Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 Pétw Teiteson frá Bergsstöðum á Vatnsnesi - Minning Fæddur 31. mars 1895 Dáinn 24. ágúst 1991 Afi var tveggja ára, þegar hann flutti að Bergsstöðum með foreldrum sínum, Ingibjörgu Árnadóttur og Teiti Halldórssyni. Hann var tíundi í röðinni af 15 systkinum, sem öll komust til fullorðinsára þrátt fyrir mikinn ungbarnadauða á þeim árum. Systkini afa sem eftir lifa eru Guðrún María, Karl og Haraldur. Teitur lést árið 1920. Að föður sínum látnum keyptu bræðurnir Pét- ur og Daníel Teitssynir jörðina Bergsstaði. Afi var þá 25 ára og átti aðeins tvær kindur og eina meri, sem dugði nú skammt fyrir hans hluta jarðarinnar og svipað var ástatt hjá Daníel. Jakobína systir afa var ráðskona hjá honum. Afi stundaði sjóróðra til að afla fjár til jarðarkau- panna. Og hann var staddur í Vest- mannaeyjum árið 1923 þegar honum bárust þau sorglegu tíðindi að Daní- el bróðir hans væri látinn. Hann ákvað þá að fara heim_ og hjálpa mágkonu sinni, Vilborgu Árnadóttur, ®DEXI0N IMPEX hillukerfi án boltunar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Simi (91)20680 með heimilið og börnin, sem þá voru 5. Afi sagði að hann hefði ekki getað hugsað sér að heimilið yrði leyst upp og bðrnin færu á sveitina. Börn Vilborgar og Daníels voru Sigurborg Fanney (dáin), Páll Vil- hjálmur, Davíð Björgvin (dáinn), Teitur Guðni og Ingibjörg. Það fór svo að Vilborg Árnadóttir varð lífsförunautur afa. Þau voru jafngömul, hún fædd 30. mars og hann 31. mars 1895. Börn afa og ömmu eru Ólöf Hall- dóra, Daníel Baldvin og Vilborg. Afí teiknaði og byggði sjálfur nýtt stórt íbúðarhús á Bergsstöðum og má nærri geta að viðbrigðin hafi verið mikil frá gamla torfbænum. Afí var hagleiksmaður mikill. Hann var smiður bæði á tré og járn. Árið 1920 lærði hann bókband á Hvammstanga. Eftir það smíðaði hann öll verkfærin sjálfur, sem til þurfti við bókbandið. Afi var afar vandvirkur og hann batt inn bækur alveg fram undir það að hann varð að fara á sjúkrahúsið 93 ár gamall. Þá var sjónin hans orðin það léleg að honum þótti bæk- urnar ekki nógu vel unnar. En það var engin skömm að þeim vinnu- brögðum, hjá manni á tíræðisaldri. Alltaf síðan við munum eftir fórum við í sveitina til afa og ömmu og dvöldum þar nokkurn tíma á hverju sumri. „Þegar ég var 4 ára fór ég ein í sveitina til afa og ömmu og er mér það minnisstætt enn í dag. — Afí smíðaði handa mér hrifu af mátu- legri stærð, merkti hana með mínu nafni og sagði að það væri ekki hægt annað en litla vinnukonan hefði hrífu eins og hinir. Ég man hvað ég var stolt af hrífúnni minni. Svo fór ég að snúa heyinu með hinum. Afi fór fyrstur, svo kom hitt fólkið og ég seinust. Afí kom svo á móti mér og hrósaði mér fyrir dugnaðinn." (G.G.) Það var unun að hlusta á afa segja frá fyrri tíð. Hann fyldist vel með og var bæði fróður og minnugur. Það var alltaf stórt heimili á Bergsstöðum. Ingibjörg móðir afa bjó á Bergsstöðum til æviloka og Vilborg móðir ömmu bjó þar seinustu æviár sín. Ingibjörg Daníelsdóttir og Pálmi Jónsson bjuggu í mörg ár á móti afa og ömmu á Bergsstöðum. Þau hættu búskap árið 1972 sama ár og afí og amma. Þá fluttu afi og amma inn á Hvammstanga. . Hjálmar Pálmason og Guðlaug kona hans keyptu þá jörðina Bergs- staði af afa og ömmu og foreldrum sínum. Afi var mjög ánægður yfir því að jörðin hélst í ættinni og hann fylgdist af miklum áhuga með dugm- iklum framkvæmdum ungu hjónanna á Bergsstöðum. Þá var það „hótel" Breiðagerði eins og mamma var vön að kalla það, þar sem afí og amma bjuggu á ¦ tívamrrfetánga. 