Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 Öryggismál í ólestri eftirJóhann Pál Símonarson Skýrslur Rannsóknarnefndar sjó- slysa komu ekki út á réttum tíma fyrir árin 1988, 1989 og 1990. Astæðan er sú, samkvæmt því sem formaður Sjóslysanefndar segir, að ekki hafi fengist fé til að gefa skýrsl- urnar út. Fátt segir meira um af- stöðu fjárveitingarvalds, Alþingis eða samgönguráðuneytis, til öryggismála sjómanna en þetta. Jafn sjálfsagt mál og útgáfa skýrslu Rannsóknar- nefndar sjóslysa ætti ekki að vefjast fyrir nefndum stofnunum, þ.e.a.s. ef menn meina eitthvað með því að öryggismál sjómanna sé verkefni sem verður að takast á við af fullum krafti. Skýrslur síðustu þriggja ára voru gefnar út í bókaformi fyrir nokkrum vikum. Þegar menn fara yfir athuga- semdir Sjóslysanefndar, niðurstöð- urnar og skýringarnar á því af hveiju slysin verða og af hveiju skip far- ast, þá hljóta sjómenn og vonandi fleiri 'að hrökkva í kút. Það fer ekki hjá að gagnrýni Guðmundar Hall- varðssonar, formanns Sjómannafé- lags Reykjavíkur, á skipstjómar- menn öðlist allt aðra þýðingu, þegar bókin hefur verið lesin. Rauði þráður- inn í skýririgum Sjóslysanefndar í þeim dæmum sem tilgreind eru kall- ar á gagnrýni á skipstjórnarmenn. Þegar hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson og Gljái, sem er tíu tonna plastbátur, rákust saman í júlí 1988 voru skilyrði til siglingar eins og þau geta best orðið. Það var logn og ^Dale . (Jamegie námskeiðið Kynningarfundur ★ Meira hugrekki. ★ Stærri vinahópur. ★ Minni áhyggjur. ★ Meiri lífskraftur. PERSÓNULEGUR ÞROSKi STJORNUNARSKOLINN Sími 812411 Ný námskeið eru að hefjast skyggni gott. Niðurstaða Rannsóknanefndar sjóslysa varð sú, að skipstjórnarmenn beggja skipa hefðu brotið gegn fjöl- mörgum greinum alþjóðlegra reglna, sem gilda um siglingu skipa. Þegar Margrét RE 229 strandaði í norðanverðum Reyðarfirði var það álit Sjóslysanefndar, að orsök strandsins mætti rekja til óaðgæslu við siglingu bátsins. Þegar Þytur SF 1 sökk í róðri í september 1988 er skýring Sjóslysa- nefndar þessi: „Nefndin telur að meginorsök þessa bátstapa sé van- þekking á því hvernig á að stjóma og hlaða. Báturinn er ofhlaðinn langt umfram leyfilega hleðslu." Eg gæti haldið lengi áfram og tínt upp óteljandi dæmi þar sem rauði þráðurinn Rannsóknarnefndar sjó- slysa er, að skipstjórnarmenn gæta alls ekki nægilega vel að því sem þeir eðli málsins samkvæmt ættu að gera. Þetta vekur upp þijár spurningar. Er menntun í sjómannaskólum lands- ins ekki nægilega góð? Eða hafa skipstjórnarmenn misskilið námið og þar með hlutverk sitt um borð? Eða er siglingaleg og fagleg stjórnun útgerðar komin í íand? Eru það til dæmis útgerðarmenn flutningaskipa, sem eru farnir að taka þátt í að stjórna skipunum? Við skulum skoða eitt dæmi úr skýrslu Rannsóknar- nefndar sjóslysa í þessu sambandi. í janúar 1989 lestaði flutninga- skipið Hera Borg á Vestfjörðum. Það var siæmt í sjóinn, átta til níu vind- stig og þegar skipið kom til Reykja- víkur kom í ljós að farmurinn var allur úr lagi genginn. Hveijar eru svo skýringarnar? Hvað segir Sjóslysanefnd? „Nefndin telur það uggvænlega þróun ef skipstjórar fá ekki þann búnað sem þeir telja nauðsynlegan svo ganga megi frá farmi um borð í skipum. Einnig er það andstætt allri skynsemi að rekið sé svo á eftir skipstjórum að ekki sé tími til þess að sinna þeim verkefnum sem ætlast er til af þeim. Það að skipstjórar eigi yfir höfði sér að missa vinnuna vegna þess að þeir fái ekki þann búnað sem til þarf til eðlilegs rekstrar skips hlýt- ur að leiða til ómannlegs úlags á skipstjóra, sem leiðir af sér að ekki er farið eftir öryggiskröfum. “ Nefndin undirstrikar í skýrslu sinni um þetta mál, að það sé í þriðja skipti á stuttum tíma sem farmur raskist vegna ónógs frágangs á farmi og dirfskufullrar siglingar. Hér er með öðrum orðum verið að stefna Iífi sjómanna í hættu, stór- kostlega hættu, eins og dæmi eru til um að skip geti komið tveimur eða þremur klukkutímum fyrr í höfn en annars hefði orðið. Ábyrgðin er skipstjórnarmanna að fara eftir lögum