Morgunblaðið - 21.09.1991, Side 18

Morgunblaðið - 21.09.1991, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 Frá fundi nemenda Menntaskólans við Hamrahlið með menntamálaráðherra. Nefnd fari yfir inntökuskilyrði HÍ: Morgunblaðið/KGA Því ekki að láta reyna á nýja kerfið og fylgjast með - spurði nemandi í MH á fundi með menntamálaráðherra HVERS vegna fáum við ekki að reyna nýtt fyrirkomulag í fjögur ár? Nemendur og kennarar í Menntaskólanum við Hamrahlíð spurðu Ólaf G. Einarsson menntamálaráðherra þessa á fundi í skólanum á fimmtu- dagskvöid. Ólafur dró í haust til baka ákvörðun um að leyfa skólanum að gera tilraun með aukið valfrelsi nemenda, eftir að kennslumála- nefnd Háskólans lýsti áhyggjum yfir breytingunum. Ráðherrann hyggst skipa nefnd til að fara yfir hvaða kröfur séu gerðar til stúdenta sem hefja nám í Háskólanum. Einn þeirra nemenda sem töluðu á fundinum í MH spurði hvort ekki væri réttast láta reyna á nýja kerfið og nær fyrir nefndina að fylgjast grannt með framvindu þess. Undirbúningur breytinga á náms- fyrirkomulagi í MH fór fram í sam- vinnu við ráðuneytismenn. Breyting- amar snúast um að auka frelsi nem- enda til að velja námsgreinar og til að mæta því átti að ráða fleiri náms- ráðgjafa að skólanum. Ólafur G. Einarsson segir Svavar Gestsson hafa samþykkt þessi áform í mars án þess að gefa embættismönnum ráðun'eytisins færi á að athuga mál- ið. Síðan hafi það ekki komið á borð ráðherra fyrr en í ágúst, en þá hafi háskólayfírvöld látið í ljós áhyggjur. Benedikt Hjartarson forseti Nem- endafélags MH segir málið snúast um hvort nemendum á framhalds- skólastigi sé treyst til að undirbúa sig fyrir það nám sem þeir hyggja á. Menn virðist halda að einingar sem nemendur taki í fijálsu vali megi allt eins færa þeim að gjöf. En í nýja kerfinu sé heldur skerpt á kröfum og aukið við gildi stúdentsprófs. Þórður Kristinsson talaði fyrir hönd kennslumálanefndar Háskól- ans. Hann segir nefndina telja að breytingamar í MH hafi bein áhrif á inntökuskilyrði í HÍ. Nemendur geti útskrifast með ónógan undir- búning og við hafi blasað ný skil- greining stúdentsprófs. Spuming sé hvort ekki þurfi að endurmeta það í heild. Að öðmm kosti segir Þórður að Háskólinn geti bmgðist við á tvenn- an hátt og þuki hvorugt fýsilegt. Annars vegar með því að skilgreina lágmarkskröfur til setu í einstökum deildum, eins og nú er um lyfja- fræði. Hins vegar að halda einhvers- konar inntökupróf. Menntamálaráðherra svaraði á þessa leið spumingum um hvers vegna horfið hafi verið frá því að leyfa breytingarnar: „Við teljum rétt af því tilefni sem hér gafst að sam- ráð og sáttir náist milli Háskólans og framhaldsskóla um skilgreiningu stúdentsprófsins. Það þarf að vera ljóst hveijar kröfur Háskólinn gerir. Svo getur verið að þetta fyrirkomu- lag verði reynt hér við Hamrahlíð. Það hef ég aldrei útilokað." Fleiri Spjaldvísur eftir Hallberg Hallmundsson BRÚ hefur gefið út Spjaldvísur II eftir Hallberg Hallmundsson. Þetta er fimmta bók Hallbergs á íslenzku, en hann hefur einnig þýtt á íslenzku og verið enn stórvirkari í þýðingum á ensku. Ejórða bók Hállbergs var Spjaldvísur, stutt ljóð, sem kom út 1985. Um þessa nýju bók segir m.a. á kápu: „Þegar fyrri bindi Spjaldvísna kom út, árið 1985, vom margir sem vissu ekki hvernig þeir áttu að taka því. Það var óiíkt öðmm ljóðabókum. Hér var hnyttnin, skopið, kaldhæðnin í öndvegi; skemmtileg bók sem jafn- framt vakti til umhugsunar. Skáldaði kafaði undir yfirborðið skyggndist í mennska hugi — og hafði flest að gamni sem fyrir augu bar. í bland var þó slegið á þýðari stengi. Nú er þessi sami sposki höfundur á ferð með nýjar Spjaldvísur, kannski öllu ljúfari og lýrískari en hinar fyrri, en af sömu íþrótt kveðnar." Hailberg Hallmundsson Spjaldvísur II skiptist í fímm hluta með hátt í 70 ljóðum. Bókin er 90 blaðsíður. Arétting frá Sjónvarpinu Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi