Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 -W (i€£AAI10 > tt/)nnjcx& ki/orb er- þe.ttcL. i/a.tns- pumpct*t- eia, siereöprsejamar.« Er þetta frá kjötkveðjuhá- tíðinni í Rio de Janero? Hann skynsamur? Kjaftæði. Hann nær því ekki frekar en við ... HÖGNI HREKKVISI l< AT TA R 1 E> l. Var Adam ættfaðir okkar? í sagnfræðibókinni „Frá sam- félagsmyndun til sjálfstæðisbar- áttu”, eftir Lýð Bjömsson segir: „Virtir erlendir fræðimenn hafa haldið þeirri skoðun á loft, að ijóm- inn af norsku þjóðinni hafi flutt til Islands.” Þetta staðfestir það er ég sagði í síðustu grein minni, laugardaginn 5. október. Enn- fremur segir: „Ættfræði virðist hafa verið mikilsvirt grein, enda voru miklir hagsmunir bundnir við skyldleika.” Þetta styrkir það að við getum rakið ætt okkar til for- feðranna og formæðranna til að þekkja uppruna okkar betur. En ég gapti í forundran, þegar ég las eftirfarandi: „...Haukur lög- maður Erlendsson, annar aðalhöf- undur Landnámu, leggur á sig að rekja ætt sína til Adams. Til- greindir eru 85 ættliðir, allir nafn- greindir, og í þeim hópi eru ýmsir fornkappar og goð.” (bls. 43). Fróðlegt þætti mér að upplýsa þjóðina um þessa ættrakningu, því með því erum við komin með þráð frá íslandi nútímans og til Adams og Evu í Paradís. Það myndi ég kalla Paradísar- heimt. Biblían, sem fyrir mér hef- ur verið lögbók, sagnfræðirit og trúarrit fjarlægrar fornmenningar í Austurlöndum nær, er þá skyndi- lega orðin hið „þjóðlegasta” rit, um upprunalega ættfeður okkar. Er lífið ekki einkennilegt á stund- um? Með þessu væri fyllilega ástæða til að gefa út biblíuna á 1000 ára afmæli kristnitökunnar í vandaðri endurþýðingu, eins og stendur til. Yrði hún Jiá eflaust lesin af sama kappi og Islendinga- sögur forðum. Myndi fólk þá e.t.v. spá í hvort þar væru forfeður þeirra að hrópa út í eyðimörkinni. Vitneskja mannkynsins um uppruna sinn er gagnleg. Með því skiljum við að við erum öll ein fjöl- skylda og byggjum eina jörð. Þetta er ekki síst nauðsynlegt, á þessum síðustu og verstu tímum, þegar Saddam Hussein dreymir um að eignast kjarnorkusprengju. .. og nota hana. Er hann kannski frændi okkar eftir allt saman? Hann seg- ist rekja sig í beinan legg til Nebúkadnesar konungs í Babýlon. Sögnin um Adam og Evu beinir athygli okkar að því að í upphafi var friður á jörð. Lífið var Para- dís. Á þessari eyju okkar hér, norð- ur í hafi, má skapa Paradís. Hér er enginn her. Við getum haldið okkur utan við eijur stórþjóðanna og lifað í ró og spekt. Við höfum hreint loft, láð og lög; laus við mengun stjórþjóðanna og laus við stóriðju að mestu. Við höfum jarð- hita, sem hitar híbýli okkar og gefur okkur stórkostleg tækifæri til ylræktar, eins og Eden í Hvera- gerði, svo og Perlan í Öskjuhlíð. Veljum þessa leið. Með því stefn- um við í velferð allra, bæði nú og komandi kynslóða. Rafn Geirdal. Textaafskræmi Sjónvarpsins Styr stendur nú um tilrauna- sendingar Ríkissjónvarpsins á svo- kölluðu textavarpi. Er það að von- um, því svo mikil afbökun verður á íslenskri stafsetningu textans í flestum sjónvarpstækjum að öld- ungis óviðunandi verður að telja. Sendingar þessar eru því sannkall- að afskræmi. Nýbyijaður útvarpsstjóri hefur látið fara frá sér greinargerð, sem birtist á tveim (!) stöðum í Morgun- blaðinu 5. október s.l. Hún er skrif- uð á nokkuð uppskrúfuðu máli en í henni felst þó ótvírætt sú mikla þversögn, að framkvæmd til- raunarinnar sé ótæk vegna ofan- greindra annmarka. Engu að síður verði henni haldið til streitu, enda sé aðeins um byrjunarörðugleika að ræða! Hætt er við að þeir örðugleikar geti orðið æði langvarandi á mörg- um heimilum því ending sjónvárps- tækja er 10 - 15 ár og búnaður til breytinga þannig að óbrengluð móttaka náist er dýr. Útvarps- stjóri tekur fram, að sending textavarpsins sé nú þegar tækni- lega fullkomin, en flest sjónvarps- tæki ekki. Það má því líkja tilraun- um þessum við að reyna að saga í sundur járnbút með trésög eða fara í beijatínslu með boxhanska á höndunum. Margir hafa áhyggjur af erlend- um áhrifum á íslenskt mál, einkum