Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 38
; MORGUNBI.ABH) MIDVIKUDAGUK 4.ISEFEEMRERi 1991 38 + Elskuleg frænka okkar, HELGA SIGURÐARDÓTTIR, fyrrv. póstvarðstjóri, Seyðisfirði, lést í Landspítalanum 2. september. Aðstandendur. t MAGNÚS ISLEIFSSON, skipstjóri frá Nýja húsi, Vestmannaeyjum, búsettur á Kirkjuvegi 11, Keflavík, andaðist í sjúkrahúsinu í Keflavík 3. september sl. Aðstandendur. + Stjúpa okkar og föðursystir, PETRÍNA KRISTÍN JAKOBSSON, Fossöldu 5, Hellu, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi þann 2. september sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðstandendur. + Mágkona mín, RAGNHILD BLÖNDAL, Charlottenlund, Danmörku, er látin. Hedvig A. Blöndal. + Hjartkær eiginkona mín, SIGRÚN AÐALHEIÐUR KÆRNESTED, Háaleitisbraut 23, lést í Landspítalanum að kvöldi 1. september. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Þórður Oddsson. + Móðir okkar, SÓLBORG GUNNARSDÓTTIR frá Reyðarfirði, til heimilis á Einarsnesi 29, Reykjavik, andaðist í Landspítalanum 2. september. Gunnar Þorkelsson, ErlendurÁ. Erlendsson, Ingi S. Erlendsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR, áður Hagamel 19, sem lést 27. ágúst sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 5. september kl. 13.30. Sigríður Sigurðardóttir, Þ. Ingi Sigurðsson, Jón G. Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Ásgeir Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Helgi J. Sveinsson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Oddný Jónsdóttir, Guðbjörg Hákonardóttir, Sveinveig Guðmundsdóttir, + Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, TRYGGVI GUÐJÓNSSON, Hjarðarholti 10, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 6. september kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Krabbameinsfélagið eða Hjartavernd. Rósa Einarsdóttir, Marinó Tryggvason, Margrét Magnúsdóttir, Guðni Tryggvason, Hlín Sigurðardóttir, Björg Thomassen, Reynir Ásgeirsson, og fjölskyldur. Minning: Asdís Sveinsdóttír Asdís Sveinsdóttir var fædd á Egilsstöðum á Völlum 15. apríl 1922. Foreldrar hennar voru Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöð- um og kona hans Sigríður Fanney Jónsdóttir. Foreldrar Sveins voru Jón Bergsson, bóndi og kaupmaður á Egilsstöðum og kona hans Margr- ét Pétursdóttir frá Vestdal í Seyð- isfirði. — Kona Sveins Jónssonar á Egilsstöðum, Sigríður Fanney, dóttir Jóns Einarssonar frá Víði- völlum í Fljótsdal, ættuðum frá Borgarfirði eystra og konu hans Ingunni Pétursdóttur og Péturs Guðmundssonar frá Skildingar- nesi, en móðir hans var Guðrún Pétursdóttir eldri, frá Engey. Ásdís ólst upp með foreldrum sínum og bræðrum Jóni Agli og Ingimar á Egilsstöðum, þar sem voru jafna mikil umsvif á stóru búi. — Margur kom þar gestur og gangandi, því á Egilsstöðum var rekið gistihús allt árið. — Þar kynntust börnin fjölda manna er komu þar. Egilsstaðir voru með stærstu búum í sveit. Ásdísi var létt um að læra og átti auðvelt með að láta lærdóminn njóta sín í þeim margvísiegum störfum er urðu á vegi hennar. — Þar naut sín stjórnsemi hennar og velvilji. — Hún gekk