'Álltáf voál állír vél-i '' komnir þangað til lengri eða styttri dvalar. Og þangað var gott að koma. Afa og ömmu þótti rnjóg vænt hvoru um annað og voru samrýnd. Það var auðséð á viðmóti þeirra hvoru til annars. Þegar afi og amma komu að heimsækja börn sín og barnabörn hér fyrir sunnan, þá leidd- ust þau um göturnar. Það var nota- legt að sjá. — Oft var það þegar afi vann við bákbandið, að amma sat hjá honum og las fyrir hann upphátt fréttir úr dágblöðunum eða góða sögubók. Svo kom að því að amma gat ekki verið lengur heima og varð að fara á sjúkrahúsið. Afi sá þá um sig sjálf- ur að mestu, sótti í matinn, eldaði, bakaði jólakðku handa gestum, heim- sótti ömmu og batt inn bækur, þang- að til hann varð líka að fara á sjúkra- húsið. Þá keyptu Gústaf Daníelsson og Guðrún Breiðagerði og gladdist afi yfir áhuga unga fólksins á því að endurbæta húsnæðið. Afi naut þess að fylgjast með börn- um og barnabörnum sínum og ömmu og bar hann hag þeirra mjög fyrir brjósti. Um daginn komum við til afa, þá sagði hann brosleitur og kankvís á svip að amma hefði komið í heim- sókn til sín daginn áður. „Henni var ekið hingað inn til mín." Þá hafði amma verið flutt í hjólastól milli hæða. Afi og þau bæði voru ósköp glöð yfir þeim skiptum þegar þau hittust og nutu samvistanna. Síðustu árin átti afi við hjartasjúk- dóm að stríða og undir það síðasta urðu þessi hjartaköst tíðari og erfið- ari. Hann vissi að hvetju stefndi og var sáttur við lífíð og tilveruna þegar hann kvaddi þennan heim. Guð blessi ömmu og styrki. Dana og Sísi viljum við þakka umhyggju þeirra og hjálpsemi við afa og ömmu. Við systkinin og fjölskyldur okkar þökkum allar samverustundirnar, sem við höfum átt með afa. Þær eru perlur í sjóði minninganna. Guð blessi afa. Guðrún, Steinunn, Bergdís og Pétur Vilberg Mig langar að minnast í fáum orðum hins aldna heiðursmanns, Péturs Teitssonar tengdaföður míns, en hann var stjúpfaðir konu minnar, Ingibjargar Daníelsdóttur. Það var vorið 1947 að við hjónin fluttum með tvo unga syni til þeirra Bergsstaðahjóna, Vilborgar og Pét- urs, og hófst þá félagsbúskapur okk- ar við þau. Skyldi svo vera þar til búið væri að koma upp íbúðarhúsi, sem stóð til að byggja þá um suma- rið, og átti að vera sameign að jöfnu. Það var ansi þröngt í Bergsstaðabað- stofunni þetta sumar, þar sem margt var í heimili fyrir, þegar við komum, en húsráðendur voru lagnir að hag- ræða öllu svo að vel mátti við una. Og oft var létt yfir hópnum, og þrengslunum slegið upp í grín, og var það ekki síst húsbóndinn sem hélt uppi húmornum þegar sest var að snæðingi við stóra matborðið í baðstofunni, því Pétur var glaðsinna og gamansamur. Nýja húsið var RAFSTÖÐVAR Gott úrval diesel-rafstööva í ýmsum stæröum. Hagstætt verö. Varahlutir og þjónusta. Þjónustusamningar. Leitið upplýsinga hjá okkur VELASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 býggt eftir teikningu Péturs og hafði hann einnig alla verkstjórn á hendi við byggingu þess og var aðalsmiður- inn. Reglusemi, þrifnaður og