Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 Friðun hrygningarsvæða og uppeldissvæða ungfisks eftir Guðlaug Gíslason Hin svokallaða „svarta skýrsla“ Hafrannsóknastofnunar, sem all- mikið hefur verið til umræðu að undanfömu, inniheldur mikinn fróðleik um þá nytjastofna sjávar, sem íslendingar byggja veiðar sínar á, og er hún greinargóð til aflestrar og ætti að vera í höndum sem flestra er eitthvað hafa með sjávar- útveg að gera. Eins og kunnugt er leggur stofn- unin til við stjórnvöld, að til vemd- ar fiskistofnunum verði á næsta ári verulega dregið úr heildarveiði helstu nytjafiska frá því sem leyft var á síðasta ári, og meðal annars verði aðeins leyft að veiða 250 þús- und tonn úr þorskstofninum, því ef lengra verði gengið muni stofn- inn minnka árlega frá því sem nú er. Aðrar hugmyndir eða ábending- ar um verndun fiskistofnanna koma þar ekki fram. En spurningin er hvort ekki sé frekari aðgerða þörf í þessu sambandi og er þá átt við friðun fleiri hrygningarsvæða en nú er og mætti þar byggja á reynslu skipstjórnarmanna og sjómanna. Skipstjómarmenn í Vestmanna- eyjum fóm á sínum tíma bréflega fram á við sjávarútvegsráðuneyt- inu, að tiltekin hrygningarsvæði þorsksins á heimamiðum þeirra við Eyjar, sem þeir einir stunduðu þá, yrðu friðuð á meðan á hrygningu stæði. Ráðuneytið sá því miður ekki ástæðu til að verða við tilmælum þeirra, þar sem fískifræðingar töldu á þeim tíma að netaveiðar á þessum tilgreindu svæðum gætu engin af- gerandi áhrif haft á gang hrygning- arinnar þar eða afkomu hennar. Það væri einvörðungu ásigkomulag sjávar sem þar réði úrslitum. Skip- stjórnarmönnum í Eyjum kom synj- un ráðuneytisins mjög á óvart því þeir höfðu öðlast þá reynslu að ef netin vom lögð beint ofan í hrygn- ingarsvæðin á meðan á hrygningu stóð, eða farið með togveiðarfæri yfir þau, þomuðu þessi veiðisvæði hreinlega upp á nokkmm árum. Reynsla þeirra stangaðist því alveg á við álit fískifræðingar hvað þetta varðaði. Og það segir sig sjálft að Eyjaskipstjóramir vom ekki að fara fram á þessar friðunaraðgerðir nema af því að þeir töldu sig vera að vinna sjálfum sér og byggðar- lagi sínu tjón þegar til lengri tíma væri litið og ef fram héldi sem horfði með eyðingu heimamiða þeirra. Mál þetta var síðar tekið upp á Alþingi í víðara formi, sem tillaga til þingsályktunar um verndun hrygningarsvæða við strendur landsins, og var hluti af Selvogs- bankahrauninu nokkru síðar alfrið- aður fyrir öllum veiðum á meðan á hrygningu stendur, eða frá 20. mars til maíloka, og er það eina hrygningarsvæðið við strendur landsins sem friðað er. í bók Bjama Sæmundssonar, Fiskarnir, er talið að öll helstu hrygningarsvæði þorsksins séu við suður- og vesturströnd landsins, og ætti sú nefnd, sem sjávarútvegsráð- herra hefur skipað til að gera tillög- ur um stefnumörkun fyrir fískveiði- stefnu íslendinga næstu árin vissu- lega að taka til athugunar hvort ekki sé rétt að alfriða fyrir öllum veiðum stærstu hrygningarsvæðin á tilgreindu hafsvæði á meðan á hrygningu stendur og það þegar fyrir næstu vertíð og þá einnig hvort ekki komi til greina stækkun friðunarsvæðisins á Selvogsbanka, því ekki er óeðlilegt að áætla að því stærri hluti af þorskstofninum sem nær til, að ljúka hrygningu, því sterkari verði þeir árgangar sem frá honum koma ef um um eðlilegt ástand sjávar er að ræða. Að því er ungfískinn varðar er einnig aðeins um eitt friðunarsvæði að ræða, það er svæðið úti fyrir norð-austurhomi landins, sem nær þó aðeins út að 20 sjómílna mörkun- um frá landi, og mun friðað fyrir tog- og dragnótaveiðum. Til bóta hlyti að vera ef eitt slíkt friðunar- svæði yrði ákveðið úti fyrir hverjum landsfjórðungi fyrir Vestur-, Norð- ur- og Austurlandi og þá alveg út að fískveiðimörkunum, eða svo langt út sem smáfískur er veiddur. Ef sjómönnum fínnst eitthvað að sér kreppt með slíkum friðunarað- gerðum, má benda á að Hafrann- sóknastofnun telur í skýrslu sinni að skerða þurfí þorskveiðamar allt niður í 200 þúsund tonn á næstu árum, ef takast eigi að byggja „Ætti sú nefnd, sem sjávarútvegsráðherra hefur skipað til að gera tillög’ur um stefnu- mörkun fyrir fiskveiði- stefnu íslendinga næstu árin vissulega að taka til athugunar hvort ekki sé rétt að alfriða fyrir öllum veiðum stærstu hrygningar- svæðin átilgreindu haf- svæði á meðan á hrygn- ingu stendur og það þegar fyrir næstu ver- tíð.