Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 34
34 MOHgy^BLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Líkur eru á að hrútar muni vinna sig upp í starfi í dag og geta þeir notað vináttu og kunningsskap til að koma sér áfram. Vænta má árangurs án mikillar fyrirhafnar. Naut (20. apríl - 20. maí) tffö Naut sem ekki færir dagbók ætti að byija á því í dag og gott er fyrir það og önnur naut að leyfa sköpunargáfunni njóta sín smástund á degi hverjum héðan í frá. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Hugsanlega verða tvíburar fyrir vonbrigðum í tilfinninga- lífi í dag, en tilraunir til að hljóta starfsframa bera ávöxt. Rétt er kíkja á útsölur. Krabbi (21. júní - 22. júlí) *“$6 Þú munt hyggja á ferðalög og gera ráðstafanir í því sam- bandi. Félagsmálin verða að víkja fyrir verkefni í vinnunni. Krabbar munu látá meir að sér kveða með auknu sjálf- strausti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það kann ekki góðri lukku að stýra að blanda saman áhuga- málum og vinnu í dag. Sinntu betur einkamálunum á næstu vikum. Meyja (23. ágúst - 22. september) á* Þú verður líklega að afjiakka heimsókn vinar sem kemur langt að. Fjör fer að færast í skemmtanalífið og í dag er tími rómantískra tækifæra. Vog (23. sept. - 22. október) Þér gengur vel í vinnu í dag og verður umbunað. Mun það kitla framagirndina og mun vogin leggja hart að sér næstu vikur. Sporódreki (23. okt. -21. nóvember) Barnabömin veita mikla ánægju í dag og ógiftir öðlast ánægju í tilhugalífinu. Drek- inn hyggur senn á langferð. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) áf ) Þú leggur fjánnálin niður fyr- ir þér og vænlegt er að gera greiðsluáætlanir. Rétt er einn- ig að koma röð og reglu á ýms önnur mál. Búast má við heim- sókn vinnufélaga. Steingeit . (22. des. - 19. janúar) Astarbréf, tónlist og ljóð eiga við skap steingeitarinnar í dag. Farðu út að skemmta þér eða einbeittu þér að eigin sköpunarverki. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þér líkar ekki framkoma vinar við fjölskyldumeðlim. Tekjur þínar ættu að aukast og því er ekki úr vegi að fara í inn- kaupaleiðangur. Fiskar (19. febrúar — 20. mars) ’Sí Dagurinn verður ánægjulegur og þér gefst tækifæri til að rétta einhveijum þurfandi hjálparhönd. Stefnumót verða tíð hjá fiskum á næstunni. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af pessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DYRAGLENS /WER. HEFOR ALOBEI SEN61D Ufet MFÐ SKÓALÞ - ^BÖKUK/ GRETTIR TOMMI OG JENNI FERDINAND Ef ég les fimmtíu blaðsíður á hverju „Fyrsti kafli“. kvöldi áður en ég fer að sofa, verð ég búin að lesa allar fjórar bækurn- ar þegar skólinn byrjar. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar sveitir Eiriks Hjalta- sonar og Samtex mættust í 16- liða úrslitum bikarkeppninnar fyrr í sumar, kom upp þetta at- hyglisverða spil: Suður gefur; AV á hættu. Vestur Norður ♦ K76 V KD965 ♦ 42 ♦ Á82 Austur ♦ D10 ♦ G982 V 108732 11 ♦ G ♦ 875 ♦ ÁKG63 + DG4 Suður ♦ 1093 ♦ Á543 VÁ4 ♦ D109 ♦ K765 í opna salnum sátu Eiríkur Hjaltason og Hrannar Erlings- son í NS gegn Ásmundi Pálssyni og Hjördísi Eyþórsdóttur í AV: Vestur Norður Austur Suður H.E. H.E. Á.P. E.H. — — — 1 grand Pass 2 tíglar Dobl Pass Pass 3 tíglar Dobl 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Eftir veikt grand, yfirfærir Hrannar í hjarta og krefur síðan í geim með 3 tíglum þegar Ás- mundur doblar. Útspilið var tígull, sem Ásmundur drap á kóng og skipti yfír í lauf. Eirík- ur tók á ásinn, spilaði hjartaás og hjarta upp á kóng. Síðan tígli að drottningunni. Ásmundur drap og sótti laufið áfram. En Eiríkur gat hent laufi niður í tíguldrottningu, stungið lauf, tekið tvo efstu í spaða og beðið eftir tveimur slögum á D9 í hjarta: 420. í lokaða salnum varð Her- mann Lárusson sagnhafi í þrem- ur gröndum, en hann og Friðjón Þórðarson sátu í NS gegn Hjalta Elíassyni og Páli Hjaltasyni: Vestur Norður Austur Suður H.E. F.K Þ.H. H.L. — — — 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Allir pass J Hjalti spilaði út tígli frá þrílitnum og Páll leyfði Her- manni að eiga slaginn. Hermann fór í hjartað, tók ás og kóng, en spilaði sig síðan út á tígli. Páll tók slagina fjóra á tígul og spilaði laufí. Skilyrðin voru nú rétt fyrir tvöfalda þvingun: vest- ur varð að valda hjarta og aust- ur spaða, þannig að hvorugur gat staðið vörð um laufið: 400 í NS. Spilið vinnst líka þótt Páll taki ekki alla tígulslagina. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á þinu árlega opna skákmóti Lloyds. bankans í Lundúnum kom þessi staða upp í viðureign enska stórmeistarans Julian Hodgson (2.570), sem hafði hvítt og átti Ieik, og landa hans, alþjóðlega meistarans Keith Arkell (2.455). 18. Rxf6+! — Kh8 (Nú tapar svartur manni, svo hann gat allt eins þegið fómina. Eftir 18. — gxf5, 19. Dxf6 - Hae8, 20. Rh5 — De5, 21. Dxb6 — Dxh5, 22. Hxa5 er staða hans þó einnig töp- uð.) 19. Dxc7 — Bxc7, 20. Rxd7 — Hfd8, 21. Re5! og svartur gafst upp. Fyrir síðustu umferðina voru þrír skákmenn frá Lettlandi efst- ir. Hinn ungi og efnilega Alksei Shirov var með Vk v. af 9 mögu- legum og þeir Kengis og Shabalov 7 v. Nokkrir kunnir stórmeistarar höfðu G'h v., þ.á m. þeir Jonathan Speelman og Michael Adams, sem eru í öðru og þriðja sæti enska stigalistans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.