Morgunblaðið - 24.09.1991, Page 47

Morgunblaðið - 24.09.1991, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 47 Hún naut þess að fylgjast með fjöl- skyldu sinni og afkomendum. Þó sjón og heyrn döpruðust var hugur- inn ætíð sá sami. Þá umhyggju sem hún sýndi samferðafólkinu fékk hún endurgoldna á ævikvöldinu. Síðustu æviárin dvaldi hún í Skjóli og naut þar góðrar umhyggju og daglega komu börn hennar í heimsókn. Kærleiksríku ævistarfi er lokið. Ég kveð ömmu mína með söknuði og þakklæti. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir Ein yndislegasta kona sem ég hefi þekkt hefur kvatt þennan heim. Að henni stóðu sterkir stofnar og hlaut hún að erfðum fjölbreytta hæfileika sem einkenndu allt henn- ar líf. Hinn 17. júlí 1909 giftist hún, þá 18 ára að aldri, Ásgeiri Torfa- syni verksmiðjustjóra á Sólbakka við Önundarfjörð og þar stóð heim- ili þeirra í áratugi. Þau voru glæsileg hjón í sjón og raun og á heimili þeirra ríkti sá menningarbragur að til fyrirmynd- ar var. Vegna mikilla umsvifa hús- bóndans og gestrisni hjónanna var afar gestkvæmt á heimili þeirra. Höfðingleg framkoma Ragnheiðar og hjartahlýja var með þeim hætti að engum gleymdist og lýsti sér ef til vill best í því hve annt henni var um þá sem stóðu höllum fæti í líf- inu. Hún fegraði mannlífið með til- veru sinni. Mér fannst flestir dagar vera sólskinsdagar þegar við Sólbakka- og Hvilftarbörnin vorum að vaxa úr grasi. Einnig var mjög kært með foreldrum okkar, á þessa vináttu bar aldrei skugga. Ragnheiður var mikil hamingju manneskja. Hún naut mikils ástríkis eiginmanns síns og sinna mörgu mannvænlegu barna og einlæga aðdáun þeirra sem þekktu hana best. En stærsta hamingjuuppsprettan var sú að henni sjálfri var í bijóst borin gjöf- in dýrmæta - kærleikurinn - sem ekki leitar síns eigin. Við systkinin kveðjum hana með dýpstu þökk og virðingu og sendum ástvinum hennar innilegar samúð- arkveðjur. Ragnheiður Finnsdóttir I dag verður kvödd í Neskirkju Ragnheiður Eiríksdóttir, sem lengst af bjó á Sólbakka við Flateyri í Ón- undarfirði, en útför hennar verður gerð frá Flateyrarkirkju á morgun. Tæplega fjórir mánuðir eru liðnir síðan ég átti með Ragnheiði yndis- lega stund á eitthundraðasta afmæl- isdegi hennar. Við því var búist að kallið færi senn að koma og þessi mikla sómakona kvaddi þennan heim á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykja- vík á jafn hljóðlátan hátt og ein- kenndi allt hennar fas og framgöngu á langri ævi. Ragnheiður Eiríksdóttir var fædd á Hrauni á Ingjaldssandi í Önundar- fírði 22. maí árið 1891 og foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Jóns- dóttir og Eiríkur Sigmundsson bóndi er þar bjuggu. Ragnheiður var ung að árum heit- bundin Ásgeiri Torfasyni, skipstjóra og síðar verksmiðjustjóra, ömmu- bróður mínum, en þau giftust árið 1909. Fyrsta hjúskaparárið dvöldu þau í Torfahúsi á Flateyri hjá Maríu Össurardóttur, tengdamóður Ragn- heiðar, en Torfi var þá látinn fyrir nokkrum árum. Árið 1910 fluttust þau ásamt Maríu að Sólbakka í stóra norska bjálkahúsið sem norski hval- veiðimaðurinn Hans Ellefsen hafði látið reisa þar. Ragnheiður og Ásgeir bjuggu á neðri hæð hússins, en bræður Ás- geirs, þeir Kristján og Ólafur, bjuggu