Morgunblaðið - 24.09.1991, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
35
Nokkrar athugasemdir við skrif
dr. J. Currans um Island og EES
eftir Magna
Guðmundsson
Dr. Joseph Curran, sem er Belgi
búsettur í Kanada, ritaði „Hugleið-
ingar um ísland og EES“ í Morg-
unblaðið 24. ágúst sl. Hann hefir
áhyggjur okkar íslendinga vegna,
ef við náum ekki samningum um
tollfríðindi fiskafurða í EB-lönd-
um. Hitt virðist fara fram hjá
honum, hversu dýrt spaug það
gæti orðið EB-lö_ndunum sjálfum,
ef þau misstu af íslands-fiski, sem
myndi fara á aðra markaði. Fis-
kverð í EB-löndum myndi hækka
við slíka skerðingu framboðs og
vafalítið mun meira en nemur að-
Gestur Ól. Þórólfsson
Hjaltastöðum — Kveðja
Fæddur 24. september 1964
Dáinn 20. júlí 1991
Laugardagurinn 20. júlí síðast-
liðinn var bjartur og fagur eins
og sumarið hefur allt verið, en
skyndilega dró ský fyrir sólu,
harmafregnir berast, enn eitt um-
ferðarslys hefur orðið og nú er
hrifinn brott kær vinur. Gestur
Ólafur Þórólfsson frá Hjaltastöð-
um í Skagafirði hafði látist í um-
ferðarslysi snemma morguns.
Enn einu sinni erum við minnt
á hversu stutt er milli lífs og
dauða. Við skiljum ekki tilgangur-
inn er ungur maður sem rétt er
að byija lífið er kallaðru svo fijótt,
en við trúum að það sé vilji guðs.
Gestur Ólafur var fæddur á Akra-
nesi 24. september 1964, sonur
hjónanna Þórólfs Péturssonar og
Sæunnar Kolbrúnar Jónsdóttur,
var hann næstelstur fimm barna
þeirra. Móðir Gests lést er hann
var tíu ára og má nærri geta hvað
þungbært það hefur verið svo ung-
um dreng. Seinni kona Þórólfs er
Anna Jóhannesdóttir og eiga þau
tvær litlar dætur.
Gestur kom fyrst á mitt heimili
með Eddu dóttur minni, ég fann
fljótt að hér var á ferðinni drengur
góður sem öllum vildi vel. Gestur
og Edda eiga eina dóttur, Ester
Ósk, sem er rúmlega ársgömul er
faðir hennar deyr, og þekkir hún
nú bara pabba á mynd. Gestur var
ljóðvinur og söngelskgr, hann var
alltaf syngjandi, hafði fagratenór-
rödd. Síðast þegar hann kom í
heimsókn til okkar skildi hann
eftir á blaði uppskrifaðan texta
sem honum var kær og læt ég
hann fylgja þessum kveðjuorðum.
Ætti ég hörpu hljómaþýða
hreina mjúka gígjustrengi
til þín mundu lög mín líð^a
leita mín er einn ég gengi.
Viltu þegar vorið blíða
vefja rósir kvölddögginni
koma til mín kvæði blíða
kveðja mig í hinsta sinni.
Lífið allt má léttar falla
Ijósið vaka í hugsun minni
frystiskápar * frystikistur
/j—þ mm
CSgjfB! n
i— ]
GÓÐIR SKILMALflR
TRAUST ÞJÓNUSTA
/Fdnix
HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91)-24420
flutningsgjöldunum, sem þau lönd
vilja heimta af okkur. Þeirra er
því vandinn að velja, en ekki okk-
ar.
Það má sjálfsagt lengi um það
deila, hvort við eigum eða eigum
ekki að sameinast EES. Mörgum
geðjast hreinlega ekki að aðferð-
inni, sem EB-stórveldið beitir. Hún
ber keim af viðskiptastríði — án
vopna vissulega. Boðskapurinn er
í fáum orðum þessi: Látið okkur
í té auðlindir ykkar, þeirra á með-
al fiskimiðin; að öðrum kosti mun-
um við gera kröfu til milljarða
króna tolla af afurðum ykkar.
Varla leikur vafi á því, að ör-
smárri þjóð sem okkar geti verið
ýmis konar hætta búin af nánum
bindandi tengslum við EB, sem
enn er í mótun. Við vitum t.d. af
reynslunni á Nýfundnalandi og
írlandi, að sum aðildarríkjanna eru
líkleg til að fara sínu fram, ef
þeim verður á annað börð hleypt
inn í landhelgina. Við kynnum með
þeim hætti að kalla yfir okkur eins
konar „þorskastríð".
