Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 27 Morgunblaðið/KGA Davíð Oddsson flytur stefnuræðu sína á Alþingi. Að baki honum situr Salóme Þorkelsdóttir, forseti Alþingis. Iferð ,ndi auka arðsemi atvinnulífsins og skapa svigrúm fyrir betri lífskjör. Sósíalisminn er fátæktarstefna A undanförnum misserum höfum við orðið vitni að pólitísku fjörbroti kenningakerfís sósíalismans. Þessi hugmyndafræði hefur ráðið örlögum hundruða milljóna manna um allan heim og haft gífurleg áhrif á stjóm- málaumræður, einnig hér á landi. Ríkisrekstur og miðstýring eru hvar- vetna á undanhaldi og reynsla síðustu þriggja ára hér á landi ætti að sannfæra menn um að þau megin- sjónarmið, sem orðið hafa ofan á annars staðar, eigi einnig við hér á landi. Hvarvetna í grannríkjum okk- ar hafa þeir flokkar, sem áður boð- uðu ríkisafskipti og ríkisforsjá, horf- ið frá þeirri stefnu og færa sér nú ' í nyt ótvíræða yfírburði markaðsbú- skapar. Þessir flokkar hafa viður- kennt að sósíalisminn, með kenning- um sínum um hlutverk ríkisvaldsins, hefur orðið undir í hugmyndabarátt- unni og reynst vera fátæktarstefna. Þessa fátæktarstefnu boða helstu forystumenn stjómarandstöðunnar á íslandi þó enn, þrátt fyrir að aðgerð- ir þeirra á síðustu áram hafí leitt til versnandi lífskjara. Undir yfírborði stjómmálanna tak- ast á tveir meginstraumar sem ég vil lýsa með eftirgreindum hætti. Annars vegar eru þeir sem halda því fram að orsakir eymdar og volæðis sé að fínna í ranglátu þjóðfélags- kerfí sem mismuni og komi í veg fyrir að menn fái notið sín. Flest félagsleg og stjómmálaleg vandamál megi leysa með því að innleiða rót- tækar lausnir á ríkisins vegum og smíða nýtt þjóðfélag. Stórkostleg- asta nýsmíði af þessu tagi er nú hranin til granna í Ráðstjómam'kj- unum. Hér í þessum sal sitja ennþá menn sem bundnir vora þessum dauðu kenningum óijúfanlegum böndum, en vilja nú ekkert af fortíð sinni vita. Hins vegar era hinir sem ekki eru eins ginnkeyptir fyrir ein- földum lausnum. Þeir líta svo á að maðurinn sé ófullkominn og seint takist að leysa öll mannleg vanda- mál. í stað þess að gera sér mynd af þúsund ára ríki treysta þeir því að í samskiptum borgaranna verði smám saman til samskiptareglur um það sem má og ekki má í mannlegum samskiptum og að þær lausnir, sem þannig fínnast, séu haldbetri en gervilausnir kenningasmiðanna. í þjóðfélagi eins og okkar kemur oftrúin á mátt skipulagshyggju fram hjá talsmönnum stjómarandstöðunn- ar sem hafa tilhneigingu til að leysa deilur og önnur vandamál með laga- setningum og reglugerðum og með því að færa valdhöfum aukin völd. Sífellt fleiri svið mannlífsins eigi að lúta boðum og bönnum, en að sama skapi verði dregið úr því að þjóðfélag- ið þróist áfram á grundvelli sjálf- sprottinna reglna og samskipta fólks í milli. í stað þess að leita lausna eftir eðli tiltekins vandamáls gætir tilhneigingar til að leysa öll vanda- mál með lagaákvæðum og reglu- gerðafyrirmælum. Seint virðist mönnum koma í hug að þessi aðferð geti jafnvel aukið á vandann. Víða um lönd leita menn leiða til að grisja skóg laga og reglugerða. Umræðu hefur skort hér á landi um þessi efni þar sem ástandið er litlu betra en annars staðar. Allt fram á sjöunda áratug þessar- ar aldar einkenndist íslenskur