og reglum, að láta Haustvörurnar komnar Verið velkomnar Pósthússtræti 13. ekki beygja sig til dirfskufullrar sigl- ingar, eins og Sjóslysanefnd kallar það, en siðferðileg ábyrgð hvílir einn- ig hjá útgerðarmönnum sem láta sér detta í hug að horfa framhjá því að fyllsta öryggis sé gætt í siglingum, en mæla líf og limi sjómanna í nokkr- um kiukkutímum. Með því að taka öryggismál sjó- manna föstum tökum er ekki nóg að setja reglur. Það verður að fara eftir þeim. Það er ekki nóg að hafa eftirlit, ef sjómennirnir sjálfir halda ekki vöku sinni. Það er ekki nóg að fylla skipið af öryggistækjum, ef enginn kann á þau, eða þau eru ekki í lagi, ryðguð föst eða gölluð. Þetta gildir um sleppibúnað á skipum og reykköfunartæki af gerðinni Fanzý 5000, en tæki af þeirri gerð eru frá 1985 og eru ennþá í notkun að hluta þrátt fyrir innköllun Siglingamála- stofnunar ríkisins í fréttatilkynningu dagsettri 17. febrúar 1988 og síðar 22. febrúar 1988. Þrátt fyrir þetta eru Fanzy 5000-reykköfunartæki ennþá að berast sem breytingar þurfa að fara fram á. Það skal tekið fram að gallinn kom upp 10. febrúar 1988 á æfingu nemenda Stýrimanna- skólans í Vestmannaeyjum. Að mínu mati er þetta vítavert kæruleysi að ekki skuli vera búið að lagfæra öll tækin sem voru á bilinu 250-300 af þessari gerð um borð í íslenskum skipum. Samgönguráðherra er æðsti yfir- maður öryggismála sjómanna. Undir hann heyrir til dæmis Siglingamála- stofnun ríkisins, sem á að sjá um eftirlit með skipum, og þar með öllum öryggisbúnaði um borð í skipum. Eg skora á samgönguráðherra, að kynna sér efni skýrslu Rannsókna- nefndar sjóslysa fyrir árið 1988, 1989 og 1990, sem gefin var út undir forystu Haraldar Blöndals, „Með því að taka örygg- ismál sjómanna föstum tökum er ekki nóg að setja reglur. Það verð- ur að fara eftir þeim. Það er ekki nóg að hafa eftirlit, ef sjómennirnir sjálfir halda ekki vöku sinni.“ hæstaréttarlögmanns, sem var for- maður Sjóslysanefndar og ég hvet samgönguráðherra að heyra hljóðið í Guðmundi Hallvarðssyni, alþingis- manni Sjálfstæðisflokksins og for- manni Sjómannafélags Reykjavíkur og fá hann til að skýra út hvernig ástandið í öryggismálum er í raun og veru. Samgönguráðherra veit sennilega, að hér á landi er ekki framleiddur sleppibúnaður fyrir skip og báta, sem Siglingamálastofnun ríkisins viður- kennir. Það má orða þetta öðru vísi. Það má segja, að sleppibúnaðurinn sem nú er um borð í skipum og bát- um er ekki fullnægjandi; Það má líka halda því fram með gildum rökum að hann veiti falskt öryggi þar sem hann er úr leik, því Siglingamálstofn- un hefur ekki viðurkennt hann. Sam- gönguráðherra veit sennilega líka að Háskóli íslands hefur gefið út skýrslu um hönnun á sleppibúnaði, sem lík- legt þykir að hljóti viðurkenningu Siglingamálastofnunar. í niðurstöð- um þeirrar skýrslu segir meðal ann- ars þegar menn eru að velta því fyr- ir sér hvort framleiða á þennan bún- að og setja á markað, eða ekki: „Vegna þess hve verkefnið er áhætt- usamt þá virðist niðurstaðan óhjá- Jóhann Páll Símonarson kvæmilega verða sú að væntanlegur hagnaður sé ekki áhættunnar virði.“ Hér er rætt um hagnað fyrirtækisins sem getur framleitt öruggan sleppi- búnað. Það er leitt til þess að vita að það skuli þurf að vera hagnaðarsjónar- mið sem ráða því hvort öruggur bún- aður kemst um borð í íslensk skip, jafn leitt og það er að lesa í skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa að út- gerðirnar eru í sumum tilvikum farn- ar að taka völdin af skipstjórnar- mönnum. Og það er ennfremur ieitt til þess að vita, að Siglingamála- stofnun skuli ekki hafa haft samráð við Sigmund Jóhannsson í Vest- mannaeyjum, föður sleppibúnaðar- ins, um úrbætur á þeim búnaði, sem hann hannaði í stað þess að skella á hann hurðum. En hvernig hyggst samgönguráð- uneytið bregðast við? Hvað ætlar ráðherra að gera til þess að ég þurfí ekki að lesa sömu útskýringarnar á slysunum, sem verða í vetur, þegar ný skýrsla kemur út næsta sumar, það er að segja, ef það fæst fjárveit- ing til að gefa hana út árið 1992? Höfundur er sjómaður. Slátrun