Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4: SEPTEMBBRU991 39 Gísli Sigurðsson, Seyðisfírði — Minning Fæddur 26. júní 1926 Dáinn 14. júlí 1991 Það rökkvar í hugarranni þegar rökin hinstu kalla svo óvænt og ailt í einu. Minningafjöld mæt fer um mun- ans stigu og merlar þar og skín. Horfinn er héðan valmennið góða, Gísli Sigurðsson frá Seyðis- firði, og söknuðurinn gagntekur mig. Að slíkum öndvegis dreng er sannarlega sjónarsviptir mikill, því þar fór maður ráðhollur og raun- sær, maður mikillar eljusemi og óbugandi viljakrafts, hugþekkur og trúr hverjum þeim sem honum fékk að kynnast. Um allnokkurt skeið, en alltof skammt þó, fékk ég að njóta vermandi vináttu hans, góðra ráða og gjöfullar leiðsagnar, ekki síst um málefni Seyðisfjarðar, sem hann bar svo mjög fyrir bijósti af heitri einlægni þess, sem alltaf átti djarfa og bjarta framtíðarsýn fyrir bæjarfélag sitt og vildi veg þess sem mestan og bestan. Það er ómetanlegt þeim sem í þjóðmálum vasast að mega eiga slíka að, heilindamenn hollra við- horfa, ýkjulaust, án allra öfga, þar. sem réttsýnin ríkir æðst í sessi. Slíkur réttsýnismaður var Gísli Sig- urðsson og viðhorf hans voru í senn mótuð af viðsýni, meitluðu af reynslu áranna, óvenjulega hlýju hugarþeli og hinni mennsku sam- kennd til allra, er áttu með honum leið. Gísli var einn þeirra er áttu hug- sjón sameignar og sósíalisma að farsælu leiðarljósi á lífsgöngu sinni og þá hugsjón hafði hann ekki ein- ungis á orði, heldur var öil hans æviför slík að hæfði þeirri hugar- sýn, er honum var svo eðlislæg og samgróin. Hann gerði glöggan greinarmun á háleitri hugsjón og fráleitri framkvæmd misviturra manna og því átti hann auðvelt með að standa af sér stríðar norna- hríðir. Þar má manninn kenna, því þar reynir á þrek og þor og þar átti Gísli auðlegð sem ofar fór öllum erfiðleikum og andstreymi á anna- samri göngu. Og skal þá hvergi gleymt störfum Gísla og ótrúlegu vinnuþreki. Um Gísla sagði góður vinur hans, sem glögg hafði af honum k’ynni í starfi, að Gísli tæ- kist á við verkin í törnum en tam- irnar næðu ævinlega saman, svo rík væri iðjusemi hans og öll hans verk til fyrirmyndar, aldrei hætt við hálfunnið verk, öllu til haga haldið og handbragðið fágætlega gott. Svo bráðgreindum og skörpum skýrleiksmanni var eðlilega falinn ýmiskonar trúnaður, sem of langt yrði að telja. Hann var m.a. bæjar- fulltrúi um allnokkurt skeið, mál- efnalegur og rökvís, góðgjarn og skapheitur í senn, ef því var að skipta, heill samferðamannanna ávallt sett æðst. Hann var að sjálfsögðu víða framarlega í félagsstörfum, farsæll í hvívetna, lét sitt aldrei eftir liggja, vann þar hvert það verk sem hann gat lagt lið og leysti þau einn eða með öðrum, því sannur var félags- andi hans og heill gekk hann að smáu sem stóru. Gísli Sigurðsson var sá mann- kostamaður, að hvert félag þóttist vel sett að eiga hann innan sinna vébanda. Hann var eðlilega í traustri framvarðarsveit okkar Al- þýðubandalagsmanna á Seyðisfirði, fremstur meðal jafningja, enginn jábróðir í öllu, enda einmitt gjör- hugul gagnrýni hans, sem gerði hann að dýrmætum félaga, gjöful- um liðsmanni, sem gleymist ekki. En efst í huga við leiðarlok er þó þökkin einlæg og hlý fyrir allar samverustundirnar, fyrir gestrisn- ina góðu, fyrir hlýjuna í viðmótinu og vinarhuginn, sem varpaði geisl- um á vegferðina. Það var sannarlega gott að mega næðis njóta hjá þeim hjónum á notalegri stund eftir lýjandi funda- höld og ferðalög oft erfið. Heimilið stóð