Morgunblaðið - 24.09.1991, Side 45

Morgunblaðið - 24.09.1991, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 45 brauð kr. 0,68, viðgerð á skóm kr. 3,90. 8. maí 1942: Útvarpsafnota- gjald kr. 30, hörtvinni kr. 1,20, hárgreiða kr. 1,15, rennilás kr. 3,00, 1 kg hrísgijón kr. 1,39, 2 kg molasykur kr. 2,80, 2 kg strásykur kr. 2,38, 2 pk. kaffi kr. 3,00, 2 st. kaffibætir kr. 2,40, 1 kg smjör kr. 11,50, 1 kg blautsápa kr. 3,00, 2 st. stangasápa kr. 1,15, 1 pk. þvottaduft kr. 1,00. 9. maí 1942: 3 kg ýsa kr. 1,80, 3 kg frosið dilka- læri kr. 14,10, 2 hárklippingar (krakka) kr. 4,00. 10. maí 1942: 1 peli 'ijómi kr. 1,63, sundlaugar kr. 0,20. 11. maí 1942: IV2 kg saltfisk- ur kr. 3,00. 12. maí 1942: Ný ýsa kr. 1,80, franskbrauð kr. 0,68, 1 st. rúgbrauð kr. 1,02, ‘/2 kg rúsínur kr. 3,00, skór kr. 20. 18. maí 1942: 1V2 kg saltfiskur kr. 3,00, 1 kg kremkex kr. 5,25, hitabrúsi kr. 6,35, 1 pk. klór kr. 0,50, 1 st. rúg- brauð kr. 1,02, 1 pk. þvottaduft kr. .1,15, 1 st. franskbrauð kr. 0,68, 150 kg kol kr. 24,00.“ Annað sem kemur fram er alúð afa við garðinn sinn og skúrinn. „Kálgarðsleiga kr. 18,00, garð- áburður 50 kg kr. 36,50, rákajárn kr. 11,00, tröllamjöl, skrár og lam- ir kr. 9,50, garðplæging kr. 30,00.“ Hér er meiri fróðleikur fyrir maí 1942: „Endurnýjun happdrættis kr. 2,00, gasreikningur kr. 6,40, raf- magnsreikningur kr. 5,70, vekjara- klukka kr. 30,00, vegabrjefahulstur kr. 2,50, sjómannafjelagsgjald kr. | 24,00, viðgerð á hjóli kr. 13,00, húsaleiga kr. 70,00.“ Eitthvað hefur hjólgarmurinn verið að angra afa því þessi kostn- aðarliður kemur oft fyrir, en víða í dagbókunum er hann að þvo og pússa hjólið. Á eftir hjólinu kemur alúð hans við sundiðkanir og þá einn, kr. 0,20, eða dæturnar með, kr. 2,30. Hann afí átti ekki bíl. Dagbækurnar ijalla um heimilið, frúna, dæturnar, vinnuna, veðrið, kálgarðinn og atburði er vöktu at- hygli afa, en lítið fjallaði hann um sjálfan sig, af svo mikilli alúð heim- ilisföður að til fyrirmyndar er. Þetta var maðurinn sem hún amma gift- ! ist, draumaprinsinn. Ég er smá saman að kynnast afa og ömmu frá þessum dagbókum afa. 19. júní 1949 var sorgardagur fyrir Þuríði Ámundadóttur og dætur hennar fjórar, Laufeyju, Ingu, Auð- | björgu og Johönnu, sem átti eftir 1 að breyta mjög miklu fyrir mjög marga. Afi dó eftir miklar kvalir og heyrðust bergmál neyðarópa hans í atferli móður minnar lengi lengi. Hann afi dó af brunasárum eftir um vikulegu á spítala hér í Reykjavík. Ég vil leyfa mér að segja að upp frá þessu hafi amma mín gerst „nunna þagnarinnar" á sinn hátt. Hún byijað að vinna úti sem fyrir- vinna hjá klaustursystrunum í NÁMSAÐSTOÐ við þá sem viíja. ná ferujra í ?; • grunnskóla • framhaldsskóla | • háskóla Innritun í síma: 79233 Nemendaþjánustan sf. Fagmenn biðja um | (D DEITERMANN flísalímið, því það er | ÖRUGGT og þjált í notkun. Fúgusement í