Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 CADILLAC SEDAN DE VILLE, ÁRG. 1990 Þessi einstaki, virðulegi og ríkulega búni eðalvagn er til sölu, ekinn 25.000 km. Dökkvínrauður, framhjóladrifinn, leðurinnrétt- ing, rafmagn í öllu, hraðastýring o.fl. o.fl. Vél V8 4,5 I. Mjög fallegur bíll, allur sem nýr, með frábæra aksturseiginleika, kraftmikill og sparneytinn. Ýmis skipti möguleg. Nánari upplýsingar í síma 666631. Enn bætist í áskriftarsjób Þórs og Bjargar Hjónin Þór og Björg hafa verið áskrifendur að spariskírteinum ríkissjóðs frá því í mars 1989 og hvort þeirra hefur keypt spariskírteini mánaðarlega fyrir 5.000 kr. 1. september 1991 hafa þau safnað um 407.232 kr. og þar af eru vextir og verðbætur hvorki meira né minna en 107.232 kr. Þetta dæmi sýnir að það borgar sig að spara með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Hvað líður þínum sparnaði? Ert þú ekki örugglega áskrifandi? Hringdu eða komdu í Þjónustutniðstöð ríkisverðbréfa eða Seðlabankann og fáðu nánari upplýsingar um áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91-699600 Kringlunni, sími 91- 689797 Áhrif EES á áfengis- einkasölu í Noregi er nú rætt um hvort samningur um Evrópskt efnahagssvæði hafi áhrif á einkarétt norsku áfengisverslunarinnar til innflutnings og sölu á áfengi. Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi hefur sett það skilyrði fyrir samþykkt samnings um Evr- ópskt efnahagssvæði að hægt verði að viðhalda ríkiseinkasölu á áfengi. Þar sem ólíklegt er að % hluta meirihluti fáist á norska Stórþinginu fyrir EES-samningi án fulltingis Kristilega þjóðarflokksins hefur þessi spurning öðlast aukið vægi. Norski lagaprófessorinn Fridtjof Frank Gundersen fjallar í grein í norska dag- blaðinu Aftenposten um líkurnar á því að Norðmenn verði að aflétta einkasölu ríkisins í kjölfar EES-samnings. Engir fyrirvarar „Fyrsta spurningin sem vaknar er sú hvort Kristilegi þjóðarflokkur- inn krefjist þess að Norð- menn fái tryggfingu fyrir því í EES-samningi að þeir geti haldið áfram einkasölu rikisins á áfengi. Eftir því sem ég kemst næst er þetta krafa Kristilega þjóðar- flokksins, þ.e.a.s. Kristi- legi þjóðarflokkurinn sættir sig ekki við að þessi spuraing verði geymd þangað til EES- dómstóllinn fjallai' um hana. Málið virðist liggja Jjóst fyrir að þessu leyti. I drögum að EES-samn- ingi er ekki að finna fyr- irvara af hálfu EFTA- ríkjanna hvað varðar einkasölu, þaimig að við verðum að yfirtaka að fullu réttarreglur EB um þetta efni. EES-dómstól- iim mun sem sagt líklega þurfa að dæma um þetta efni á sama hátt og EB- dómstólinn hefði gert ef um hefði verið að ræða einkasölu áfengis í EB- ríki. Það má teþ'ast úti- lokað að Norðmenn geti sett fyrirvara um þetta efni eftir að EES-samn- ingaviðræðuraar hefjast að nýju í september. Þess vegna mun Kristilegi þjóðarflokkurinn ekki fá neinar tryggingar i EES-samningi.