Morgunblaðið - 21.09.1991, Síða 28

Morgunblaðið - 21.09.1991, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 ATVINNUA UGL YSINGAR Afgreiðslumann vantar okkur nú þegar. Eitthvað vanan. Upplýsingar á skrifstofunni. Verslunin Brynja, Laugavegi 29. Bakarar Bakarí á Reykjavíkursvæðinu óskar eftir að ráða bakara sem fyrst. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Vinsamlegast leggið inn umsóknir á auglýs- ingadeild Morgunblaðsins fyrir 25. septem- ber merktar: „Bakari - 14822“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Góð aukavinna Bókaforlagið Vaka-Helgafell óskar að ráða áhugasamt fólk til að annast lifandi kynning- ar- og sölustarf er tengist klúbbum þeim, sem fyrirtækið rekur. Þeir, sem hafa hug á þessu viðfangsefni, eru beðnir að hafa samband við Helgu Þóru Eiðs- dóttur í síma 688300 á mánudag og þriðjudag. HELCAFELL Síðumúla 6 Sími 688 300 Aðalfulltrúi - ritari Opinber stofnun í miðbænum óskar eftir starfskrafti í hálft starf. Viðkomandi þarf. að geta starfað sjálfstætt, m.a. annast þréfa- skriftir og samskipti í gegnum síma. Starfið er laust nú þegar. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Aðalfulltrúi - ritari - 1223“, fyrir miðvikudagskvöld, 25. sept. WLÆkmAUGL YSINGAR ATVINNUHÚSNÆÐI 1. flokks verslunarhúsnæði ca 180 fm í Hátúni 6A, er laust til leigu. Fyrir eru í húsinu Fönix og fleiri traust fyrir- tæki. Góð, nýmalbikuð bílastæði og samfelld- ir útstillingargluggar. Húsnæðið henjar ýmiss konar starfsemi, og því má skipta í smærri einingar. Upplýsingar í símum 23069 og 621026. KENNSLA j Gítarkennsla Nú getur þú lært á gítar í gegnum bréfa- skóla. Bæði fyrir byrjendurog lengra komna. Námskeið í rokk og blús hefjast í hverri viku. Upplýsingar í síma 91-629234. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR C7"> FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMAIMNA Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 25. september 1991 kl. 20.00 á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Samningamál. 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. LÖGTÖK Lögtaksúrskurður Að beiðni Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað úrskurðast hér með að lögtök geti farið fram fyrir vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987 fyrir 1 .-6. greiðslutímabil 1991 með eindögum 15. hvers mánaðarfrá febrúar 1991 til júlí 1991. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum geta farið fram án frekari fyrirvara á kostnað gjald- enda en á ábyrgð Gjaldheimtunnar í Garða- kaupstað, að liðnum átta dögum frá birtingu þessa lögtaksúrskurðar ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Garðabæ, 13. september 1991. Félag íslenskra gítarleikara. Skíðadeild Haustæfingarnar eru byrjaðar. Æft er á tún- inu við Laugardalslaugina. Þjálfarareru Pétur Pétursson og Gunnar Grímsson (s. 14681). Innritun á staðnum. Tímar: 12 ára og yngri þriðjud. kl. 17.30 og laugard. kl. 10.30; 13-16 ára þriðjud. og fimmtud. kl. 17.30 og laug- ard. kl. 10.30. Nýir krakkar velkomnir. Stjórnin. KVÓTI Kvóti Til sölu 19 tonn af varanlegum þorskkvóta. Tilþoð sendist í pósthólf 60, Stykkishólmi, eða í fax númer 93-81050. Útgerðarmenn síldarskipa Er ekki upplagt að skiptast á að fara á síld, ekki í ár, en fara þess í stað með tvo kvóta næsta haust? Þeir, sem áhuga hafa á slíkum skiptum, gegn fullnægjandi tryggingum, vinsamlegast sendið nafn og símanúmer til auglýsinga- deildar Mbl. merkt: „Síld - 9540“. Frá Háskóla íslands Læknadeild Próf fyrir læknakandídata með erlend háskólapróf Skrifleg próf í heilbrigðisfræði og félags- læknisfræði verða haldin 25. október 1991 kl. 8.00-11.00 í kennslustofu á 3. hæð við Vatnsmýrarveg 16. Munnlegt próf í réttarlæknisfræði verður haldið sama dag kl. 13.00-15.00 í rann- sóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Þeir, sem óska eftir að gangast^undir þessi próf, sendi skriflega umsókn ásamt prófskír- teini til skrifstofu læknadeildar Háskóla ís- lands, Vatnsmýrarvegi 16, fyrir 8. októþer 1991. Upplýsingar um námsefni gefa forstöðu- menn viðkomandi kennslugreina. TILBOÐ - ÚTBOÐ Malbikunarvél Tilboð óskast í Cedar Rapids niðurlagninga- vél fyrir malbik, árgerð 1977, módel BSF-2. Vélinni fylgja varahlutir, ásamt notuðum hlut- um úr samskonar vél. Vélin verður til sýnis á Keflavíkurflugvelli miðvikudaginn 25. september kl. 11-15. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 27. sept- ember kl. 11 á skrifstofu Sölu varnarliðs- eigna, Grensásvegi 9. Upplýsingar veittar í síma (925-6446) mánu- dag og þriðjudag kl. 11-14. Sala varnarliðseigna. Lögtaksúrskurður Að þeiðni Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað úrskurðast hér með að lögtök geti farið fram fyrir vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987 fyrir 1.-12. greiðslutímabil 1990 með eindögum 15. hvers mánaðar frá febrúar 1990 til janúar 1991. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum geta farið fram án frekari fyrirvara á kostnað gjald- enda en á ábyrgð Gjaldheimtunnar í Garða- kaupstað, að liðnum átta dögum frá birtingu þessa lögtaksúrskurðar ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Garðabæ, 13. september 1991. Lögtaksúrskurður Að beiðni Gjaldheimtunnar í Garðabæ geta farið fram lögtök fyrir gjaldföllnum en ógreiddum gjöldum ársins 1991, álögðum í Garðabæ og Bessastaðahrepp, en þau eru: Tekjuskattur, eignaskattur, sérstakur eigna- skattur, slysatryggingagjald, útsvar, að- stöðugjald, kirkjugarðsgjald, iðnaðar- og iðn- aðarmálagjald, slysatr. v/heimilis, útflutn- ingsráðsgjald, skattur af skrifstofu- og versl- unarhúsnæði og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Þá úrskurðast, að lögtök geti farið fram fyrir gjaldhækkunum sem orðið hafa frá því er síðasti úrskurður var kveðinn upp, þar með taldar skattsektir til ríkis-, bæjar- og sveitarsjóðs. Verða lögtök látin fara fram án frekari fyrir- vara á kostnað gjaldenda en á ábyrgð Gjald- heimtunnar í Garðabæ að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Garðabæ, 13. september 1991.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.