Morgunblaðið - 24.09.1991, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
Látíð heimamenn
eiga kvölina og völina
eftir Áskel Einarsson
I Reykjavíkurbréfi Morg-un-
blaðsins 7. september sl. bregður
fyrir athyglisverðum tón í byggða-
málum. Morgunblaðið tekur ský-
lausa afstöðu gegn miðstýringu og
forræðishyggju stjórnkerfisins í
málefnum landsbyggðarinnr.
Höfundur Reykjavíkurbréfsins
bendir á að ríkjandi miðstýring og
forræðishyggja í málum lands-
byggðarinnar minni helst á vinnu-
lag sem tíðkaðist í Sovétríkjunum,
en telst nú til liðins tíma. Bent var
á að forræðis- og miðstýringar-
hyggja eigi að vera fjarri grund-
vallarsjónarmiðum Sjálfstæðis-
flokksins.
Vaxandi andstaða gegn
forræðishyggj unni
Því er ekki að leyna að margur
landsbyggðarmaðurinn trúir á for-
ræðishyggju stofnana og alþingis-
manna. Það fer ekki á milli mála
að alþingismenn landsbyggðarinn-
ar hafa ekki verið fúsir til að gefa
lausan tauminn t.d. um ráðstöfun
fjárveitinga og um aukið forræði
landshlutanna.
Það merkilega er að sumir
landsbyggðarþingmenn Sjálfstæð-
isflokksins hafa verið manna treg-
astir að auka á forræði lands-
byggðarsamtakanna um meðferð
mála, sem nú eru á vegum ríkis-
ins, en gæti alveg eins verið verk-
efni á landshluta- og héraðsvísu.
Stuðningur Morgunblaðsins við
þau sjónarmið landsbyggðar-
manna um að færa völd og ábyrgð
heim í landshlutann eða til kjördæ-
manna er málefnalegur stuðningur
við hugmyndir landshlutasamtak-
anna á Vestfjörðum, Norðurlandi
og Austfjörðum um tilfærslu
stjórnsýslu og opinberrar þjóðustu
til kjördæmanna. í þessari gein
verða megin þættir þessarar undir-
búningsvinnu raktir í stórum drátt-
um.
Tilfærsla stjórnsýslu til
kjördæmanna
Þessar hugmyndir gera ráð fyrir
því að hvert kjördæmi verði sérstök
landfræðileg stjómeining. Sveitar-
félög skulu eiga aðild að landshlut-
asamtökum sveitarfélaga í sínu
kjördæmi. Kosið skal til lands-
hlufaþinga (kjördæmaþinga) í
beinum almennum kosningum.
Landshlutaþing kýs landshluta-
stjóm, sem annist yfirstjórn hvers
kjördæmis, sem sérstakrar land-
fræðilegrar stjómeiningar. Fela
skal landshlutastjóm, sem yfír-
stjórn, stjómeiningar kjördæmis
meðferð tiltekinna verkefna stjóm-
sýslu- og umsýsluþátta ríkiskerfís-
ins.
Uppbyggingá
kjördæmagrundvelli
Stefnt er að því að a.m.k. á ein-
um stað í hveiju kjördæmi verði
til staðar einskonar stjórnsýs-
lusambýli, þar sem fyrir hendi
verði margþætt verkefnasvið
stjómsýsluþjónustu og annarra
opinberra umsýslu. Þar verði til
staðar verkefnaþættir einstakra
ráðuneyta, annað hvort í umsjá
landshlutastjórna eða sem sjálf-
stæð starfsemi.
Forræði færist til
kjördæmanna
I áður nefndum hugmyndum er
lögð megin áhersla á að til stjórn-
eininga kjördæmanna verði flutt
verkefni, sem áður voru í umsjá
héraða og sveitarstjórna, en hafa
sogast suður með ýmsum hætti.
