Morgunblaðið - 21.09.1991, Page 35
Motócx'BLAÐii) LAUGARDAdck '21. éki,irK.iíBr:R ibk
félk í
fréttum
HUNDAR
Fagnaðarfundir er drottning
sótti hunda sína
Margret Danadrottning er með-
al annarra hluta mikill dýra-
vinur og það endurspeglast ekki
hvað síst í þeirri staðreynd að hún
er stoltur eigandi þriggja smá-
hunda sem henni þykir afar vænt
um. Svo vænt, að hún skilur þá
helst ekki við sig og ef slíkt reyn-
ist nauðsynlegt verða ævinlega
miklir fagnaðarfundir er fundum
þeirra ber saman á nýjan leik.
Þegar Margrét fór í opinbera
heimsókn til Frakklands á dögun-
um æxluðust mál þannig, að þau
gátu ekki orðið samferða, Margrét
og hundrarnir þrír, Zenobia, Achil-
les og Asterix. Þeir komu seinna
og útheimtu að sjálfsögðu hver
sitt einkasæti í „Euro-class“. Það
er ekki lengi gert að fljúga milli
Köben og Parísar, en engu að síð-
ur rómuðu aðrir farþegar það
hversu vel upp aldir þeir
félagarnir væru. Það
heyrðist aldrei svo mikið
sem eitt gelt. Það voru
engir nagaðir inniskór við
leiðarlok. Hundarnir lögðu
sig og rétt rumskuðu til
þess að fá sér í svanginn,
en þeir fengu sína matar-
bakka eins og aðrir farþeg-
ar. Að vlsu ekki sömu fæð-
usamsetninguna. Við kom-
una til De Gaulle flugvall-
arins urðu síðan fagnaðar-
fundir eins og myndirnar
bera með sér.
Fagnaðarfundir í
París.
Achilles og* Asterix...eftirvæntingin skín úr augum þeirra.
VERÐLAUNAVEITING
Tekið við bjart-
sýnisverð laun-
um Bröstes
Helga Gíslasyni myndhöggvara
voru afhent bjartsýnisverð-
laun Bröstes fyrir árið 1991 sl.
föstudag. Verðlaunaupphæðin er
kr. 30.000 danskar. Vigdís Finn-
bogadóttir forseti íslands afhenti
verðlaunin og var Peter Bröste for-
stjóri viðstaddur athöfnina sem fór
fram í Gallerí Asbæk, þar sem úr-
val verka Helga eru nú til sýnis til
22. september.
Filipus prins kastar flugu sinni fyrir silunga úr bátnum góða.
VESEN
Ryljulegur veiðiþjófur
reyndist vera prins
Skoskur lögregluþjónn að nafni
Ian Cameron, lenti í honum
kröppum fyrir nokkru. Hann var
á eftirlitsferð skammt frá kónga-
setrinu Balmoralhöll og sá allt í
einu rytjulegan eldri mann að
veiðum úr árabáti á einkaveiði-
tjörn bresku krúnunnar. Skammt
frá sá hann rauða Ford-bifreið
sem hann kannaðist ekki við.
Hann néri saman höndum, hér
var á ferðinni veiðiþjófur og hann
kæmist ekki undan þessi.
„Jæja kariinn, átt þú þennan
rauða Ford þarna?“ æpti lög-
regluþjónninn, en sá rytjulegi
svaraði, „Nei, ég er á græna
Landrovernum þarna við tréin.“
Það kom aðeins á Cameron og
hann svaraði um hæl, svona til
þess að vinna tíma, „Ertu viss?“,
en þá gafst „veiðiþjófurinn" upp
á löggæslumanninum, snéri við
honum baki og hélt veiðinni
áfram. Cameron skoðaði sig þá
aðeins nánar um og sá á númar-
plötum jeppans, að hann tilheyrði
krúnunni. Rytjulegi veiðiþjófur-
inn reyndist þá vera enginn ann-
ar en hinn sjötugi Filipus prins!
Það sá undir yljarnar á Cameron,
en eftirmálar urðu engir.
NAMIÐ,F|ARMALIN
LÍFIÐ!