ung í Versl- unarskólann í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan 1941. _ Síðar fór hún í Húsmæðraskóla íslands og útskrifaðist þaðan 1946. — Ég ætla að móðir herinar Sigríður Fanney hafi öi’vað Ásdísi til fram- haldsnáms erlendis, eins og hún sjálf gerði áður en hún tók við búi og gistihúsi á Egilsstöðum. Því sigldi nú Ásdís Sveinsdóttir til framhaldsnáms við Háskólann í Árósum veturinn 1946-47. Eftir það varð hún barnakennari í Egils- staðakauptúni. — En þá var laus skólastjórastaða í Kvennaskól- anum á Blöndudósi og fékk hún hana. — Hann var annar elsti kvennaskóli landsins er hafði jafn- an getið sér góðan orðstír og vel látnar forstöðukonur. Lengst höfðu stýrt skólanum Elín Bríem, Hulda Stefánsdóttir og Sólveig Benediktsdóttir Sövik. Þetta gamla skólahús hefur án efa minnt Ásdísi á Egilsstaðaheimilið, á báð- um stöðum gömul og rótgróin menning. Þessi staða hentaði henni að mörgu leyti vel. Hún kenndi þarna bókleg fög og var skilningsrík á þarfir nemenda. Ásíds starfaði við skólann 1948-52 er hún varð að hætta vegna veikinda. Hún fór þá erlendis sér til heilsubótar og þar á meðal til Italíu. Hún hugsaði oft til heimahag- anna er hún hafði vaxið upp og var hennar berutjóður. Er Hallormsstaðarskóli losnaði var Ásdísi veitt staðan. Húsmæðraskólarnir voru þá á undanhaldi, vegna nýju grunn- skólalaganna. Hallormsstaðaskóli hafði frá upphafi verið tveggja vetra skóli með vefnað og saum seinni veturinn. Vegna minnkandi aðsóknar var ákveðið að skólinn yrði bara einn vetur eins og aðrir húsmæðraskólar. — Þegar Ásdís tók við skólanum hófst aftur tveggja vetra skóli. — Ásdís var stjórnsöm og góður kennari. Það mun hafa haft nokkur áhrif á Ásdísi að gistihús var rekið á heimili foreldra hennar, með bú- skapnum alla tíð. Þegar Héraðs- heimilið Valaskjálf tók til starfa, var Ásdís ráðin sem fýrsti fram- kvæmdastjóri þess og stjórnaði því frá 1965-69. Sýnir þetta að Ásdísi hafa verið falin mörg störf um ævina. Hún var vel lærð og fjöl- hæf, mikil tungumálamanneskja, eljusöm og lét vel að stjórna. Þegar foreldrar Ásdísar voru orðin aldurhnigin tók hún við gisti- húsinu og rak það með þeim frá 1969. Þegar faðir hennar andaðist tók hun við umboði Brunabótafé- lags íslands á Egilsstöðum. Það má segja að Ásdís hafi gengið í spor móður sinnar er um íjölda ára var formaðiir Sambands austfirskra kvenna. Ásdís tók það að sér í 10 ár. Eina dóttur eignaðist Ásdís, er var skírð Sigríður Ingunn. Ber hún nöfn ömmu sinnar og langömmu. Hún hefur alist upp hjá móður sinni og móðurforeldrum. Var einkar kært með henni og afa hennar og ömmu. — Ingunn er menntuð bæði utanlands og innan Sigríður Einars- dóttir - Minning Fædd 21. apríl 1896 Dáin 26. ágúst 1991 Hún amma Sigga er dáin. Upp í hugann koma minningar sem allar eru svo ljúfar. Fyrst frá bernskuárum mínum, þegar amrna og afi bjuggu við Vesturgötuna, man ég eftir móttökum þeirra með brosi á vör og því besta heita súkkulaði sem ég hef bragðað. Síðan allar stundirnar í litla húsinu á Kirkjubraut 50 (Skáló), þar sem alltaf i'úmaðist mikill kærleikur. Mér verður álltaf minnisstætt