Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 21
Starfsfólk Húsnæðisstofnunar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 21 Hug’myndir um sölu tæknideildar komu í opna skjöldu Stjórn stofnunarinnar leitar sparnað- arleiða í mánuðinum „RÁÐUNEYTIÐ virðist slá fram óskatölu um rekstrárkostnað án þess að hafa skoðað málin vel. Þaðan hefur ekkert heyrst um hugsanlegt kauptilboð í tæknideild stofnunarinnar, blaðafrétt um það kom fólki hér í opna skjöldu," segir Hilmar Þórisson aðstoðar- framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Hann segir að stjórn stofnunarinnar muni í mánuðinum fjalla um hvernig draga megi úr kostnaði við reksturinn. Félagsmálaráðuneytið mælist til þess í bréfi til Húsnæðisstofnunar að rekstrarkostnaður, að sértekj- um frádregnum, verði ekki hærri en 100-150 milljónir króna. Þessi kostnaður nemur nú rúmum 300 milljónum króna, að sögn Hilmars Þórissonar. „Við sendum ráðherra hugmyndir okkar um hagræðingu eins og aðrar stofnanir. Okkur var síðan uppálagt að draga saman seglin, en ráðuneytið virðist slá fram þessari tölu án þess að hafa skoðað mál stofnunarinnar vel. Stjórn húsnæðisstofnunar sest nið- ur nú í mánuðinum, við munum athuga skipurit, leita eftir sparnað- arleiðum og gera tillögur um þær til ráðuneytisins." Hilmar segir að heildarkostnað- ur við rekstur stofnunarinnar eins og nú stendur nálgist 450 milljónir króna þetta árið. Þegar tekjur hafí verið dregnar frá kosti rekstur á árinu rúmlega 300 milljónir. Þar af nemi laun starfsmanna um 140 milljónum, annað sé kostnaður við greiðslur til ýmissa verktaka; Reiknistofu bankanna, veðdeildar Landsbankans, tölvuráðgjafa auk fógeta- og lögfræðikostnaðar. Tekjur Húsnæðisstofnunar nema um 120 milljónum króna í ár að sögn Hilmars. Þar kemur til útseld vinna tæknideildar stofnun- arinnar, sem 'hugmyndir hafa vaknað um að selja, greiðsluseðla- útgáfa, sem tekin var upp í fyrra, og innkoma innláns- og innheimtu- deildar stofnunarinnar. Guðmundur Gunnarsson for- stöðumaður tæknideildar segir að deildin hafi undanfarin tíu ár verið rekin með um 9% hagnaði árlega að jafnaði. „Við skilum alltaf ein- hverjum arði; virðisaukaárið í fyrra varð hann 3% en þar áður 22%,“ segir Guðmundur. „Þetta er eina deild stofnunarinnar sem rekin er eins og venjulegt fyrirtæki. Ef spurt er hvort ekki mætti eins leggja deildina niður og láta fólk kaupa á verkfræðistofum úti í bæ þá þjónustu sem hún getur veitt finnst mér rétt að svara því ját- andi, vilji menn hækka byggingar- kostnað. Það er með ólíkindum hvernig hægt er að leggja fram reikninga þar sem kostnaður við hönnun fer upp í 23% af byggingarkostnaði. Þegar um algera nýhönnun er að ræða hjá stofnuninni þykir okkur mjög mikið að þessi kostnaður fari yfir 8%. Kannski ætti svona hönn- unarvinna að vera jafndýr hér og úti í bæ, en hún er það ekki. Vissu- lega má líta á að stofnunin borgar ekki skatta og skyldur af sinni vinnu. Við reynum að ná kostnaði niður með hagræðingu eins og að samhæfa ferðir út á land. Ég er sannfærður um að aðhald sem stofnin veitir fýrirtækjum er af hinu góða.