þjóðar- búskapur af sjónarmiðum skipulags- hyggju. Atvinnulíf landsmanna var háð höftum og leyfisveitingum þar sem meginreglan var sú að allt væri bannað nema það væri sérstaklega leyft af stjórnvöldum. Viðreisnar- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokkp réðst, í stórkostlegar kerfís- breytingar þar sem þjóðfélagið var fært í átt til þess frjálsræðis sem lyft hafði lífskjörum annarra þjóða á Vesturlöndum fram til þess tíma. Þjóðin naut ávaxtanna af breyttum stjórnarháttum og því voru viðreisn- arárin eitt mesta framfaraskeið í sögu þjóðarinnar. Þegar syrti í álinn undir lok sjöunda áratugarins höfðu menn skynsemi og áræði til að mæta aðsteðjandi vanda með almennum aðgerðum, þannig að hagur þjóðar- innar fór batnandi á ný. í upphafí ræðu minnar lýsti ég þvi hvernig síðasta ríkisstjóm tók á efnahagsvanda þjóðarinnar, þ.e. með því að sökkva þjóðinni dýpra í skulda- fenið þegar afleiðingar aðgerða hennar blöstu við. Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks hefur einsett sér að taka á vandanum sem við blasir í íslensku efnahags- og atvinnulífí og vilji forystumanna þessara flokka stendur til þess að milli þeirra takist eins traust sam- starf og var á milli flokkanna á við- reisnarárunum. Mikið liggur við að dreginn sé réttur lærdómur af reynslu undanfarinna ára og þeim misheppnuðu tilraunum sem gerðar hafa verið til nýsköpunar í atvinnu- málum. Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin hverfa frá fátæktar- stefnu Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags í fyrri ríkisstjóm. Tak- mörkun ríkisumsvifa, ráðdeild í opin- berum rekstri og markvissari upp- bygging velferðarkerfisins eru þar lykilatriði. Velferð íslendinga verður að standa á varanlegum grunni. Þann grunn verður að treysta. Meginmarkmið að stöðva vöxt útgjalda Ríkissjóður hefur verið rekinn með halla um langt árabil. Auk skatta- hækkana hefur verið gripið til óhóf- legrar lántöku til að mæta þeim rekstrarhalla. Nú er svo komið að vextir og afborganir af lánum ríkis- ins nema um 17% af áætluðum heild- artekjum ríkissjóðs á árinu 1992. Stór hluti skuldanna er neysluskuldir og skuldir vegna misheppnaðra fjár- festinga sem draga úr hagsæld þjóð- arinnar þegar til lengdar lætur. Mönnum á því ekki að koma á óvart að meginviðfangsefni ríkis- stjórnarinnar í ríkisfjármálum er að stemma stigu við vaxandi útgjöldum ríkissjóðs. Það er staðfastur ásetn- ingur ríkisstjórnarinnar að ná jafn- vægi í ríkisfjármálum, draga úr ríkisútgjöldum og skapa með því skilyrði fyrir lækkun skatta er fram líða stundir. Gera má ráð fyrir að heildarútgjöld ríkissjóðs á árinu 1991 nemi um 30% af landsframleiðslu og hefur það hlutfall farið hækkandi á u iulanförnum árum. Nauðsynlffi£ig að sporna við og stöðva sjálfvirka útþenslu hins opinbera. Ríkisstjórnin hyggst auka aga og ráðdeild í opin- berum rekstri. ítreka verður ábyrgð stjórnenda opinberra stofnana og fyrirtækja á rekstri þeirra og af- komu. Ríkisstjórnin mun vinna að sam- ræmingu á skattlagningu eigna og eignatekna. í því felst mismunun að tekjur sem fólk aflar sér skuli ekki allar skattlagðar með sambærilegum hætti. Skattheimta verður einfölduð og efld með því að breikka og af- marka skattstofna og fækka undan- þágum í því