snyrti- mennska mótaði búskaparhætti þeirra Bergsstaðahjóna alla tíð. Hlut- irnir voru ekki látnir drabbast niður, hvort sem var innanbæjar eða utan, heldur teknir til viðgerðar eða end- urnýjunar, og átti þetta við um öll „tól og tæki" sem heimilið þarfnað- ist. Kom sér þá vel að húsbóndinn var jafnvígur við steðjann og hefil- bekkinn eftir því hvað kallaði að hverju sinni. Þá má ekki gleyma bókbandinu, sem hann nam ungur, og stundaði af mikilli eljusemi eftir því sem stundir gáfust til. En eftir að Pétur hætti búskap sneri hann sér því meira að þessu hugðarefni sínu og vann kappsamlega við það fram yfir nírætt. Var mjðg eftirsótt að fá bækur bundnar hjá honum, enda var hann rómaður fyrir vönduð vinnu- brögð og gjafverð. Þannig var þetta í viðskiptum við Pétur að hagstætt var að láta hann um verðlagsmálin. Þyrfti hann að leita til annarra með eitthvað, sem sjaldan kom fyrir, vildi hann borga það fyllsta verði. En dæmið snerist við þegar hann verð- lagði sína vinnu, ef hann gaf hana þá ekki með öllu, sem oft var. Þetta munu þeir kannast við, sem átt hafa viðskipti við Pétur. Sjómennska virtist mér Pétri mjög hugleikin, hann fylgdist vel með afla- brögðum og fiskigöngum enda vel kunnur sjómennsku, var á vertíðum á yngri árum og stundaði sjósókn mikið með búskapnum, meðan fiskur gekk í Húnaflóann. Pétur var atkvæðamaður til orðs og æðis, enda þrekmenni, með fast- mótaðar skoðanir og skýra framsetn- ingu þeirra. Hann var karlmenni að burðum og fylginn sér til átaka. Það munaði um hann hvar sem hann lagðist á árar og baðst hann þá ekki undan kulborðssætinu, þegar létta þurfti öðrum róðurinn. Varð ég þessa oft aðnjótandi á þeim 25 árum sem við bjuggum báðir á Bergsstöðum. Sérstaklega reyndi ég þetta í sam- bandi við bygginga- og smíðavinnu en þar var hann rétti maðurinn að leita til og þurfti oft ekki að nefna við hann aðstoð, hann var bara mættur á staðinn sem sjálfboðaliði. Eftir 25 ára sambýli við þau Vil- borgu og Pétur á Bergsstððum er sannarlega margs að minnast og margt að þakka. Þótt leiðir skildu, er við hættum búskap árið 1972, og þau hjón fluttu til Hvammstanga en við suður, slitnuðu engin vinabönd. Ferðirnar norður urðu margar og ævinlega mikil tilhlökkun í hugum ferðafólksins, ekki hvað síst hjá yngsta syninum, sem hlakkaði mikið til að heimsækja ömmu og afa enda naut hann þar einstakrar blíðu og ástúðar, og ekki skorti rausnina í veitingum. Fyrir mína hönd og fjölskyldunnar vil ég nú að leiðarlokum færa Pétri alúðarþakkir og virðingu, fyrir það sem hann var okkur. Öllum aðstand- endum vottum við dýpstu samúð, og sérstaklega beinum við hugum til aldinnar tengdamóður ihinnar með blessunaróskum á ævikvöldi hennar. Pálmi Jónsson Fóstri minn, Pétur Teitsson fyrr- verandi bóndi á Bergsstöðum, Vatnsnesi, V-Hún., andaðist í sjúkrahúsinu á Hvammstanga 24. ágúst sl. 96 ára að aldri. Pétur var fæddur í Skarði í Vatnsnesi 31. mars 1895, sonur hjónanna Ingibjargar Árnadóttur og Teits Halldórssonar er þar bjuggu. Pétur var 10. barn þeirra en systkinin voru 15 og komust öll til fullorðins ára og var það talið merkilegt þar sem ungbarnadauði var mikill á þeim árum. Fjölskyldan bjó við þröngan kost eins og víða gerðist og þurftu hjón- in að vinna hörðum höndum svo og börnin þegar þau höfðu getu til. Pétur