Morgunblaðið - 24.09.1991, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.09.1991, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 43 Jófríður S. Kristíns- dóttir - Minning• Vegir Guðs eru órannsakanlegir og mig brestur kjark til að skilja tilgang hans. Hvers vegna er ung kona í blóma lífsins hrifin á brott? Tilganginn skiljum við sennilega ekki fyrr en við kveðjum þennan heim sjálf. Ég verð samt að trúa því að Guð sé með í ráðum. Elsku Jófríði þakka ég fyrir þær samverustundir sem við áttum sam- an. Guð geymi hana og varðveiti. Elsku Elín litla. Guð styrki þig við þinn móðurmissi. Elsku Ester og börn og íjölskyldur ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. , Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Sb. 1886 - V. Briem) Elín Óladóttir og fjölskylda Bjarta von í brjósti mínu, bú þú meðan hér ég dvel lát mig sjá í ljósi þínu Ijóman dýrðar bak við hei. (H. Hálfd.) Baráttunni er lokið, lífið og vonin lutu í lægra haldi lyrir skæðum sjúk- dómi, enginn fær umflúið sitt skapa- dægur. Þegar ung stúlka í blóma lífsins, aðeins 27 ára, er hrifin burtu frá ungri dóttur, sem hún þráði heitt að annast, finnst þeim sem eftir lifa erfitt að skilja tilgang lífsins. Kynni okkar af Jófríði einkenndust af því að létta andrúmslofti sem ávallt ríkti í kringum hana. Hún var hress og elskuleg í viðmóti og átti ,svo auð- velt með að koma auga á björtu hlið- arnar í lífinu. Við systkinin minn- umst þess þegar við lékum okkur saman, hvað hún var dugleg, stjórn- söm og hugmyndarík í öllu sem við vorum að gera. Margir af þessum eiginleikum komu mjög vel fram í veikindum hennar. Við höfum fylgst með baráttu hennar og hefur hugarfar hennar og hinn óbugandi vilji kennt okkur svo ótal margt um lífið. Við höfum iært að meta okkar eigið líf meira og vera þakklát fyrir það. Söknuður og tómleiki sækja að, en endurminn- ingarnar eru bjartar og fagrar. Elsku Ester okkar, Élín litla og systkini, við biðjum Guð að styrkja ykkur og ástvini ykkar. Innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðrar stúlku. Svanheiður, Erlingur, Margrét og Friðgerður. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna, þeir eru himnamir, honum yfir. piannes Pétursson) í dag kveðjum við hinstu kveðju, elskulega vinkonu okkar Jófríði Soffíu Kristinsdóttur eða Jófý eins og hún var kölluð. Það er erfitt á svona stundu að setjast niður og skrifa fáeinar línur. Það er margs að minnast. Við kynntumst fyrst á Reykjaskóla í Hrútafirði, þá ungling- ar. í skólanum myndaðist fljótt mjög náinn og samheldinn vinahópur. Jófý var ein úr þeim hópi. Við nánari kynni okkar kom í ljós trúmennska hennar, sjálfstæði og dugnaður í öllu því sem hún tók sér fyrir hend- ur. Hún var mikil félagsvera og vildi HÁRVANDAMAL? , 'j^Nýtt . M bE ' «e 4r zi EURO-HfllR á Islandi Lausnin er: Enzymor Nýtt í Evrópu ■ Engin hárígræðsla ■ Engin geríihár ■ Engin lyfjameðferð ■ Einungis tímabundin notkun Eigid hár med hjálp lífefha-orku paSxla'íizi Rwik ® 91 ■ 676331e.kl.16.00 r PHIUPS Whirlpool FRYSTIKISTUR Góð tæki. Gott verð • AFG015 138 lítra. h:88 b:60 d:66 cm kr.stgr. 29.830.- • AFG033 327 lítra. h:88 b:112 d:66 cm kr.stgr. 42.655.- • AFG 041 408 lítra. h:88 b:135 d:66 cm kr.stgr. 45.505.