Morgunblaðið - 21.09.1991, Síða 31

Morgunblaðið - 21.09.1991, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTBMBER 1991 31 Páll Pálsson Efri- Vík - Minning Fæddur 4. júlí 1901 Dáinn 5. september 1991 Páll Pálsson, fyn’verandi bóndi á Efri-Vík í Landbroti, andaðist 5. þ.m. níræður að aldri. Hann fædd- ist 4. júlí 1901 í Þykkvabæ í sömu sveit og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Margréti Elíasdóttur frá Syðri-Steinsmýri og Páli Sigurðs- syni frá Eystri-Dalbæ. Bjuggu þau allan sinn búskap í Þykkvabæ miklu myndarbúi, enda voru þau bæði hagsýn og dugmikil. Var þar unnið að miklum framkvæmdum í bú- rekstri með ræktun, áveitum og húsbyggingum, sem lagði grundvöll að bættum hag. Vinnubrögð öll ein- kenndust af reglusemi og kappi og varð þetta uppeldi Páli gifturdijúgt veganesti auk námsins í barnaskóla hjá Eliasi Bjarnasyni, síðar yfir- kennara í Reykjavík. Kom það að góðum notum þegar Páll hóf búskap í Efri-Vík árið 1925. Með dugnaði og hagsýni var unnið að ræktun og uppbyggingu jarðarinnar og umgengni öll bar snyrtimennsku vitni. Mikið átak var þegar Páll ásamt fjórum nágrönn- um sínum fékk Sigfús H. Vigfússon á Geirlandi, sem nú er nýlátinn, til að sjá um byggingu rafstöðvar til nota fyrir heimili og búrekstur. Við búskapinn naut Páll stuðnings konu sinnar, Magneu G. Magnúsdóttur, en þau giftust vorið sem þau byij- uðu búskap í Efri-Vík. Fylgdist hún vel með öllu og tók þátt í störfum, þar sem á þurfti að halda, og var þá rösklega tekið til hendi. En þó að vel væri um búskapinn sinnt, þá naut verka Páls víðar. Aðstæður höfðu kennt Skaftfelling- um það að þeir yrðu að sigrast á erfiðum samgöngum og fleiri vand- amálum með samstarfi og sam- vinnu. í því tók Páll virkan þátt. Hann var m.a. á bátunum, sem önnuðust uppskipun á vörum úr Skaftfellingi við Skaftárós um nærri tveggja áratuga skeið. Þar, eins og annars staðar, sögðu sam- ferðamennirnir að fárra handtök hefðu verið drýgri. Þessi reynsla hefur vafalaust átt þátt í að auka áhuga Páls á gengi samvinnufélaganna, sem hann studdi af heilum hug og lét sér annt um til hinstu stundar. Það var líka í samræmi við hið jákvæða líf- sviðhorf hans að vilja leggja hveiju góðú máli lið, enda var hann góður liðsmaður í flestum félögum, sem starfandi voru í sveitarfélaginu. Áratuga starf hans í hreppsnefnd Kirkjubæjarhrepps, stjórn Búnaðar- félags Kirkjubæjarhrepps og margra annarra, þar sem honum voru sérstaklega falin gjaldkera- störf, segja líka sína sögu. í kirkjukór Prestsbakkakirkju söng Páll yfir 40 ár, frá stofnun hans og fram á síðasta ár, og voru það ekki margar æfingar, eða at- hafnir, þar sem hann vantaði, þá vegna óviðráðanlegra forfalla. Á þann og ýmsan annan hátt sýndi hann hug sinn til kirkjunnar. En þó að Páll kæmi þannig víða við í sveitarfélaginu eru það þó ekki hin ágætu störf þessa frænda míns, sem verða mér minnisstæð- ust, heldur maðurinn sjálfur. Hin einstæða góðvild hans og jafnaðar- geð hlaut að hafa þau áhrif að mönnum leið vel í návist hans. í bernskuminningu minni er Páll og fjölskylda hans hluti af tilverunni, þar sem heimsókn þeirra var beðið með tilhlökkun. Þau Páll og Magnea fengu til sín nýfæddan Magnús Bjarnfreðsson. Átti