þeg- ar amma rifjaði upp gömlu árin, þegar hún og afi Hjörtur bjuggu á Stóru-Þúfu (Miklaholtshr.) með öll börnin sín sem þá voru 8 og örugglega oft þröngt í búi. Ég spurði hana hvort þessi tími hefði ekki verið erfiður, en hún svaraði því til að hún og afi hafi haft hvort annað, þau unnu börnum sínum heitt og misstu aldrei trúna á að allt bléssaðist. Það varð ömmu sár missir er afi dó í nóvember 1978. En hún tók öllu með æðru- leysi. Hún hafði áður orðið fyrir svo ótímabærum missi ástvina. Alltaf verður mé’r minnisstætt þegar koma að jólum og kortin streymdu inn til hennar. Ekki sagðist hún skilja hvað allir væru góðir við sig, en ég vissi betur. Ollu hennar samferðafólki þótti vænt um hana, því hún hafði ein- staka persónu að geyma, þar sem bjartsýni og hjartahlýja var í fyr- irrúmi. Lífsganga hennar snerist ekki um veraldleg gæði, heldur það að geta gefið af sjálfri sér. Hún hafði góða heislu lengi og sparaði ekki kraftana, var sístarf- andi bæði fyrir sig og ekki síst aðra. Hjá Heimaskaga hf. starfaði hún í mörg ár og hætti þar þegar hún varð 80 ára. Á efri árum var ekki slegið slöku við í búskapnum. Svo lengi sem kraftar leyfðu var hlúð að garðinum, borið fram fullt borð af heimabökuðu og allt mögu- legt matarkyns búið til. Og fyrir tæpum tíu árum voru enn pijónað- ir vettlingar úr fínu garni á langömmubörnin. Það fyllti heilar bækur ef skrifa ætti um öll verkin hennar ömmu. Efst í huga er þó þakklæti fyrir að hafa átt hana að. Eftir að amma fór úr húsinu sínu bjó hún á Dvalarheimilinu Höfða og leið vel þar. Þegar henni svo hrakaði fór hún á ellideild Sjúkrahúss Akraness. Allt það og hefur stundað leikstjórn í Reykjavík. Ingunn á eina dóttur, Ásdísi Grímu Jónsdóttur. Hún var einkar góð- ömmu sinni og létti henni margan daginn, sérstaklega síðustu árin eftir að hún var orðin alvarlega veik. Enda var Gríma eftirlæti ömmu sinnar. Eftir að Ingimar Sveinsson varð kennari á Hvanneyri, leigðu þær mæðgur Ásdís og Sigríður Fanney húsið hans. Það stendur hátt og er fallegt útsýni yfir Löginn. Ásdís var nokkuð hress sumarið 1990 og bauð okkur hjónum í heimsókn eins og oft áður. Hún tók á móti okkur með rausnar brag og þær mæðgur, Sigríður Fanney þá 96 ára. — Það var ánægjulegt að sjá hvað langömmubörn Sigríðar Fanneyjar komu oft í heimsókn. Þetta var greinilega samhent stórfjölskylda, þar sem allir voru jafn mikilvægir. Síðastliðinn föstudag fór fram í kyrrþey kveðjuathöfn í Fossvogs- kapellu. — Var athöfnin virðuleg og framkvæmd eftir ósk hinnar látnu. Krossferli að fylgja þínum fýsir mig Jesú kær. Væg þú veikleika mínum, þó verði eg álengdar fjær. Þá trú og þol vill þrotna, þrengir að neyðin vönd, reis þú við reyrinn brotna og rétt mér þína hönd. (Hallgr. Péturss.) Við vottum fjölskyldu Ásdísar samúð og henni virðingu og þökk. Pétur Þ. Ingjaldsson starfsfólk sem annaðist hana þar á heiður skilið því svo vel var hlúð að henni. Hafi það þakkir okkar allra. Að leiðarlokum þakka ég elsku ömmu minni allt. Guð blessi hana. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ólöf Hannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.