enskum. Það læra börnin sem fýr- ir þeim er haft og full ástæða til að ætla að umrætt afskræmi verði einmitt til þess að stafsetningar- kunnáttu fari hrakandi frá því sem nú er. Mun þó vart á bætandi. Hinn undarlegi málflutningur útvarpsstjóra ber óþægilegan keim af vinnubrögðum, sem lengi hafa tíðkast hjá ráðamönnum austan- tjalds: Vandamálinu er drepið á dreif með langdreginni skrúð- mælgi en úrbætur látnar sitja á hakanum. Það er ekki ónýtt, eða hitt þó heldur, að horfa á íslenskan texta með enskri stafsetningu í ríkis- sjónvarpinu og hlusta á „American top forty” á ómengaðri ensku í einni útvarpsstöðinni. Er það furða þótt íslenskan eigi í vök að veij- ast? Reynir Eyjólfsson. Víkveiji skrifar Víkveija barst eftirfarandi bréf frá Þór Jónssyni í Stokk- hólmi, vegna veiðisögu, sem birtist hér í dálkinum fyrir skömmu: xxx * gæti Víkjveiji. í tilefni af sænskri veiði- sögu sem þú raktir í Morgunblaðinu 3. október sl. datt mér í hug að vekja athygli þína á svipuðum at- burði sem átti sér stað heima á íslandi. Frá honum er sagt í bók- inni Skyttur á veiðislóð, sem er safn viðtala sem undirritaður og Eggeit Skúlason, fréttamaður á Stöð 2, tóku. Hér eiga í hlut Steingrímur Her- mannsson, fv. ráðherra, norskur ónafngreindur félagi hans, Sverrir Scheving Thorsteinsson, jarðfræð- ingur, og Sverrir Patursson, fær- eyskur veiðimaður frá Kirkjubæ, en þeir fóru fjórir til hreindýraveiða norður í land. Ég gríp niður í miðja frásögn Sverris Scheving á blaðsíðu 174 í téðri bók: „Dýrin tóku stefnu út í vatnið og þar á meðal kýrin, sem við höfðum áður sært. Einungis kálfurinn lá eftir hreyfingarlaus á bakkanum. Þá sá ég þau viðbrögð, sem ég aldrei gleymi og lærði mikið af. Dýrið var komið á sund og eina sem upp úr vatninu stóð var blár herða- kistillinn og nasirnar. Fyrr en varði hafði Norðmaðurinn svipt sig klæð- um og stungið sér til sunds í ískalt vatnið. Hann synti dýrið uppi á skammri stundu og náði taki á því í sama bili og það gaf upp öndina. Norðmaðurinn synti svo með hrein- dýrið dautt í land. Þetta var firnmikið afrek. Það er ekki annað hægt en að dást að svona hreystimönnum.” Þessi saga er samskonar og sú sænska. Að vísu á Skandinavíubúi í hlut, en ekki íslendingur. En úr því skal snarlega bætt og er viðeig- andi í framhaldi af lokaorðum þín- um um að ekki sé hægt að mæla með því að ákafír skotveiðimenn íslenskir eltist við ijúpu og gæs á haf út. XXX Magnús Kristjánsson, skrif- stofumaður í Vík í Mýrdal, skaut fjórar gæsir að haustlagi í brunafrosti og norðankalda við Dyrhólaós. Þær hröpuðu allar í ós- inn (bls. 175): „Þar lagði ég frá mér haglabyssuna, spennti af mér skotbeltið og óð út í sjó með miklum gusum. Hér mátti engu muna. Fyrsta gæsin var innan seilingar, og náði ég henni strax, án þess að læki vatn í klofstígvélin. Verra var, þegar ég teygði mig eftir þeirri næstu. Þá vildi ekki betur til en svo, að ég steig fram af stalli og var skyndilega staddur í mittisháum sjó. Það var ákaflega ónotlegt, en nú skipti minna máli að vökna. Ég óð þess vegna eftir síðustu fuglun- um, en þá hafði rekið lengra út, og voru um það bil tíu metrum frá mér. Tæplega átti ég von á að enn myndi dýpka. Fyrr en varði hrasaði ég þó aftur niður um hæð á botnin- um. Nú stóð ekki annað en höfuðið á mér upp úr vatninu, og ég óð í axlir í ísköldum sjónum. Ég saup hveljur og hallaði höfðinu aftur til að súpa ekki meiri sjó. Vart gat ég blotnað meira en orðið var, og lyfti þess vegna fótunum af botninum og synti síðasta spölinn á eftir gæsunum . . . Ég var blautur frá hvirfli til ilja. Eg skilaði af mér fengnum, byssu og skotfærum og ætlaði að fara úr gegnsósa úlp- unni. Það reyndist þá ekki vanda- laust, því að hún var orðin beinfreð- in. Hún stóð af sjálfri sér upp við bílinn.” Með kærri kveðju.” XXX Víkveiji þakkar Þór Jónssyni þessar ágætu veiðisögur. Seinni sagan styrkir Víkveija í þeirri trú, að menn eigi ekki að láta ákafann hlaupa með sig í gön- ur, enda.hefði getað farið illa fyrir þessum ákafa gæsaveiðimanni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.