Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 216.tbl.79.árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þing Armeníu lýsir ein- róma yfir sjálfstæði Fundur um Nagorno-Karabakh hald- inn að undirlagi Jeltsíns Zheleznovodsk, Moskvu, Jerevan. Reuter. ÞING Armeníu lýsti í gær einróma yfir sjálfstæði lýðveldisins sem tók gildi samstundis, sagði í frétt frá sovésku fréttastofunni Tass. I þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var um helgina kom í ljós að yfir 90% íbúanna voru því fylgjandi. Þar með hafa 13 af 15 lýðveld- um Sovétríkjanna lýst yfir sjálfstæði. Leiðtogar Armena og Azera hittust í fyrsta sinn í gær til að ræða um hið umdeilda hérað Nag- orno-Karabakh, á fundi sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti hafði milligöngu um. Sagði Jeltsín í gær að hægt miðaði að finna lausn á deilunni. Armenskir þingmenn greiða sjálfstæðistillögunni atkvæði sitt. Reuter. Viðræðurnar fóru fram í rússn- esku borginni Zheleznovodsk, sem er í sunnanverðu lýðveldinu. Vonast er til að þær bindi enda á blóðuga bardaga sem staðið hafa yfir í þrjú ár á milli Azera, sem hafa öll völd í Nagorno-Karabakh, og Armena, sem eru í miklum meirihluta þar. í viðræðunum tóku þátt, auk Jeltsíns, Nurstultan Nazarbajev, forseti Kazakhstans, Ajaz Mut- alibov, forseti Azerbajdzhans, Lev- írakar sagðir halda áfram þróun kjarnorkuvopna: Áfram viðskiptaþvinganir meðan Saddam er við völd - sagði George Bush Bandaríkjaforseti í ræðu á allsherjarþingi SÞ Sameinuðu þjóðunum, Bagdad. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu á allsherjarþingi Satneinuðu þjóðanna í gær að írakar héldu áfram smíði gjör- eyðingarvopna og að Saddam Hussein íraksforseti vanvirti álykt- anir SÞ. Gagnrýndi Bandaríkjaforseti harðlega þær hömlur sem írakar settu á störf eftirlitsmanna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann að halda yrði áfram viðskiptaþvingunum á meðan Saddam væri við völd. „Við megum ekki gefa eftir eitt augna- blik," sagði Bush. gær Bandaríkjafor- seti nefndi ekki þann möguleika að grípa til hem- aðaraðge'rða gegn írökum en Dougl- as Hurd, utanrík- isráðherra Bret- lands, sagði í gær að einungis væri spurning um daga þangað til gripið yrði til „aðgerða" ef írakar virtu ekki ályktanir Sameinuðu þjóð- anna. Hann vildi ekki tilgreina nánar til hvers konar aðgerða hugsanlega yrði gripið. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkja- forseta, sagði hins vegar að ein- hvers konar hernaðaraðgerðir kynnu að verða síðasta úrræðið. Þá sagði sovéski hershöfðinginn Vladímír Lobov í viðtali við banda- rísku sjónvarpsstöðina CNN að ef ekki fyndist stjórnmálaleg eða diplómatísk lausn þyrfti að taka mjög hart á málum. Hópur eftirlitsmanna frá Al- þjóða kjarnorkueftirlitsstofnun- inni, sem starfar á vegum Samein- uðu þjóðanna, var í gær rekinn út úr byggingu í Bagdad og meih- að að hafa þaðan á brott með sér gögn sem í var að finna upplýs- ingar um mjög víðtæka kjarnorku- vopnaáætlun á vegum íraka. David Kay, sem fór fyrir hópn- um, sagði að um hefði verið að ræða eftirlitsferð sem ekki hefði verið tilkynnt fyrirfram og hefðu þeir fundið verulegt magn upplýs- inga um þróun kjarnaefna og kjarnorkuvopna. Væri um hreinan „fjársjóð" gagna að ræða. Þá hefði greinilega mikið magn skjala verið fjarlægt í flýti. Gögnunum hafði þegar verið komið fyrir í bifreiðum og eftirlitsmennirnir fengið leyfi til að halda á braut þegar íraskir embættismenn hindruðu brottför þeirra. Var þeim haldið í fimm klukkustundir og skjalakassarnir síðan teknir frá þeim með valdi. „Þetta voru skjöl sem þeir höfðu leynt. Þeir höfðu ekki gefið okkur upplýsingar^ um þennan stað," sagði Kay. íraskur embættismað- ur, sem var viðstaddur þegar skjöl- in voru tekin, sagði að hópnum hefði verið boðið að taka þau með sér ef írakar fengju af þeim ljós- rit fyrst. Jean-Bernard Merimee, forseti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, boðaði