Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 i • • ^ Ragnar Onundarson framkvæmdastjóri hjá Islandsbanka: Þurfum ekki að auka útlán- in og lækkum því ekki vexti Landsbanki íslands lækkar vexti um 2-3% en lækkaði ekki um mánaðamótin „Ástæðan fyrir því að við lækkum ekki vextina núna er að við þurfum ekki að auka okkar útlán, en við gerum ráð fyrir að þeir sem eru að Iækka vextina miðað við okkur hlutfallslega vilji auka sín útlán og hafi lausafjárstöðu til þess,” sagði Ragnar Önundar- son, framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka, aðspurður hvers vegna bankinn lækkaði ekki vexti 11. október, eins og sparisjóðirnir og Búnaðarbanki íslands gerðu í framhaldi af lækkun um mánaðamót- in. Landsbankinn lækkar vexti á innlánum um 3% og á útlánum um 2%, en hann lækkaði ekki um mánaðamótin. Útlánsvextir ís- landsbanka og Landsbanka íslands eru nú 1-3% hærri en hjá spari- sjóðunum og Búnaðarbankanum. Ragnar ítrekaði þa_ð sem hann hefur sagt áður að íslandsbanki stefndi að því að það yrði jafn- vægi milli ávöxtunar verðtryggðra og óverðtryggðra liða þegar litið væri yfír árið í heild. Óverðtryggð- ir liðir hefðu borið lægri vexti framan af árinu heldur en svaraði til þess útkomu á verðtryggðum liðum, þar sem verðbólgan hefði orðið meiri en ráð var fyrir gert. Nú væri verið að jafna þennan mun og þeir litu svo á að það væri eðlilegt. Hverjar málsástæður sparisjóðanna væru gæti hann ekki sagt til um, enda yrðu þeir að svara fyrir um það. Aðspurður sagði hann að það yrði ekki frek- ari tíðinda að vænta af vaxtabreyt- ingum hjá bankanum fyrr en með nýrri lánskjaravísitölu og nýrri verðbólguspá seinnihluta mánað- arins. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, sagði aðspurður um afhveiju bankinn lækkaði ekki vextina meira að bankinn hefði yfírleitt verið leið- andi um vaxtaákvarðanir en það væri ekki nauðsynlegt að hann væri það alltaf. Það væri mikil einföldun að horfa á vaxtaákvarð- amir í þessum eina punkti, það þyrfti að skoða þær í samhengi og yfír stærra tímabil. Þessi mál væri til stöðugrar endurskoðunar í bankanum. VEÐUR í DAG kl. 12.00 , 5o, ||1 WMmjljÍr I íý-f 'V’T-' '' V't '■ V,, - Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.151 gær) VEÐURHORFUR I DAG, 11. OKTOBER YFIRLIT: Við strönd Grænlands vestur af Vestfjörðum er minnk- andi 993 mb lægð sem hreyfist lítið en yfir Suður-Skandinavíu er 1026 mb hæð. SPÁ: Fremur hæg sunnan- og suðvestan átt um allt land. Smáskúr- ir eða slydduél suðvestan og vestanlands en annars staðar úrkomu- laust eða úrkomulítið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGÁRDAG: Norðan- og norðvestan gola eða kaldi og skúrir eða smá slydduél um vestanvert landið, en hægviöri og að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum. Híti 1 til 3 stig. HORFUR Á SUNIMUDAG: Austan og norðaustan átt, fremur hæg. Smáslydduél á Vestur- og Norðvesturlandi en úrkomulítið annars staðar. Hiti 0 til 2 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # * * * * * * Snjókoma * * #. \ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V H — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —I- Skafrenningur Þrumuveður m / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti voður Akureyri 12 skýjaö Reykjavík 6 súld Björgvin vantar Helsinki 13 þokumóða Kaupmannahöfn 15 þokumóða Narssarssuaq 2 léttskýjað Nuuk 0 slydduél Ósló 12 alskýjað Stokkhólmur 11 þokumóða Þórshöfn 9 skýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 18 mistur Barcelona 25 mistur Berlfn 21 mistur Chicago 6 léttskýjað Feneyjar 18 þokumóða