Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 Morgunblaðið/Rúnar Þór Gjörónýtur vinnuskúr á Granastöðum í Eyjafirði. Bjarni Einarsson og Magnús Sigurgeirsson standa á rústum hans. Vinnuskúr fornleifafræðing,a gjöreyðilagðist í sunnanroki MIKIÐ sunnanrok var í fyrrinótt í Eyjafirði. Vinnu- og tækjask- úr fornleifafræðinga sem vinna að uppgreftri á Granastöðum í Eyjafirði tókst á loft og mölbrotnaði. Bjarni Einarsson fomleifa- fræðingur hefur ásamt aðstoðar- mönnum unnið að uppgreftri á Granastöðum um mánaðarskeið að þessu sinni. Hann hafði feng- ið vinnuskúr á hjólum hjá Vatns- veitunni á Akureyri, en þar voru geymd tæki og tól ásamt þeim fundum sem þegar hafa komið upp við gröftinn. I rokinu í fyrrinótt hefur skúr- inn fokið, tekist á loft og stung- ist niður á eitt hornið og möl- brotnað. Allt sem í honum var var á dreif um svæðið þegar að var komið í gærmorgun. Bjami var þá ásamt Magnúsi Sigur- geirssyni, sem unnið hefur með honum að uppgreftri, að safna saman því sem í skúrnum var, meðal annars pokum með bein- um og einhverju af fornum grip- um sem fundist hafa við gröft- inn. Bjarni taldi að flest hefði fundist sem í skúrnum var nema ein teikning, en pappírsgögn hefði hann öll önnur haft hjá sér í tösku. Tjón hafði ekki verið metið þegar tíðindamenn Morgun- blaðsins komu á staðinn í gær en skúrinn er greinilega ónýtur. Bjarni sagðist ekki vita hvort einhveijar tryggingar bættu hann. Þetta væri mikill skaði því skúrinn hefði verið afar góður og reynst vel. Eftir er að vinna að uppgr- eftri, hreinsun, teikningum og ljósmyndun á Granastöðum í um tveggja vikna skeið í þessum áfanga, en um er að ræða ann- ars vega gripahús og hins vegar afhýsi við skála, trúlega eldhús. Opna golfmótið, Akureyri ’91 verður sett á Jaðarsvelli, Akureyri, laugardagogsunnudag 7. og8. sept. nk. Leikin verður 36 holu höggleikur með/án forgjafar í karla-,. kvenna- og unglingaflokki 14 ára og yngri. í boði eru glæsileg verðlaun, sem Coca Cola gefur. Þá verða veitt sérstök verðlaun fyrir högg næst holu á öllum par 3 holum vallarins. Ræst verður út kl. 08.00 á laugardag (lægsta forgjöf fyrst). Verðlaunaafhending fer fram í skálanum strax að lokinni keppni. Þátttökugjald kr. 2.500,- og 1.000,- fyrir unglinga. Það er von G.A. og Coca Cola að sem flestir komi og taki þátt í mótinu. Skráningu skal lokið fyrir kl. 20.00 föstudag. Sími í skála er 22974. Mótanefnd. Bæjarstjóm samþykkti breytta fjárhagsáætlun A FUNDI bæjarstjórnar Akureyrar í gær var tíllaga bæjarráðs um breytingar á fjárhagsáætlun, m.a. vegna áfallinna ábyrgða í kjölfar gjaldþrotamála Álafoss og ístess, samþykkt samhljóða. Á fundinum komu fram áhyggjur bæjarfulltrúa vegna óvissu um framtíð þess iðnaðar sem Álafoss hefur staðið fyrir. Tillaga bæjarráðs um að fresta gerðir til að halda áfram ullar- gerð dagvistar, breytingum á hús- næði slökkvistöðvar og fleira, sem áður hefur verið greint frá, var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn að loknum tiltölulega litlum umræð- um. Þó kom fram hjá bæjarfulltrú- um, meðal annarra Jakobi Björns- syni, fltr. Framsóknarflokks, að enda þótt sumum sýndist bæjar- sjóður ráða betur við aðsteðjandi vanda en fyrirsjáanlegt hefði verið, væri enn mikill vandi fyrir dyrum. Mjög mikil óvissa ríkti hjá þeim sem við iðnað hjá Álafossi störfuðu um það hvað tæki við þegar núverandi bráðabirgðarekstri lyki. I ljósi fregna af suðvesturhorninu um að- vinnslu þar spurði hann hvort ein- hver tíðindi væru tiltæk um fram- hald rekstrar hér nyrðra, eða hvað menn gætu leyft sér að vona í því efni. Fram kom í svari Björns Jósefs Arnviðarsonar, fltr. Sjálfstæðis- flokks, að unnt væri á þessu stigi að fullvissa menn um að þetta starf væri í fullum gangi. Málið væri enn á svo viðkvæmu stigi að ekki væri unnt að