á efri hæðinni. Skömmu síðar létu systur Ásgeirs, Guðrún, amma mín, og Ástríður Torfadóttir, reisa annað hús á Sólbakka og bjuggu þær þar ásamt fjórum börnum Guðrúnar, sem þá var orðin ekkja. Hús ömmu minnar var kallað „Litla-býli“ til aðgreiningar frá stóra Sólbakkahús- inu. Móðir mín og móðursystkini 61- ust því upp á sama bæjarhlaðinu og börn Ragnheiðar og Ásgeirs og mynduðust því á milli þeirra sterk bönd vináttu og frændsemi. Börn Ragnheiðar og Ásgeirs Torf- asonar voru: 1. Torfi, fæddur 1910, maki Valgerður Vilmundardóttir; 2. Ragnar, læknir, fæddur 1911, dáinn 1981, maki Laufey Maríasdóttir; 3. Eiríkur Þórir, fæddur 1913, dáinn 1921; 4. María, hjúkrunarfræðingur, fædd 1916, maki Gunnar Böðvars- son, dáinn 1966; 5. Haraldur, verk- fræðingur, fséddur 1918, maki Halld- óra Einarsdóttir; 6. Önundur, hag- fræðingur, fæddur 1920, maki Eva Ragnarsdóttir; 7. Sigríður Hanna, fædd 1923, maki Magnús Konráðs- son, dáinn 1983; 8. Ásgeir, lyfjafræð- ingur, fæddur 1927, dáinn 1973, maki Guðrún F. Magnúsdóttir. Hjá þeim Sólbakkahjónum áttu einnig skjól um lengri eða skemmri tíma Kristján, bróðursonur Ásgeirs, Carl, bróðursonur Ragnheiðar, og Ragnar Sigurðsson frændi hennar. Afkom- endur Ragnheiðar og Ásgeirs munu nú nálgast hundraðið. Þótt ég væri fædd í „Litla-býli“ nokkrum árum eftir að það var flutt frá Sólbakka niður á Flateyri þá eru margar af fyrstu og sterkustu endur- minningum mínum tengdar Ragn- heiði og hinu sérstæða húsi, Sól- bakkahúsinu. Þetta stóra tvílyfta bjálkahús með rannsóknarstofum, bröggum og verksmiðjuhúsunum er í minningunni sveipað einhverjum óræðum ævintýraljóma. Þarna lékum við okkur systkinin úti og inni við elstu barnabörn Ragnheiðar og Ás- geirs, börn Ragnars, sem bjuggu á efri hæðinni. Árið 1948 reistu Ragn- heiður og Ásgeir sér nýtt hús á grunni hins virðulega húss sem flutt var frá Sólbakka á fyrstu árum aldar- innar og hefur síðan staðið við Tjamargötuna í Reykjavík. Hans Ellefsen gaf J)að Hannesi Hafstein er hann varð Islandsráðherra og hef- ur húsið síðan verið nefnt „Ráðherra- bústaðurinn". í og við litla, nýja Sólbakkahúsið vestan við Sólbakkalækinn áttum við krakkarnir líka okkar dýrðarstundir. Þar áttum við löngum stórbú bak við hjallinn eða á hjallaloftinu. Við tókum þátt í heyskapnum með Ragn- heiði og Ásgeiri og Torfa, syni þeirra, eftir því sem aldur okkar og burðir uxu. Þegar stund gafst frá því að rifja eða raka.lékum við okkur gjarn- an saman í fjörunni neðan við bakk- ana innanvert við verksmiðjuna. Hápunkturinn var svo að sjálfsögðu að fá að taka þátt í að hirða heyið. Við krakkarnir stóðum á hlöðuloftinu og leystum reipin af sátunum og fengum svo að leika okkur í ilmandi töðunni fram á kvöld. Aldrei virtist Ragnheiði falla verk úr hendi og alltaf var hún við okkur krakkana hlý og þolinmóð. Hvers konar ræktun var henni hjartfólgið áhugamál og bar garðurinn hennar umhverfis nýja húsið þess glögg vitni. Mun Ragnheiður hafa þegið góð ráð frá frændkonu sinni, frú Hjaltlínu, ekkju sr. Sigtryggs Guð- laugssonar, skólastjóra Núpsskóla í Dýrafirði, en þau komu upp tijágarð- inum „Skrúð“ í hlíðinni innanvert við Núp. Garðrækt Ragnheiðar var ótrú- lega fjölbreytt. Hún skipulagði afar fallegt blómabeð