Morgunblaðið - 24.09.1991, Side 53

Morgunblaðið - 24.09.1991, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 53 Áfengismál: Alvarlegl ... Hefirðu farið í meðferð? Þess orð hljóma víða, alltof víða. En hvað er á bak við þau? Hvers vegna þarf í meðferð. Jú, til þess að stöðva sig á hálu svelli freistinga,' til þess að reyna að hressa við spillt og eyðilagt líf, til þess að reyna að njóta ein- hvers af því sem eftir er því lífi og bæta um það sem miður hefir farið. Það koma önnur orð á eftir: Hefði ég bara varað mig? Um meðferð er annars það að segja að hún hefði ekki þurft að eiga sér stað ef farið hefði verið eftir því sem við bindindis- menn erum að segja við þjóðina. Svona einfalt er það, Já, og ef Krist- ur hefði verið tekinn alvarlega. Ég las á æskuárum ævintýrið um ham- ingjuna. Hún kom við og bauð sitt en maðurinn athugaði tækifærið ekki fyrr en það var gengið framhjá. Þetta er reynslan og menn alltaf í sífelldri hamingjuleit og þó er hún nær en margur hyggur. Eg hefi aldr- ei skilið það þegar menn kaupa það dýrum dómum sem oftast nær dreg- ur þá niður í skítinn. Og ég hefi heldur aldrei skilið að fólk, sem hef- ir reynslu annarra daglega fyrir aug- um, skuli ana út í sömu vitleysuna. Og ennþá síður get ég skilið þá valdhafa sem á hveijum þegn þarf að halda í þágu ættjarðarinnar, að freista góðra starfskrafta með eitur- efnum og verða kannski eftir nokkur ár að reka þá úr störfum fyrir óreglu. Það er margt skrýtið í ríki náttúrunn- ar. Hefirðu farið í meðferð? Og hvert hefir þú þá leitað? Hefirðu leitað til þeirra stofnana sem segja við þig allt í lagi, þú kemur bara aftur ef þú villist? Ég var um daginn á samkomu hjá Samhjálp hvítasunnumanna að Hverfisgötu 42 í Reykjavík. Þar var hópur myndarlegs fólks fagnandi yfir hjálp Drottins til þeirra. Þar fékk ég að heyra mikinn vitnisburð, fram- burð manna sem Bakkus hafði sett fótinn fyrir. Manna sem mikla og örlagaríka reynslu höfðu að baki, manna sem höfðu oft farið í með- ferð, eins og það er kallað, á stofnun sem ýmsir hafa leitað til með misjöfn- um árangri. Líðan þeirra hafði verið slæm í dýflissu Bakkusar, þar þýddi ekki að fara í verkfall til að bæta kjörin. Og árin að baki voru ekki lif- uð upp á ný. Kaldur raunveruleikinn og ekkert annað. En þá kom Kristur í veg fyrir þá og beindi þeim aðra leið. Hann sem segir við okkur öll að hann sé vegurinn og nú stóð umhverfís þá hópur af vinum, stuðn- ingur á meðan menn fóta sig á nýjum vegi. Sjá, allt er orðið nýtt. Nýtt líf, kraftaverk án lyfja. Og nú gengur allt betur meðan hin myrku öfl ná ekki til að leggja þá aftur í svaðið. Við ræðum áfengis- vandamálið — böl þess og spillingu — vímuna sem daglega eyðileggur líf og framtíð hvers góðs manns og dugandi. Á sama tíma og talað er um fræðslu og fyrirbyggjandi að- gerðir leyfa menn sér að setja upp bjór- og spillingarbúllur hvar sem hægt er og gott ef næst verður ekki ein komin á Austurvöll og önnur í skrúðgarð Alþingis. Og sýnir ekki umgangur um hjarta Reykjavíkur- borgar árangur þessarar iðju um hvetja helgi? Er þetta það sem menn viija og telja til framtíðarheilla? Meðan svona hugsunarháttur rík- ir, hugsunin um gróðann, hvernig sem hann er fenginn, já, þótt hann sé keyptur blóðugum tárum, er ekki við góðu að búast. En hvenær vakn- ar þjóðin og hættir að rækta illgres- ið en leyfír heilbrigðu lífí að þróast til blessunar mönnunum? Árni Helgason wwwy* SPARIÐ • SETJIÐ SAMAN SJALF Sniðið cftir þinni hugmynd! asawsRmiSCájý B jöminn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sníða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Komdu með þína hugmynd til okkar - fagmenn aðstoða þig við að útfæra hana. BJORNINN BORGARTÚNI28 S. 6215 66 AMt fréwrá óftMrt/túsg Italska, spænska, enska, danska fyrir BYRJENDUR Upplýsingarog innritun ísíma 20236. RIGMOR HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ * Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? k Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? ■k Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? k Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst laugardaginn S. október. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og mörg önnur félög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOUNN CB 10 ÁRA mmt NÝKOMNIR Teg. 1104. Litur: Svart leður. Stædrir: 40-47. Verð kr. 5.950,- Ecco-skðr gæðanna vegna. Laugavegi41, s. 13570. Skóverslun Þórdar, Kirkjustræti 8, sími 14181. LACOSTE Kemuruppum þinn góða smekk! LAUGAVEGI 61 - 63 - SÍMI14519

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.