Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 HEIMSMEISTARAMOTIÐ I BRIDS íslendingar bættu 30 stigum við forystu sína í úrslitaleiknum Yokohama, Japan. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðs- ins. ÍSLENDINGAR bættu við foirst- una í gær í úrslitaleik Heims- meistaramótsins í brids í gær. Þegar 128 spilum af 160 var lok- ið höfðu íslendingar skorað 338 stig gegn 258 stigum Pólverja. íslenska liðið spilaði í allan gær- dag eins og þeir sem valdið höfðu, og í hvert sinn sem Pól- verjar virtust ætla að ná sér á strik, voru þeir nánast barðir niður af íslendingunum. Undir lokin gerðu Pólverjarnir töluvert af mistökum og sýndu greinilega þreytumerki. „Pólverjar virðast hafa misst nið- ur einbeitinguna, sem gerði það að verkum að þeir tóku fleiri rangar ákvarðanir en við,” sagði Bjöm Eysteinsson fyrirliði íslenska liðsins eftir að spilamennskunni lauk í gærkvöldi. „En íslensku spilararnir hafa sýnt stöðugleika, haldið áfram að spila sinn brids, og ekki látið slá sig út af laginu, og það hefur verið ánægjulegt að sjá,” sagði hann. Það eru eðlileg viðbrögð þeirra sem hafa forystu í keppni, að verða varkárari og hætta ekki of miklu til. Slíkt er þó ekki íslensku spilur- unum að skapi, og þeir héldu áfram að spila þann stíl, sem reynst hefur þeim svo vel í þessu móti að leggja mikið á spilin, koma fljótt inn á sagnir ef ástæða var til, og taka því þótt andstæðingamir væm stöku sinnum að dobla þá. Menn hafa undrast taugastyrk spilar- anna, sérstaklega þar sem við- brögðin heima á íslandi hafa ekki farið leynt, en þeir virðast a.m.k. vera mun rólegri en þeir aðrir ís- lendingar sem em hér að fylgjast með mótinu í Yokohama. „Þeir em allir sammála um að styðja hver annan gegnum þykkt og þunnt. Þeir hafa sífellt orðið meira samstiga í því hvemig eigi að nálgast spilamennskuna og ætla að halda áfram að spila hart út leik- inn,” sagði Bjöm um þetta. Póiveijamir byrjuðu leikinn á fimmtudag eins og þeir höfðu endað hann kvöldið áður, og skoruðu stig í hveiju spili. Fyrir sjö spil var munurinn kominn niður í 16 stig. Margir töldu að nú-væru Pólveijarn- ir að taka leikinn í sínar hendur, Morgunblaðið/Guðmundur Hermannsson Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen sestir við bridsborðið í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu. Andstæðingar þeirra eru Pólverjarnir Gawrys og Lasocki. en þá greiddu Íslendingar Pólveij- um þungt högg. N/allir. Norður ♦ 98 ♦ 8 ♦ K875 ♦ Á109763 Vestur Austur ♦ K754 ♦ÁG10632 ♦ ÁKD9752 ♦ G10 ♦ D6 ♦ Á2 ♦ - +052 Suður ♦ D ♦ 643 ♦ G10943 ♦ KD84 .Vestur Norður Austur Suður Aðalst. Martens Jón Szyman. pass 1 spaði pass 2 lauf dobl redobl pass 2 tíglar pass 2 spaðar pass 2 grönd pass 3 lauf pass 3 tíglar pass 3 spaðar pass 4 lauf pass 4 hjörtu pass 7 spaðar pass pass pass Vestur Norður Austur Suður Lasocki Guðl. Gawrys Örn pass 1 spaði pass 2 hjörtu pass 2 spaðar pass 4 lauf pass 4 hjörtu pass 5 lauf pass 5 hjörtu pass 5 grönd pass 6 tíglar pass 6 spaðar pass pass pass Spilið var sniðið fyrir sagnkerfi Aðalsteins og Jóns. Tvö lauf settu biðsagnakerfið í gang og með re- doblinu sagðist Jón eiga 6 eða 7 spaða. 