fór því snemma að vinna, hann var þrekmikill og duglegur verkamaður til Jands og sjávar en fiskveiðar voru stundaðar með bú- skapnum. Síðar fór Pétur til sjós, m.a. til Bolungarvíkur og Vest- mannaeyja. Teitur og Ingibjörg fluttu að Bergsstöðum 1897 og bjuggu þar þar til hann lést árið 1920. Þá urðu þáttaskil í lífi Péturs. Hann og Daníel broðir hans, faðir minn, keyptu Bergsstaði. Pabbi flutti þangað strax vorið 1920 með fjölskyldu sína og Pétur hóf búskap þar með Jakobínu systur sinni. í febrúar 1923 lést faðir minn. Móðir mín, Vilborg Árnadóttir, stóð þá ein uppi með 5 börn, það elsta 9 ára. Það voru erfiðir tímar hjá móður minni. Ekki blasti annað við en að heimilið leystist upp eins og oft gerðist við slíkar aðstæður í þá daga. Efni voru lítil, nýbúið að kaupa jörðina og skuldir því miklar. Pétur var á vertíð í Vestmanna- eyjum þegar hann frétti hvernig komið var. Hann skrifaði mömmu og bað hana að breyta engu áður en hann kæmi heim um vorið. Þeg- ar hreppsyfirvöld, sem töldu að þau myndu þurfa að hafa afskipti af högum fjölskyldunnar, komu gat hún sýnt bréfið frá Pétri og varð það til þess að kyrrt var látið liggja til vorsins. Móðir mín gat ekki hugs- að sér að heimilið leystist upp og börnin færu sitt í hverja áttina. Sjálf hafði hún sem barn þurft að alast upp við slíkar aðstæður. En málin snerust á annan veg. Pétur mátti ekki heldur hugsa til þess að heimilið sundraðist. Hann tók bú- stjórn hjá mömmu og leigði sinn hluta jarðarinnar. Þegar frá leið tóku þau saman og þar með var það endanlega ráðið að við systkin- in þurftum ekki að sundrast og al- ast upp hjá vandalausum. Við eig- um því mikið að þakka og ekkert okkar hefur fundið til þess að við værum föðurlaus svo annt lét Pétur sér um okkur. Þegar börn hans fæddust og uxu úr grasi urðum við þess aldrei vör að upp á milli okkar væri gert. Við reyndum það á marg- an hátt hve Pétri þótti vænt um okkur eldri systkinin og ekki fyrir löngu ræddi hann það við mig hve mikið áfall það hefði verið þegar Davíð bróðir lést, þá aðeins 12 ára gamall. Pétur og mamma giftu sig 5. júní 1940 og eru börn þeirra þrjú: Ólöf Halldóra, Daníel Baldvin og Vilborg. Á Bergsstöðum var torfbær. Baðstofan var endurbyggð og bætt en eftir stríðsárin síðari var byggt íbúðarhús. Pétur teiknaði húsið sjálfur og þóttu teikningar það góð- ar að þær voru metnar lánshæfar og þess sérstaklega getið að þær sýndu að bóndinn gerði sér ljósa grein fyrir öllum hlutum. Tún var lítið og mikið þýft. Ráðist var í að girða túnið og bæta og var í fyrstu ekki um annað að ræða en nota að mestu handverkfæri í því efni. Garðrækt var alltaf mikil og kart- öflur, sem geymdar voru til vors- ins, voru settar í kassa, fyllt að þeim með mómold og síðan grafnir í jörðu á þurrum stað. Reyndist það mjög góð geymsluaðferð. Alltaf var margt fólk á Bergsstöðum. Föður- amma mín var á heimilinu til ævi- loka, hún lést 94 ára að aldri. Vil- borg móðuramma mín var þar einn- ig allmörg síðstu æviár sín. Karl, bróðir Péturs, var á Bergsstöðum, hafði kindur og braut nýtt land til ræktunar. Árið 1947 fluttu Ingi- björg systir mín og maður hennar, Pálmi Jónsson, að Bergsstöðum og fengu þau hálfa jörðina. Bjuggu þau í sambýli við Pétur og mömmu þar i i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.