“ Síðar í grein Fridtjofs Franks Gundersens seg- ir: „Það er óvíst hvort hægt verður að lialda fast við einkasölu áfengis eftir tilkomu EES. Það er ekki liklegt að fram- kvæmdastjóm EES muni stefna Norðmöimum fyr- ir EES-dómstólinn. Slík einkasala er nefnilega við lýði bæði í Svíþjóð og Finnlandi. Það er heldur ekki auðvelt að sjá hvers vegna nokkurt EB-ríki ætti að sjá sér hag í að þvinga Norðmemi til að afnema áfengiseinokun- ina. Léttvín og sterk vin frá EB eru stór hluti af sölu áfengisverslunar- hmar og fijálsari sam- kcppni mun e.tiv. opna norska markaðinn frek- ar fyrir framleiðslu utan EB, tid. frá Suður- Afríku, Bandaríkjunum og Chile. Fari málið engu að síður fyrir EES-dómstól- inn era mörg atriði sem geta ráðið úrslitum. Það er auðveldara fyrir Norðmeim að fá viður- kennda einokun áfengis- verslunar vegna þess að hér er ekki framleitt léttvin og bruggun sterks áfengis er hlutfallslega lítil. Hin stranga norska áfengislöggjöf og til- gangur hemiai' sem er að draga úr neyslu stuðl- ar einnig að því að fá einokun samþykkta sem ekki hefur það að markmiði að vernda hm- anlandsframleiðslu. EES-dómstóll mun sjálf- sagt einnig verða undir áhrifum frá breyttum al- mennum viðhorfum til áfengis og tóbaks.“ Þróunin innan EB Og Gundersen heldur áfram: „í EB er þróunin i átt til þcss að baima tóbaksauglýsingar og Frakkar hafa nýverið bannað áfengisauglýs- ingar þótt á síðustu - stundu væri gerð undan- tekning fyrir léttvín. Strangari stefna í áfeng- ismálum hinan EB mun því auka skilninginn á einokunarfyrirkomulag- inu i Noregi. Það er auð- velt að rökstyðja að einkasala ríkisins á áfengi getur dregið úr neyslu en erfiðai'a kami að reynast að lialda því fram að einokun á hm- flutnhigi og heildsölu þjóni sama tilgangi. A.m.k. ættum við ekki að ganga út frá því að EES- dómstóll tæki slík rök til greina. I þessu sambandi ætt- um við að liafa í huga dóm EB-dómstólsins frá 3.2. 1976 þar sem fjallað var um tóbakseinkasölu á Italíu og varð niður- staðan sú að einkaleyfi á hmflutningi fæli í sér óleyfilega mismunun gagnvart innflytjendum frá öðrum rikjum EB. Slíkt myndi ekki þýða að áfengisverslun ríkisins gæti ekki lengur flutt hm heldur að önnur fyrir- tæki gætu einnig gert það. Norskh- samninga- menn og norska ríkis- sljómin eru seimilega á þeirri skoðun að við get- um haldið óbreyttu einkasölufyrirkomulagi innan EES. Og slík verð- ur örugglega afstaða Norðmanna fari málið fyrir EES-dómstól. Þess vegna væri ekki hyggi- Iegt fyrir norsku ríkis- sljómina að halda öðru fram nú. Hægt væri að nota slíkt gegn Norð- mönnum í dómsmáli í framtíðinni. Hitt er svo amtað mál að norska rikisstjómin hefur aug- jjósa hagsmuni af því að túlka EES-samninginn á þann veg að sem auðveld- ast verði að fá hami sam- þykktan í Stórþinginu." VERÐBRÉFAREIKNIN GUR VÍB Umsjón og ávöxtun spanfjár Þeim sem eiga yfir eina milljón króna í sparifé býður VIB sérstaka Þjónustu sem felst í heildarumsjón og ávöxtun spariíjárins. Ráðgjafi Þinn hjá VÍB fylgist með öllu því sem gerist á verðbréfamarkaðnum og leitar uppi bestu fjárfestingarleiðir hverju sinni. Hann sér síðan um kaup, sölu og vörslu verðbréfanna, auk þess að innheimta skuldabréf, húsaleigu o.fl. Til að auðvelda reikningseigendum að fylgjast með verðmætí ^ verðbréfa sinna fá þeir sent yfirlit ársfjórðungslega. ^ Verið velkomin í VIB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.