2 spaðar sýndu 6 spaða og 2 hjörtu, og 3 lauf sýndu 2 tígla og 3 lauf. 3 spaðar lofuðu 4 háspila- gildum, þar sem ás er 2 og kóngur 1 og 4 hjörtu sýhdu fyrirstöðu í spaða en ekki í laufi. Nú vissi Aðal- steinn að Jón ætti spaðaás og tígul- ás, og gat sagt alslemmuna með öryggi. Við hitt borðið virtist vestur aldr- ei komast að því, að austur ætti sex spaða og gafst þess vegna upp í hálfelemmunni. Island græddi 13 stig á spilinu en í úrslitaleik kvenna- flokksins spiluðu bæði lið 6 spaða. í næsta spili fengu Pólveijar enn þyngra högg. A/enginn. Norður ♦ ÁG5 ♦ ÁG62 ♦ D ♦ D9743 Vestur Austur ♦ D876 ♦ 1093 ♦ K10984 ¥75 ♦ Á642 ♦ 1097 ♦ ♦G10652 Suður ♦ K42 ♦ D3 ♦ KG853 ♦ ÁK8 Vestur Norður Austur Suður Lasocki Guðl. Gawrys Öm pass 1 grand dobl redobl pass pass 2 hjörtu dobl 2 spaðar pass pass dobl a.pass Lasocki doblaði sterka grandið hans Amar til að sýna hálit eða lágliti. Guðlaugur setti doblvélina í gang, og Pólveijamir fóm úr ösk- unni í eldinn, þegar þeir breyttu 2 hjörtum í 2 spaða. Vörnin hjá Erni og Guðlaugi var miskunnarlaus. Öm spilaði út spaða á gosa Guð- laugs sem skipti í tíguldrottningu. Gawrys drap með ás í borði og spilaði meiri tígli sem Örn tók með gosanum. Síðan tóku NS ás og kóng í spaða og spiluðu fríslögunum sínum og Gawrys fékk aðeins einn slag á tropm til viðbótar. 6 niður og 1.400 til íslands. Við hitt borðið komust Pólveijara í 6 lauf, sem fóru 1 niður og ísland græddi 16 stig. ísland vann fyrstu lotu dagsins 45-18. Nú áttu Islendingarnir 56 stiga forskot, og það var ljóst að Pólveij- amir yrðu að fara að grípa til ein- hverra ráða. En það vom íslensku spilaramir sem komu á hlaupum inn á völlinn í næsstu lotu. Þetta var annað spilið í lotunni: A/NS. Norður ♦ 975 ♦ Á107 ♦ ÁK3 ♦ K763 Suður ♦ ÁKD8 ♦ KG ♦ 10874 ♦ Á82 Vestur Norður Austur Suður Öm Balicki Guðl. Zmudz. 2 hjörtu dobl 3 hjörtu dobl pass 4 spaðai pass 4 grönd pass 5 lauf pass 6 spaðar a.pass Vestur ♦ 10632 ♦ D3 ♦ DG92 ♦ DG4 Austur ♦ G4 ♦ 986542 ♦ 65 ♦ 1095 Það var ekki að sjá að Guðlaugur væri að veija tæplega 60 stiga for- ystu. Hann opnaði á 2 hjörtum, sem sýndu veik spil, og annað hvort hjarta eða spaða eða tígul. Sagn- kerfið hans gerir þó varla ráð fyrir að spilin séu svona veik. En þetta varð til þess, að Pólveijamir gátu lítið rannsakað spilið, og norður hélt eðlilega áfram í slemmu eftir að suður bæði úttektardoblaði og stökk í geimið eftir svardobl norð- urs. Þótt Öm spilaði út hjarta- drottningunni var slemman óvinn- andi. Við hitt borðið fengu Jón og Aðalsteinn að segja í friði, og þegar þeir stoppuðu í 3 gröndum fengu Islendingar 13 stig. Jón Baldursson lék stórt hlutverk í þessari lotu og mörgum þótti nóg um sagndirfskuna. Hann átti einu sinni ♦1072 ♦á ♦KDG7652 +Á4. Enginn var á hættu, og Pólveijinn honum á hægri hönd opnaði á 1 hjarta. Jón stökk í 3 tígla til hindr- unar, en næsti Pólveijinn sagði 3 hjörtu sem voru pössuð til Jóns. Þar sem hann átti hámark fyrir sögn sinni doblaði hann nú til út- tektar sem Aðalsteinn passaði nið- ur. Jón tók tvo slagi á tígul, þegar Aðalsteinn átti ásinn, og skipti í laufás og meira lauf. Aðalsteinn átti kónginn og spilaði þriðja laufinu sem Jón trompaði með fjarkanum sínum. Aðalsteinn fékk síðar tvo slagi á tromp, svo spilið fór 500 niður. „Baldursson var snillingur í þessu spili,” sagði Billy Eisenberg, annar aðalskýrandinn á sýningar- töflunni en Pólveijarnir sáust á sjónvarpsskerminum horfa hvor á annan með uppgjafasvip. Pólveijamir unnu samt lotuna