Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 Ríkisendurskoðun um Atvinnutryggingasjóð útflutningsgreina; Sjóðurinn rekinn með 316 milljóna tapi á síðasta ári Ekki gætt nægilegrar varfærni við mat á veðhæfni fyrirtækja í ÁRSLOK 1990 námu lánveitingar Atvinnutryggingasjóðs útflutn- ingsgreina 8.665 milljónum kr. A afskriftareikningi útlána stóðu þá 411 millj. Bankainnistæður og verðbréf sjóðsins námu 207 millj. og aðrar eignir voru virtar á 10 millj. Samtals námu því eignir sjóðsins 8.471 millj. kr. Á sama tíma námu lántökur sjóðsins 8.512 millj. og skuldir við viðskiptamenn 28 millj. Eigið fé Atvinnutryggingasjóðs var því neikvætt um 69 millj. um áramót er hann var lagður niður og eignir og skuldbindingar færðar til atvinnutryggingadeildar Byggðastofnunar. Sjóðurinn var rekinn með 316 millj. kr. tapi á árinu 1990. Þetta er niðurstaða í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjárhag sjóðsins 1990. af útgefnum lánsloforðum sjóðsins eða um 30%. Fyriræki á Suðurlandi fengu 243 millj. og á Reykjanesi 296. Hins vegar fengu fyrirtæki í Reykjavík og á Norðurlandi vestra minnst í sinn hlut eða samtals rúm- lega 80 milij. Óvarfæmi sjóðsljórnar Á síðasta ári samþykkti Atvinnu- tryggingasjóður lánsloforð til 11 fiskeidisfyrirtækja að fjárhæð 285 millj. kr. Við lánveitingamar var tekið mið af ákvörðunum á stjórnar- fundi 15. mars 1990 varðandi tryggingar. Þar er við mat á veð- hæfni miðað við að farið verði upp í 90% framreiknaðs stofnkostnaðar stöðvar eða metins stofnkostnaðar ef afkastageta stöðvar og áætluð framlegð gefa tilefni til. Ríkisendur- skoðun gagnrýnir þetta og bendir á að stjórn sjóðsins hafi í upphafi sett sér þá almennu reglu að miða veðrými fasteigna við 70% af bruna- bótamati þeirra. „Því sýnist sem veðreglur þær er giltu um fiskeldis- stöðvar hafa verið verulega rýmri en þær sem giltu um aðrar fasteign- ir, sem sjóðstjórn samþykkti að taka ■ * Lánsloforð atvinnutryggingardeildar|l íárslok 1990 Fjárhæðir í milljónum króna Landshluti Sjávar- útvegur Ftskeldi Iðnaður Samtals Samtáls % Suðurland 1.356,7 276,0 22,9 1.655,6 20,0% Reykjanes 1.092,9 85,0 173,0 1.350,9 16,3% Norðurl. eystra JB18.3 ~30fp 271,0' 1.119,3 13,5% Vestfirðir 1.050,5 38,0 6,0 1.094,5 13,2% Austurland yi .044,7 0,0 0,0 1.044,7 12,6% Vesturtand 802,7 33,0 17,0 852,7 10,3% Norðurl. vestrajjj 635,9 20,0 42,5 689,4 8,4% Reykjavík 339,5 80,0 58,0 477,5 5,7% Samtals: 7.141,2 562,0 590,4 8.293,6 100,0% ÁHUGAVERT OG GEFANDI VERKEFNI FYRIR UNGT FOLK Rauðakrosshúsið er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. Við Rauðakrosshúsið er starfandi hópur sjálfboðaliða sem styður við bakið á innra starfi þess. Þátttakendur, sem eru á aldrinum 20-30 ára, skiptast á að vinna með starfsfólki á vöktum, stuttan tíma í senn, með því að sinna gestum á staðnum og utan hans, Gert er ráð fyrir að hver þátttakandi vinni u.þ.b. 5-10 klst. á mánuði. Við leitum að fóiki sem hefur örlítinn tíma aflögu og er tilbúið að taka þátt ,í krefjandi en gefandi sjálfboðastarfi. Námskeið fyrir nýja þátttakendur verður haldið helgina 18. og 19. okt. nk. Skráning og allar nánari upplýsingar veitir Hans Henttinen í síma: 622266, á skrifstofutíma. Skráningu lýkur miðvikudaginn 16. október. RAUÐ AKROSSH ÚSIÐ Tjamargötu 35, 101 Reykjavík. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS veð í. Ríkisendurskoðun telur að með þessu hafi stjórn sjóðsins ekki gætt nægilegrar varfæmi,” segir í skýrslunni. Bendir hún á að af alls 16 fisk- eldisfyrirtækjum sem hafi fengið lán á árunum 1989 og 1990 séu sjö nú orðin gjaldþrota. Telur Rík- isendurskoðun að stjórn sjóðsins hafi ekki tekið nægjanlegt tillit til skilyrða reglugerðar sem fyrirtæki verði að uppfylla til að koma til greina við lánveitingu eða skuld- breytingu hjá sjóðnum. Vanskil 294 millj. Útlán til hlutaijáraukningar námu í árslok 1.212 millj. og höfðu að mestu runnið til sjávarútvegsfyr- irtækja og aðila sem tengdust fisk- eldi. Ríkisendurskoðun bendir á að í mörgum tilfellum hafi tengdir aðilar bæði fengið lán til hlutafjár- aukningar og almenn skuld- breytingarlán. Bar lánþegum sjóðs- ins að greiða um 508 millj. í af- borganir og vexti á árinu en sam- tals innheimtust 214 millj. og námu vanskil 294 millj. í árslok. Vanskil hafa til þessa verið mest hjá sjávar- útvegsfyrirtækjum en Ríkisendur- skoðun telur að þau muni fara mjög vaxandi hjá fiskeldisfyrirtækjum. Á afskriftareikningi útlána standa 411 rnillj.