Haft er í huga að auka forræði
fræðslurápa þ.m.t. fræðsluskrif-
stofa, um framkvæmd allra fræðsl-
umála í sínu umdæmi, einnig er
varðar skiptingu Ijárveitinga á
milli verkefna. Lagt er til að kom-
ið verði á fót heilbrigðis- og trygg-
ingaskrifstofu í hveiju kjördæmi
undir forystu lýðræðislega kjörinn-
ar heilbrigðismálastjórnar og hér-
aðslæknis, sem annist heildarstjóm
heilbrigðis- og tryggingamála, þar
er meðtalið skipting íjárveitinga
til verkefna í kjördæminu. í þess-
um hópi verkefna má nefna sam-
gönguskrifstofur kjördæmanna,
með stjómaraðild heimamanna.
Þungamiðjan er, að landshluta-
sjórn geri milliliðalaust fjárlagatil-
lögur til Alþingis, og sjái um skipt-
ingu þeirra fjárveitinga, sem komi
í hlut kjördæmisins. Öll áætlana-
gerð og ákvörðun um röðun verk-
efna verði á vettvangi landshluta-
stjórna og landshlutaþinga.
Landshlutaaðild að stjórnun
kjördæmatengdri starfsemi
Sú megin stefna verði tekin upp
að landshlutastjóm verði falið
umsjón eða eftirlitshlutverk með
öllum verkefnaþáttum, sem kost-
aðir eru til af fjárlagafé er varðar
þjónustu við íbúa kjördæmisins.
Bundið verði í lögin að hálf opin-
berar stofnanir skuli aðlagast
stjórneiningarkerfí kjördæmanna.
Sama á við um bankastarfsemi
ríkisins og fjárfestingarsjóði þess.
Áskell Einarsson
„Kjarni málsins er sá,
að hin svonefnda
byggðastefna hefur
mistekist. Eftir 20 ára
störf Byggðastofnunar
og núverandi miðstýr-
ingu og forsjárhyggju í
byggðamálum, er
byggðavandinn aldrei
meiri en nú.“
Landshlutaaðild
ríkisverndaðrar
fj ármálastarfsemi
í hveiju kjördæmi verði aðal-
útibú ríkisbanka, með heimakjör-
inni stjórn. Fjárfestingarsjóðir í
opinberri umsjá verði sameinaðir
og starfi á kjördæmagrundvelli,
með heimakjörinni stjórn. Þetta á
einnig við um byggðasjóð og hús-
næðismálasjóði ríkisins.
Forgangsverkefni í
uppbyggingu stjórneininga
kjördæmanna
Það er grundvallaratriði um
valdatilfærslu til landshlutastjóm-
ar að við umsýslunni taki lýðræðis-
kjörið heimastjórnarvald, sem ekki
þarf að taka tillit til sér sjónarmiða
einstakra sveitarfélaga í störfum
sínum. Tilfærsla verkefna á ein-
göngu að vera frá ríkinu, þannig
að hlutur nýju stjómeiningarinnar
þrengi ekki að valdsviði sveitarfé-
laga. Verkefni sem færa á til
stjómeininga kjördæmanna má
flokka í stórum dráttum þannig:
a. Stjórnsýsla og verkefni, sem
færst hafa til ríkisvaldsins frá
heimaaðilum, að því er varðar kjör-
dæmin.
b. Verkefni sem tengjast þjón-
ustu við íbúa og atvinnulífið í kjör-
dæmunum.
c. Verkefni er varðar byggða-
þróun í kjördæmunum.
Við endurskipulagningu ráðu-
neytanna þarf að hverfa frá þeirri
sundurgreiníngu verkefna, sem nú
tíðkast. Þetta gerist með fækkun
ráðuneyta og með aukinni þjónustu
frá þeim i stjómeiningum kjör-
dæmanna.
Kjarni málsins er sá, að hin svo-
nefnda byggðastefna hefur mis-
tekist. Eftir 20 ára störf Byggða-
stofnunar og núverandi miðstýr-
ingu og forsjárhyggju í byggða-
málum, er byggðavandinn aldrei
meiri en nú.
Áðumefnt Reykjavíkurbréf er
innilegg í þessa umræðu. Þessi
grein er skrifuð í þeim tilgangi að
sýna fram á að margir landsbyggð-
armenn em sama sinnis og höfund-
ur Reykjavíkurbréfsins.