skyni að lækka skatt- hlutföll og þar með skatta. Fram- kvæmd skattalaga verður bætt. Skattlagning fyrirtækja verður sam- ræmd því sem gerist með samkeppn- isþjóðum. Hugað verður að samræm- ingu neysluskatta við það sem gerist í öðrum Evrópuríkjum. Til að langvarandi árangur náist í ríkisfjármálum verður markvisst unnið að kerfísbreytingum í opinber- um rekstri. Þessar breytingar felast í nýrri skilgreiningu á verkefnum og verksviði ríkisvaldsins. Ríkið mun hætta afskiptum af atvinnurekstri þar sem einstaklingum og fyrirtækj- um er betur treystandi til að skila árangri. Markmiðið er að breyta hag- kerfinu með því að færa verkefni og rekstur frá opinberum aðilum, en treysta og bæta jafnframt þá þjón- ustu sem samstaða er um að ríkis- valdið eigi að hafa með höndum. Þannig verður íslenskt hagkerfi losað úr viðjum pólitískrar ofstjórnar. Þessar ráðstafanir miða að því að farið sé vel með það fé sem þjóðin leggur í sameiginlegan sjóð. Ríkisstjórnin mun selja ríkisfyrir- tæki og fela einkaaðilum verkefni og þjónustu að undangengnum út- boðum, auk þess sem hagrætt verður í rekstri hins opinbera. Sérstakt kapp verður lagt á að selja þau ríkisfyrir- tæki sem notið hafa óeðlilegrar sam- keppnisaðstöðu í samanburði við annað atvinnulíf í landinu. Sölunni verður auðvitað þannig hagað að ekki komi til röskunar á íslenskum fjármagnsmarkaði. Einnig hefur ríkisstjórnin einsett sér að breyta ýmsum opinberum stofnunum og fyrirtækjum í hlutafélög er verði, a.m.k. fyrst um sinn, í eigu ríkis- valdsins, en hlutabréf í þeim verði síðan seld. Þessi fyrirtæki og stofn- anir eiga að starfa við sambærileg skilyrði og önnur fyrirtæki, enda gildi um reksturinn almennar bókhalds- og skattareglur. Kostnaðarþátttaka eykur hagkvæmni Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og ■ <4þýðuflokks_mim^anda^v9nð^um_ afkomuöryggi og jafna tækifæri og lífskjör landsmanna. Margar þær aðferðir, sem beitt hefur verið til að ná settum velferðarmarkmiðum, t.d. í húsnæðismálum, bera þess glögg merki að þær eru frá þeim tíma er lífskjör landsmanna voru mun lakari en þau eru nú og hvorki aðferðirnar né sjálf markmiðin hafa verið endur- metin með tilliti til breyttra að- stæðna. Slíkt endurmat er löngu orð- ið tímabært. Jafnframt því sem útgjöld ríkis- sjóðs til flestra þátta velferðarkerfís- ins hafa vaxið hafa verið lagðar á hann skuldbindingar sem þjóðin fær vart risið undir til lengdar. Sem dæmi um þetta má nefna að gert er ráð fyrir að lífeyrisskuldbindingar A-hluta ríkissjóðs muni í árslok 1991 nema um 54 milljörðum króna um- fram iðgjaldagreiðslur. Óhjákvæmi- legt er að tekist verði á við vanda af þessum toga án tafar. Að öðrum kosti stefnir í svo mikla örðugleika að grundv’elli velferðarþjóðfélagsins er hætta búin. Ríkisstjórnin mun treysta stoðir velferðarkerfisins og tryggja að það geti þjónað tilgangi sínum um ókom- in ár. Nauðsynlegt er að nýta betur sameiginlegt ráðstöfunarfé lands- manna og gera velferðarþjónustu hins opinbera skilvirkari, m.a. með hóflegum greiðslum fyrir veitta þjón- ustu án þess að skertur sé hagur þeirra sem erfiðast eiga. Kostnaðar- vitund almennings og opinberra starfsmanna verður virkjuð í því skyni að hafa hemil á útgjöldum og beina þeim að forgangsverkefnum. Reynsla