Morgunblaðið - 24.09.1991, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
39
Valáfangar
Sá hróplegi misskilningur virðist
ríkjandi meðal andstæðinga nýja
kerfisins að þær einingar sem nem-
endur hafa til fijáls vals gætu þeir
allt eins fengið að gjöf. Með öðrum
orðum virðast þeir telja að í val-
áföngum í MH sáu nemendur að
nema fræði á borð við brimbretta-
siglingar, leirkerasmíð og dráttar-
vélaakstur.
Til að mynda segir Hrafn Svein-
bjarnarson að „nýja kerfið í MH
átti að bjóða upp á svo fjölbreytt
val að nemendur gátu varla komist
hjá því að verða einhvers konar
„fjölfræðingar“. Að vísu dálítið fá-
kunnandi fjölfræðingar því að ætl-
unin var sennilega aldrei að kafa
djúpt í námsgreinarnar heldur læra
sitt lítið af hveiju um hitt og þetta.“
Hér fullkomnar Hrafn misskilning
sinn með að halda því fram að
kerfí sem býður upp á sérhæfingu
framleiði ijölfræðinga. Tilgangur-
inn með auknu vali var aldrei að
gefa nemendum kost á því að afla
sér yfírborðsþekkingar í sem flest-
um fræðum. Með auknu vali hefði
þvert á móti verið hægt að bjóða
nemendum upp á að setjast í
áfanga þar sem tekið væri á því
námsefni sem þeir sjálfir hefðu hug
á að læra. Með því hefði kennurum
gefist kostur á að fara mun dýpra
og nákvæmar ofan í námsefnið, þar
sem nemendur þeirra væru uppfull-
ir af orku og áhuga. Af þessum
sökum hefðu kröfurnar sjálfkrafa
aukist, námið orðið markvissara og
betra, og gildi stúdentsprófsins
þannig margfaldast.
Það er því ljóst að innantómt
hjal um að Menntaskólinn við
Hamrahlíð sé að útskrifa illa
menntaða stúdenta í ljölfræði er
úr lausu lofti gripið. Samkvæmt
hinu gamla áfangakerfi sem MH
hefur nú neyðst til að taka upp á
nýjan leik útskrifuðust nemendur
með ófullkomna þekkingu á mörg-
um sviðum. Hið nýja kerfi hefði
gefið nemendum möguleika á að
útskrifast með sérhæfða menntun
á því sviði sem þeir kysu sér. Ef
nemendur vildu á hinn bóginn út-
skrifast með sem breiðasta og víð-
tækasta menntun á mörgum svið-
um, væri ekkert því til fyrirstöðu
að þeir gætu hagað vali sínu svo,
að nám það sem þeir stunda í
menntaskólanum, væri eins sam-
sett og námið á gömlu brautunum.
Þetta þýðir einfaldlega að þeim
fjölfræðingum, sem Hrafn Svein-
bjarnarson óttast svo mjög að
munu streyma útúr hinu nýja kerfi,
fækkar. Mergur málsins er enda
sá, að ekki er mögulegt að útskrif-
ast öðruvísi en sem fjölfræðingur
á hinu gamla kerfi sem hann vill
viðhalda.
Gunnlaugs þáttur
Astgeirssonar
í grein sinni nefnir Hrafn títt
Gunnlaug nokkurn Ástgeirsson
kennara við Menntaskólann við
Hamrahlíð og vitnar stöðugt í grein
Gunnlaugs sem virtist í Benevent-
um, skólablaði MH, 2. tölublaði
1991. Erfitt er að sjá hvað vakir
fyrir Hrafni með þessu og get ég
ekki annað en fordæmt þær áróð-
ursaðferðir sem Hrafn beitir í grein
sinni. Hrafn slítur veigamikil atriði
greinar Gunnlaugs hvað eftir annað
úr samhengi, og túlkar þau eftir
sínu eigin höfði.
Umræðugrundvöllur sá sem
Hrafn velur sér fyrir málflutning
sinn byggist á því að taka grein
úr skólablaði sem einungis brota-
brot af lesendum Morgunblaðsins
hefur nokkru sinni augum litið, slít-
ur atriði hennar úr samhengi og
matreiðir þau ofan í alþjóð eftir
eigin kokkabókum. Að auki persón-
ugerir hann hið nýja kerfi í líki
Gunnlaugs Ástgeirssonar og lætur
líta svo út að Gunnlaugur standi
einn á bak við breytingarnar. Þetta
eru enn og aftur rangar alhæfíngar
hjá Hrafni því þó svo að Gunnlaug-
ur hafi átt dijúgan þátt að máli,
studdu kennarar og nemendur í
MH heilum hug þær breytingar
sem fyrir Iágu. Sést þetta best á
því að 850 nemendur skólans skrif-
uðu undir bréf þar sem þeir mót-
mæltu þeirri ákvörðun ráðherra að
„stöðva það uppbyggjandi þróunar-
starf sem unnið var að innan skól-
ans“.
