í 32,8% (stað- greiðsluhlutfall úr 35,2% í 39,79%), eignarskattar vom stórhækkaðir, svo og hvers kyns þjónustugjöld. Þrátt fyrir þessar miklu skatt- hækkanir síðustu ríkisstjórnar dugðu þær hvergi nærri fyrir eyðslunni og það sem verra var, að ríkissjóðshallinn jókst vem- lega með tilheyrandi lántökum. Halli ríkissjóðs var áætlaður 4,1 milljarður króna á þessu ári sam- kvæmt fjárlögum, en við mynd- un núverandi ríkisstjómar eftir kosningarnar í vor áætlaði fjár- málaráðuneytið og Ríkisendur- skoðun, að hann yrði tvöfalt til þrefalt meiri án aðgerða. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks greip til ráð- stafana skömmu eftir að hún tók við völdum til að draga úr ríkis- sjóðshallanum, en þrátt fyrir það er áætlað, að hann verði um átta milljarðar króna. Sam- kvæmt upplýsingum Friðriks Sophussonar, fj ármál aráðherra, er fjárhagsvandinn, sem við er að glíma nú, um 25 milljarðar króna. Stór hluti þessarar ótrú- legu upphæðar er fyrirsjáanleg- ur halli ríkissjóðs á næsta ári, verði ekkert að gert, og vegna gjaldþrots sjóðakerfisins. Þetta er myndin, sem menn hafa fyrir augunum, þegar leitað er leiða til að leysa fjárhags- vanda ríkissjóðs. Lengra verður ekki gengið í skattahækkunum af þeirri einföldu ástæðu, að það ofbyði greiðslugetu skattgreið- enda. Þegar er farið að bera á því, að launþegar hafni auka- vinnu vegna þess að um og yfir helmingur teknanna fer beint í skatt. Þjóðarframleiðslan dregst saman við þær aðstæður og skattagrunnurinn. Þar með er kominn vítahringur skattheimt- unnar. Undanfama mánuði hefur Morgunblaðið ítrekað bent á, að nauðsynlegt sé að skera niður ríkisútgjöldin til að koma á jöfn- uði í ríkisbúskapnum og leita nýrra leiða til að gera hann hag- kvæmari. í því sambandi hefur blaðið bent á, að á því séu engin tök nema hamin verði útgjöld til stærstu útgjaldaliðanna, heil- brigðiskerfisins, skólakerfisins og tryggingakerfisins. Ein leiðin er innheimta gjalda af þeim sem njóta þjónustunnar þó með þeim hætti, að slík innheimta sé tekju- tengd. Forustugrein Þjóðviljans í gær snýst um ábendingar þessa efnis í síðasta Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins. Leitast Þjóðviljinn við að svara þeim ummælum, að andstæðingar þjónustugjalda verði að benda á aðrar leiðir til að leysa útgjaldavandann. Þær leiðir, sem Þjóðviljinn bendir á, snúast allar um skatta- hækkanir utan ein, þ.e. að spara í heilbrigðiskerfinu með því að draga úr milliliðakostnaði og með áherzlu á fyrirbyggjandi heilsugæzlu. Það er sjálfsagt að draga úr milliliðakostnaði, en það dugar bara ekki til. Fyrir- byggjandi heilsugæzla er einnig verðugt verkefni, en það er mál til framtíðar og leysir ekki út- gjaldavaridann sem blasir við núna. Það eina, sem eftir stendur í tillögum Þjóðviljans, er gamla leiðin: Skattahækkanir. Þar tek- ur blaðið enn einu sinni undir með þeim Ólafi Ragnari Grímssyni, Svavari Gestssyni og Steingrími Hermannssyni, sem allir boðuðu skattahækkanir á síðasta vetri. Stjórnmálamenn verða að gera sér grein fyrir því, að skattahækkunarleiðin gengur ekki lengur. Skatta- hækkanir undanfarin ár hafa aukið útgjaldavandann en ekki leyst hann. Það verður að setja punktinn einhvers staðar ög nú er að því komið. Eina færa leið- in er stöðvun á útþenslu ríkis- kerfisins og markviss niður- skurður útgjalda. Fullvirðisréttur allra