Morgunblaðið - 21.09.1991, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991
----------------------------------------
Feðgaminning:
Jóhann Þórðarson
Þórður Guðnason
Jóhann
Fæddur 23. júní 1961
Dáinn 1. maí 1991
Þórður
Fæddur 31. júlí 1917
Dáinn 12. september 1991
Við, sem kynnst höfum heimili
þeirra Völu og Þórðar í Sunnutúni,
í gegnum árin, höfum fundið þar
mikla friðsemd og góðvild. Þar var
eins og lífið væri aðeins ljúft og
auðvelt að lifa því. Eins og mót-
lætið væri allstaðar annarstaðar.
Það var eins og þar væru stroknir
strengir einungis af glaðværð,
mannúð og rausn. Fyrst þurfti auð-
vitað að bijóta örlitla skel af varúð
þeirra við að taka við hveijum gal-
gopa sem bar að bæ þeirra, þótt
þau gerðu sér engan mannamun í
þeim efnum. En þau voru þeirrar
gerðar að þau hlógu ekki við hveij-
um sem var. En heimili þeirra var
mjög ylríkt.
Börnin þeirra þijú: Elvar, Gerður
og Jóhann, eru öll sömu gerðar.
Heilsteypt og prúð og leyna mjög
á sér um hæfileika sína. Hafa erft
’ og numið manngildis dyggðir
traustra stofna.
Þessvegna er það, að manni
rennur það ósjálfrátt mjög til rifja,
þegar þau miklu örlög stíga fram,
sem gera þennan ylríka reit að
döprum ranni.
Það gerðist. Það gerðist með
þeim hætti, að hinn ungi maður,
Jóhann Þórðarson, yngsta barn
þeirra Völu og Þórðar, gekk að
venjulegum hætti til sinnar hvílu,
en kom ekki aftur á okkar mann-
lega svið. Hann var látinn. Þá
snoppungaði dauðinn Stokkseyri,
einu sinni til, eins og stórbrimið
gerir í sínum viltasta ham. En þá
þegar fer napur næðingur um sálir
þess fólks sem á þessum vorbjarta
maímorgni fréttir af því, að mikill
og sannur mannkosta drengur varð
eldi að bráð.
Við, sem í fjarlægð erum, stönd-
um hnípin með kalt vatn á bakinu
í sólskinsdegi af ímynduðum sárs-
auka, ef miðað er við það sem að
foreldrum og systkinum þessa
gæða drengs var rétt, með þessum
hætti.
Nú vildi svo til, að Þórður, faðir
Jóhanns, var lagstur á sinn bana-' -
beð á Landakotsspítalanum í
Reykjavík, þegar lát sonar hans
bar að. Fyrir góðvild og mannúð
ráðandi fólks á Landakoti fékk
hann að hafa Valgerði konu sína
hjá sér, en ekki mun vera venjulegt
eða algengt að ósjúkir dvelji þar
með vensluðum. En þetta var ósk
hans, sem kærleiksríkt fólk gat
uppfyllt vitandi það, að það varð
honum meira til afþreyingar og
dýpri aðhlynningar en nokkurt
sjúkrahús getur veitt eða látið í té.
Hann var helsjúkur og þar af leið-
andi orðinn smár í sniðum, miðað
við fyrri tíð.
Ég frétti af því, að hans hinsta
■ bón var að miklu, dýrmætu og
óborganlegu þakklæti væri komið
til þess fólks, sem af sérstakri
nær-fæmi og ómælanlegum kær-
leika fór höndum um hann og jók
honum sálarstyrk í mikilli raun.
Hann hafði orð á því, að 74 ára
gamall hefði hann ekki gert sér
grein fyrir því, að marínkærleikur-
inn væri svo mikill í okkar þjóðfé-
lagi, sem hann þreifaði á eða birt-
ist honum á Landakoti, fyrst og
síðast fyrir það að hann fékk að
hafa Völu hjá sér. Af því má sjá
v hve einlægur hjúskapur þeirra var,
Völu og Þórðar.