litum. ' ALFABORG P BYGGINGAMARKAÐUR KNARRARVOGI 4 — SÍMI 686755 Landakoti og var þar fram á ellilíf- eyrisaldur, en giftist aldrei aftur. Ekki skorti ömmu biðlana eins og hún sjálf sagði við mig eitt sinn, stoltið uppmálað á sinn tignarlega hátt, en ég mun aldrei gleyma orð- um ömmu er við sátuin saman einu sinni sem oftar, er ég otaði að henni forvitni minni: „Elsku Guðbrandur minn, það getur enginn karlmaður fyllt rúm afa þíns.“ Þetta voru orð ömmu minnar um eilífa ást. Síðar og á öðrum stað kom til ömmu kona er spurði, „Þuríður mín, hvernig stendur á því að þú er allt- af svona slétt og falleg" og þessi amma mín svarar og reisti sig í stólnum: „Ég var svo vel gift.“ Það yrði of langt mál að telja upp allt það góða sem Þura amma mín hefur sagt um mig og gert fyrir mig, en þó vil ég minnast þess að ekki fór Guðbrandur Jónsson ber í leiðangurinn til Grænlands forð- um, þökk sé ömmu minni, það var dáðst að útliti íslenska lopans eins og hún amma mín hafði frá honum gengið, sokkar, peysur, vettlingar og treflar, íslensk menningararf- leifð, sem amma mín varðveitti í handavinnu sinni og lopapeysan góða var jafn góð í 40 stiga frosti í Grænlandi sem í 40 stiga hita í frumskógum Borneó er ég var þar. Já, íslenski lopinn hennar ömmu minnar hafði töframátt sem á sér engann líka. Hún amma Þura hefur staðið við heit þagnarinnar eftir lát drauma- prinsins, eiginmannsins. Amma mín, Þuríður Ámunda- dóttir og afi minn, Guðbrandur Gunnlaugsson, munu nú aftur sofa saman í einu rúmi, hlið við hlið að eilífu. Blessuð veri minning þeirra. Guðbrandur Jónsson. Elskuleg amma mín og nafna, Þuríður Ingibjörg Ámundadóttir, er látin í hárri elli, á 94. aldursári. Þrátt fyrir það að við höfum fengið að njóta hennar eins lengi og raun ber vitni er söknuður ininn við frá- fall hennar mikill. Amma Þuríður fæddist'á Kambi í Flóa 23. júní 1898, dóttir hjón- anna Ámunda Sigmundssonar, Jó- hannessonar frá Langholti í Ytri- Hrepp, og Ingibjargar Pálsdóttur, Guðmundssonar frá Keldum á Rangárvöllum. Amma ólst upp með foreldrum sínum í stórum, glæsilegum og glaðværum hópi systkina, en þau voru átta sem lifðu til fullorðins ára af ellefu börnum hjónanna. Oft var glatt á hjalla í Kambi, mikið sungið og gert að gamni sínu. En að sjálf- sögðu voru þau systkinin að þeirrar tíðar hætti alin upp við að láta vinn- una við hin daglegu bústörf, inni og úti, ganga fyrir öllu öðru. Efni munu ekki alltaf hafa verið mikil í Kambi, en þeim mun meira um hjartahlýju og góðvild, ekki síst gagnvart þeim, sem með einhveij- um hætti höfðu orðið undir í lífsbar- áttunni eða áttu við einhvers konar erfiðleika að stríða. 