framan við húsið og reyndar var blómarækt miklu víð- ar í stóra garðinum þar sem gömlu steinhleðslurnar frá tíma norska hvalfangarans settu sinn sérstaka svip á umhverfið. Tré og runnar voru til prýði og skjóls. Af þeim fengust afurðir í hinar bestu sultur. í mat- jurtagarði Ragnheiðar uxu rófur sem ekki áttu sinn líka, sætar og safa- miklar af fræi sem hún tók sjálf. Hvergi var rabarbarinn rauðari og bragðbetri. Og ekki má gleyma jarð- arbeijunum sem við krakkarnir fylgdumst af áhuga með á hveiju sumri. Við gáfum Ragnheiði skýrslur um ástand þeirra nokkuð reglulega og biðjum óþreyjufull eftir að fá leyfi hennar að tína þau og halda veislu. Ragnheiður var mikil hannyrða- kona og allt sem ég hef séð eftir hana ber vott um einstaklega góðan smekk og fagurt handbragð. Hún átti pijónavél og pijónaði nærföt, peysur og aðrar flíkur. Einnig pijón- aði hún í höndum, heklaði og saum- aði út. Allt fram á síðustu ár vann hún að einhverri fallegri handavinnu. Ég tel mig vera ríka að eiga eftir hana lítinn listilega saumaðan dúk sem hún saumaði og gaf mér þegar hún var komin á níræðisaldur. Þegar ég lít til baka finnst mér að við systkinin höfum ætíð verið með þegar eitthvað var um að vera á Sólbakka og veitingarnar sem Ragnheiður bauð þá upp á voru allt- af jafn ljúffengar og rausnarlegar. Á sumrin komu börn þeirra Ragnheiðar og Ásgeica, sem flest. voru búsett fyrir sunnan, gjarnan í heimsókn með maka sína og börn. Þau voru, að börnum Ragnars udnanskildum, flest nokkru yngri en við, og þetta setti alltaf svip á tilveruna. Einu sinni man ég að við fórum heill hópur frá Sólbakka á vörubílspaili í „lystitúr" inn í fjörð. Ragnheiður Eiríksdóttir var góð- um gáfum gædd og hún var afar trúuð kona og ræktaði sína trú af mikilli alúð og alvöru. Eftir að Ás- geir, eiginmaður Ragnheiðar, lést árið 1955 bjó hún áfram á Sólbakka méð Torfa syni sínum og fjölskyldu hans um nokkurra ára skeið, en árið 1964 fluttist hún með Hönnu dóttur sinni, Magnúsi Konráðssyni, eigin- manni hennar, og sex börnum þeirra til Reykjavíkur. Þar átti hún athvarf í ellinni umvafin umhyggju og hlýju sinna mörgu barna og barnabarna. Þegar ég hugsa um allt sem Ragn- heiður Eiríksdóttir hefur fyrir mig gert finn ég glöggt í hve mikilli þakk- arskuld ég stend við hana. Á tíræðis- afmæli hennar í vor bar ég henni kveðju frá syni mínum. eg bjóst þó ekki við að hún, sem átti orðið næst- um því eitthundrað afkomendur myndi eftir barni sem var henni þó ekki nákomnara, svo ég spurði hana hvort hún myndi eftir Kristjáni sem hefði svo oft verið í fóstri hjá Hönnu og Magnúsi. Þá brosti Ragnheiður og brosið tók af öll tvímæli um að hún vissi um hvern væri að ræða og kom þá í ljós að hún virtist vita allt um hans hagi. En svona var Ragn- heiður. Jafnvel þótt hún ætti hundrað ár að baki var hugsunin skýr og velvilji hennar samur og jafn, fram til hins síðasta fylgdist hún af áhuga með öllu sem gerðist innanlands jafnt sem utan, mönnum og málefnum. Ragnheiður náði háum aldri. Með henni er genginn einn síðasti fulltrúi kynslóða, sem lifðu eitt mesta breyt- ingaskeið í sögu landsins. í afskekkt- um dal sleit hún barnsskónum en þar höfðu líf og starfshættir senni- lega ekki tekið ýkja miklum breyting- um