svæða verði færður niður til að ná markmiðum búvörusamnings Aðalfundur Stéttarsambands bænda: FRAMLEIÐSLUMÁL voru í brennideplinum á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda, sem lauk á Hvanneyri síðastliðið mánudagskvöld, en þar var meðal annars samþykkt ályktun sem felur í sér að breyting verði gerð á reglugerð um niðurskurð sauðfjárstofnsins nú í haust. Þar sem ljóst þykir að markmið nýja búvörusamningsins um upp- kaup ríkisins á fullvirðisrétti í sauðfjárframleiðslu fyrir 1. september síðastliðinn hafa ekki náðst eru horfur á að að kindakjötsframleiðsl- an verði mun meiri en markaður er talinn fyrir á verðlagsárinu 1992-1993, en þá koma framleiðendur til með að bera ábyrgð á þeirri framleiðslu sem er umfram þarfir innanlandsmarkaðar. Því vill aðal- fundur Stéttarsambands bænda að sá framleiðsluréttur i sauðfjár- rækt, sem seldur hefur verið af þéttbýlissvæðum, og sá réttur sem seldur hefur verið umfram 12% á einstökum svæðum, dreifist ekki á önnur svæði við fyrri niðurfærslu á framleiðsluréttinum. Þess í stað vill fundurinn að fullvirðisréttur allra svæða verði færður niður til samræmis við það sem um getur í nýja búvörusamningnum. í búvörusamningnum segir að til þess að ná því markmiði að fram- leiðsla haustsins 1992 verði í sam- ræmi við þarfir innanlandsmarkað- ar, þá sé stefnt að um það bil 10% sauðfjár nú í haust frá ásetningi haustið 1990, og samdrætti í fram- leiðslunni sem nemi um það bil 900 tonnum haustið 1992. Því kaupi ríkissjóður allt að 55 þúsund kind- ur, og komi afurðir af þeim ekki á innanlandsmarkað, en til að þessi markmið náist þurfi nýttut og ónýttur fullvirðisréttur sem er í framleiðslu að lækka að minnsta kosti um 12%. í reglugerð, sem unnið hefur verið eftir við niður- skurð sauðfjár í sumar, kemur fram að markmið um uppkaup ríkissjóðs á fullvirðisrétti í fyrrihluta aðlögun- ar sauðfjárframleiðslunnar að inn- anlandsmarkaði sé bundið við 12% fullvirðisréttarins vegna áður óljósrar sölu á óvirkum rétti. Nokkrar umræður urðu um ofan- greinda tillögu þegar hún var lögð fyrir til afgreiðslu á aðalfundi Stétt- arsambandsins, en í máli þeirra sem mæltu á móti henni kom fram að ótækt væri að fara fram á breyt- ingu á reglugerð sem gefin var út fyrir tveim mánuðum síðan og unn- ið hefur verið eftir. Þeir sem fylgj- andi voru tillögunni töldu hins veg- ar að niðurfærsla fullvirðisréttarins á öllum framleiðslusvæðum lands- ins væri skárri kostur en að til kæmi umtalsverð lækkun greiðslu- marks á verðlagsárinu 1992-1993, og svo fór að tillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu með 34 atkvæð- um gegn 13. Öflug markaðssókn í ályktun aðalfundar Stéttarsam- bandsins um framleiðslumál er minnt á nauðsyn þess að fara strax að undirbúa öfluga markaðssókn við sölu sauðfjárafurða þegar nýr búvörusamningur kemur að fullu til framkvæmda, og afurðasala verður á ábyrgð bænda og afurða- stöðva. Samþykkti fundurinn að fela stjóm Stéttarsambandsins að vinna að þessu í samvinnu við Landssamtök- sauðfjárbænda, af- urðastöðvamar og fleiri hagsmuna- aðila, en benti jafnframt á að afla yrði fjár til þessa verkefnis á þann hátt að það skerði ekki laun bænda. Þá telur fundurinn að það sé höfuð- atriði að sú lækkun grundvallar- verðs kindakjöts til bænda, sem um ræðir í nýjum búvörusamningi, skili sér í sama hlutfalli