Magnús heima í Efri-Vík þar til hann vegna náms og starfa flutt- ist á höfuðborgarsvæðið. Þrátt fyrir þá íjarlægð hefur sambandið ekki rofnað og ánægja þeirra hjóna var mikil að fá með gagnkvæmum heimsóknum og á annan hátt að fylgjast með vexti barna Magnúsar. Og þegar erfiðleikar steðjuðu að fyrr á þessu sumri dvaldi Guðrún Árnadóttir, kona Magnúsar, hjá þeim hjónum, þegar þörfin var brýnust. Um leið og þakklæti fyllir hug- ann við þessi leiðarlok vil ég og fjöl- skylda mín biðja Guð að styðja Magneu og Magnús og fjölskyldu hans. Og mikils virði er sannfæring- in um að sú hlýja og gleði, sem jafnan fylgdi honum, muni gera það áfram þrátt fyrir þessi þáttaskil, og minningin um hann í huga okk- ai' því hafa sömu áhrif og návist hans. Jón Helgason Ég var stödd í sól og hita á sólar- strönd, þegar maðurinn minn hringdi til mín og tilkynnti mér að Páll föðurbróðir minn væri látinn. Þessi fregn kom ekki sem þruma úr heiðskíru lofti þar sem Páll hafði þrásinnis veikst hastarlega núna í sumar og máttum við frændfólk hans og vinir búast við að brátt væri komið að leiðarlokum í lífi Páls. Páll var fæddur 4. júlí 1901 í Þykkvabæ í Landbroti í Vestur- Skaftafellssýslu, sonur hjónanna Páls Sigurðssonar og Margrétar Elíasdóttur, sem þar bjuggu. Páll var fjórða af sjö börnum þeirra hjóna. Enn eru á lífi; Gyðríður, elsta barn þeirra hjóna, móðir Jóns Helg- asonar alþingismanns, og Gissur, næst yngstur, sem lengi var ljósa- meistari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Páll dvaldi í foreldrahúsum til 1925 en þá keypti hann Efri-Vík í Landbroti af Eiríki Þorgeirssyni og gerðist bóndi þar. Iiann kvæntist 9. njaí 1925, Magneu Guðrúnu Magnúsdóttur, dóttur hjónanna Magnúsar Hansvíumsonar og Guð- ríðar Sigurðardóttur. Fluttu þau hjón fyrst í gamla bæinn til Eiríks og voru þar á meðan Páll byggði nýjan bæ gengt gamla bænum. Ekki tók það nema tvo mánuði að reisa húsið, tvílyft steinhús, en yfir- smiður var Sveinn Jónsson, bróðir Helga í Seglbúðum, mágs Páls. Eiríkur var síðan í húsmennsku hjá Páli og önnuðust þau hjón hann af alúð þar til hann lést árið 1943. Guðríður móðir Möggu var einnig hjá þeim hjónum alla tíð þar til hún lést árið 1963. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þann 9. febrúar 1934 fæddist á Efri-Steinsmýri í Meðal- landi drengur í mikilli fátækt. Þenn- an dreng sóttu hjónin í Seglbúðum, Gyðríður og Helgi, og fluttu hann í reyfum til Möggu og Páls í Efri- Vík þar sem hann ólst upp til full- orðinsára. Helgi hafði drenginn inn- an klæða á ferðalaginu til að hlífa honum fyrir nepju vetrarins. Þarna var kominn Magnús Bjarnfreðsson hinn landskunni blaða- og fjölmiðla- maður. Hann hefur alla tíð í þeirra huga og eins okkar frændfólksins verið sonur þeirra. Magnús _ á 4 börn og er kona hans Guðrún Árna- dóttir. Páll og Magga voru alla tíð ákaf- lega vinnusöm og unnu stöðugt að umbótum og uppbyggingu jarðar- innar, þar til þau brugðu búi er hjónin Hörður Davíðsson og Salóme Ragnarsdóttir keyptu jörðina 1968. Páll lærði bókband þegar h.ann var í 14 eða 15 ára unglingur af frænda sínum, Elíasi Einarssyni frá Fossi í Mýrdal, sem var á þeim árum vinnumaður hjá foreldrum hans í Þykkvabæ. Svo vel lærði hann