“ stofninn upp að nýju, og munu stjómvöld örugglega á hveijum tíma fara að mestu leyti að tillögum þeirrar stofnunar að því er fiskveið- amar varðar. Og ef hægt reynist með frekari friðunaraðgerðum að hjálpa til við að byggja þorskstofn- inn upp aftur, hlýtur það að teljast hagkvæmari leið fyrir alla aðila en meiri niðurskurður á leyfílegu heild- Patreksfj örður: Verslunin Höggið opnar Patreksfirði. EIGENDASKIPTI urðu á verslun Ara Jónssonar um mánaðamótin þegar Ingólfur Arason kaupmað- ur, sem hefur verslað á Patreks- firði síðan árið 1945, seldi Gunn- hildi Valgarðsdóttur verslun sína. Gunnhildur hefur opnað verslun- ina undir nafninu Höggið. Nafnið tekur Gunnhildur eftir þekktu ör- nefni á staðnum en flest böm, sem hafa alist upp á Patreksfírði hafa farið fyrstu bæjarferðina sína fram í Högg. - Ingveldur. Guðlaugur Gislason araflamagni. Og árið mun örugg- lega endast sjómönnum til að ná úthlutuðum kvóta. Gróðurvernd bæði á hálendinu og annars staðar er mjög á dagskrá hjá þjóðinni, og til hennar varið allmiidu fé árlega, sem enginn telur eftir, og hefur forseti landsins farið Valdimar við eitt verka sinna. ■ MÁL VERKASÝNING Valdi- mars Bjarnfreðssonar verður opn- uð í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, Reykjavík miðvikudaginn 4. september kl. 13.00. Valdimar sýn- ir 35 myndir í olíu og akríl. þar í fylkingarbijósti með gróður- setningu tijáplantna hvar sem hún hefur komið við á ferðum sínum um landið. En að því er fiskimiðin varðar er varla hægt að segja að við höfum umgengist þau með mikilli var- fæmi, og eru þau þó undirstaðan undir þjóðarbúskapnum. Lögum samkvæmt er leyfilegt að fara með hvaða veiðarfæri sem er, þar á meðal bæði net og botnvörpu, bæði á hiygningarstöðvar þorsksins á meðan á hrygningu stendur jafnt og annars staðar, þó innan þeirra marka sem reglumar um stærð skipa segja til um, þó að undan- skildu friðunarsvæðinu á Selvogs- banka. Sömu reglur gilda að því er varðar uppeldissvæði ungfisks, ef frá er talið friðunarsvæði við Langanes, og þá fáu daga sem skyndilokun er sett á tiltekin veiði- svæði, þegar Hafrannsóknastofnun hafa borist fregnir af að mikið af undirmálsfíski komi upp í botnvörpu skipa eða báta og eftir að stofnun- in hefur fengið það staðfest með mælingum sérfræðinga sinna, eða af öðmm ástæðum sem stofnunin telur ástæðu til lokunar. Að öllu athuguðu eins og málum er komið verður að telja að tíma- bært sé fyrir ráðamenn sjávarút- vegsmála að meta hvort ekki sé ástæða til, að fenginni reynslu, að gera ráðstafanir til að farið verði að umgangast fískimiðin við strend- ur landsins, þar sem um er að ræða hrygningarsvæði helstu nytjafíska okkar og uppeldisstöðvar ungfísks, með meiri varfæmi en hingað til. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Leiðrétting í FRÉTT1 Morgunblaðinu í gær um atvinnuástand á Suðurnesjum mátti ráða af samtali við Jóhannes Guð- mundsson formann Verkalýðsfélags- ins í Garði að Fiskverkun Magnúsar Björgvinssonar væri að hætta starf- semi og loka. Einhvers misskilnings hefur gætt milli blaðamanns og Jó- hannesar því þessi staðhæfíng á ekki við rök að styðjast, og er ekki frá Jóhannesi komin. Jóhannes vildi koma því á framfæri að hann hefði verið að ræða almennt um áhrif físk- markaða í fískvinnslu á Suðumesjum og að undirrót þeirra væri sú að físk- markaðir hefðu starfað lengst á Suð- umesjum. Hann væri þeirrar skoðun- ar að allan físk ætti að selja á físk- mörkuðum og útlendingar sem væru að kaupa físk hér þyrftu einnig að leita til þeirra svo jafnvægi kæmist á þessi mál. Phflico sparar peninga Þvottavélarnar frá Philico taka inn á sig heitt og kalt vatn og stytta með því þvottatímann og umfram allt: þær evða minna rafmagni L64 V L85 L105 • Stillanlegur vinduhraði: 400/1000 snúningar • Sérstaklega styrkt fyrir mikið álag • Fjöldi mismunandi þvottakerfa • Sjálfstæð hitastilling • Traustur vinnuþjarkur • Vinduhraði: 600 snúningar • Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali • Sérstakt ullarþvottakerfi • Fjölþætt hitastilling • Sparnaðarrofi • Stilling fyrir hálfa hleðslu • Fullkomin rafeindastýring • Val á vinduhraða: 500/800 snúningar • Vökva höggdeyfir • Ryðfrítt stál í tromlu og ytri belg Heimilístæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 ■ísanuuKffUM I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.