með einu stigi, 38-37. í þriðju lot- unni tókst þeim síðan að minnka muninn um 7 stig með því að vinna hana 38-31. Þar munaði mest um slemmu sem Guðmundur Páll tap- aði en Zmudsinski vann. Guðmund- ur reyndi að vinna spilið eftir flók- inni leið, sem ekki gekk, meðan Pólveijinn spilaði á kóng til að búa til 12. slaginn og ásinn var réttur. Síðasta lota fimmtudagsins byij- aði með 13 stiga sveiflu til Islands,' þegar Gawrys fgr niður á 5 laufum sem Þorlákur vann. Pólveijarnir náðu þessum stigum smátt og smátt til baka, en þá kom enn eitt höggið. Norður ♦ G1082 ♦ 32 ♦ Á865 ♦ G95 Vestur Austur ♦ 9 ♦ KD6 ♦ K5 ♦ G1074 ♦ 10742 ♦ KDG9 ♦ K107432 ♦ D8 Suður ♦ Á7543 ♦ ÁD986 ♦ 3 ♦ Á6 Landsbókasafnið: Skrá yfir skrif erlendra manna um land og þjóð Landsbókasafnið hefur gefið út skrá yfir rit erlendra manna um ísland og íslendinga. Skráin er tekin saman af dr. Haraldi Sigurðsyni og nefnist ísland í skrifum erlendra manna um þjóðlif og náttúru landsins. Elstu ritin í skránni eru frá frá því á 16. öld en þau yngstu frá árinu 1974. í tilefni af útgáfunni hefur verið sett upp sýning á allmörgum ferðabókum erlendra mann í andyri Landsbókasafnsins við Hverfisgötu. Sýningin mun standa yfir í nokkrar vikur og er öllum fijáls aðgangur að henni á opnunartíma safnsins, mánudaga til föstu- daga kl. 9-19 og laugardaga kl. 9-12. Haraldur hóf heimildaröflun fyrir um 40 árum en meðan hann vann á Landsbókasafninu 1946 til 1978 var verkið að nokkru leyti unnið á vegum þess. Aðspurður sagði Har- aldur að elsta bókin í skránni væri skrökvsaga um ferð tveggja ítala um Norðurhöf um 1300. Tilgangur- inn með útgáfu bókarinnar hefði verið að sanna að Feneyingar hefðu verið á undan Genúabúanum Kólum- busi að finna Ameríku. Bókin var gefin út 1558. Af öðrum gömlum ferðasögum má nefna ferðabók Dithrhar Bleeken sem gefin var út í Hollandi árið 1607. „Sú saga er fræg fyrir að vera ein mesta níð- og lygasaga sem skrifuð hefur verið um Island en guð má vita hvort ekki er margt rétt sem í henni stendur,” sagði Haraldur. Hann sagði að í mörgum eldri bók- anna væru sagðar ótrúlegar sögur af ævintýrum ferðalanga á íslandi. „í einni þeirra eftir Frakkann La Martiniere frá árinu 1671 segir til dæmis af því þegar höfundurinn kemur til Húsavíkur og fer þaðan á stað sem hann -kallar Kurbar sem gæti verið Kirkjubæjarklaustur. Þar sest hann á Skjóna, ríður að Heklu og klifrar upp fjallið þar sem hann lendir í skelfilegum ógnum. Má þar nefna eldgang, svarta myrkur og drunur sem ætluðu að æra hann.” Sannleiksgildi ferðabókar Hol- lendingsins Zorbdrager frá 1720 er meira. Hann segir meðal annars frá því þegar hann kemur til Húsavíkur og Reykjahverfis þar sem hann hyggst sjóða sér kjöt í hver en hver- inn fer þá að gjósa. Smám saman urðu ferðabækur um ísland vísinda- legri og tímamót urðu þegar Ferða- bók Eggerts og Bjama kom út árið 1772 en að sögn Haraldur er hún ein fyrsta bókin sem ekki byggir meira og minna á hleypidómum um ísland. Heimildir sínar sækir Haraldur í bókakost Landsbókasafnis, Náttúru- fræðisfofnunar,: Seðlabankans og annarra safna. Morgunblaðið/Sverrir Haraldur Sigurðsson og Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður. .dyfiOI ib’iöv nlBgísl úoi.Jii*fl úf íii ii 'iuíiJintnsv o.óó go iíilxöMíií

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.