frá Pétri Guðfinnssyni, framkvæmdastjóra Sjónvarps- ins: „í frétt í Morgunblaðinu í dag [20. september] um Textavarp kemur fram sá misskilningur hjá formanni Útvarpsréttamefndar að Sjónvarpið sendi út brenglaða stafí sem ekki samrýmist íslensku staf- rófí. Af þessu tilefni tekur Sjón- varpið fram, að senditæki þess senda út rétt íslenskt letur að frá- töldu „ý“. Hins vegar eru tiltölulega fá sjón- varpstæki landsmanna enn sem komið er með réttum búnaði fyrir textavarp sem ræður við að fram- kalla séríslenska stafi. Hægt á að vera að breyta viðtökubúnaði í nýrri gerðum tækja, en óvíst er um ýms- ar eldri gerðir. Þær útsendingar sem í gangi hafa verið síðan um miðjan ágúst em til þess gerðar að auðvelda selj- endum viðtækja að vinna að nauð- synlegum endurbótum í samvinnu við framleiðendur tækjanna. Sjónvarpið væntir þess að menn bregðist fljótt við og hafi samband við sölumenn tækja sinna um þessa nauðsynlegu breytingu.“ Vorfermingar í Reykjavík 1992 Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra: Upphaf fermingar- fræðslu í vikunni eftir 22. september næstkomandi fer fram innritun bama til fermingarundirbúnings hjá söfnuðum í Reykjavíkurpróf- astsdæmi eystra. Nær prófasts- dæmið yfir Árbæ, Grafarvog, Breiðholt og Kópavog. Verða þá innrituð á fermingamámskeið böm, sem fædd em a árinu 1978 og verða 14 ára árið 1992. For- eldrar og aðrir forráðamenn bama em vinsamlegast beðnir að kynna sér, í auglýsingum frá söfnuðun- um, hvenær og hvar innritunin á sér stað og er æskilegt, að börnin hafi með sér ritföng. Fermingar- fræðslan stendur yfir til marsloka, en fermingar fara síðan fram í apríl á vori komanda. Eftir að fermingamámskeiðið er hafið, verða foreldrar boðaðir á foreldra- fundi og námið kynnt fyrir þeim. Einn liðurinn í fermingamndir- búningi barnanna, og ekki hinn léttvægasti, er sá, að bömin sæki guðsþjónustur safnaðanna og kynnist guðsþjónustunni, sem er þungamiðja kristins safnaðarlífs. Er þá mikils um vert, að foreldrar fylgi bömum sínum til guðsþjón- ustu og sýni þeim þar með gott fordæmi og einnig er afar mikil- vægt, að foreldrar fylgist vel með námi barnanna heima fyrir og hafi samband við fermingarfræð- arana. Fyrirhugað er eins og tvo undanfarna vetur að bjóða upp á stutta námsdvöl (tveir dagar) í Skálholti í lok októbermánaðar og í nóvember næstkomandi. Verða þær námsferðir kynntar síðar. Bamaguðsþjónustur í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra munu yfirleitt hefjast sunnudaginn 29. september. Verða þær á sunnu- dagsmorgnum á vetri komanda en bamastarfið mun kynnt betur síðar. Kirkjan er oss kristnum móðir. Sú móðir kallar bömin sín til sam- funda við konung lífsins, frelsar- ann Jesú Krist. Hún er starfstæki hans hér á jörð. Ekkert verður æsku íslands betur gjört en leiða hana á hans fund, sem er vegur- inn, sannleikurinn og lífið. Guð styrki hugi okkar og hendur til hins góða verksins. Hann blessi starf kirkjunnar, sem framundan er og gefí því vöxtinn. Guðmundur Þorsteins- son, dómprófastur. Reykjavíkur- Barnastarf og fermingar fræðsla Vetrarstarf kirkjunnar er nú óðum að hefjast í Reykjavíkurpró- fastsdæmi vestra. Barna- og ungl- ingastarf í kirkjum prófastsdæm- isins mun yfirleitt hefjast frá og með sunnudeginum 22. septemb- er. Barna- og unglingastarf er íjölbreytt í prófastsdæminu og hvet ég foreldra að kynna sér starfsemi sóknarkirkjunnar í því sambandi. Innritun í fermingarfræðslu vetrarins hefst mánudaginn 23. september og stendur alla næstu viku. Sjá meðfylgjandi lista yfir innritun. Prófastsdæmið nær yfir allar sóknir frá Elliðaám og vestur í bæ auk Seltjamamess. Fermingarböm næsta vors eru böm, sem fædd eru árið 1978 og verða 14 ára árið sem þau ferm- ast. Auk hefðbundins fermingar- undirbúnings og þátttöku í safn- aðarstarfi hvers safnaðar verður í vetur boðið upp á fermingar- bamanámskeið