Til gæða og skilvirkni
Þó ráða mætti af því sem ég hef
sagt hér að framan að grein Hrafns
Sveinbjarnarsonar sé botnlaus
brunnur misskilnings og rangtúlk-
ana má þó finna atriði sem ég er
sammála. „Það hlýtur að vera erf-
itt að móta góða og skilvirka
menntun sem hentar jafnt þeim
sem ætla í háskólanám og þeim sem
ætla að veija kröftum sínum á
öðrum vettvangi“. Um þetta erum
við sammála. Hins vegar þykir mér
félagi Hrafn leggja út af þessu á
hinn undarlegasta máta og komast
með því í fullkomna mótsögn við
sjálfan sig.
Eins og Hrafn bendir hér á, er
góð og skilvirk menntun fyrir einn
ef til vill ekki jafn góð og skilvirk
menntun fyrir annan. Það hlýtur
að vera réttmæt krafa menntaskól-
anemenda að þeim sé veitt frelsi
til að ákvarða það hvað er góð og
skilvirk menntun ráðamanna fyrir
þá sjálfa, í stað þess að ráðamenn
sendi frá sér boð um hvað góð og
skilvirk menntun er og þvingi nem-
endur til að falla undir þá skil-
greingu. Þess vegna er nýja kerfíð
sá kostur sem nemendur vilja og
eiga rétt á, því þar ábyrgjast þeir
sjálfir sitt eigið nám og öðlast bestu
og skilvirkustu menntun sem býðst.
Röksemdafærsla og málflutn-
ingur Hrafns Sveinbjarnarsonar og
annarra andstæðinga framfara í
menntamálum ber einkennandi
merki misskilnings og vanþekking-
ar á eðli hins nýja kerfis. Hvað
eftir annað slá þeir fram fullyrðing-
um um rýrnandi gildi stúdentsprófs
og horfa samtímis í blindni fram-
hjá kostum þess uppbyggjandi þró-
unarstarfs sem unnið var að innan
MH.
Eftir sitja vondaufír nemendur
skólans sem hverfa aftur í fortíðina
með brostnar framtíðarvonir. Und-
anskilja verður þó þann nemanda
sem ekki hefur náð að átta sig á
eðli hins nýja kerfis. Vonast ég til,
að með þessari grein hafi tekist
að slá á allan þann misskilning sem
ábyrgir aðilar hafa látið flæða yfír
landsmenn vegna kerfisbreytinga
innan Menntaskólans við Hamra-
hlíð. Ennfremur er von mín að þess-
ir sömu aðilar opni nú augun og
meðtaki þá fjölmörgu kosti og
möguleika sem nýja kerfið hefur í
för með sér svo marklausu hrafna-
sparkinu linni.
Höfundur er nemandi á
nýmálabraut Menntoskólons við
Hamrahlíð.
Námskeið
OFURMINNI
Námskeið í ofurminni 28. sept. Einföld,
örugg tækni. Þú lærir öll nöfn, óendanlega
langa lista yfir hvað sem er, öll andlit, öll
númer á auðveldan hátt. Sími 626275.
Blaóió sem þú vakrnr vió!
Via erum með forrit til að halda utan um markaðsetninguna, bokhaldið, lagerinn og margt fleira.
I*á/œrd /orrifin ng /it-lln- »0 <f«ga <í/ ««» *«nn/n;ni.Ni uni «g« /i Jþefpro.
ÁN SKWaDBINDINGAR <í«^KORN Armúla 3S. srmi 91 -689826, Opid 9-12 og 13-16.
v\ð trá Suður
breyl'nga a
Gunnar Ásgeirsson hf. flytur frá Suðurlandsbraut 16
semhvergia M\táa&se'iast- —
Þegarviðseaum• »*" ------------------
ÍpbobgoíKjöR
vÍðStÁðGREIÐSÚU
,rðáhö\d 5,^' \S“
b0SCH
BLAUPUNKT
öw a\menn ga'
BWtae^' og myn'
hhlaseb
Öflugar heitnifetöWur
Gunnar Asgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780