til neytenda, en takist það ekki telur fundurinn for- sendur fyrir verðlækkuninni vera brostnar. Ályktun Landssamtaka sauðfjár- bænda um lengingu sláturtíma í þeim tiigangi að auka framboð á fersku lambakjöti var lögð fram á aðalfundinum, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir að sauðfjárslátrun á næsta ári standi frá 15. júlí til 20. desember. í ályktuninni enn- fremur gert ráð fyrir sauðfjárbænd- um verði markaður allt að 2% tekju- stofn af grandvallarverði kinda- kjöts, sem varið verði til markaðs- mála, og komið verði á fót starfs- hópi undir forystu sauðfjárbænda, sem beiti sér fyrir söluhvetjandi aðgerðum í heildarsölu kindakjöts þegar nýr búvömsamningur tekur gildi. Vildi meirihluti framleiðslu- nefndar að aðalfundurinntæki undir þessar hugmyndir, og að stórn Stéttarsambandsins yrði falið að veita LS stuðning við að vinna þeim framgang, en fram kom viðaukatil- laga frá minnihluta nefndarinnar um að miðað yrði við allt að 1% tekjustofn. Snarpar umræður urðu um þessa tillögu, en svo fór að lok- um að Halldór Gunnarsson lagði fram rökstudda dagskrá um að vísa henni frá og var það samþykkt með 26 atkvæðum gegn 12. Aðalfundurinn samþykkti hins vegar tillögu um að taka undir ályktun Landssambands kúa- bænda, en í henni kemur fram að birgðir mjólkurvara séu mun meiri um þessar mundir en þörf sé talin fyrir, og engin teikn um að á því verði breyting á næsta verðlagsári. Þar sem framundan sé aðlögun mjólkurframleiðslunnar að innlend- um markaði sé æskilegt að draga úr framleiðslu næsta verðlagsárs og ná niður birgðum. Heppilegasta leiðin til þess sé að greiða tiltölu- lega hátt verð fyrir þann rétt sem ónýttur var í lok verðlagsársins, eða 65-70% af grundvallarverði, en því hafnað að fullvirðisréttur allra mjólkurframleiðenda verði færður niður. Morgunblaðið/Hallur Þorsteinsson Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, flytur setningarræðu sína við upphaf aðalfund- ar Stéttarsambandsins. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra flytur ávarp við setningu aðalfundar Stéttarsambands bænda. Niðurskurði Framleiðnisjóðs mótmælt Efling atvinnulífs í sveitum til að mæta samdrætti í nautgripa- og ’ Fulltrúar á aðalfundinum hlýða á ræðu formanns Stéttarsambandsins. sauðfjárrækt var til umræðu á fundinum, og samþykkt var að fela stjórn Stéttarsambandsins að fylgja því eftir að komið yrði á fót atvinnu- málanefndum þar sem þær væra ekki þegar starfandi, og að efla ráðgjöf og leiðbeiningar í atvinnu- málum með auknu fræðslustarfi meðal bændafólks. Bent er á það í ályktun fundarins að til eflingar atvinnulífs í sveitum hafí fram- kvæði heimamanna og sú fræðsla og fjárstuðningur sem boðið yrði upp á hvað mest að segja, og bein- ir fundurinn þeim tilmælum til land- búnaðarráðherra að hann skipi vinnuhóp, úr röðum bænda til þess að leita leiða til nýsköpunar í at- vinnumálum sveitanna næstu árin. Þá er skorað á landbúnaðarráðherra að fylgja fast eftir bókun með nýja búvörasamningnum, sem fjallar um landgræðslu og skógrækt. Vill fundurinn að þeim sauðfjárbænd- um, sem höfðu meirihluta tekna sinna af sauðfjárrækt og selja veru- legan hluta af fullvirðisrétti sínum fyrir 1. september 1992, verði tryggður forgangur til samnings um bændaskóga, búi þeir á svæðum sem teljast heppileg til skógræktar. Einnig verði þeim bændum