grannþjóðanna sýnir að kostnaðarþátttaka neytenda eykur hagkvæmni í rekstri og umsýslu hins opinbera. Markviss ráðstöfun þess fjár, sem rennur til velferðarmála, er forsenda þess að styðja megi fjöl- skyldur og einstaklinga sem verða fyrir áföllum í lífsbaráttunni. Það er umfram allt þeirra vegna sem skil- greina verður á nýjan leik markmið og leiðir velferðarkerfísins og laga það að samfélagi nútíðar og framtíð- ar. Einnig mun atvinnulífíð í landinu í auknum mæli standa straum af kostnaði við rekstur þeirra stofnana er veita því þjónustu og upplýsingar. Markaðslausnir farsælastar Aðgerðir til eflingar atvinnulífí landsmanna munu miða að því að viðhalda stöðugleika í efnahagsmál- um og tryggja atvinnu- og afkomuör- yggi launafólks. Til þess verður að búa fyrirtækjum og einstaklingum slík skilyrði að áræði og framkvæði fái notið sín og að þeir sem reka fyrirtæki sín skynsamlega og af hag- sýni uppskeri samkvæmt því. Með stefnu sinni í efnahags- og atvinnu- málum vill ríkisstjómin skapa for- sendur fyrir varanlegri uppbyggingu í íslensku atvinnulífí og er þess full- viss að markaðslausnir séu farsæl- astar til að tryggja fyrirtækjum vöxt og viðgang. Ríkisstjórnin leggur áherslu á ráðstafanir til að efla inn- lendan hlutafjármarkað. Fjárfesting- arlánasjóðum verður fækkað og þeim breytt í sjálfstæð hlutafélög eða starfsemi þeirra færð til annarra fjár- málastofnana. Ríkisbönkum verður einnig breytt í hlutafélög. Haldið verður áfram að rýmka gjaldeyris- reglur svo að innlend fyrirtæki hafí ekki lakari aðgang að fjármagni en erlendir keppinautar. Rýmkun gjald- eyrisreglna og aukin samkeppni, er fylgir í kjölfar frekari opnunar íslensks lánamarkaðar, mun stuðla að lækkun vaxta hér á landi. Aukin alþjóðleg samkeppni á íslenskum lánamarkaði er ein for- senda þess að raunvextir lækki. Áður var vikið að áhrifum mikillar eftir- spurnar ríkissjóðs eftir lánsfé á vaxtastigið. Þótt halli á ríkissjóði hafi þannig veruleg áhrif eru önnur atriði ekki síður mikilvæg. Má þar nefna að almennir lántakendur eiga erfítt með að fara út á erlendan lána- markað og þess vegna fá innlendar lánastofnanir ekki það aðhald frá erlendri samkeppni sem nauðsynlegt er. Einnig hefur það veruleg áhrif að stórum hluta af lánsfé er beint til forgangsútlána, t.d. með lánum lífeyrissjóða til húsnæðiskaupenda. Allt hefur þetta leitt til þess að láns- fjáreftirspurn er meiri en sparnaður landsmanna stendur undir. I upphafi síðasta áratugar, þegar vaxtafrelsi var innleitt, var það forsenda að bankar hefðu ekki samráð um i... yaxtjjiákyarðanir.. ’ 'Sofikumí .jhefur fækkað verulega síðan, auk þess sem þeir hafa hagsmuna að gæta í öðrum fjármálastofnunum og því er hætt við að þær veiti þeim ekki þá sam- keppni, sem annars mætti búast við. Þessar staðreyndir setja mark sitt á síðustu vaxtaákvarðanir bankanna. í bréfi, sem ég ritaði Seðlabankan- um 6. september sl., varaði ég við því að í skjóli takmarkaðrar sam- keppni geti verið hætta á að bankar hækki vexti á einum tíma til að vega upp tap á öðrum. Á virkum markaði yrðu bankarnir að byggja ákvarðanir sínar á efnahagslegum forsendum. í þessu felst áð vextir hér á landi geta verið aðrir í lengri eða skemmri tíma en virkur markaður leiddi til. Engum blöðum