utanríkisráðherra íraks á sinn fund í gær og krafðist þess að eftirlitsmennirnir fengju skjölin afhent. Ahmed Hussein al-Sam- araei, utanríkisráðherra íraks, vildi eftir fundinn ekki tjá sig um hvort hann ætlaði að fylgja tilmæl- um Merimee en sagði: „Allt verður í lagi". Sjá nánar bls. 27 on Ter-Petrosjan, forseti Armeníu, leiðtogar Nagorno-Karabakhs og fulltrúar Armena og Azera þaðan. Jeltsín sagði fyrir fundinn að það væri ekki tilviljun að hann færi fram á rússneskri grund. „Vegna þess hve málin sem verða rædd eru við- kvæm var valinn sá kostur að hafa viðræðurnar á hlutlausu land- svæði." Jeltsín ferðaðist ásamt Nursultan Nazarbajev um Nagorno-Karabakh á sunnudag og var þeim vel fagnað af armenska meirihlutanum. Þús- undir manna söfnuðust saman á aðaltorginu í helstu borginni, Step- anakert, og á spjöldum mátti m.a. lesa: „Borís, þú ert von Kara- bakhs." Azerar voru ekki eins hrifn- ir af heimsókninni. Líbanon: Mannræningjar lofa að frelsa breskan gísl Beirút. Reuter. SAMTÖK í Beirút, hliðholl ír- ansstjórn, gáfu í gær út tilkynn- ingu þar sem þau segjast ætla að veita Bretanum Jack Mann, sem þau hafa í haldi, frelsi inn- an tveggja sólarhringa. Mann, sem er li ára, var rænt í mars 1989. Segir í tilkynningu mannræn- ingjanna, sem tilheyra Byltingar- réttlætissamtökunum, að tilraunir Javiers Perez de Cuellars, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, til að miðla málum í gísladeil- unni hafi skilað árangri og verði Mann því sleppt úr haldi. Vonir glæðast um frið í Júgóslavíu: Vopnahlé virt þrátt fyrir skærur Belgrad, Zagreb, Haag, Strassborg. Reuter. VONIR um að takast myndi að koma á friði í Júgóslavíu jukust í gær eftir að vopnahlé, sem sambandsherinn og sveitir Króata lýstu yfir á sunnudag, virtist ætla að halda þrátt fyrir að skærur héldu áfram víðsvegar um Króatíu. Hafði sambandsherinn náð stórum hluta Króatíu á sitt vald áður en vopnahléið tók gildi. Carrington lávarður, sem hefur yfirumsjón með friðarumleitunum í Júgóslavíu, hefur ákveðið að friðarráðstefnan verði kölluð saman á ný í Haag á fimmtudag. Velkjo Kadijevic, varnarmálaráð- herra Júgóslavíu, gaf út tilkynningu á sunnudag um að samkomulag hefði náðst milli Króata og sam- bandshersins um „algjört og gagn- kvæmt" vopnahlé. Sagði í tilkynn- ingunni að vopnahléið væri í sam- ræmi við vopnahléssamkomulagið sem samþykkt var fyrir viku fyrir tilstuðlan Evrópubandalagsins. Nokkrum mínútum áður höfðu króatískir embættismenn skýrt frá því að borgin Petrinja, sem er sextíu kílómetra suður af Zagreb, hefði fallið í hendur sambandshersins, eftir nokkurra daga harða götubar- daga. Enn berast fregnir af átökum í Króatíu þrátt fyrir vopnahléið og skýrði króatíska útvarpið frá því í gær að tvær herþotur hefðu varpað sprengjum á vatnsból í bænum Nova Gradiska og að skriðdrekar og serbaeskir skæruliðar hefðu samtímis ráðist á bæinn Dragalic. Frakkar, Bretar og Belgar hvöttu í gær til þess að öryggisráð Samein- uðu þjóðanna samþykkti vopnasölu- bann á Júgóslavíu. og að fram- kvæmdastjóri samtakanna, Javier Perez de Cuellar, léti málið til sín taka og reyndi að finna lausn á deilunni. Sögðu franskir embættis- menn að tillagan um vopnasölubann kynni að verða samþykkt síðar í vikunni. Forsætisnefnd' Vestur-Evrópu- sambandsins, sem kom saman til neyðarfundar í Strassborg í gær, hvatti aðildarríki sambandsins tií þess að fara fram á að sendar yrðu friðargæsiusveitir á vegum Samein- uðu þjóðanna til Júgóslavíu. Stipe Mesic, forseti Júgóslavíu, sem er Króati, sagði í gær að bar- dagarnir í Króatíu hefðu einungis verið upphitun sambandshersins áður en hann hæfi átök í lýðveldinu Bosníu-Herzegóvínu. Sagði Mesic í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina BBC að stríð í Bosníu, þar sem búa jafnt Króatar, Serbar sem múslím- ar, væri lokatakmark Slobodans Milosevics, forseta Serbíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.