allt frá miðöldum. Hún lifði síðan öld umbyltinganna er leiddu til nú- tímasamfélagsins, þægindanna og tækninnar. eg þakka Ragnheiði fyrir allar gleðistundirnar sem ég átti í návist hennar. Bestu kveðjur sendi ég börn- um hennar, tengdabörnum og öllum ömmubörnunum. Jóhanna G. Kristjánsdóttir Ragnheiður Eiríksdóttir hefur leikið lokaþátt sinnar löngu og far- sælu ævi og tjaldið þétta er fallið. Við, sem erum hérna megin við það, sitjum eftir með söknuð í hjarta. Vitum þó mæta vel að hún hafði svo sannarlega skilað sínu þakkarverða, merka hlutverki með miklum sóma og glæsibrag, og þar með auðgað til muna líf svo ótal margra. Oft hef ég hugsað með þakklæti í huga til míns elskulega móðurbróður, Ásgeirs Torfasonar, fyrir að hafa einmitt Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. J BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími689070. valið sér Ragnheiði fyrir lífsföru- naut. Varla hefur hann samt árið 1909 verið að hugleiða hvað þetta brúðaival ætti eftir að verða skyld- mennum hans mikíls virði, ekki síst yngstu systur hans og hennar fjöl- skyldu síðar meir um langt skeið. Aðrir munu lýsa Ragnheiði nánar og æviatriðum hennar, en ég hef bara þörf fyrir að kveðja hana með þakklæti í huga, þó með eftirsjá, því ég veit fuilvel að enginn kemur í hennar stað. . Mín fyrstu kynni af henni voru frá Alþingishátíðarárinu 1930, þegar við fluttum heim að vestan, alla leið frá British Columbía, frá sól og sumar- gróðri í júnímánuði og fengum að fara vestur í Önundarfjörð. Grann- vaxinn, rauðhærð og freknótt telpa í þunnum silkikjól var svo sem ekki að kvarta þótt sólskinið í firðinum fagra gæfi henni tæplega nógan yl. En tanta Ranka, eins og við kölluðum hana að þeirra tíma vestfirskum sið, skynjaði strax að hún gat gefið af sinni hjartahlýju það sem á vantaði. Hún hafði bæði tíma og nægileg auraráð, þótt eigin barnahópur væri stór og mikil umsvif á heimili henn- ar, til að fara niður á Eyri, kaupa efni og sauma sjálf hlýjan kjól á kulvísu telpuna. En hún fór sínar eigin leiðir og keypti dökkrautt efni, sem í þá daga hafði verið forboðinn litur á alla rauðhærða og vann sér enn meiri hylli og dálæti þeirrar litlu. Hún var samt kannski engu síður að gleðja mágkonu sína, Sigríði, móður mína, en þær nutu báðar alla tíð gagnkvæmrar aðdáunar, kær- leika og vináttu. Annars var sama hver í hlut átti. Ragnheiður gat alltaf séð það besta eða skásta í fari hvers og eins, og dregið einmitt það fram í sviðsljósið svo að skjólstæðingur hennar, hver sem hann var, varð betur sáttur við sjálfan sig og umheiminn. Hennar móðurhjarta hafði nægilegt rúm fyr- ir miklu fleiri en bara eigin börn. En hún lét sér svo sannarlega ekki bara annt um börnin. Hún var jafn hlýr og skilningsríkur vinur þeg- ar komið var á unglings- og mann- dómsaldur. Alla tíð var hún hin sama kærleiksríka, fínlega fríðleikskona, en með árunum rann betur upp fyrir manni, hvað hún var auk þess góðum gáfum gædd, víðlesin og sjálfstæð í skoðunum, án þess nokkurn tíma að halda þeim svo stíft fram að af hlyt- ust deilur. Hún var alltaf jafn fáguð, hógvær en samt eftirtektarverð. Gestrisnin var mikil á heimilunum tveimur þar sem skyldmennin kæru bjuggu, á Litla-Býli og Sólbakka. k