Frankfurt 14 þokumóða Glasgow 13 mistur Hamborg 20 heiðskírt London 18 mistur Los Angeles 23 heiðskírt Lúxemborg 18 skýjað Madríd 12 rigning Malaga 18 rigning Mallorca 26 léttskýjað Montreal 10 skýjað NewYork 14 skýjað Orlando 21 alskýjað París 23 skýjað Madeira 19 skúr Róm 25 léttskýjað Vin 15 mistur Washington 13 þokumóða Wínnipeg 6 alskýjað Vaxtalækkanir banka og sparisjóða LANDSBANKI ÍSLANDS 30.09 1.10 11.10 30.09 1.10 11.10 30.09 1.10 11.10 30.09 1.10 11.10 30.09 1.10 11.10 Forvextir víxillána □21 ,o% □ 21,0% Alm. skuldabréfalán (B flokkur) | 19fl% .. 22,0%| HM 4,0% ISLANDSBANKI \ 7,0% 7,0% A mennar spairisjóðsbæki r 20,0% Forvextir víxillána ] 20,5% □ 19,0% □ 19(0% Alm. skuldabréfalán (B flokkur) 30.09 1.10 11.10 30.09 1.10 11.10 30.09 1.10 11.10 30.09 1.10 11.10 30.09 1.10 11.10 30.09 1.10 11.10 30.09 1.10 11.10 BUNAÐARBANKI islands 1] 4,0% II 4,0% I 6,0% Almþnnar sparisljóðsbækur j 19,5% □21,0% □ 21,0% Forvextir víxiliána J 20,5% i9k)% 117,5% Alm. skuldabréfalán (B flokkur) 2U25%1 m íh8k*»sæ% . .i □ 5,5% ■ 1 4,i >% SPARISJÓÐIR : e’ffí nnar sparis I 18,25' óðsbækur 20,0% % Forvextir víxillána m 17,5% i m 16,5% I ] 20,5% Alm. skuldabréfalán (B flokkur) □ 6,5% 3,5% 5 4,0% Almennar sparisjóðsbækur _J 18,0% 117,0% □21,0% 10 15 20% Morgunblaðið/KG Skoðanakönnun Gallups fyrir Vinnu- veitendasamband íslands: Meirihluti með þjóðarsátt áfram í góðu samræmi við mína tilfinningu fyrir afstöðu fólks segir forseti ASÍ UM 70% þeirra sem afstöou taka eru fylgjandi því að samið verði á hliðstæðán hátt og samið var í þjóðarsáttasamningunum en 30% andvígir, að því er fram kemur í skoðanakönnun sem Gallup á ís- landi hefur gert fyrir Vinnuveitendasamband íslands. Tæplega 40% aðspurðra tóku ekki afstöðu. Þeir sem voru fylgjandi voru áfram spurðir hvort þeir væru fylgjandi hliðstæðum samningum þótt því fylgi litlar eða enga launahækkanir og svöruðu 72% því játandi, 19% voru á móti og 9% voru óákveðnir. Frá niðurstöðunum er skýrt í október fréttablaði VSÍ. „Þetta er í góðu samræmi við mína tilfinningu fyrir afstöðu fólks. Það sem kemur mér eiginlega mest á óvart er hversu margir taka ekki afstöðu. Það má hins vegar segja að það kunni að vera eðlilegt í þess- ari gjörningahríð sem nú gengur yfírað fólk missi dálítið áttir,” sagði Ásmundur Stefánsson, forseti AI- þýðusambands íslands aðspurður um niðurstöður könnunarinnar. „Ég er ekki í neinum vafa um að menn telja að það sem gert var með samningunum í fýrra hafi ver- ið skynsamlegt og það er nokkuð almennt mat að það hafi tekist bet- ur en gert var ráð fyrir, þó auðvit- að sé líka dálítitll hópur sem er óánægður,” sagði hann ennfremur. Ásmundur sagðist þess fullviss að stór hluti fólks vildi halda áfram á sömu braut og halda sömu markmið í heiðri og í þjóðarsáttar- -sámningumíiö..Þáð.þýddi:að fólk - gerði kröfu til þess að kaupmáttur- inn yxi en minkaði ekki. „Þetta sýnir að fólk er meðvitað um að kauphækkunin sem slík ákvarðar ekki kaupmáttinn. Hann ákvarðast af stöðunni í heild, ekki síst af verð- bólgunni.” Úrtakið í könnuninni var 1.000 manns og fengust 702 svör. Spurt var: „Á næstunni verður gengið til kjarasamninga. Ert þú fýlgjandi eða andvíg(ur) því að samið verði á hlið- stæðan hátt og gert var í þjóðar- sáttarsamningunum í febrúar 1990.” Ekki kom fram marktækur munur á afstöðu opinberra starfs- manna og í einkageiranum. 72% fólks á aldrinum 16-24 ára tekur ekki afstöðu til áframhaldandi þjóð- arsáttar en fylgið eykst eftir því sem aldurinn færist yfir og er tæp 93% hjá elsta aldurshópnum 60-75 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.