sem seldu verulegan hluta fullvirðisrétt- ar síns tryggður forgangur að þeim landgræðsluverkefnum sem til falla í hveiju héraði. Boðuðum niðurskurði á framlagi til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins var harðlega mótmælt á fundinum, og því hafnað að slík vinnubrögð yrðu viðhöfð við framkvæmd nýja búvörusamningsins varðandi stuðn- ingsaðgerðir við atvinnuþróun í sveitum sem í honum felast. Telur fundurinn að áframhaldandi stuðn- ingur Framleiðnisjóðs við þróunar- verkefni í markaðssetningu vegna nýrrar atvinnusköpunar í sveitum sé forsenda þess að raunhæfur grundvöllu'r geti skapast fyrir upp- byggingu nýrra greina og aukinni þátttöku í öðrum, svo sem í ferðaþjónustu. Málefni loðdýraræktarinnar komu til sérstakrar umræðu, og telur aðalfundurinn mikla nauðsyn að treysta grundvöll greinarinnar til frambúðar nú þegar verð loð- skinna fer hækkandi eftir langvar- andi þrengingar í loðdýrarækt. Nauðsynlegt sé að tryggja að jöfn- unargjald á fóður verði svipað árið 1992 og það er í ár, og jafnframt að létta greiðslubyrði greinarinnar með niðurfærslu stofnlána, auk þess sem unnið verði að því að fá afskrifuð lán hjá Ríkisábyrgðarsjóði. Einföldun félagskerfis bænda Endurskoðun félagskerfis bænda var enn á ný til umræðu á aðal- fundi Stéttarsambandsins, en í ályktun um það mál var tekið und- ir stefnumörkun nefndar, sem skil- aði áliti í febrúar síðastliðnum um granneiningar í félagskerfinu. Jafn- framt var lögð áhersla á samþykkt síðasta aðalfundar um einföldun á félagskerfinu og endurskoðun á samþykktum Stéttarsambandsins, og var stjórn sambandsins falið að skipa þriggja manna nefnd til að gera tillögur þar að lútandi fyrir næsta aðalfund. Fundurinn sam- þykkti jafnframt að fela stjórninni að gera þær breytingar á samþykt- um Stéttarsambandsins, sem hafi það að leiðarljósi að allir félagar í búgreinafélögum og búnaðarsam- böndum hafi atkvæðisrétt í þeim hagsmunamálum sem snerta bænd- ur almennt, en í hagsmunamálum einstakra búgreina eða hópa bænda hafi þeir einir atkvæðisrétt sem stundi viðkomandi framleiðslu. Á fundinum las Kristján H. Theó- dórsson upp tillögu sem hann hafði samið og vildi kynna, en í henni var lagt til að Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag íslands sameinuðust í eitt félag, sem kallað yrði „Hið íslenska bændafélag", og tæki við hlutverkum beggja sam- takanna. í greinargerð með tillög- unni sagði að augljóst væri hvílíkur sparnaður og hagræðing væri í því fólginn að sameina þessar stofnanir í eina, og vegna mikillar umræðu undanfarið um hagræðingu í land- búnaði og sparnað á öllum sviðum atvinnugreinarinnar væri eðlilegt að tillaga sem þessi væri samþykkt af þeim aðilum, sem hvað harðast hefðu gengið fram í þeirri umræðu. Tillagan var ekki tekin til af- greiðslu á fundinum. Vistkerfi landsins eflt í ályktun aðalfundarins um um- hverfismál segir að það sé markmið landbúnaðarins að bæta vistkerfi Islands og að ekki sé gengið á auð- lindir þess. Það sé mikið hagsmuna- mál fyrir bændur að ímynd um hreint og ómengað land haldist og snyrtimennska sé viðhöfð á sveita- bæjum. Leggur fundurinn sérstaka áherslu á gott sambýli við gróður og náttúru landsins, aðgæslu á við- kvæmum gróðursvæðum, land- græðslu og friðun þar sem þörf sé á, en við landgræðslustörf verði nytjasjónarmið og landbætur hafð- ar að