Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 17 A að brjóta á bak aftur brautryðjendastarf? eftir Svavar Gestsson Ég sé að menntamálaráðherra er að reyna að kenna forvera sínum um það að hann skuldi hafa aftur- kallað ákvarðanir um breytingar á námsskrá í Hamrahlíðarskóla. Rök ráðherrans eru þau að ekki hafi verið haft samráð við háskólann. En það eru engin rök í málinu — síst fyrir núverandi menntamála- ráðherra sem tekur einhliða og án samtala ákvarðanir um róttækar breytingar á skólum og starfsemi þeirra — jafnvel um að leggja skól- ana niður. Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur haft forystu um verulegar breytingar á framhaldsskólanámi á undanförnum áratugum. Fyrst er að nefna áfangakerfið þar sem for- ysta Hamrahlíðarskólans var ótví- ræð og hið sama er raunar að segja um öldungadeildirnar í þeirri mynd sem þær eru nú; viðurkenndar af öllum skólum og mikið sóttar af almenningi í þessu landi. Það var því í góðu samræmi við þessa hefð brautryðjandans að hamrahlíðar- menn ákváðu að breyta innra skipu- lagi skólans ekki síst í ljósi þess að framhaldsskólunum er nú ætlað að taka við öllum sem lokið hafa 10 ára veru í grunnskóla. í minni tíð í, menntamálaráðuneytinu var þróuð sú stefna að skólar og menn- ingarstofnanir ættu að fá að njóta frumkvæðis síns. Það þýddi að skól- arnir urðu að bera ábyrgð á mistök- um sínum líka. Þess vegna kom það ekki til greina að mínu mati að beita fyrirskipanastefnu gagnvart Menntaskólanum í Hamrahlíð. Nú er öldin önnur: Miðstýring ofan frá og skólar og menningarstofnanir hneppt í fjötra valdsins og fyrirskip- ana. En forráðamenn MH ákváðu ekki einhliða að breyta námsskipulagi heldur unnu þeir tillögur eftir ítar- legar umræður innan skólans og í samvinnu við ráðuneytið. í ráðu- neytinu liggur fyrir að fjöldi funda var haldinn um þessi mál og þegar hamrahlíðarmenn kynntu hug- myndirnar og tillögurnar fyrir ráð- herra ' voru embættismenn ráðu- neytisins viðstaddir. Það er því rangt sem ráðherrann hélt fram á fundi í MH á fimmtudagskvöldið að embættismenn hafi staðið frammi fyrir gerræðisákvörðun ráð- herra; bæði fjármálaskrifstofan og skólamálaskrifstofan fylgdust með málunum lið fyrir lið. Og meginröksemd ráðherra er nú sú að ráðuneytið hafi vanrækt að hafa samráð við háskólann um þessi efni. Það hefði verið eðlilegt Gustavsberg Veljið aðeins það besta — veljið heildarlausn frá Gustavsberg i baðherbergið Fæstihelstu byggingarvöruverslunum um lanú allt. vorverk ráðuneytisins til dæmis í maímánuði — en það var ekki gert og er ekki við mig að sakast. Það má líka spyija hvort það á að vera hlutverk háskólans að ráða skipan framhaldsskólanna að þessu leyti. Ég tel að háskólarnir eigi að setja sér og nemendum sínum tiltekin og skilgreind markmið að keppa að; þeir eigi ekki að ákveða einhliða „Það má líka spyrja hvort það á að vera hlutverk háskólans að ráða skipan framhalds- skólanna.“ Svavar Gestsson hvernig inngönguskilyrðum er hátt- að. Þá er til lítils talað um faglegt sjálfstæði skóla ef næsta skólastig við á að ráða því hvernig hagað er námi á næsta skólastigi á undan. Það yrði æði flókið mál til dæmis á framhaldsskólastigi að ekki sé minnst á grunnskólana. En auðvit- að á almennt að stuðla að sem bestri samvinnu skólastiganna. Og það hefur verið gert meðal annars í skólastefnunni sem rædd var á fyrsta menntamálaþinginu sl. ár. Vonandi tekst menntamálaráð- herra ekki að bijóta á bak aftur það brautryðjendastarf sem Mennt- askólinn í Hamrahlið hefur beitt sér fyrir. Höfundur er fyrrv. menntamálaráðherra. SKÓLANESTISDAGAR Vera Gröndal líffræðikei nnari Kjarngott skólanesti - örvar ímyndunarafl Lystug skólasamloka: Stórbrauðssamloka með tómötum, eggjum og mæjónesi. Gott fyrir alla nemendur -og suma kennara! - matur frá morgni til kvölds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.