flýtt á Húsavík: 40 þúsund dilkum slátrað Húsavík. SLÁTRUN hjá Kaupfélagi Þingeyinga hefst fyrr á þessu hausti, en áður hefur gerst, eða miðvikudaginn 4. september, og er áætlað að slátra um 40.000 dilkum og 2.000 fullorðnum kindum. Slátrun á að Ijúka 7. október og er það allt að því hálfum mánuði fyrr en oft hefur verið. I fyrra var áætlunin um 40.000 fjár. Sláturhússtjórinn Þorgeir Björn stæðna á þessu hausti sé rík ástæða Hlöðversson segir að skiptar skoð- anir séu um nauðsyn þess að hefja slátrun svo snemma og raska þann- ig gömlum hefðum. En hann segist vera þeirrar skoðunar að í ljósi að- Nýr breskur sendiherra UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ í London tilkynnti á föstudag að Bretadrottning hefði samþykkt útnefningu Patrick Wogan, CMG, sem sendiherra á Islandi. Hann tekur við af Sir Richard Best, KCVO, sem lætur nú af störf- um fyrir utanríkisþjónustuna. til að reyna að færa slátrun fram. Til rökstuðnings þessa nefnir hann m.a. eftirfarandi: „í fyrsta lagi má nefna að fijósemi var víða mjög góð síðastliðið vor enda kemur í ljós að fleiri dilkar eru áætlaðir til slátrunar úr flestum félagsdeildum. í öðru lagi eru líkur á góðum vænleik eftir gott sumar og mikla sprettutíð. Einhveiju sinni hefðu framan- greind tíðindi þótt góðar fréttir en nú á tímum framleiðslutakmarkana þá er svo því miður ekki. Það magn sem innleggjendur mega leggja inn eykst hreint ekki þó móðir náttúra leiki við bændur. Nauðsynleg við- brögð er því að hefja slátrun fyrr. Einnig verður að líta til þess að eft- ir svo mikið sprettusumar þá eru líkur á að sölni fljótt, þá bregður til svalara tíðarfars. Afleiðing af því að hefja ekki strax slátrun væri ver- uleg aukin hlutdeild í fitu í vaxta- auka dilka, en það væri mjög óæski- legt með tilliti til markaðarins í dag, þegar framboð af feitu kjöti og stór- um skrokkum er miklu meira en eftirspurn." í fyrstu göngurnar var farið síð- astliðinn föstudag og réttað var í Víðikersrétt í Bárðardal síðastliðinn sunnudag. - Fréttaritari. WordPerfecl5.0 Mest notaða ritvinnslukerfið á íslandi í dag. Næsta námskeið er að hefjast. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Ath.: VR og fleiri stéttarfélög styrkja sína aðildarfélaga. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 ■ KVENFELAGASAMBAND Is- lands rekur Leiðbeiningarstöð heimilanna þar sem veittar eru leið- beiningar og upplýsingar varðandi heimilisstörf, manneldi, gæðakönn- un á heimilistækjum og önnur al- menn neytendamál. Kvenfélagasam- band íslands gefur út tímaritið Hús- freyjan og ýmis fræðslurit, svo sem: Aldurinn færist yfir, Blettahrein- un, Frysting matvæla, Gerbakst- ur, Glóðarsteiking, Mataræði móður og barns, Matur og hrein- læti, Nútíma mataræði og Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott. Leiðbeiningarstöð heimilanna er á 3. hæð í Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík. Hún er opin alla virka daga frá kl. 13-17. ■ NEFFND ÍSÍ sem vinnur að umbótum í kvennaíþróttum gengst fyrir námstefnu fyrir þjálfara, leiðbeinendur og áhugafólk um íþróttir kvenna laugardaginn 7. september í Garðaskóla, Garðabæ og hefst hún kl. 10.00. Yfirskrift námstefnunnar er „Sérkenni kvenna með tilliti til þjálfunar og keppni i íþróttum" og er gert ráð fyrir að hún höfði sérstaklega til leiðbeinenda, þjálfara og væntan- legra þjálfara íþróttakvenna svo og annars áhugafólks um íþróttir kvenna. Námstefnan verður í fyrir- lestrarformi með fyrirspurnum eftir hvern lestur. Námstefnustjóri verð- ur Þórdís Gísladóttir íþróttafræð- ingur, en fyrirlesarar verða auk hennar; Dr. Ingimar Jónsson, Svandís Sigurðardóttir, sjúkra- þjálfari, Martha Ernstsdóttir, sjúkraþjálfari, Þráinn Hafsteins- son, íþróttafræðingur, íris Grön- feldt, íþróttafræðingur, Birgir Guðjónsson, læknir og Jóhann Gunnarsson, sálfræðingur. Ragnheiður Björk — Leiðrétting í blaðinu sl. þriðjudag misritaðist nafn brúðar Jóns Sverris Bragason- ar. Brúðurin heitir Ragnheiður Björk Viðarsdóttir. Heimili þeirra er í Sörlaskjóli 34, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.