Ég tel þessari bón Þórðar komið
til skila eftir föngum. Hann stóð
þá í kröppum dansi við dauða sinn.
Sá ömurlegi dans stóð rúmlega
þijá mánuði þar frá. Dauðanum
liggur ekki alltaf á, þótt hann sé
sífellt að störfum.
En þannig bar það til, að foreldr-
ar Jóhanns voru bæði á Landakots-
spítalnum, þegar eldsvoðinn varð í
Götuhúsum á Stokksheyri, þar sem
Jóhann lést. Einhver varð að færa
þeim þá fregn. Það kom í hlut elsta
barns þeirra, Elvars og Helgu konu
hans. Ég frábið mig því að gera
grein fyrir hve sársaukafull og
þung spor það hafa verið, sem þessi
yfirvegaði og umhyggjusami sonur
varð að stíga til foreldra sinna, að
því sinni, án þess að æðrast, nema
þá við guð sinn.
' „Enginn þekkir gleðina til hlítar,
nema hann hafi kynnst sorginni,"
hefir einhver málglaður sagt á sín-
um tíma. Ég get ekki aðhyllst þetta
spakmæli. En að öðlast skilning á
dauðanum er óefað þroski til gleð-
innar. Með þeim hætti er tiltölulega
greið útgönguleið frá harminum.
Minnumst þess líka, að þeir sem
mikið hafa átt, hljóta að missa
mikið, vegna forgengileikans í
mannlegum heimi.
Valgerður Sigurðardóttir, móðir
Jóhanns, hafði skilning á því, að
lífið gaf henni hugljúfan, glaðvær-
an dreng, sem hún hafði ekki meiri
einkarétt á en aðrar mæður eða
foreldrar á sínum börnum, sem
dauðinn hefir flutt frá þeim um
set, með álíka hætti, þótt þau væru
þeim stoð og gleðigjafi. Hún sætt-
ist við sorgina og dauðann af mann-
legri visku og tárin þornuðu, þrátt
fyrir það að hún horfði uppá hann
beija á manni sínum í húsi sínu
og fór sér ekkert óðslega að því
sinni.
Það hlýtur að hafa hvarflað að
henni að biðja hann að gera sér
þann greiða að ljúka þessu af, sem
hann var endanlega byijaður á. Það
gerði hann. Hún er sátt við hann,
að þetta er yfirstaðið, sem ekki
varð umflúið. Af mínum sjónarhóli
er dauðinn ekki dýpsta bölið.
Stundum er hann greiðasamur og
leysir fólk frá mikilli kröm.
Hér eru feðgar á ferð, sem flutt-
ir hafa verið til í jarðvegi, eins og
alltaf gerist, með hvert eitt líf. Ég
ætla mér ekki að setjast í eitthvert
dómarasæti um heimmkomu
þeirra, en ég tel að hún verði þeim
hagstæð, vegna þess að frá þeim
hríslaðist góðvildin og trúfestan við
það sem við köllum fagurt í mann-
lífinu. Þeir voru hvor öðrum líkir í
raun, eins og vænta má. Báðir
hraustleikamenn til góðra verka.
Orðfáir með vaskleikann i athöfn-
um sínum. Seinteknir og traustir í
hógværð sinni. Þeim láðist jafnan
að tróna sér á ræðupalla þjóðfé-
lagsins til þess að sanna ágæti sitt
í hvívetna, sem virðist vera orðinn
kækur hjá einstaklingum þjóðar-
innar. En þessum drengjum var það
í blóð borið að vinna störf sín af
samviskusemi og þeirri hollustu,
að ekki yrði að fundið. Þessvegna
voru þeir vel metnir af verðleikum
sínum. Ef til vill höfðu þeir þess-
vegna hreinni, tærari, tón í samfé-
lagi sinu en þeir, sem með gaspri
og fyrirheitum gefa hæpnar vonir
um meiri velferð, sem þeir vita
ekki hvar á að taka.
