Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 43
• MORGUNBEAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 áT Spurmng, Hollywood-mæðgumar Diane Ladd og Laura Dern, sem léku stór hlutverk í kvikmynd Davids Lynch, „Wild at Heart” eru nú sam- an í kvikmynd á ný, „The Rambling Rose”, en áður höfðu þær aðeins einu sinni leikið saman, fyrir flöl- mörgum árum, er Laura var lítil stúlka og lék lítið hlutverk. Móðir hennar Diane var þá stórstjarna, en féll nokkuð í skuggann í mörg ár. Hin síðari misseri hefur hún aftur skotist á kreik, sérstaklega eftir vasklega framgöngu sem geð- veik móðir í fyrrgreindri kvikmynd Lynch. Þær Diane og Laure eru miklir vin- ir, en Diane segir að þegar Laura var í uppvexti, hefði hún hugsað sér að halda henni frá kvikmynda- iðnaðinum. Laura hafði hins vegar fullan hug á því að fara í fótspor mömmu og raunar pabba líka, því faðir hennar er leikarinn þekkti Bmce Dern. Diane rifjar upp sam- tal þeirra mæðgna er Laura var aðeins 11 ára. Þá sagði hún við móður sína: „Þú segir alltaf að fólk eigi að gera það sem það gerir best. Mæðgurnar Laura og Diane. LEIKLIST um að binda hendur Ef ég væri flugefnilegur píanóleik- ari, myndir þú þá binda hendur mínar fyrir aftan bak og sjá til hvort ég hefði enn þá áhuga á að spila á píanó er ég væri orðin 18 ára? Diane svaraði þessu neitandi að sjálfsögðu og þá gekk Laura á lagið og grátbað móður sína að leyfa sér að reyna kvikmyndaleik og ef dæmið gengi ekki upp myndi hún leggja upp laupana og fara menntaveginn. „Ég ætlaði aldrei að vilja samþykkja þetta, en lét undan linnulausu suði í stelpunni. Öskraði loksins á hana, „allt í lagi!” í dag er ljóst að Laura átti fullt erindi í kvikmyndir og ég er glöð að málin æxluðust á þennan hátt.” Morgunbladid/Kári Jónsson Sumir sátu allan daginn og borðuðu ís. Þessar tvær Iétu sér nægja einn stóran og voru að klára. LAUGARVATN ísveisla í Tjaldmið- stöðinni á Laugarvatni Laugarvatni. að er árlegur viðburður að boðið er til ísveislu í Tjaldmið- stöðinni þegar hún hættir rekstri á haustin. Það verður uppi fótur og fit meðal nemenda skólanna sem mæta við skenkinn hjá Jónu og troða sig út af ís þar til ekkert er eftir. - Kári ÍÆ|r diamondwire briStle dartboard Up' CI8LE EN SISAL AVECfTýj FIL DE SECTION LOSANGÉE pílukastvörur í úrvali ESBI útilíFj Glæsibæ, sími 812922. í DAG OPNUM VID STÆRSTU FYRIR 15 ARUM OPNUÐUM VIÐ FYRSTU HUOMPLÖTUVERSLUN SKÍFUNNAR.. MEIRIHÁTTAR OPNUNARTILBOÐ ALLA HELGINA ÓVÆNTAR UPPÁKOMUR •LÚÐRABLÁSTUR OPIÐ ALLA HELGINA LAUGARDAGA KL. 10—16 SUNNUDAGA KL. 11 —17 S'K’ LF’A-N nnnMWM.in^ - _■ .«wum»wtI— lr LANDSINS...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.