leiðarljósi. Fundurinn fól stjórn Stéttarsambandsins að óska eftir viðræðum við samgönguráðu- neytið um viðhald veggirðinga, en fundurinn telur það ástand sem ný ríki um viðhald slíkra mannvirkja sé óviðunandi, og því sé brýnt að setja skýrar reglur þar um. Vetrarstarf kórs Lang- holtskirkju er hafið KÓR Langholtskirkju hóf vetrarstarfið nú í byrjun september. Fyrsta verkefni vetrarins eru tvær kantötur eftir J.S. Bach, nr. 21, „Ich hatte viel Bekummernis“, og nr. 131, „Aus der Tiefe rufe ich, Herr, zu dir“, sem fluttar verða á tónleikum 3. nóvember nk. Þessir tónleikar era haldnir á vegum Minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur og við guðs- þjónustu sama dag verður önnur kantatan flutt á vegum sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að styðja starfsemi Kórs Langholtskirkju og jafnframt að styrkja efnilega söngnemendur í námi. Sl. vor var fyrstu styrkjunum úthlutað. Ragn- ar Davíðsson og Björk Jónsdóttir hlutu 75.000 kr. hvort, en þau era bæði félagar í Kór Langholts- kirkju. Þau verða bæði einsöngv- arar á þessum tónleikum og auk þeirra Olöf Kolbrún Harðardóttir og Þorgeir Andrésson. Sálumessa (Requiem) eftir Moz- art verður flutt með Sinfóníu- hljómsveit Islands í byijun des- ember. Jólasöngvar kórsins verða að vanda seinasta föstudag fyrir jól hinn 20. desember kl. 23.00. Á þeim tónleikum verða flutt lög og verk tengd jólum og aðventu. Þessir tónleikar eru árlegur við- burður og jafnan húsfyllir. Eftir jól verður tekið til við æfingar á Mattheusarpassíunni eftir J.S. Bach sem flutt verða á skírdag og föstudaginn langa. Hún er eina stórverk „fimmta“ guð- spjallamannsins" sem kórinn hefur ekki flutt. í júní 1992 tekur kórinn þátt í Norrænu kirkjutónlistarhátíðinni sem haldin verður hér á landi. Höfuðtilgangur hátíðarinnar er að kynna nýja kirkjutónlist frá Norð- urlöndunum. Kórinn hefur tvisvar verið fulltrúi íslands á þessari hátíð sem haldin er fjórða hvert ár, 1974 í Svíþjóð og 1978 í Finn- landi. í haust kemur út geisladiskur sem heitir „Barn er oss fætt - Jólasöngvar Kórs Langholts- kirkju“. Á diskinum verða jóla- og aðventulög sem flutt hafa verið á Jólasöngvum kórsins. Meirihluti laganna er útsettur af sænska tónskáldinu og kórstjóranum And- ers Öhrwall. Einsongvarar eru Dagbjört Nanna Jónsdóttir, Hall- dór Torfason, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir og Ragnar Davíðsson. Hljóðfæraleikararnir Áshildur Haraldsdóttir, Bernard S. Wilkin- son, Gústaf Jóhannessori, Jón Sig- urðsson, Kristján Þ. Stephensen og Monika Abendroth leika með. Frá vinstri: Jón Stefánsson söngstjóri, Erna Þórarinsdóttir, spjald- skrárritari, Halldór Torfason, formaður kórsins og Sigrún Stefánsdótt- ir varaformaður. Upptakan var gerð „stafrænt" af Studio Langholtskirkju sl. vetur af Bjama Rúnari Bjarnasyni tón- meistara. Einnig er væntanleg á geisladiski „An Anthology of Ice- landic Choir Music“ sem sænska útgáfufyrirtækið BIS gaf út 1983, en hljómplatan er uppseld hjá út- gáfunni. Raddþjálfari verður eins og und- anfarin ár Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson. Kórinn er fullskipaður og verður ekki bætt við nýjum röddum. (Fréttatilkynning) Iðnnemasamband Islands: Idnnám verði ekki sett lægra en annað sambærilegt nám Sambandsstjórn Iðnnemasambands íslands hefur sent frá sér álykt- un, þar sem skorað