opinbera neitt um það. Ástæða væri til að gera sér vonir um að góðra tíðinda væri að vænta þótt málin væru engan veginn í höfn enn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Akureyrarkirkja þéttsetin við skólasetningu VMA. Um 1.200 nemendur í 7-800 manna skóla VERKMENNTASKÓLINN á Akureyri var settur í Akureyrarkirkju í gær. Kirkjan var þéttsetin og komust ekki nærri allir að sem vildu. Á þessu hausti eru nemendur í dagskóla 1.106 talsins, en auk þess er fjöldi nemenda í öldungadeild, í fullorðinsfræðslu auk sjávarútvegs- deildarinnar á Dalvík og starfsdeildarinnar við Löngumýri, sem rekn- ar eru á vegum skólans. Húsnæðisskortur og fjarlægðir milli húsa skólans standa skólastarfi enn fyrir þrifum. Bernharð Haraldsson, skólameist- ari, sagði við skólasetninguna að aðsókn hefði aldrei verið meiri, eink- um að verklegu námi. Það væri gott til þess að vita að ungt fólk sæktist eftir framhaldsmenntun að loknum grunnskóla og gleðilegt að geta tek- ið við því þótt þröngt yrði setinn bekkurinn. „Það reynir því venju fremur á færni okkar til daglegrar umgengni, þjálni í samskiptum og tillitssemi við aðra. Við munum deila, í dagsins önn, húsi með mörgum, við þrengsli og erfiðar aðstæður, en við vitum auðvitað öll, að erfiðleikarnir eru til að sigrast á þeim,“ sagði Bernharð. Bernharð fjallaði nokkuð um or- sakir þess að svo margir sækjast eftir framhaldsnámi sem raun sýnir. Sumir teldu það stafa af erfiðu at- vinnuástandi, aðrir teldu að ungt fólk sæi enga framtíð ( lífinu með skyldunám eitt að baki og enn hefði þrýstingur frá fjölskyldu og vinum mikil áhrif á val nemenda. Hann ■ FRAog með 1. september gengu í gildi nýjar reglur um nætur- lokun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Framvegis verður inn- gangurinn í gömlu sjúkrahúsbygg- inguna, inngangur A, opnaður klukkan 8 á morgnana og honum lokað klukkan 22 á kvöldin. Inn- gangur B, norðurdyr á nýju bygg- ingunni, verður opnaður klukkan 6.45 á morgnana en þar verður lok- að um miðnætti. Þarna eru til húsa meðal annars lyfjadeild og barna- deild. Slysadeild og bráðamóttaka eru við inngang C, vestan á nýbygg- ingunni. Þar verður opið allan sólar- sagðist hins vegar vona að þessu réðu ekki afkomuvonir einar heldur leituðu nemendur þekkingar þekk- ingarinnar vegna. Skólar ættu ekki að mati Bernharðs að vera of fjöl- mennir. Æskilegur fjöldi nemenda í skólanum væri 700-800, eins og upp- haflega hefði verið áætlað í VMÁ, en aðstæður í þjóðfélaginu krefðust þess að skólinn tæki við fleiri nem- endum en hann væri sniðinn fyrir. Á þessu ári fékk VMA á fjárlögum ríkisins 15 milljónir króna en þær kvað Bernharð ekki duga til annars en að kaupa búnað í eina álmu skól- ans og halda áfram vinnu við mið- rými hans. Enn væru óbyggðir 5 áfangar við skólahúsin á Eyrarlands- . holti og þv( yrði kennslan sem fyrr jafnframt í öðrum húsum. í ræðu Bernharðs kom fram að allt nám í framhaldsskóla, bóklegt sem verklegt, þjónaði þeim tilgangi að gera nemendur að betri einstakl- ingum. Enda þótt mikilvægt væri að tileinka sér (jölþætta erlenda þekk- ingu mætti það aldrei koma niður á þekkingu á íslenskri tungu. Sérhveij- um íslendingi ætti að vera vorkunn- arlaust að tala og skrifa rétta íslensku og hafa hana á valdi slnu. Hvorki mættu íslendingar glata tungu sinni né sjálfstæði ef þeir ætluðu að vera þjóð en ekki dropi í ónefnanlegum manngrúa. Lokaávarp skólameistara til nem- enda var þetta: „Hornsteinar tilveru okkar eru fagurt og fijálst land, móðurmál, sem getur í senn túlkað harm og gleði, ljær hugsunum okkar búning, og einstaklingar, sem lifa í samhljómi við samtíma sinn. Berum virðingu fyrir landinu og frelsi þess, fyrir öðru.“ 1 fyrir tu i^unni. og hv| v * 1 • f 'V v 4 - 'jí M 11*1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.