þessa iðn að Elísa gaf honum verkfæri sín, sem þá voru gömul, og batt Páll inn bækur af sérstakri vandvirkni með þessum gömlu verkfærum alla tíð og kannski mest eftir að hann hætti búskap, enda féll honum illa að sitja aðgerðar- laus. Þær eru orðnar ansi margar bækurnar sem hann hefur bundið inn, m.a. fyrir bókasafnið á Klaustri, ýmsa bókasafnara o.fl. Við hjónin erum svo heppin að eiga nokkuð margar bækur sem hann hefur bundið inn, bæði nýjar bækur og gamlar, sumar illa farnar. Þær lagfærði hann og batt inn svo lista vel að ótrúlegt er. Páll var mikils metinn í sveit sinni og gegndi þar mörgum trúnaðar- störfum, var meðal annars í hrepps- nefnd í 36 ár, þar til hann baðst undan endurkjöri árið 1970. Árum saman var Páll gjaldkeri sjúkrasam- lagsins á staðnum og þurfti vegna þess starfs að ferðast mikið um vegna innheimtu, þetta var töluvert erfiðara þá en nú, því Páll átti aldr- ei bíl og fót' því allt fótgangandi eða á hestum. Páll var alla tíð al- ger bindindismaður og var virkur félagi í stúkunni Klettafrú á Kirkju- bæjarklaustri á meðan hún starf- aði. Páll var trúmaður mikill, og svo kirkjurækinn að séra Siguijón á Kirkjubæjarklaustri tjáði mér að væri messað, hefði mátt ganga að Páli vísum eins og klerki. Þótti hon- um ákafiega vænt um kirkju sína, Prestbakkakirkju og, var hann safnaðarfulltrúi til fjölda ára, einnig var Páll einn af stofnendum kirkju- kórsins og söng með kórnum alla tíð þar til á síðasta ári. Þegar ákveð- ið var að byggja kapellu séra Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjar- klaustri ákváðu þau hjónin, Páll og Magga, að gefa orgelið í kapelluna, ásamt öllum sálma- og nótnabók- um, til minningar um foreldra þeirra beggja. Orgelið var svo keypt 1970 og geymt hjá frænda þeirra Gissuri Elíassyni, orgelsmiði, þar til kapellan var vígð 1974. Þetta var stórhöfðingleg gjöf sem sýndi vel hug þeirra til kirkjunnar. Páll frændi var alla tíð sérlega skapgóður, barngóður og elskuleg- ur maður og sama má segja um Möggu konu hans. Þegar ég var lítil stelpa var ég í sveit hjá Gyðríði föðursystur minni í Seglbúðum. Þegar pabbi og mamma komu aust- ur á sumrin, fórum við að sjálf- sögðu í heimsókn að Efri-Vík og alltaf var tekið á móti okkur eins og koma okkar væri þeim einhver sérstök gjof, svo gestrisin voru þau hjónin. Flest sumur í marga áratugi höfum við hjónin ýmist ein, með börnum okkar eða síðustu árin með föður mínum dvalið í nokkra daga í Landbrotinu, og langar okkur til að þakka fyrir þær elskulegu mót- tökur sem við höfum alltaf orðið aðnjótandi hjá þeim hjónum. Fyrst í mörg ár í Efri-Vík, en síðan eftir að þau árið 1979 fluttu að Kirkju- bæjarklaustri í íbúðir aldraðra að Klausturhólum og nú síðast í ágúst- mánuði sl. eftir að þau voru nýflutt að Heiðabæ, dvalarheimili aldraðra, sem rekið er af hjónunum sem tóku við búi í Efri-Vík, af Páli og Möggu. Mig langar til að lýsa því í fáum orðum hvernig var að koma til þeirra eftir að þau hættu búskap og vil ég taka fram' að oftast kom- um við óvænt án þess að þau vissu fyrirfram um ferðir okkar. Páll sat oftast við að binda inn þegar við komum, en Magga sat eða lá fyrir í sófanum sínum, því hún hefur í mörg ár verið slæm í hnjánum og því átt