er um það að fletta að slíkt getur haft óheppilegar afleiðingar í för með sér fyrir þróun efnahags- mála. I umræddu bréfí hvatti ég Seðlabankann til að beita ráðstöfun- um á sviði peningamála til að stuðla að vaxtaþróun sem væri í samræmi við hagsmuni efnahagslífsins í heild. Einnig að bankinn freistaði þess að veita lánastofnunum það aðhald sem skortir vegna ófullkominna markaðs- aðstæðna. í því efni er ekki verið að mæla með handaflsaðgerðum of- stýringarmanna. Viðfangsefnið verð- ur að nálgast með svipuðum hætti og tíðkast í öðrum löndum og innan þeirra marka sem aðstæður hér ieyfa. Ríkisstjórnin mun gaumgæfa vandlega hvort skynsamlegt sé að tengja gengi íslensku krónunnar við myntkerfi Evrópulanda með það aðG. markmiði að auka hér stöðugleika í efnahagsmálum og laga íslenska hagkerfið að þeim breytingum sem átt hafa sér stað á efnahagslegu umhverfi landsins. Ljóst er að áður en til slíks getur komið þurfa að eiga sér stað umfangsmiklar breytingar í gjaldeyrismálum og starfsemi Seðla- bankans á því sviði. Bættar samgöngur eitt helsta framfaramál landsbyggðar Á fréttamannafundi sl. vor lýsi^* formaður Framsóknarflokksins yfír því að byggðastefna þess flokks hefði bragðist. Vegna þeirrar stefnu hafa íbúar heilu byggðarlaganna þurft að sætta sig við að afkoma þeirra og búsetuöryggi væri komið undir póli- tískum duttlungum miðstýringar- valdsins. Við svo búið verður ekki lengur unað. Undirstöðuatvinnuveg- um þjóðarinnar verður að búa sann- gjörn kjör, stöðugleika og heilbrigð rekstrarskilyrði. I því felast mikil- vægustu hagsmunir landsbyggðar- innar og í rauninni sú eina byggða- stefna sem duga mun þegar horft er til lengri tíma. Ríkisstjórnin mun greiða fyrir að- lögun landsbyggðarinnar að breytt- um atvinnuháttum og markaðsskil- yrðum. Vaxtarsvæði verða efld með bættum samgöngum og aukinni sam- vinnu sveitarfélaga og fyrirtækja innan þeirra. Þrátt fyrir óhjákvæmi- legan samdrátt á mörgum sviðum leggur ríkisstjórnin til raunhækkun framlaga til vegamála á næsta fjár- lagaári sem nemur um 8 hundraðs- hlutum. Þar með er mörkuð sú stefna hennar að bættar samgöngur séu eitt helsta framfaramál landsbyggð- arinnar. Einnig mun ríkisstjórnin vinna að því að færa ríkisstofnanir út á land. I heimi vaxandi landþrengsla og mengunar verða æ verðmætari þau íslensku náttúrugæði sem felast í hreinu og heilnæmu lofti, hreinú vatni, kyrrð og fögru og ósnortnu landslagi. Þessum verðmætum hefur ekki verið sýnd tilhlýðileg nærgætni og virðing. Landið hefur blásið upp og spillst. Brýnt er að hamla gegn ofbeit og vaxandi mengun. Fjöldi einstaklinga og félagasamtaka hefur unnið ötult starf á sviði umhverfis- og gróðurverndar og skógræktar. Þessi þróun og stóraukinn áhugi al- mennings á útivist og umhverfísmál- um er til marks um breyttar áherslur og hugsunarhátt. Ríkisstjómin vill stuðla að endur- heimt landkosta og leggja sitt af mörkum til að almenningur geti óhindrað notið tómstunda og útivist- ar í hreinu og fögru landi. Umhverfis- mál eru nú meðal brýnustu velferðar- mála mannkyns. Ríkisstjómin mun taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi um umhverfísvemd, ekki síst þeim þáttum er varða hagsmuni landsins Sjá bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.