Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ iÞROTTSR MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 KNATTSPYRNA „Verðum að hafa vilja til að sigra“ sagði Arnór Guðjohnsen ARNÓR Guðjohnsen, sem gerði fjögur mörk gegn Tyrkjum í síðasta landsleik, er tilbúinn í slaginn í dag. Hann sagðist ekki geta lofað því að skora fjögur mörk í dag, en var þó bjartsýnn á hagstæð úrslit. „Ég reyni að sjálfsögðu að gera mitt besta eins og alltaf. Ef við náum upp svipuðum leik og gegn Tyrkjum getur allt gerst. Við verðum að hafa vilja til að sigra," sagði Arnór. Hann sagðist ekki þekkja mikið til danska liðsins en vissi að lið þeirra væri sterkt. „Ég hef leik- ið gegn tveimur Dönum sem leika með Lille í Frakklandi og þeir eru báðir mjög sterkir. Þó svo að það vanti nokkra þekkta leikmenn þá eru þeir með það sterkan hóp. Þetta verður erfiður leikur," sagði Arnór. „Það er mikilvægt að leika marga æfingaleiki til að þreifa sig áfram með nýja leikmenn. Það verður þó að fara hægt í sakimar í þeim efn- um. En við erum óhræddir við Dan- ina og ætlum okkur að ná hagstæð- um úrslitum," sagði Arnór. Ólafur Gottskálksson í leik með íslenska landsliðinu. Hörður Helgason velur 18 ára landsliðið Hörður Helgason, þjálfari landsliðsins skipað leik- mönnum 18 ára og yngri, hefur valið 16 leikmenn til að leika gegn Wales 9. september og Englandi 13. september. Leik- imir eru liður í Evrópukeppni landsliða. Eftirtaldir leikmenn skipa lið- ið: Friðrik Þorsteinsson, Fram, Eggert Sigmundsson, KA, Óskar Þorvaldsson, KR, Flóki Halldórsson, KR, Auðunn Helgason, FH, Kári Steinn Reynisson, ÍA, Sturlaugur Har- aldsson, ÍA, Rúnar Sigmunds- son, Stjörnunni, Pálmi Haralds- son, ÍA, Þórður Guðjónsson, ÍA, Viðar Guðmundsson, Fram, Helgi Sigurðsson, Víkingi, Kári Sturluson, Fylki, Kristinn Lár- usson, Stjörnunni, Rútur Snorrason, ÍBV og Hákon Sverrisson, UBK. Stefni að því að halda hreinu - segirÓlafurGottskálksson, markvörður ÓLAFUR Gottskálksson verður líklega í markinu í dag og verð- ur það þá fyrsti landsfeikur hans á heimavelli. Hann hefur leikið tvo landsleiki, gegn Eng- landi og Möltu ytra. „Leikurinn leggst vel í mig og ég hlakka til. Það verður örugglega nóg að gera í markinu," sagði Ólaf- ur. FOLK ■ KR-ingar ætla að fá Pál Ólafs- son, varamarkvörð, til að koma frá Bandaríkjunum til að leika með þeim gegn Tórínó í Evrópukeppn- inni. ■ GUÐMUNDUR Guðmunds- son kemur frá Danmörku til að leika með Blikunum gegn Vals- mönnum á laugardaginn í 1. deild. I ÁGÚST Gylfason og Gunnar Már Másson leika ekki með Vals- mönnum gegn Breiðablik. Þeir eru farnir til náms í Bandaríkjun- Morgunblaðið/Þorkell Arnór Guðjohnsen og Eyjólfur Sverrisson hafa báðir skorað fjögur mörk í leik með íslensku landsliði. Hvað gera þeir gegn Dönum? Olafur sagði að það mætti bú- ast við hörkuleik því Danir væru með mjög sterkt lið. „Við vorum að horfa á myndband með leik Dana og ítala sem fram fór i Svíþjóð fyrir skömmu. ítalir unnu þann leik 2:0 í framlengingu. Danir voru miklu betri og það er ljóst á þeim leik að þeir eru með mjög sterkt lið.