Það er fleira að finna í þeim
hugmyndum, sem lagðar voru fyr-
ir samstarfshóp formanna og
framkvæmdastjóra landshluta-
samtakanna á Vestfjörðum, Aust-
fjörðúm og Norðurlandi. Hér verð-
ur að þessu sinni látið staðar num-
ið. Hvað sem síðar verður.
Hugmyndir þessar vann fram-
kvæmdastjóri Fjórðungsambands
Norðlendinga.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands
Norðlendinga.
Skömm þeim sem hana lasta
eftirBaldur
Hermannsson
Svo má brýna deigt jám að bíti
og nú er mér nóg boðið. Dag eftir
dag má heyra og lesa rustaróg og
illyrði um Jóhannes Zoéga, fyrrum
Hitaveitustjóra í Reykjavík og yf-
irsmið Perlunnar í Oskjuhlíð.
Nú síðast kveður Siguijón Pét-
ursson sér hljóðs og vill hrekja
hann með offorsi úr starfí. En það
er ósæmilegt að veitast að slíkum
manni, sem Jóhannes er, svo dygg-
ilega sem hann hefur þjónað okkur
Reykvíkingum um langan aldur.
Þegar hann tók við forystu Hita-
veitunnar árið 1962 var hún ennþá
smá í sniðum og aðeins 38.000
manns nutu góðs af henni, það
var um helmingur borgarbúa. En
Jóhannes breytti henni í stórfyrir-
tæki. Nú þjónar hún 136.000
manns, helmingi landsmanna og
það vita allir sem til borgarmála
þekkja, hve röggsamlega Jóhann-
es hefur haldið þar um stjóm-
tauma, en þó hefði röggsemin
ekki hrokkið langt, ef hann hefði
ekki verið vel búinn öðrum góðum
hæfileikum, þeim er verkfræðing
mega prýða, nefnilega framsýni,
farsæld, góðfýsi og stórhug. Und-
ir hans leiðsögn hefur Hitaveitan
verið eitt best rekna fyrirtæki
landsins, kennslubókardæmi um
það, hvernig virkja skal auðlindir
landsins bömum þess til hagsæld-
ar.
Það er á engan mann hallað
þótt því sé slegið föstu, að starf
Jóhannesar Zoéga í þágu okkar
borgarbúa skipi honum á bekk
með fremstu verkfræðingum okk- -
ar, þeim sem hvað ötullegast hafa
þokað þjóðlífí okkar út úr skugg-
um frumstæðra verkhátta og
kunnáttuleysis í stjórnun. Fyrir
þetta langa og farsæla ævistarf á
þessi góði drengur allt annað skil-
ið en skítkast það sem rússadindill-
inn Sigurjón Pétursson hefur iðkað
um hríð með fulltingi tveggja
óvandaðra stelpna.
Farið hefur fé betra
Það er vert að bera saman það
starf"sem þeir hafa unnið fyrir
okkur Reykvíkinga í áranna rás,
þeir Siguijón og Jóhannes. Báðir
hafa þegið laun fyrir verk sín, en
ólíku er þó saman að jafna.
Annar hefur jafnan unnið okkur
allt til farsældar, en hinn til ama
og ófamaðar, og ekki erum við
Reykvíkingar svo vitlausir menn
að við munum ekki hvernig Sigur-
jóni fórst úr hendi að ráðskast
með borgina okkar hér um árið.
Hann kunni ekki neitt til neins.
Hann steypti veitustofnunum og
þar á meðal Hitaveitunni í svo
miklar skuldir að þær áttu í erfið-
um vanda. Hann sólundaði al-
mannafé í hálfónýta strætisvagna
frá vinum sínum í kommúnistaríkj-
unum austantjalds. Það tókst með
naumindum að koma í veg fyrir
að hann eyðilegði Laugardalinn
með skammsýnum byggingafram-
kvæmdum og réðist í að hola fólki
niður á sprungusvæðum við
Rauðavatn. Hann var alls staðar
til vandræða ög þegar fólkið loks-
ins ruddi honum úr vegi var að-
koman skelfileg, fjárhagur borgar-
innar í kaldakoli og það er skoðun
mín, að þetta hafi verið versta
kjörtímabil í -sögu borgarinnar
okkar.