^ sem svarar til 4,7% af útlánum. ítrekar Ríkisendurskoðun fyrri niðurstöðu sína um fjárhags- stöðu Byggðastofnunar að 1.760 millj. kr. af útlánum atvinnu- tryggingadeildar gætu tapast og því þurfi að auka framlög á afskrift- areikning um 1.350 millj. ♦ ♦ ♦ Læknafélag íslands: Sent bréf um ástandið í Króatíu Læknafélagi íslands hefur bo- rist bréf frá læknum í Króatíu þar sem farið er fram á að upp- lýsingum um ástandið í landinu sé komið á framfæri við rétta aðila. Bréfinu hefur verið komið til stjórnvalda og lækna. í bréfinu er ástandinu í Króatíu lýst og tekið fram að brotnar séu grundvallarreglur sem ættu að gilda í stríði. Meðal annars um að skjóta ekki á merktar sjúkrabifreið- ar. Beðið er um að upplýsingum um ástandið vérði komið til réttra aðila ef það yrði til þess að átökun- um linnti. Bréfið er birt í Frétta- bréfi lækna frá /l.október. Morgunblaðið/Þorkell Vagninn sem aka mun um austubæ og miðbæ er af gerðinni Mercedes Benz 0 309. Akstur lítils almenn- ingsvagns hafinn Tilraunaakstur með litlum almenningsvagni hófst í gær á leið A frá Hverfisgötu um austurhluta borgarinnar og miðbæinn. Rekstur vagnsins annast sérstakur verktaki á vegum Strætisvagna Reykja- víkur og er fargjald hið sama og með vögnum SVR. Vagninn, sem er 21 sæta vagn af gerðinni Mercedes Benz 0 309, er ekki í hinum hefðbundna gula lit SVR en verður rækilega merkt- ur fyrirtækinu. Hann mun aka um Hverfisgötu, Klapparstíg, Njálsgötu, Baróns- stíg, Egilsgötu, Þorfinnsgötu, Ei- ríksgötu, Njarðargötu, Bergstað- astræti, Skólavörðustíg, Banka- stræti, Lækjargötu, Skólabrú, Kirkjustræti, Aðalstræti, Hafnar- stræti og að Hverfisgötu. Þegar framkvæmdum við Vonarstræti lýkur mun hann aka þar, svo og í Suðurgötu og um Áðalstræti í stað Skólabrúar og Kirkjustrætis. Ekið verður frá stæði vagnsins neðst í Hverfisgötu á heilum og hálfum klt. frá kl. 10 til 16.30 mánudaga til föstudaga. Við- komustaðir eru 20 og tekur hver ferð 18 mínútur. Að sögn Harðar Gíslasonar, skrifstofustjóra SVR, verður til- raun gerð með akstur vagnsins í sex mánuði og þá metið hvort um áframhald verði að ræða. „Að hluta til er þarna um aukna þjónstu við íbúa austurbæjar að ræða en vagnar SVR hafa ekki getað ekið margar þær götur sem nýi vagninn mun aka, vegna þrengsla. Komi í ljós að þetta fyr- irkomulag gefist vel verður því haldið áfram en við munum jafn- framt leitast við að aðlaga það athugasemdum sem við fáum frá farþegum,” sagði Hörður í sam- tali við Morgunblaðið. Elías Hjörleifsson í Hafnarborg ELlAS Hjörleifsson opnar sína fyrstu einkasýningu á Islandi í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, laugardag- inn 12. október. Fyrir tveimur árum flutti Elías heim til íslands eftir 27 ára dvöl í Danmörku. Elías er að mestu sjálfmenntaður myndlistarmaður, en sótti námskeið í teikningu og grafík meðan hann bjó í Kaup- mannahöfn. Hann hefur einnig farið víða um Evrópu. Á sýningunni í Hafnarborg verða olíumálverk og myndir unnar með olíustifti og olíukrít. Lista- maðurinn lýsir myndefni verkanna þannig: „Flest verkin eru tengd íslenskri náttúru. Náttúran formar sig oft sem verur og því á hún stóra hlutdeild í verkum mínum.” Öll verkin á sýningunni eru unnin eftir heimkomuna til íslands. Elías hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í Damörku. Jlann tók þátt í sam- sýningu í FÍM-salnum Laugarnes- vegi 1979. Á liðnu.sumri tók hann þátt í myndlistarsýningu á Ilellu sem var liður í M-hátíð á Suður- landi 1991 sem menntamálaráðu- neytið stóð fyrir. Elías býr og stárf- ar á Hellu á Rangárvöllum. Sýningin í Hafnarborg verður opin frá kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga fram til 27. október. Elías Hjörleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.