Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 7
jrmow < i . Tiri'oö-aQf|£k%fM^^^\mSIAVTU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 'tí 7 Ríkisbréf: Raunvextír rúm 18% hann ennfremur. Pétur sagði að þó ávöxtunin væri há nú þá værii peningarnir bundnir að lágmarki í þijá mánuði og maður vissi ekki hver raunávöxt- unin yrði fyrr en upp væri staðið og ljóst væri hver þróun útláns- vaxta bankanna yrði og verðbólgu. Þessi háa ávöxtun nú helgaðist af því að útlánsvextir bankanna væru mjög háir. „Þegar maður býr sér til ákveðna viðmiðun verður að halda í hana. Fjármagnsmarkaður gerir kröfu til þess að viðmiðunin sé nokkuð klár og það sé ekki alltaf verið að breyta henni. Stundum getur ávöxtunin verið óvenju há og stundum getur hún líka verið óvenju lág, ef bank- arnir gæta ekki samræmis milli vaxta og verðbólgu. Að mínu mati er það mjög góður kostur fyrir sparifjáreiganda í dag að kaupa rík- isbréf til næstu þriggja mánaða og mjög lítil áhætta því samfara,” sagði Pétur ennfremur. ber en þó eigi lengur en 3 mán- uði. Samkvæmt bráðabirgðatölum veiddust um 32.000 laxar á stöng og um 5.000 í net í ám og 5.000 í net í sjó, aðallega við Vestur- land. Alls endurheimtust um 130.000 laxar í hafbeit. Heildar- veiði á laxi á Islandi 1991 var þvi um 172.000 laxar. Aukning á heildarveiði er þvi um 30% frá fyrra ári. Stangveiði á nýliðnu sumri var um 3.000 löxum meiri en hún var 1990 sem er um 10% aukning. Stangveiðin 1991 var um 10% minni en meðalveiði áranna 1974- 1990 sem er 36.011 laxar. Neta- veiði í ám var mun minni en verið hefur undanfarin ár og munar mestu um upptöku neta úr Hvítá í Borgarfirði. Meðalnetaveiði i ám á árunum 1974-1990 var 16.832 laxar. Fjöldí endurheimtra laxa í haf- beit var 45% meiri en árið 1990 en þá endurheimtust 90.726 lax- ar. Aukning í hafbeit stafar af auknum fjölda slepptra seiða en endurheimtur í hafbeit 1991 munu hafa verið 2-3% af slepptum seið- um. Laxveiðin síðastliðið vor fór hægt af stað og hamlaði vatns- leysi veiði fram eftir sumri, einkum í smærri ánum. Nokkuð rættist úr samfara auknum rigningum síðsumars. LAXVEIÐITIMABILINU 1991 lauk 20. september síðastliðinn. Laxveiðitimabilið stendur ár hvert frá 20. maí til 20. septem- Á Vestfjörðum var mun meiri laxveiði en verið hefur áður. Lík- legast er hér um að ræða haf- beitarlaxa sem hafa villst. RAUNVEXTIR ríkisbréfa eru nú mjög háir samanborið við vexti á verðtryggðum bréfum eða rúm 18% þegar mið er tekið af hækkun lánskjaravísitölu um síðustu mánaðamót, sem var 0,28% frá fyrra mánði eða um 3,5% umreiknað til árshækkunar. Vextirnir eru nú 22% en þeir eru eftirágreiddir og taka mið af vegnu meðaltali útláns- vaxta bankanna. Pétur Kristinsson, framkvæmdastjóri Þjónustumið- stöðvar ríkisverðbréfa, segir að vextirnir séu svona háir vegna þess hve útlánsvextir bankanna séu háir. Sala á ríkisbréfum var hafin fyr- útistandandi á þessu lánsformi nú. 172 þúsund laxar veiddust á þessu ári ir um ári. Þau eru óverðtryggð að lágmarki 100 þúsund krónur og lánstími getur verið allt frá 3 mán- uðum til 3 ára eftir vali kaupenda. Vextir þeirra eru miðaðir við vegið meðaltal ársávöxtunar almennra útlána banka og sparisjóða sem Seðlabanki íslands reiknar út mán- aðarlega samkvæmt 2. mgr. 10. greinar laga nr. 25/1987 að frá- dregnu 1%. í október eru þessir vextir 23% og vextirnir því 22% þegar 1% hefur verið dregið frá. „Útlánsvextir banka eru mjög háir nú og þar með eru ríkisbréf fýsileg- ur kostur fyrir fjárfesta á skamm- tímamarkaði,” sagði Pétur. Hann sagði að um 300 milljónir væru Það hefði verið á bilinu 150-200 milljónir, en eftirspurnin hefði auk- ist hröðum skrefum að undanförnu. Aðspurður afhverju miðað væri við útlánsvexti banka og sparisjóða en ekki innlánsvexti þar sem ríkis- sjóður væri í samkeppni við innláns- stofnanir um innlán fólks, sagði Pétur að þetta hefði þótt góð viðm- iðun til að fá fólk til að binda fé sitt í nokkrun tíma á óverðtryggðum kjörum. Fyrst hefði verið miðað við 2% frádrag frá útlánsvöxtum en síðan hefði það verið lækkað í 1%. „Ríkissjóður þarf á peningum að halda og hann þarf að bjóða vel núna til að ná í þessa peninga vegna samkeppninnar við aðra,” sagði Það verður leikur einn ef þú ekur LANCER MEÐ SÍTENGT ALDRIF 4x4 Reykjavíkurborg: Myndbanda- leiga má hafa opið til 2 og 4 á nóttunni REYKJAVÍKURBORG hefur sent lögreglu tilkynningu um að myndbandaleigu í Faxa- feni, sem nýlega var að ákvörðun borgarráðs veitt leyfi til nætursölu án tíma- takmarkana, sé einungis heimilt að hafa opið til klukk- an 2 aðfaranætur annarra daga en laugardaga og sunnudaga þegar heimilt verður að hafa opið til 4 að nóttu. Borgarráð hafði veitt leyfi án tímatakmarkana til reynslu í hálft ár. í umsögn sinni um málið hafði lögreglustjóri óskað eftir sameiginlegri stefnumörk- un um opnunartíma áður en leyfið yrði veitt. Við afgreiðslu í borgarráði afði minnihluti borgaráðs látið bóka að rétt og eðlilegt væri að fallast á málaleitan lögreglu- stjóraembættisins. Meiri veghæð: Felgur 14" - Hjólbarðar 175/70 Meiri orka: 1800 cm3 hreyfill með fjölinnsprautun Þriggja ára ábyrgð - Verð kr. 1.286.400 e HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI695500 li 14 i kiil .£44111 i'IiLM'I.i í í í i l HVARFAKUTUR MINNI MENGUN A MITSUBISHI MOTORS l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.