“ Helstu verkefni tæknideildar- innar eru að sögn Guðmundar sala svokallaðra týputeikninga. „Þetta eru teikningar að venjulegum íbúð- um sem unnar hafa verið hér gegn- um tíðina og laga þarf að staðhátt- um í hveiju falli. Við höfum líka teiknað mikið af félagslegum íbúð- um. Dýrast er að vinna fyrir minni staði úti á landi, en við reynum með vissri staðþekkingu að spara kostnað við sífelld ferðalög. Þessár teikningar kosta um 30% af verði nýrra. Verkfræði- og arkitekta- stofur gefa einnig afslátt þegar teikningar eru endurnýttar, en yfirleitt því aðeins að um sama kaupanda sé að ræða“ segir Guð- mundur. Guðmundur segir að í tækni- deild Húsnæðisstofnunar hafi líka verið unnið að gerð staðlaðra út- boðsgagna, deildin annist fjár- hagslegt eftirlit með félagslegum framkvæmdum og láti stjórn stofn- unarinnar í té umsagnir og tækni- leg ráð þegar þurfi. Um 18 manns starfa í deildinni; arkitektar, verk- og tæknifræðingar, teiknarar og bókhaldsfólk. Kostnaður við rekst- ur deildarinnar nam í fyrra 60 milljónum króna en hagnaður 62 milljónum. Unnið að framkvæmdum. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Vegabætur í Skorradal Grund, Skorradal. BRÚARSMÍÐI í Andakílsá við ósa Skorradalsvatns er lokið og verið er að tengja brýrnar. Þarna eru byggðar tvær brýr, önnur yfir gamla árfarveginn en hin yfir vatnsmiðlunarskurð Anda- kílsárvirkjunar. Brúarsmíðin hófst í lok maí og var lokið um miðjan ágúst. Yfirbrúarsmiður var Guðmund- ur Sigurðsson frá Hvammstanga en verkstjóri við vegtengingu er Kristófer Þorgeirsson í Borgar- nesi. SÍMSVÖRUN Þjónusta í síma Örugg símaþjónusta er andlit fyrirtœkisins Fanný Helgi Þorsteinn Símanámskeið er ætlað starfsfólki. sem sinnir simsvörun og þjónustu við viðskipta- vini símleiðis. Kynntar eru helstu nvjungar i simatækni. gæði simsvörunar og áhersla lögð á bætta þjónustulund og notkun kallkerfis Á námskeiðinu verður einnig farið i tækni- leg atriði. sem tæknimenn Pósts og síma annast. Einnig verður símsölutækni gerð skil og kvnntar verða helstu nýjungar á þeim vett- vangi. -Sýning á myndbandi. Fyrra námskeiö: 11., 12. og 13. september frá kl. 8.30-13.00. Seinna námskeið: 9., 10. og 11. október frá kl. 8.30-13.00. Laugardaginn 26. október á Akurevri, Hótel KE.A, frá kl. 9.00-17.00. Leiðbeinendur: Fanný Jónmundsdóttir, verkefnisstjóri Helgi 1 Iallsson, deildarstjóri Þorsteinn Óskarsson, deildarstjóri Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15, sími 621066 HUS! OCff BESTU KAUPIN Tulip dc-386sx er búin 20 MHz örgjörva, með sökkli fyrir reikniörgjörva, 2 MB vinnsluminni sem stækka má í 18 MB á máðurborði, 2 rað- og I prentaratengi, Super VGA skjástýringu á móðurborði, DOS, Windows 3.0 og mús. Margar diskastærðir. Med 14“ VGA litaskjá og 52 MB hörðum diski kostor hún: Kr. 135.325,- (stgr. með VSK, miðað við gengi NLG=3I,00) TuLp HEWLETT PACKARD Fresturinn tii að innsigla réttu kaupin rennur út 6. sept. n.k. Af því tilefni verður opið hús hjá Örtölvutækni daganna 4., 5. og 6. september. Kynntar verða: Glæsilegar nýjungar frá Tulip og Hewlett Packard, fréttir úr tölvuheiminum og boðið upp á veitingar. Námsmenn, ríkisfyrirtæki, ríkisstofnanir, bæjarfélög og allir starfsmenn ríkis og bæja eiga kost á að nýta sér Ríkissamning Örtölvutækni og innkaupastofnunnar. Misstu ekki af tækifærinu til að fjárfesta rétt - pantaðu fýrir 6. september. í TÖLVUKAUPUM GiLDIR AÐ VELJA RÉTT ORTOLVUTÆKNIj _____ Tölvukaup hf. Skeifunni 17 síml 687220 fax 687260 _____ 1 W - D.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.