Nú er komið að þeim, sem þess-
um feðgum unna, að biðja almætt-
ið að að greiða vegferð þeirra á
nýjum leiðum. Þeir verðskulda það.
Með kærri kveðju frá
Valgerði Magnúsdóttur og
Skarphéðrii Óssurarsyni.
Hann Þórður er dáinn, eftir
nokkurra mánaða baráttu við þenn-
an erfiða sjúkdóm. Ég kynntist
Þórði fyrir 19 árum er ég kom fyrst
inn á hans heimili og Valgerðar
konu hans. Það var tekið vel á
móti væntanlegum tengdasyni,
enda rann feimnin af mér er ég sá
Þórð, því þá kom í Ijós, að hann
hafði komið á minn vinnustað til
að kaupa varahluti. Þórður lifði
fyrir sína nánustu, traustur, raun-
góður og ein af þessum hversdags-
hetjum okkar lands. Hann ók vöru-
bíl hjá frystihúsinu á Stokkseyri á
þessum tíma og oft kom það fyrir
að svefninn var stuttur þegar mik-
ið var að gera. Hann fylgdist mikið
með aflabrögðum báta á staðnum
enda hafði hann mikinn áhuga á
sjómennsku. Það var nóg að spyija
Þórð um veðurspána, hann fylgdist
alltaf með henni.
Hann var trúmaður mikill, sótti
messur þegar þær voru. Hann var
bamgóður, enda var hann glaður
að fá að hafa barnabörnin og lang-
afabarnið hjá sér. Þórður var hæg-
látur maður og lét ekki fara mikið
fyrir sér. Hann átti það til að vera
svolítið stríðinn, en það gerði ekk-
ert til.
Það er hægt að telja endalaust
upp það góða í fari hvers manns,
en í fari Þórðar man ég ekki eftir
neinu slæmu. Hann var kvæntur
Valgerði Sigurðardóttur og lifir
hún mann sinn. Þau áttu þijú börn,
Elfar, Gerði og Jóhann, en Jóhann
misstu þau síðastjiðið vor, og var
það mikill missir. Ég vil senda þeim
mínar innilegustu samúðarkveðjur,
og bið Guð að gefa þeim styrk í
sorg sinni.
Far þú I friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Bjarni Hallfreðsson
Þetta var í júní. Og árið var
1961. Valgerður frænka á Stokks-
eyri var að koma af fæðingardeild-
inni heim til okkar í Bólstaðarhlíð-
ina sem fyrsta áfanga að heimferð-
inni með pínulitla nýja strákinn
sinn sem storkurinn hafði þá kom-
ið með rétt fáum dögum fyrr. Eða
svo var okkur kynnt gangverk
sköpunarverksins í þá daga sem
Morgunblaðið hafði fastan greina-
þátt um hvað storkurinn sagði.
Ferð þeirra hjóna Þórðar og
Völu var annars heitið til Sunnut-
úns á Stokkseyri þar sem þau hjón
bjuggu og snáðanum ætlað að slíta
bamsskóm sínum í heilnæma sjáv-
arloftinu. Dagurinn var óvenjusól-
ríkur og því enn bjartari og fallegri
í minningunni fyrir sex ára gamlan
frænda sem skildi annars lítið í
hvemig allir þessir undarlegu hlut-
ir sköpunarverksins gengu raun-
verulega fyrir sig. En það var nú
önnur saga.
Mér er það eitt eftirminnilegast
úr æsku minni þegar þau mæðgin
komu þennan dag af fæðingar-
deildinni og ég og Fríða, tveggja
ára systir mín þá, fengum með
eftirgangsmunum að horfa alla leið
ofaní burðarrúmið gegn því loforði
að halda helst í okkur andanum svo
við vektum nú ekki prinsinn litla
sem svaf svo vært að varla sást.