nematíma mínum á sjúkrahúsinu á Isafirði var það segin saga að reynt var með öllum ráðum að komast heim í Önundarfjörðinn og fá að gista á Sólbakka nóttina fyrir frídaginn. Aldrei virtist það vera til óþæginda, jafnvel þótt fleiri gestir væru fyrir. Nafna mín Ásgeirsdóttir vakti mig svo að morgni dags með ilmandi kaffi og fínasta bakkelsi, á bakka með hvítsaumaðri serviettu, og það var nú ekki lítil tilbreyting fyrir hjúkrunarnema að fá að njóta slíkrar þjónustu. Það upþsker hver sem hann sáir, er sagt, og það fékk Ragnheiður svo sannarlega að upplifa, ekki síst á sínu langa ævikvöldi. Eftir að hafa notið þess að fá að búa á heimili Hönnu, dóttur sinnar, í áraraðir, var hún svo heppin að komast á tíræðis- aldri inn á umönnunar- og hjúkrunar- heimili Skjól þar sem einnig var vel um hana hugsað. Hjúkrunarfræðing- ur hafði orð á því við mig, að það væri sérstaklega notalegt að hafa svona vistmann, sem fengi hvern einasta dag heimsókn ýmist barna, barnabarna og jafnvel langömmu- barna, svo og annarra vina og vanda- manna, sem öll reyndu að gleðj: hana á einn eða annan hátt. Húr kynntist því aldrei hvað það var ac' vera einmanna og yfirgefin og mætti vist hennar á Skjóli og ræktarsemin, sem allir sýndu henni, vera hið ákjós- anlegasta dæmi til eftirbreytni. Sá er sæll er góðs bíður, segir málshátturinn. Ragnheiðar hlýtur að bíða allt hið besta svo vammlaus og kærleiksrík, sem hún var alla æyi. Skáldið Jakob Jóhannesson Smári kunni svo snilldarvel að bera birtu þar, sem mörgum finnst rökkrið hylja framtíðarsýn. í síðara erindinu í ein- um af hans frábæru sálmum, segir hann: „Fagna þú sál mín. Lít þú víðlend veldi vona og drauma er þrýtur rökkurstiginn. Sjá hina helgu glóð af arineldi eiiífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól, er þessi er hnigin." María Pétursdóttir t Dóttir okkar, RUT ANSNES SIGURÐARDÓTTIR, lést 11. september. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför. Sérstakar þakkir faerum við starfsfólki gjörgaesludeildar Landspít- alans. Þórun Ansnes, Sigurður I. Björnsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR ÞÓRÐARSONAR, Bjarkarholti 3, . Mosfellsbæ. Lilja Guðjónsdóttir, Bryndís Sigurðardóttir, Kristin Karlsson, Ásdís Sigurðardóttir, Svanhildur Sigurðardóttir Vilhjálmur Sigurðsson, Lilja Huld Sigurðardóttir ...-------.WWW., Valgeir Sveinbjörnsson, Haraldur Erlendsson, Guðrún Sverrisdóttir, Hreinn Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. t Sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SIGURÐSSON fv. yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, Álmholti 16, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu að kvöldi föstudags 20. september. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. sept- ember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Hjartavernd. Brynja Óskarsdóttir, Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, María Skagfjörð Sigurðardóttir, Kolbrún Skagfjörð Sigurðardóttir, Jóhannes Skagfjörð Sigurðarson, Guðríður Skagfjörð Sigurðardóttir, Guðrún Skagfjörð Sigurðardóttir Margrét Zophonfasdóttir, Stefán Jónsson, Kári Gunnlaugsson, Birgitta Björnsdóttir, Bjarni Sigurðsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.