Það verður því miður ekki sagt
Siguijóni Péturssyni til málsbóta,
að tillögur hans í stjórnarandstöðu
hafi verið til nytsemda í áranna
rás, því viðhorf hans eru orpin
beiskju og rógi eins og títt er um
afdankaða kommúnista og lítt af
setningi slegið þegar hann kveður
sér hljóðs. Það er fagnaðarefni ef
satt reynist, að flokksmenn hans
hafí loksins tekið af skarið og
ákveðið að bægja honum frá sæti
við næstu kosningar, svo að yngri
menn og fijórri komist að í stað-
inn.
Þau eftirmæli sem Siguijón fær
eftir áratuga slímusetur í borgar-
stjórn eru þessi: Farið hefur fé
betra.
Óvenjuleg mannvirki
Kostnaður við Perluna og Ráð-
hús Reykvíkinga hefur farið fram
úr upphaflegum áætlunum, en það
er ekki þar með sagt að óvarlega
hafi verið haldið um pyngjuna, því
umframgjöldin hafa einkum sprot-
tið af ýmiskonar endurbótum og
viðbótum.
Það er rétt sem reyndur verk-
fræðingur hefur bent á, að erfitt
eða ógerlegt er að áætla nákvæm-
lega kostnað uinfangsmikilla
mannvirkja, sem eru alveg sér á
báti um alla gerð, og þar við bæt-
ist auðvitað, að þegar byggingar
þessar rísa af grunni og blasa við
augum, þá sjá menn gjarnan hvað
betur má fara og ráðlegt er að
auka við í stað þess að láta slag
standa og bíða þess að næsta kyn-
slóð beri kostnað af nauðsynlegum
lagfæringum.
Bæði einkafyrirtæki og opinber-
ar stofnanir þurfa iðulega að
Baldur Hermannsson
„Kjarni málsins er sá,
að hvorki Jóhannes né
ráðhússmiðir hafa farið
illa með fjármuni okk-
ar, heldur hafa þeir
jafnan brugðist skyn-
samlega við hverjum
vanda og ávallt leitað
bestu úrlausna.“
breyta húsakosti sínum eða auka
við hann með ýmsu móti, og flögr-
ar þó ekki að neinum að það stafi
af fljótfærni eða fyrirhyggjuleysi
þeirra sem húsin byggðu.
Kjarni málsins er sá, að hvorki
Jóhannes né ráðhússmiðir hafa
farið illa með fjármuni okkar, held-
ur hafa þeir jafnan brugðist skyn-
samlega við hveijum vanda og
ávallt leitað bestu úrlausna.
Ásýnd borgar og bæjarbragur
Ég man vel eftir því, að fyrir
rúmlega áratug var það daglegt
umfjöllunarefni í fjölmiðlum hve
rislág borg og leiðinleg Reykjavík
væri og létu ýmsir spakvitrir menn
ljós sitt skína af því tilefni.
Nú á dögum dettur engum í hug
að kalla Reykjavík leiðinlega borg
og rislága. Hversvegna skyldi það
nú vera? Það er vegna þess, að
þegar alþýðan varpaði Siguijóni
Péturssyni á dyr og hyski hans,
hófust þróttmiklir menn handa um
að breyta ásýnd borgarinnar og
efla bæjarbraginn. Við sáum upp
þjóta ný og glæsileg borgarhverfi,
fyrirtæki eflast, hag fólksins
blómgast. Borgarleikhúsið, Ráð-
húsið og Perlan eru meðal ávaxta
þessa blómaskeiðs, listaverk lif-
andi handa sem vekja hrifningu
gesta okkar hvaðanæva úr heimin-
um, ljá höfuðborginni glæsileik og
þokka, og eru jafnframt borgarlíf-
inu kærkomin lyftistöng. Þau
munu standa um aldir og þegar
stundir líða mun enginn velkjast
í vafa um, að hverri krónu er til
þeirra rann var hyggilega varið.
Perlan mun þjóna okkur sem
nú lifum, því næst börnum okkar
og barnabörnum sem stórbrotinn
samkomustaður, ráðstefnuhús og
menningarsetur, og hafi þeir þökk
og heiður sem að henni unnu, en
þeir háð og skömm sem hana lasta.
Höfhndur er eðlisfræðingur og
fæst við ritstörf.