í Skálholti, sem stendur í tvo daga. Námskeið sem þessi hafa verið undanfarin tvö ár og reynst vel. Aldrei verður nógu vel undirstrikað hve þátttaka fjölskyldu fermingar- bams er nauðsynleg og góð meðan á undirbúningi stendur. Kirkjuganga og þátttaka á fund- um fyrir foreldra fermingarbama og/eða forráðamenn þeirra er nauðsynlegur stuðningur við bömin svo og gott samband við fermingarfræðarann allan tímann. Fermingarárið er viðkvæmur tími í lífi unglingsins. Unglingur- inn er að byija að losa sig undan áhrifamætti foreldranna, en vill samt eiga þar ömggt skjól. Hann er að byija að takast á við erfiðu spumingar lífsins og þarfnast því leiðsagnar og hjálpar. Besta hjálp- in kemur frá foreldrunum, en kirkjan vill leggja sitt af mörkum í þessu sambandi. í fermingar- fræðslunni er leitast við að fara yfír grundvallaratriði í kristinni trúfræði og siðfræði. Einnig er lögð rík áhersla á að kenna böm- unum að umgangast hið heilaga, þ.e. að læra að ganga í Guðs hús og tilbiðja Guð. Góður Guð blessi starf kirkj- unnar á komandi missemm og gefi okkur öllum náð til að starfa vel saman. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur. Fermingarböm vorsins 1992 komi til skráningar og viðtals hjá sóknarprestum sem hér segir. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra Ásprestakall: í Áskirkju þriðju- daginn 24. september kl. 17. Bömin em beðin að hafa með sér ritföng. Sr. Ámi Bergur Sigur- bjömsson. Bústaðaprestakall: í Bústaða- kirkju miðvikudaginn 25. septem- ber kl. 17-18. Sr. Pálmi Matthías- son. Dómkirkjuprestakall: í Dóm- kirkjunni mánudaginn 23. september kl. 18. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson og sr. Hjalti Guð- mundsson. Grensásprestakall: í Grensás- kirkju miðvikudaginn 25. septem- ber kl. 15-16. Sr. Halldór S. Grön- dal og sr. Gylfi Jónsson. Hallgrímsprestakall: í Hallgr- ímskirkju þriðjudaginn 24. sept- ember kl. 17.30. Sr. Karl Sigur- bjömsson og sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Háteigsprestakall: í Háteigs- kirkju fimmtudaginn 26. sept- ember kl. 16. Sr. Amgrímur Jóns- son og sr. Tómas Sveinsson. Langholtsprestakall: Sóknar- prestur hefur samband við ferm- ingarbömin. Laugamesprestakall: í safnað- arheimili Laugameskirkju þriðju-. daginn 24. september kl. 17-18. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Nesprestakall: í Neskirkju mið- vikudaginn 25. september kl. 15.15. Sr. Frank M. Halldórsson og sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra Árbæjarprestakall: í Árbæjar- kirkju þriðjudaginn 24. september kl. 5-7 síðdegis. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Breiðholtsprestakall: í Breið- holtskirkju miðvikudaginn 25. september kl. 16. Sr. Gísli Jónas- son. Digranesprestakall: Böm er fermast á árinu 1992 komi til innritunar í safnaðarheimilinu Bjamhólastíg þriðjudaginn 24. september kl. 13-15. Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. Fellaprestakall: í Fella- og Hól- akirkju þriðjudaginn 24. sept- ember kl. 16-17. Sr. Hreinn Hjart- arson. Grafarvogsprestakall: Haft verður samband við fermingar- bömin í Foldaskóla á skólatíma. Sr. Vigfús Þór Ámason. Hjallaprestakall: í samkomusal Digranesskóla þriðjudaginn 24. september frá kl. 16-18. Bömin hafí með sér skriffæri. Sr. Krist- ján Þorvarðarson. Hólabrekkuprestakall: í Fella- og Hólakirkju fímmtudaginn 26. september kl. 12-14. Sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Kársnesprestakall: Þau böm sem ekki verður haft samband við í skólanum, komi í kirkjuna mið- vikudaginn 25. september kl. 15-17. Prestur í Kársnespresta- kalli er sr. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. Seljaprestakall: í Seljakirkju mánudaginn 23. september kl. 16 fyrir Seljaskóla. Þriðjudaginn 24. september kl. 16 fyrir Öldusels- skóla. Sr. Valgeir Ástráðsson. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.