Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 23 Kína: * Obreyttum borgur- um haldið frá Major Peking. Reuter. KÍNVERSKIR öryggisverðir hindruðu John Major, forsætisráðherra Bretlands, í að gefa sig á tal við óbreytta borgara við lok gönguferð- ar breska ráðherrans um keisarahöllina í Peking, Forboðnu borgina, í gær. í lok göngunnar um höllina sveigði Major af leið og gekk hröð- um skrefum og gleiðbrosandi í átt áð hópi óbreyttra borgara sem stóð skammt frá. Óeinkennisklæddir ör- yggisverðir hlupu til og skipuðu fólkinu að færa sig en áður tókst Major að heilsa einum viðstaddra með handabandi. Þeir höfðu vart tekist í hendur er öryggisverðir drógu manninn í burtu. Major ræddi í gær við Li Peng, kínverskan starfsbróður sinn, um mannréttindarmál í Kína. Tók hann sérstaklega upp mál fjögurra þegna Hong Kong sem handteknir voru í aðför að umbótasinnum vorið 1989. Einnig afhenti Major Li lista sem mannréttindasamtökin Amnesty International segja að hafi verið fangelsaðir vegna stjórnmálaskoð- ana sinna og bað hinn kínverska starfsbróður sinn að taka mál þeirra sérstaklega að sér. Eftir fundinn sagði Major áð besta leiðin til að fá einhveiju áorkað í þeim málum væri að taka upp viðræður við æðstu valdamenn í Kína. „Heimsbyggðin hefur ekki gleymt atburðunum í júní 1989,“ sagði Major á blaðamannafundi og vísaði til þess er skriðdrekasveitir kínverska alþýðuhersins voru sendar inn á Torg hins himneska friðar til að bijótá á bak aftur mótmælaaðgerðir umbótasinna. Hann sagði þjóðarleiðtogar ættu um tvennt að velja; senda frá sér mótmælaayfirlýsingu eða tala beint við harðlínumennina. „Ég efast ekki um hvor leiðin er vænlegri,“ sagði Major. Öpinberri heimsókn breska for- sætisráðherrans til Kína lýkur í dag. Frá Peking heldur hann til Hong Kong, bresku nýlendunnar sem fellur undir kínversk yfirráð 1997 samkvæmt samningum Breta og Kínveija. • Reuter Ráðstefna um frið íJúgóslavíu boðuð Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópubandalagsins ákváðu í gær að efnt skyldi til friðarráðstefnu í Júgóslavíu á laugardag og fólu Carring- ton lávarði, fyrrverandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, að stjórna henni. Hans van den Broek, utanríkisráðherra Hollands og formaður ráðherraráðs bandalagsins, sagði að átökin í Júgóslavíu eft- ir að öll lýðveldi landsins höfðu fallist á vopnahlé sýndu hversu brýnt væri að senda friðargæslusveitir til landsins. Á myndinni leitar sprengj- usérfræðingur úr júgóslavneska hernum að sprengju undir langferðabif- reið í suðurhluta Króatíu, þar sem harðir bardagar hafa geisað að undanförnu. Eystrasaltsríkin sækja um aðild að SÞ New York. Kaupmannahöfn. Reuter. EISTLAND, Lettland og Litháen sóttu í gær formlega um aðild að Sameinuðu þjóðunum (SÞ) og fylgdu meðmæli Frakka og Breta umsókninni. Fara ríkin fram á að umsókn þeirra verði þegar tekin fyrir svo fulltrúar ríkjanna þriggja geti tekið þátt í störfum allsherj- arþingsins sem sett verður 17. september nk. Sendiherrar Frakklands og Bret- lands gengu á fund Javiers Perez de Cuellars, framkvæmdastjóra SÞ í gær og afhentu honum aðildarum- sókn Eystrasaltsríkjanna. Enginn fulltrúi ríkjanna var viðstaddur. Þau geta ekki hlotið aðild að SÞ án sam- þykkis öryggisráðsins en Sovét- menn hafa þar neitunarvald. Pólveijar tóku í gær upp stjórn- málasamband við Lettland og tals- maður utanríkisráðuneytisins í Var- sjá sagði að það yrði einnig gert við Litháen og Eistland innan tíðar. Um 40 ríki hafa viðurkennt sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna og bætt- ust Grikkland, Tyrkland og Nic- aragua í þanan hóp í gær. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, heldur til Eystrasaltsríkjanna í vikulok. ■ LONDON - David McTagg- art, formaður alþjóðlegu um- hverfisverndarsamtakanna Green- peace, er sestur í helgan stein, að því er fram kom í yfirlýsingu sam- takanna í gær. McTaggart var for- maður Greenpeace í tólf ár og urðu samtökin þekkt um allan heim á þeim tíma vegna mikið auglýstra umhverfisverndarherferða. Nýverið tókst samtökunum að koma í veg fyrir að reynt yrði að vinna efni úr jörðu á Suðurheimskautsland- inu undir hans forystu og hann stjórnaði einnig aðgerðum samtak- anna til að stöðva hvalveiðar og losun kjarnorkuúrgangs í haf út. í yfirlýsingu samtakanna sagði að McTaggart yrði heiðursformaður Greenpeace. Finnski lögfræðingur- inn Matti Wuori tekur við for- mannsstöðunni. ■ OSAKA - Tveir menn voru ákærðir á mánudag vegna mesta bankafjárdráttar í sögu Japans. Annar þeirra er veitingahúsaeig- andi og hinn útibússtjóri Toyo Shinkin-banka. Þeir voru handtekn- ir í ágúst fyrir að falsa vottorð um 350 milljarða jena (154 milljarða ÍSK) inneign í bankanum. Veitinga- húsaeigandinn veðsetti siðan vott- orðin til að fá lán í öðrum bönkum. ■ BRUSSEL - Ríki Evrópu- bandalagsins þurfa að koma upp sameiginlegri flugumferðar- stjórn til að hægt verði að mæta aukinni flugumferð, að sögn Karel Van Miert, sem fer með samgöngu- mál innan framkvæmdastjórnar bandalagsins. Áætlað er að umferð- in tvöfaldist fyrir'aldamót og Van Miert segir að flugumferðarstjórnir margra aðildarríkjanna séu of illa tækjum búnar tii að geta mætt aukningunni. NISSAN SUNNY GJÖRBREYTTUR OG GLÆSILEGUR Fyrir utan nýja hönnun má nefna • Nýjar 16 ventla 1,6L og2.0L vélar • Nýja 4ra þrepa sjálfskiptingu • Nýja fjöðrun og frábæra hljóðeinangrun • Verð frá kr. 869.000 stgr. .ísssíí.' sími 91-674000 Nissan Sunny hefur fengið hreint frábærar viðtökur og hvetjum við því sem flesta að koma í reynslu- akstur. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.