Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 29
: í i;í;i í:miii'díA;' -1 Díitr )/ivdfw qigaiIhv ítúsiom MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 90 29 Ósannindi formanns SU S um Heimdellinga eftir Glúm Jón Björnsson Davíð Stefánsson formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna fer frjálsiega með staðreyndir í viðtali við Morgunblaðið um síðustu helgi. Tilefni viðtalsins er mislukkuð fram- kvæmdastjóm á þingi SUS á ísafirði 16.—18. ágúst sl. A þinginu þurfti að endurtaka stjómarkjör og fólk var látið vílq'a af þingi vegna óvissu um kjörgengi. Boleró og bossanova með Olivier Manoury Jass Guðjón Guðmundsson Olivier Manoury, bandeoneon- leikarinn franski, verður með tón- leika í kvöld á Púlsinum. Þetta er í fímmta sinn sem Manoury leikur á íslandi. Hann býr í París ásamt eiginkonu sinni, Eddu Erlendsdótt- ur píanóleikara, og þar heldur hann úti kvartett (bandeoneon, píanó, kontrabassi og fíðla). Nýverið kom út geisladiskur með tónlist sveitar- innar, en hún leikur einkum tangó og djassbræðing og hefur diskurinn selst vel í Frakklandi, enda rótgró- inn áhugi þar fyrir heitu hljómfalli. Á fyrrihluta tónleikanna leikur Manoury með Agli B. Hreinssyni píanóleikara íslensk þjóðlög sem Egill hefur útsett á jassvísu, en á seinni hluta þeirra verður suður- amerísk sveifla á ferðinni í flutn- ingi Manoury, Kjartans Valdimars- sonar, Tómasar R. og Einars Vals Scheving, einkum djassskotinn tangó, samba, salsa og boleró. „Boleró er hefðbundinn mexíkósk- ur rytmi, sem var síðar betrum- bættur á Kúbu, því Kúbanir blönd- uðu hann eigin hljómfalii. Boleró Ravels er líklega mesta rytmíska hrákasmíð sem gerð hefur verið, og á ekkert skylt við þann boleró sem við leikum. Boleró var mjög vinsæll dans eins og tangó á sínum tíma og er einna mest skyldur mambó-tónlist, hægum mambó. En við skiljum eftir nægt rými fyrir impróviseringu, jafnvel í bossanóv- unni og íslensku þjóðlögunum." Hann segist eiga í útistöðum við klúbbeigendur í París vegna þess að þeir krefjist þess að kvartett hans leiki hreinræktaðan tangó, en Manoury segir að hans tónlist sé deigla þar sem hin margvíslegu áhrif suður-amerískrar tónlistar, djass og þjóðlegrar tónlistar hrær- ist saman við tangóhljómfallið. Antonio Carlos-Jobim verður einnig á dagskránni í kvöld, m.a. Corcovado og How Insensitive og verk eftir Gillespie frá 6. áratugn- um þegar hann var undir miklum áhrifum frá suður-amerísku hljóm- falli, Manteca og Con Alma. Tónleikamir í kvöld hefjast kl. 22. 4* „Það er illskiljanlegt að formaður SUS skuli með þessum hætti veit- ast að Heimdellingum.“ Hvort tveggja hlutir sem aldrei hafa gerst áður og ættu ekki að geta gerst hjá félagi með fram- kvæmdastjóra á launum og 25 manna stjóm. Þetta klúður hefur vægast sagt farið illa með ásjónu Sambands ungra sjálfstæðismanna og undir það tekur formaður þess í Morgunblaðsviðtalinu. Hann kvartar einnig undan að málið hafí lekið í fjölmiðla og telur fjölmiðla ekki rétta vettvanginn fyrir umræður um starf ungra sjálfstæðismanna. Engu að síður ræðst hann í viðtalinu tilefnis- laust á Heimdall, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, og fullyrð- ir að á „síðustu þremur árum“ hafí utanfélagsmenn setið aðalfundi fé- lagsins. Eða með öðmm orðum áð aðalfundimir hafi verið ólöglegir. Þetta er lygi. Svo skemmtilega vill til að ég átti sæti í stjóm Heimdallar starfsárið 1989—1990 undir formennsku Birgis Ármannssonar. Síðan þessi formaður og stjóm tóku við félaginu hafa ekki verið haldnir aðalfundir þar sem ut- anfélagsmönnum hefur verið heimil- aður aðgangur. Þvert á móti hefur verið strangt eftirlit við innganginn og þeim sem ekki hafa verið á félaga- skrá félagsins verið vísað frá. Hvað gerðist árin þar áður eða á meðan Olafur Þ. Stephensen var formaður Heimdailar (1987—1989) skal ég ekki fullyrða. Ólafur og stjómarmenn hans á þeim ámm hljóta sjálfír að hreinsa sig af þeim áburði Davíðs Stefánssonar að þeir hafí haldið ólöglega aðalfundi. Það er illskiljanlegt að formaður SUS skuli með þessum hætti veitast að Heimdellingum sem em langfjöl- mennasta hreyfíngin innan SUS. Og það er fullkomin lítilmennska að ljúga sökum á saklaust fólk til þess eins að draga athyglina frá eigin klúðri. Davíð Stefánsson hlýtur því að biðja Heimdellinga afsökunar opinberlega. Höfundur er háskólanemi. Hörður Torfa. ■ SAMNINGAR hafa tekist á milli Harðar Torfa og Borgarleik- hússins um tónleikahald. Hér eftir mun Hörður halda sinn árlega kon- sert fyrsta föstudagskvöld í sept- ember í stór sal Borgarleikhússins og verður sá fyrsti föstudaginn 6. september næstkomandi kl. 21.00. Fýrrihluta konsertsins verður Hörð- ur einn á sviði og flytur gömul og ný lög og ljóð en eftir hlé rrfún hann fá til sín tvo gítarleikara. Þar er fyrstan að nefna tregahljómsveit- armann Guðmund Pétursson og einnig mun Haraldur Reynisson slá strengi og radda með Herði. Lýsingu annast Lárus Björnsson og hljóðmaður verður Baldur Már Arngrímsson. Þess má geta að Hörður og félagar hans munu flytja nokkur lög af væntanlegum geisla- disk og snældu sem áætlað er að komi út í haust. Miðasala er hafín í Borgarleikhúsinu. PC byrjendanámskeid Skemmtilegt og gagnlegt námskeið fyrir þá, sem eru að byrja að fást við tölvur. VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku í öllum námskeiðum Tölvuskóla Reykjavíkur. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 Taktu sumarsveiflu til Köben fyrir aðeins 26.690 kr. Þar er nefnilega sumar og blfða og borgin með sumarbrag. Grfptu gott tækifæri og eigðu skemmtilega síðsumardaga í Kaupmannahöfn! Tívolí er opið til 15. september. Fargjald fyrir börn er 13.350 kr. Brottfarardagar: Mánudagar, miðvikudagar og laugardagar. Komudagar: Sunnudags-, þriðjudags- og föstudagskvöld Við förum f loftið á mjög þægilegum tíma, kl. 8.35 stundvíslega, frá Keflavík. Þetta hagstæða fargjald er með þvf skilyrði að ferðin heQist fyrir septemberlok. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða ferðaskrifstofu m SAS á Islandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 3 Sími 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.