21. ágúst 1924 giftist amma Guðbrandi Gunnlaugssyni frá Há- koti í Flóa. Voru þau þá flutt til Reykjavkur, þar sem afi stundaði sjómennsku, en síðari árin eftir að hann hætti að stunda sjóinn vann hann lengst af hjá Reykjavíkurhöfn, þó síðast hjá málningaiverkmsiðj- unni Hörpu, þar til hann varð fyrir slysi 19. júní 1949 og lést af afleið- ingum þess viku seinna. Á þeim árum var það talið i'ullt verk fyrir sjómannskonu að vera heima og í landi til að hugsa um bú og börn, því sjómenn þeirra tíma voru mest í burtu frá heimili sínu allt árið og gátu lítið hugsað um börn sín og þá snúninga sem heyra til heimilis- haldi. Afi og amma eignuðust fjórar dætur sem allar eru á lífi en þeir eru: Laufey, húsmóðir, gift Berent Th. Sveinssyni, loftskeytamanni, þau eru barnlaus, Inga Þuríður, húsmóðir, gift Jóni Ó. Hjörleifs- syni, viðskiptafræðingi, þau eiga fjögur börn, Auðbjörg Lilja, full- trúi, var gift Guðmundi Steinbach, verkfræðingi, þau eiga tvær dætur, þau skildu og Jóhanna Guðbjörg, skrifstofumaður, gift Sigurði Þor- kelssyni, viðskiptafræðingi, þau eiga þijá syni. Barnabörnin eru níu og langömmubörnin eru fimmtán. Eftir lát afa varð amma að fara að vinna í fyrsta sinn utan heimilis, þá komin á sextugsaldur, fyrst á saumastofu hjá Föt hf. og síðan á Landakotsspítala, vakti þar yfir sjúklingum, og vann síðar við síma- vörslu. Átti hún þá eftir að koma sér upp íbúð á eigin spýtur í Stiga- hlíð 8 og búa þar á fjórðu hæð og annast um sig sjálf, þar til hún fór þrotin að kröftum fyrir 10 mán- uðum á elli- og hjúkrunarheimilið Grund þar sem hún lést. Amma var ákaflega vel gerð og heilsteypt kona bæði til orðs og æðis. Á sinni löngu ævi kynntist hún ógrynni af fólki og lagði alltaf allt út á besta veg, ég heyrði hana aldrei tala styggðaryrði um nokk- urn manna þau átta ár sem ég bjó hjá henni. Ommu féll aldrei verk úr hendi, hún var alltaf að og það eru margir, bæði börn og fullorðn- ir, sein hafa yljað sér í sokkum frá henni. Amma tilheyrði þeirri kynslóð íslendinga, sem upplifað hefur hvað örastar breytingar á íslensku þjóð- félagi frá upphafi byggðar í landinu, þeirri kynslóð, sem m.a. hefur lagt grunninn að því allsnægtaþjóðfélagi sem við búum í nú. Með þessari kynslóð hverfur mikill fróðleikur um lifnaðarhætti fyrr á öldinni og ég sakna þess stundum að hafa ekki haft tækifæri til að ræða meira við ömmu um bernsku hennar og uppvaxtarár í Flóanum. Að leiðarlokum þakka ég ömmu samfylgdina og allt sem hún hefur kennt mér. Guð blessi minningu Þuríðar Ingibjargar Ámundadóttur. Þuríður I. Jónsdóttir. lísadagar Fallegar flísar prýða hvert heimili. Þær eru ekki bara fallegar, heldur hka sterkasta efni á gólf og veggi, sem völ er á. Vi5 seljum næstu daga mikið af gólf- og veggfhsum á heimsþekktum öendum, með 10-50% afslætti. >1 iiniö Hvggingavell uiiíi. 25% úl og eiíirstöA\ ar í allí að 3 ár. % málninnar^ UJ pjúnDstan hf aki ranesi £ arma HAFNARFJRÐl M. METRO (MJÓDD Járn & Skip KEFLAVlK G.Á. Böðvarsson hf. li il*í 1*111ii11 SELFOSSI Grensásvegi 11 • Reykjavlk • Slmi 83500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.