Dr. Curran óttast, ef við höfnum
aðild að EES, „að ísland skipi sér
á bekk meðal þjóða þriðja heimsins
Magni Guðmundsson
„Varla leikur vafi á
því, að örsmárri þjóð
sem okkar geti verið
ýmis konar hætta búin
af nánum bindandi
tengslum við EB.“
og verði fátækt land á sama hátt
og varð raunin á Nýfundnalandi
hinum megin Atlantsála.“ EitG
hvað ér þetta málum blandið, svo
að ekki sé meira sagt. Nýfundna-
land_ átti um tíma svipaða sögu
og ísland: Mikil kreppa var þar
milli heimsstyrjaldarma tveggja,
en hraður efnahagsvöxtur í seinni
heimsstyrjöld, meðan landið var
hernumið. Að henni lokinni, þegar
erfiðleikar jukust aftur, gerðist
Nýfundnaland fylki í Sambands-
ríki Kanada (Confederation).
Leystust vandkvæði Nýfundna-
lands við það? Nei, frumstæður
landbúnaður lagðist nánast niður,
líka heimaiðnaður, sem gat ekki
keppt við meginlandið. Vöru-
skiptahalli myndaðist, sem jafna
þurfti með peningatilfærslum frá
Ottawa. Styrkveitingar þaðan í
ýmsu formi nema gífurlegum
fjárhæðum. Er útilokað, að eitt-
hvað svipað kynni að gerast hér,
ef við gengjum í EB?
Fiskur af íslandsmiðum hefir
markaðsmöguleika víða um heim,
einnig í Bandaríkjunum og
Kanada, sem nú eru í fríverzlunar-
bandalagi. Hið sama gildir um
aðrar auðlindir okkar. Við höfum
hins vegar ekki efni á því að selja
raforku á hálfvirði til útlanda —
líkt og Nýfundnaland gerði á sín-
um tíma með sölusamningi við
Quebec-fylki á meginlandi
Kanada.
Höfundur er doktor íhagfræði
og vnnn uni tíma sérfræðistörf
fyrir ráðuneyti og ríkisstjórnir
bæði hér heima og í Kanada.
ef ég má þig aðeins kalla
yndið mitt í fjarlægðinni.
(Fr. H. - Vasasöngbókin)
Gestur hafði mikið dálæti á hest-
um og var hestamaður góður, hann
átti fallega hesta Ferðalög um
óbyggðir landsins í góðravinahópi
voru hans uppáhaldsferðir, hann
kunni frá mörgu að segja er hann
fór með sunnlenskum vinum sínum
á hestum yfir hálendið sumarið
1990.
Gestur fluttist til ömmu sinnar
og afa, Ragnheiðar og Péturs á
Hjaltastöðum, eftir að móðir hans
lést. Seinna flutti svo Þórólfur með
hin börnin og hefur búið þar síðan.
Þeir eru margir sem syrgja látinn
vin, Gestur eignaðist alls staðar
vini hvar sem hann kom.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þes, sem var gleði þín. (K.G.)
Öllum ástvinum Gests sendi ég
innilegar samúðarkveðjur og bið
þeim blessunar guðs. Ég kveð góð-
an dreng, með þakklæti fyrir góð
kynni sem voru alltof stutt. Ég
vona að Gestur minn hafi sæst við
ný heimkynni. Blessuð sé minning
hans.
Ester Steindórsdóttir
Fremstur
jafningja
Hann er fallegur og
rennilegur, lætur vel að stjóm
og þýðist þig á allan hátt.
Rúmgóður, ríkulega búinn og
ótrúlega spameytinn. Hann er
HONDA CIVIC.
Greiðsluskilmáiar fyrir alla.
Verð frá kr. 1.090 þús. stgr.
WHOIVDA
HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRDUM 24, S-B89900
W HOIVDA
ar
Hressingarleikfimi kvenna og karla
Haustnámskeið hefjast fimmtudaginn 26. sept. nk.
Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og
íþróttahús Seltjarnarness.
Fjölbreyttar æfíngar
Músík
Dansspuni
Þrekæfíngar
Slökun
Innritun og upplýsingar
í síma 38290
Ástbjörg S. Gunnarsdóttir,
íþróttakennari.