erfitt með að hreyfa sig um, hún var oftast með bók eða blað í hönd, því hún les mikið. Páll lagði ávallt strax frá sér verkefnin þegar gesti bar að garði og settist með okkur, það var mannbætandi að koma til þeirra og breytti það engu um hvort við komum bara fjölskyld- an eða með vinum okkar, þeim ókunnugum, allir voru alltaf jafn velkomnir. Fyrir nokkrum árum komu sænsk vinahjón okkar með okkur til þeirra að Klaustri, við höfðum verið að ferðast með þau og sýna þeim það sem þykir sér- staklega áhugavert á Suðvestur- og Suðurlandi. Þegar þessi hjón voru spurð hvað þeim hefði fundist minnisstæðast við íslandsferðina sögðu þau að það hefði verið að koma til gömlu bjónanna á Klaustri. Segir þetta ekki töluvert? Eg veit að Páll frændi minn hefði viljað að ég notaði þetta tækifæri til að þakka vinum okkar, hjónunum Sallý og Herði í Efri-Vík, fyrir hve einstaklega vel þau hafa reynst þeim hjónum, eftir að heilsan fór að gefa sig og þau þurftu á hjálp að halda. Þegar ungu hjónin, Hörð- ur og Sallý, komu að Efri-Vík til Páls og Möggu, endurtók sig sagan frá 1925. Þau fluttu fyrst inn í bæinn til eldri hjónanna á meðan þau byggðu sinn nýja bæ. Páll og Magga tóku ungu hjónunum og börnum þeirra opnum örmum. Börn þeirra Saliýjar og Harðar eru ijögur og kölluðu þau öll Pál og Möggu, afa og ömmu í Gamlabæ, enda þótti þeim líka eins vænt um þau og væru þau barnabörn þeirra. Þetta kunnu Sallý og Hörður vel að meta og hafa þau nú í mörg ár annast og litið til með Páli og Möggu eins pg um foreldra þeirra væri að ræða. í sumar, þegar Páll var orðinn mik- ið veikur og Magga var svo óhepp- in að detta og lærbijóta sig, fengu þau leyfi byggingarnefndar til að flytja sumarhús að Heiðabæ (dval- arheimili aldraðra). Þetta sumarhús ætluðu þau að hafa fyrir bændagist- ingu heima í Efri-Vík en tengdu hann nú við húsið sem fyrir var til að geta annast gömlu hjónin, eftir að þau voru ekki lengur fær um að búa' ein í íbúðinni í Klausturhól- um. Fyrir þetta og alla þeirra umönnun til margra ára viljum við skyldfólk Páls og Möggu þakka. Elsku Magga mín, þó að við Sig- urður og pabbi þökkum Guði fyrir að Páll þurfti ekki að þjást lengi, finnum við samt mjög til með þér sem sannarlega átt nú um sárt að binda þegar þú nú verður að sjá á bak elskulegum eiginmanni eftir 66 ára einstaklega ástríkt og gott hjónaband. Guð blessi þig um ókomna tíð. Eilíft líf,- ver oss huggun, vörn og hlíf, lif í oss, svo ávallt eygjum æðra lífið, þó að deyjuni. Hvað er allt, þá endar kíf? Eilíft líf. (Matth. Jochumsson) Sigrún Gissurardóttir T Thitasicb Heílsuvörur nútímafólks Til frambúðar SiBA stál þakrennur með lituðu plastisol ISVOR BYGGINGAREFNI | Sími 641255 HEIL EÐA HALF alltaf grunnt á glettninni hjá honum. Nú síðla sumars þegar ég heimsótti hann á sjúkrahúsið á Selfossi og sagði honum frá hálf misheppnaðri veiðiferð í Brúará, togaði hann létt í skrautlegan eyrnalokkinn minn og sagði að ég hefði betur átt að veiða á hann þennan. Við erum þakklát fyrir að hafe kynnst Tona og eigum öll eftir ac sakna hans en erum þess jafnfram! fullviss að nú líður honum vel. Katrín, Katla og Hjalti HAPPAÞRENNA HÁSKÓLANS vmninginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.