Árin liðu og hver hélt sína leið
út í heiminn og lífið. Jóhann sem
alltaf kom mér fyrir sjónir sem
óvenju feiminn maður lét það nú
samt ekki aftra sér frá því að rífa
eitt stykki ungmennafélag upp úr
hundrað ára þyrnirósarsvefni sín-
um á Stokkseyrinni í að verða eitt
—
af virkari ungmennafélögum lands-
ins. í það minnsta kosti hér á suður-
horninu. Svo mikið var víst.
Þrátt fyrir hógværðina og lítil-
lætið þá gekk líf Sunnutúnsfólksins
á Stokkseyrinni sinn vanagang.
Það er meira en hægt er að segja
um allar deildir ættarinnar. Að
minnsta kosti sumar hvað varðar
lítillætið gæti einhver sagt hér.
En samt var eitt sem skar sig
öll árin úr hjá Völu og Þórði og
þeirri deild ijölskyldunnar. Það var
hláturinn. Innilegur og einlægur
hlátur og jafnvel hrossahlátur fjöl-
skyldunnar allrar þegar við átti.
Og einkum og sérílagi þeirra feðga
Þórðar, Elvars og Jóhanns. Val-
gerður lét nú sitt ekki eftir liggja
þótt minna hristist glerið í húsinu
af tónlægri hláturstyrk hennar og
eðlislægri hógværð. En er ekki
búið meira að segja að sanna vís-
indalega að það sé hollt að hlæja?
Og hlæja helst daga og nætur þeg-
ar tilefni gefast til? Það virtist helst
sem fjölskyldan í Sunnutúninu
hefði tileinkað sér það holla heil-
ræði í bókstaflegum skilningi.
En svo mikið er víst að aldrei
hef ég hitt þá feðga eða fjölskyld-
una alla yfirhöfuð að ekki sé bros-
að að flestu ef ekki öllu mannlegu
og ómannlegu og broslegu hliðarn-
ar séðar á öllu sem hægt var. Seg-
ir það sína sögu af fjölskyldunni
að það er til dæmis mér langminni-
stæðast af þeim Þórði og Völu og
börnum þeirra þremur, Elvari,
Gerði og Jóhanni, hversu gott skap
maður komst yfirleitt alltaf í við
aðeins návist þeirra. Á hveiju sem
annars gekk. Þetta er ekki lítils
virði í heimi hér þar sem ferð okk-
ar í þessari tilveru virðist oft vera
samfelld þrautarganga í táradal
heimsins.
En svo kom reiðarslagið. Aðfara-
Fæddur 20. ágúst 1907
Dáinn 15. september 1991
Góður vinur, Anton Guðjónsson,
lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi þann
15. þessa mánaðar.
Það var árið 1965 að pabbi kynnt-
ist Tona. Auðvitað var það í gegnum
sameiginlegt áhugamál þeirra,
stangveiði. Toni vann á Álafossi í
Mosfellsbæ á þeim tíma og voru
þeir kynntir hvor fyrir öðrum við
Leirvogsá. Hann varð strax mjög
góður fjölskylduvinur og við sys-
turnar munum eftir honum þegar
hann var að hjálpa við að byggja
húsið heima. Ekki leið á löngu uns
hann varð eins og einn af fjölskyld-
unni. Eftir hádegi á hveijum laug-
ardegi rann hann í hlað og svo var
setið í eldhúskróknum, kaffi drukkið
og spjallað um heima og geima.
Ósjaldan var umræðuefnið bílar;
góðir bílar og vondir bílar, nýir bílar
og gamlir bílar. Oft var farið útí
bílskúr og Toni dyttaði að bílnum
sínum, þvoði og bónaði. Laugar-
dagsheimsóknir Tona urðu fastur
nótt frídags verkalýðsins í vor,
þann 1. maí síðastliðinn, varð eldur
laus í húsnæði Jóhanns þar sem
hann var lagstur til náða og varð
það því hans hinsta hvíla því hann
vaknaði aldrei til þessa heims aft-
ur. Erfið var sú staða fyrir foreldr-
ana að sjá á bak yngsta barni sínu
þótt þrítugt væri þar sem illvígur
og skæður skjúkdómur hafði þá
þegar heijað á Þórð. Fóru leikar
svo eftir allt og þrátt fýrir allt og
allgóðar batahorfur framanaf að
Þórður varð nauðugur að yfirgefa
hinn jarðneska líkama sinn og
halda á fund forfeðra sinna. En sem
kunnugt er þá lést Þórður Guðna-
son þann 12. september síðastliðinn
á Sjúkrahúsi Selfoss eftir erfið og
hörð veikindi.