er á mennta- og fjármálaráðherra að koma í veg fyrir að iðnnám verði sett á lægri skör innan Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna en annað nám eða að tekjumeðferð iðnnema verði með öðrum hætti en annarra námsmanna. Lárus Jónsson formaður Lánasjóðs islenskra námsmanna, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um breytingar á lánum til iðnnema en að til greina komi að starfsnám verði skilgreint sem nám er veiti tekjur yfir framfærslumörkum sjóðsins. Lárus sagði, að reglur um lán til nemenda í starfsnámi væru óljósar og nefndi sem dæmi að aðstoðalæknar í sémámi á fullum launum væra stundum taldir láns- hæfir. Mönnum hafi fundist að setja ætti almennar reglur um starfsnám en engi ákvörðun hafi enn verið tekin. „Þetta eru hlutir sem verið er að tala um en enginn veit hvort verður úr eða ekki,“ sagði Lárus. „Eg geri ráð fyrir að til greina komi að skilgreining á starfsnámi verði sú að það sé nám sem veiti mönnum meiri tekjur heldur en sjóðurinn gerir ráð fyrir í framfærslu. Iðnnemar eru yfír- leitt með það lágar tekjur í iðnn- ámi að ef þessi regla yrði tekin upp þá yrðu flestir með tekjur undir því marki og yrði því farið með þær eins og aðrar tekjur sem menn hafa.“ Kristinn Einarsson fram- kvæmdastjóri Iðnnemasambands íslands, sagði að upphaflega til- lagan, sem lögð var fyrir í stjórn LIN hafi gert ráð fyrir að námsað- stoð yrði að öllu jöfnu ekki veitt til starfsnáms eða starfsþjálfunar þegar um full Iaunað starf væri að ræða á meðan á námi stendur, t.d. aðstoðarlækna og lærlinga. „Eg held að menn hafi ekki áttað sig á hvað upphaflega tillagan hafði í för með sér en af því að við brugðumst hart við þá var þessu breytt,“ sagði Kristinn. „Það var ætlunin að ná til annarra en við slæddumst með. Núna skilst mér að búið sé að breyta tillög- unni á þann veg að ekki sé veitt lán til þeirra sem eru í starfsnámi ef umsamin laun eru hærri en grunnframfærsla LÍN, eða tæp- lega 47.000 krónur á mánuði." Kristinn sagði, að laun iðnnema féllu undir það en samningar eru lausir 15. september og verði þessi tillaga samþykkt í stjórn LIN á næstu dögum gæti svo farið að laun nema á fjórða ári yrðu yfir grunnframfærslu sjóðsins. Þá gæti farið svo að þeir nemendur fengju engin lán jafnvel þó þeir væru með böm á framfæri sínu. „Mér sýnist þvi að meðferð á tekju vissra iðnnema muni verða með allt öðr- um hætti en annarra náms- manna,“ sagði hann. „Eða er sann- girni í að iðnnemi sem er með 50.000 krónur í tekjur á mánuði fái enga framfærslu frá lánasjóð- inum á meðan nemi í öðra láns- hæfu námi, sem hefur sömu tekjur með námi, fái 50% af umframtekj- unum dregna frá námslánum. Hanh fái síðan námslán en iðn- neminn ekki. Þetta þýðir að með- ferð iðnnema innan lánasjóðsins verður óhagstæðari en annarra námsmanna og afleiðingamar hljóta að verða þær að nemendur hugsa sig um áður en þeir fara. í iðnnám.“ -----» ♦ ♦ Nýrvara- forseti FFSÍ Á FUNDI stjórnar Farmanna- og fiskimannasambands Is- lands, FFSÍ, lialdinn 2. septemb- er 1991 í Borgartúni 18, var Þorsteinn Árnason vélfræðing- ur, félagsmaður í Vélstjórafé- lagi Vestmannaeyja kosinn nýr varaforseti sambandsins. Þorsteinn tekur við af Helga Laxdal, sem lætur af störfum sem varaforseti FFSÍ samhliða úrsögn Vélstjórafélags íslands úr FFSI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.