manni alltaf opið og þar ríkti hinn góði heimilisandi, sem gladdi og gaf nýja von, nýjan þrótt, nýja bartsýni á mannlífið. í heiid sinni, nýja trú á sameiginlega baráttu fyrir betri tíð. Glögglega mátti greina hinn mikla menningaráhuga Gísla, tónlist var yndi hans, áhugi hans á íþróttum ósvikinn, enda stundaði hann þær ttngur, hann var ötull talsmaður holira lífshátta, vissi enda vel, hversu áhrif þeirra geta verið rík og til blessunar bezt, vissi einnig vel um andhverfu þeirra. Gísli var fyrst og síðast vammlaus drengur, þar sem allt gróm og hjóm var víðsfjarri, en vongleði gengið á vald fram til feg- urra lífs. Honum auðnaðist að hljóta vináttu jafnt sem virðingu samferðafólksins, boðinn og búinn til að leysa hvers manns vanda, aldrei um tíma né erfiði spurt. Á mínu færi er ekki að rekja lífs- göngu Gísla, aðeins á því stærsta stiklað, stopult þó. Fæddur var hann í Reykjavík og ólst þar upp næstyngstur átta systkina mitt í heimskreppunni miklu. Foreldrar hans voru hjónin Ólafía Ragnheiður Sigþórsdóttir og Sigurður Kr. Gíslason sjómaður. Gísli gekk í Verzlunarskólann og iauk þaðan burtfararprófi með ágætum vitnis- burði. Síðar lá leiðin til Vestmanna- eyja, þar sem við tók vélstjóranám og við vélstjórn var svo starfað, þar til Gísli varð fyrir svo alvarlegu slysi, að með öllu batt enda á það starf, enda hægri hönd hans lítt að liði eftir það. Þessa fötlun bar Gísli fágæta vel, svo örðugt var að greina, svo vel verkfær var hann og sannkölluð hamhieypa við hvað- eina. Svo urðu þau þáttaskil í lífi Gísla að hann flyst til Seyðisfjarðar, þar sem drýgstur hluti ævistarfsins var unninn við bókhaldsstörf, enda Gísli með afbrigðum talnaglöggur og vandvirkur, svo honum mátti í öllu treysta til vandasömustu verka. Þá gengu þau Guðborg Sig- tryggsdóttir, frá Seyðisfirði, í hjónaband, það var gæfusporið mikla, sem gaf honum svo mikið til hinztu stundar. Guðborg er mik- ii afbragðskona, hugarhlýjan og greindin góð gerðu hana að farsæl- um förunaut, auk þess að vera frá- bær húsmóðir, sem hlúði að öllu og var ævinlega vakin og sofin í að búa þeim öilum sem bezt skil- yrði. Þau eignuðust sjö einkar mynd- arleg og ágætlega gerð börn. Þau eru: Ingibjörg, búsett í Svíþjóð; Sigurður, búsettur í Garðabæ; Sig- tryggur, búsettur á Akureyri; Ólaf- ía María í Utah, Bandaríkjunum; Ragnheiður, búsett á Seyðisfírði; Guðrún í Svíþjóð og Sigurveig á Seyðisfírði. Áf fyrra hjónabandi átti Gísli einn son, Bergsvein, bú- settan á Selfossi. Heimili þeirra Guðborgar og Gísla á Seyðisfirði var samastaður mikils kærleiks og góðra menning- arstrauma, sem bar þeim hjónum og börnum þeirra fagurt vitni. Gísli andaðist á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar sunnudaginn 14. júlí sl. Trú sam- fylgd hins trygglynda dreng- skaparmanns er heilum hug þökk- uð. Söknuður leitar á hugans leyndu sióðir. Við útför Gísla, geysiíjölmenna og virðulega um leið, brauzt sólin fram úr skýjum og vermdi veru- staðinn hinzta. Sólhlýtt var brosið hans, yljað innri geislaglóð, svo glampandi geislai' sólar minntu á lífsgöngu ljúfa og góða. Eiginkonu hans, börnum og að- standendum öðrum færi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Veri minn mæti vin kært kvadd- ur í hljóðri hjartans þökk fyrir þekka samfylgd, fyrir það sem hann var. Blessuð sé minning Gísla Sig- urðssonar. Helgi Seljan Guðni Bjarnason frá Flatey - Minning Fæddur 9. október 1910 Dáinn 7. ágúst 1991 Lífshlaupi Guðna frænda míns er lokið. Ég frétti