Það urðu því ekki nema rúmir
fjórir mánuðir á milli þeirra feðga
Jóhanns og Þórðar úr heimi þess-
um. Það eru spor sem helst engin
fjölskylda vildi þurfa að standa í,
þótt það hafi nú orðið hlutskipti
fleiri syndugra og syndlausra fjöl-
skyldna í heimi hér, því miður.
Ein af skemmtilegri minningum
síðasta árs í huga mínum var sjö-
tíu ára afmæli Valgerðar í nóvem-
ber á síðasta ári. Æxluðust hlutir
þannig að ég varð einn af fáum
afmælisgestum dagsins þar.
Tvennt er mér minnisstæðara þar
en annað. Annars vegar slímuseta
mín þar yfir hinum girnilegu köku-
borðum, ég hef ekki enn losnað við
verksummerkin af mér, og hins
vegar hve vel ég og þeir feðgar
allir skemmtum okkur konunglega
yfir hinu broslega í pólitíkinni og
tilverunni almennt. Það var eitt-
hvað bragð að svona húsbændum!
Að slá á létta strengi og brosa og
hlæja svo undir tók í nágrenninu
af hjartans lyst var list þeirra feðga
allra saman. Og var bara enginn
þeirra hið minnsta undanskilinn
öðrum þar.
Því nefni ég þetta svo sterkt hér
að ég er kominn á þá skoðun í líf-
inu að það eru ekki lítil forréttindi
í tilverunni að geta skemmt sér við
lítil tilefni og hlegið helst dátt með.
En eitt er ég alveg viss um. Að
hrossahlátur þeirra feðga og létt-
leiki glymur reglulega um himna-
ríkið við öll möguleg og ómöguleg
tækifæri þar nú sem hér forðum,
svo syndlausum og húmorslausum
gestum þar gæti jafnvel þótt nóg
um í ró sinni þar. Og vona ég bara
hjartanlega að fleiri gestir hér á
hótelinu Jörð sem á himnahótelinu
geti tileinkað sér léttleikann og
hjálpsemina sem var svo ríkt í fari
þeirra feðga Þórðar Guðnasonar
og Jóhanns Þórðarsonar. Þá er
hætt við að margt væri öðru vísi
hér í heimi en er í dag. Um það er
ég alveg handviss.
Magnús H. Skarphéðinsson
liður í fjölskyldulífinu og alltaf var
beðið eftir komu hans með eftir-
væntingu.
Þær urðu ófáar veiðiferðirnar sem
þeir pabbi og Toni fóru í saman.
Oft var það Húnavatnssýslan sem
var fyrirheitna landið eða þá Brú-
ará, Þingvallavatn, Sogið, Leirvogs-
vatn eða Leirvogsá en þar var Toni
veiðivörður sumarið 1970. Nú og
ef ekki var verið að veiða var verið
að rökræða um veiðiskap, fram og
aftur.
Þó svo að Toni hætti að vinna í
Reykjavík og flyttist á dvalarheimili
í Hveragerði hætti hann ekki að
koma til okkar í heimsókn um helg-
ar. Að vísu kom hann sjaldnar en
við fórum þá austur til hans og fór-
um með honum í Eden og keyptum
kaffi, fórum í bíltúr um nágrennið
eða fórum í Tívolí með börnum okk-
ar. Þegar hann svo hætti að treysta
sér til að keyra suður sótti eitthvert
okkar hann svo við gætum eytt með
honum dagstund í Mosfellsdalnum.
Þrátt fyrir að Toni væri orðinn
langt leiddur undir það síðasta var
Anton Guðjóns-
son - Minning