- Heimilistæki hf SÆTÚNI6 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 íisaM/u/yiwc ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæði, þjónusta úrvali. Ódýr spönsk glugga- tjaldaefni í breiddinni 270 sm. Mikið úrval af glugga- tjaldaefnum. Rekum eigin saumastofu. Ráðleggingar, máltökur og uppsetningar ef óskað er. Sendum í póstkröfu um land allt. ^í> Einkaumboö á íslandi Síðumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870-688770 Tjarnargötu 17 - Keflavík Sími 92-12061 Glerárgötu 26 - Akureyri Sími 96-26685 f/"""-- ■ÍGrænt númer: 99-6770 hafa margt fólk í kringum sig. Hún var virk í öllu tómstunda- og félags- starfi í skólanum. Þar var hún jafn- víg í kór, íþróttum, leiklist eða í for- svari fyrir nefndir. Úr Reykjaskóia lá leiðin til Reykjavíkur hjá okkur flestum í framhaldsnám. Vegalengd- irnar lengdust á milli okkar en vin- skapurinn hélst. Hún var sannur vinur í raun og átti marga vini og kunningja. Það sást best þegar mað- ur kom til hennar í Bólstaðarhlíðina. Þar var oft margt um manninn og mikið spáð og spjallað. í Bólstaðar- hlíðinni og síðar í Skálagerðinu hafði hún búið lítið fallegt heimili fyrir sig og „litla gullið“ sitt, Elínu Ösp, sem við vinkonurnar teljum okkur eiga svolítið í þar sem við höfum fengið að fylgjast með meðgöngu hennar og bernskusporum, en hún var fyrsta barnið sem fæddist í þessum vin- kvennahópi. Jófý var mjög góð móð- urfyrirmynd með alla sína reglusemi og skiplagningu sem viðkom barn- inu. Einn vordag fyrir tveimur árum sagði hún okkur frá veikindum sín- um. Gekk hún þá skömmu síðar undir stóra aðgerð og þar á eftir í erfiða eftirmeðferð. Hún var bjart- sýn og hafði óbilandi kjark, og trúði því að hún myndi sigra þennan ill- víga sjúkdóm. Það var mikil lífs- reynsla fyrir okkur að sjá nána vin- konu í blóma Iífsins heyja svona harða baráttu. Það er svo ótrúleg hvað er hæt að leggja á eina mann- eskju. En þrekið minnkaði og örlög sín fær enginn flúið. Elsku Elín Ösp, Ester, systkini og aðrir aðstandendur. Missirinn er mikill. En minningin uin góða stúlku lifir í hjörtum okkar. Megi guð vera með ykkur. Gunnhildur og Sigga. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Okkur langar að minnast ástkærr- ar vinkonu okkar Jófríðar Soffíu Kristinsdóttur sem andaðist 13. sept. sl. Jófý var viljasterk og kjarkmikil, sem sýndi sig best í baráttu hennar við erfiðan sjúkdóm. Við kynntumst Jófý í Reykjaskóla og áttum þar margar skemmtilegar stundir sam- an. Jófý tók virkan þátt í öllu félags- lífi skólans, jafnt blaðaútgáfu, klúb- bastarfsemi, veisluhöldum og prakk- arastrikum og svo auðvitað íþrótt- um. Þar keppti hún í flestum íþrótta- greinum fyrir hönd skólans. Ef söng bar á góma var Jófý þar á meðal og átti hún stóran þátt í að kvennasveitin Rokkskessurnar tók þátt í hljómsveitakeppninni í Reykjaskóla, Jófý var þar í broddi fylkingar sem aðalsöngkona hljóm- sveitarinnar. Jófý var mörgum hæfi- leikum gædd og kunna margir að minnast þess að hafa lagt leið sína í herbergi 49 til að fá hár sitt snyrt. Við erum þakklátar fyrir þær samverustundir sem við fengum að njóta með elsku Jófý. Ester, Elín, systkini og aðrir að- standendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur öll. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem, Sb. 1886.) Jónína, Jóga og Daddý JT>íl1 18. -28. september O Geriðkjarakaupá gólfefnadögum Húsasmiðjunnar. HUSASMIÐJAN Skútuvogi 16, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.