ekki af láti hans fyrr en rúmum hálfum mánuði síð- ar. En mig langar að kveðja hann með nokkrum línum. Um þennan hógværa ljúfa mann getur maður sagt að hann hafi ræktað blóm í hverju spori. Hvar sem hann fór og hvar sem hann kom skildi hann eftir hlýju og góð- mennsku. Manni leið vel þegar hann var nálægt og jafnvel bara af að spjalla við hann í síma. Hann hélt ekki langar ræður, né heldur fór mikinn. Hugsaði meira. Það var alveg sama hvað skeði, alltaf sagði Guðni „allt gott“. Hann tamdi sér ekki að kvarta, hafði meiri ahyggjur af öðrum en sjálfum sér. Ég minnist þess þegar hann kom í heimsókn til okkar í sveitina, hann hafði alltaf tíma fyrir okkur krakkana. Heilsaði okkur fyrst og spurði um líðan og áhugamál Full- orðnir komu á eftir. Það kunnum við aldeilis að meta. En áhugi hans var alltaf mikill fyrir þeim minni. Eitt var svo sérstakt við Guðna, hann vandaði sig við alla hluti, bara það hvernig hann heilsaði og kvaddi eða spurði frétta, það var svo mikið í það lagt. Ég myndi svo gjarna vija tileinka mér ýmislegt í framkomu hans, en sumir fæðast með meiri hæfileika en aðrir. Ég er afskaplega þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman og mun ætíð minnast hans með virðingu. Sigurunni og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Anna Kristjánsdóttir + Móðurbróðir minn, EIRÍKUR ÞORVALDSSON frá Völlum, Þistilfirði, lést á dvalarheimilinu Hlíð 30. ágúst sl. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. september kl. 13.30. Gunnur Gunnarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALUR KRiSTINN JÓNSSON, framreiðslumaður, Ásvallagötu 61, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. september kl. 13.30. Jóna Lóa Sigþórsdóttir, Jórunn Ólafsdóttir, Kristín Valsdóttir, Jón Finnur Ögmundsson, Felix Valsson, Ragnheiður Alfreðsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ELÍNAR ÁSTMARSDÓTTU R. Maria Ástmarsdóttir, Ingólfur Ástmarsson og aðrir vandamenn. + Innilegar, þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför sonar okkar, föður og bróður, GÍSLA RAGNARS EINARSSONAR, Álfhólsvegi 89, Kópavogi. Þórhildur Gisladóttir, Einar Kjartansson, Arna Viktoria Gísladóttir, Margrét Bragadóttir, Fríða Björk Einarsdóttir, Kjartan Júlíus Einarsson. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför IVARS HELGA ÓSKARSSONAR, Aratúni 24, Garðabæ. Lovísa Einarsdóttir, Óskar Karlsson, Áslaug Óskarsdóttir, Dóra Óskarsdóttir. Hjartans þakkir sendum við því góða fólki, vinum og vandamönn- um, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför litlu dóttur okkar, systur, sonardóttur og dótturdóttur, ÓLAFAR SIGURÐARDÓTTUR. Starfsfólki Vökudeildar og Barnaspítala Hringsins þökkum við góða umönnun Ólafar. Guð blessi ykkur öll. Ragnhildur G. Harðardóttir, Sigurður G. Þorláksson, Aldís Sigurðardóttir, Hörður Þráinsson, Elisabet Pétursdóttir, Þorlákur Sigurðsson, Ásthildur Ólafsdóttir, Hörður Zóphaníasson. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur sam- úð, stuðning og vináttu vegna fráfalls sambýlismanns míns, STEFÁNS KRISTJÁNSSONAR, Yzta-Koti íV-Landeyjum. Fyrir hönd barna, uppeldisbarna, foreldra og systkina hins látna, Valgerður Sigurjónsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVAFARS STEINDÓRSSONAR, skipstjóra. Ragnar Svafarsson, Svava Svafarsdóttir, Stella Magnúsdóttir, Garðar Ingjaldsson, Dóra M. Svafarsdóttir, Elísabet B. Svafarsdóttir, Ingebrigt Solvberg, Árni Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.