“ „Þetta verður stærsti leikur minn hingað til. Ég stefni að sjálfsögðu að því að halda hreinu eins og allt- af. Við höfum ekki æft mikið sam- an, en vörnin hefur náð ágætlega saman á æfingum. En þetta er allt- af spurning um dagsformið,“ sagði Ólafur. Níuí leikbann Atta meistaraflokksmenn voru úrskurðaðir í leikbann hjá aganefnd KSÍ f gær. Jón Sveinsson, Fram, Kristján Páls- son, Gróttu, Valdimar Sigurðs- son, Skallagrím, Vilbert Þor- valdsson, Víði ogÞorsteinn Hall- dórsson, KR, fengu eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Þorvaldur Örlygsson, Fram, fékk einn leik venga sex gulra spjalda. Sverrir Björgvinsson, Dalvík, fékk tvegga leikja bann, þar sem hann hefur tvisvar fengið að sjæa rauða spjaldið. Guðmundur Erlingsson, Þrótti, fékk eins leiks bann vegna brottreksturs af leikvelli og einnig Goran Micic og Dragan Manojocvic, Þrótti, sem voru reknir af leikvelli í 1. flokksleik. Þá voru fimmtán leikmenn yngri flokka úrskurðaðir í leik- bönn. ENGLAND Kenny Dalglish til Blackbum Rovers? Forföll hjá Dönum ■ NOKKUR forföll hafa verið í vJandsliðshópi Dana frá því að þeir tilkynntu lið sitt í síðustu viku. Miðhveijarnir Bent Christensen, Schalke, Johnny Hansen, Ajax og Claus Nielsen, Bröndby og miðvallarspilararnir Henrik Lars- en, Lyngby og Per Pedersen, Lyngby leika ekki. í stað þeirra leika: Henrik Larsen, Lyngby, . Jakob Frits Hansen, Lille, Peter Möller, AB, Heine Fernandez, Silkeborg og Frank Pingel. Donald Mackay, framkvæmda- stjóri Blackburn Rovers sem leikur í 2. deild, var rekinn frá félag- inu í gær. Kenny Dalglish, fyrrum framkvæmdastjóri Frá Liverpool, hefur ver- Bob ið nefndur sem Hennessy næsti stóri hjá lEn9landl Blackburn. Mackay hefur verið fram- kvæmdastjóri hjá Blackburn Rovers síðustu fjögur árin. Á laugardaginn tapaði liðið fyrir Ipswich á heima- velli og þá var mælirinn fullur því liðið hefur enn ekki unnið leik, gert aðeins eitt jafntefli. W. Fox, forseti félagsins sem jafnframt er kaupsýslumaður, hugsar stórt og vill nú fá Kenny Dalglish til að taka við liðinu. Nú er talið líklegt að Fox reyni allt til að fá Dalglish til að taka við liðinu. Fox bauð Tottenham 1,5 milljóna punda í Gary Lineker fyrr í sumar en því var hafnað. um. __ ■ ÁSGEIR Elíasson, þjálfari Fram, er hjátrúarfullur eins og svo margir íþróttamenn. Framarar segja að ein ástæðan fyrir því að þeir hafi tapað fyrir Víkingi, sé að búiðn sem Ásgeir kaupir alltaf tyggigúmmí fyrir leiki^ hafi verið lokuð á sunnudaginn. Ásgeir vissi það ekki, þar sem Framliðið hefur ekki áður leikið á sunnudegi í sum- ar. ■ FH-INGAR leika við norska lið- ið Elverum sem leikur í 2. deild- inni þar í landi á morgun, fimmtu- dag í íþróttahúsinu að Strandgötu. Leikurinn hefst kl. 18.30. Á undan, kl. 17.00 leika FH og Fram í meist- araflokki kvenna. ■ TONI Schumacher, fyrrum landsliðsmarkvörður V-Þýska- lands, sem hefur leikið í Tyrklandi undanfarin þrjú ár, gekk til liðs við Bayern Munchen í gær. Raimond Aumann, markvörður Bayern, er meiddur og verður Schumacher varamarkvörður hjá félaginu. ■ AUMANN er farinn til Vail í Bandaríkjunum, þar sem hann verður skorinn upp fyrir meiðslum í vinstra hné. Hann verður frá keppni í fjóra mánuði. ■ ARIE Haan, sem þjálfar nú Standard Liege, hefur verið oraður sem næsti þjálfari hjá Köln. Einnig hefur Jörg Berger, fyrrum þjálfari Frankfurt, verið orðaður við félag- ið. Þá er Sören Lerby einnig orðað- ur við Köln. ■ WASSILIJ Kulkow, fyrirliði Spartak Moskvu, hefur gengið til liðs við Benfica, en hjá félaginu leikur annar Sovétmaður - Sergej Juran. FELAGSLIF Aðalfundur HKRR Aðalfundur Handknattleiksráðs Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 5. september kl. 20.20 í húsakynnum ÍSÍ í Laugard- al.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.