Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 „ Að koma sér upp svikamyllu” eftirÁrna Gíslason Á dögunum birtist eftir mig grein í Morgunblaðinu, _sem ég kallaði Eignatilfærslu Islandssögunnar. Ástæðan fyrir því að ég sendi nú frá mér aðra grein eru þau miklu viðbrögð sem ég hef fengið við greininni, ásamt ýmsu sem komið hefur fram í umræðunni um fisk- veiðistjórnunina á seinustu dögum. Fyrst er til að taka mikil ótíðindi um ástand fiskistofna hér við land. Ofan á allt annað verður nú að skera verulega niður veiðiheimildir. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Forstjóri Granda birtist á skjánum og sagði: Flýta verður hagræðing- unni eins og kostur er (lesist: Hrað- ari eignatilfærslu. Við verðum að fara að fá Stokkseyri. Meitilinn norður í land.) Formaður LÍÚ: Eitt- hvað hefur mistekist (Nú!). Það verður að loka meiripartinum af miðunum fyrir sunnan land. Hann bætti svo við daginn eftir á neyðar- fundi í Þorlákshöfn, þar sem íbúar Árborgarsvæðisins börðust með kjafti og klóm fyrir því að meiri- hluti lífsviðurværisins yrði ekki sendur norður yfír heiðar (í nafni hagræðingarinnar!): Ég sný ekki til baka með lokunina fyrir Suður- landi, og er sammála hagræðingar- stefnu. Mitt í öilu kraðakinu kom svo frétt í sjónvarpinu frá Noregi um að Norðmenn, sem fylgjast vel með þróun fiskveiðistjórnunar hér, þyrðu ekki lengur svo mikið sem að líta í átt til íslands um fyrir- mynd að fiskveiðistjórnun. (Var það furða!!!) Þetta sem Islendingar væru að gera, ylli þvílíkri byggðaröslyin, ranglæti og mismunun að engu tali tæki. Sérstaklega bentu þeir rétti- lega á að verð á framseljanlegum kvótum, með rétti til eignfærslu og afskrifta, væri orðið með ólíkindum. Það atriði sem hvað mesta at- hygli vakti í fyrri grein minni, var spurningamerkið sem ég setti við allar sölur undanfarið á hlutabréf- um í útgerðarfyrirtækjum á marg- földu nafnverði, og að áætlanir næðu út yfir gildistíma núverandi kvótalaga. Allt sem ég sagði í fyrri grein minni var byggt á umræðunni undanfarið ásamt viðræðum við menn sem til þekkja og þá sérstak- lega endurskoðendur. Ég rölti svo niður í Fjárfestingar- félag og gekk skömmu seinna út þaðan með bækling undir hendinni: Útboðslýsing vegna sölu hlutabréfa, Skagstrendingur hf. Nú skal það strax tekið fram, að þó svo að út- boð Skagstrendings verði tekið hér fyrir, eru sjálfsagt fleiri útboð af svipuðum toga sem ég hef ekki séð. Ég vil líka taka fram, að allt er þetta sjálfsagt löglegt og fer fram „eftir settum leikreglum”. Ég fór að glugga í báeklinginn. Fyrst leit ég á ársreikning fyrir 1990. Þar gefur að líta glæsilegar tölur um góða eiginfjárstöðu, góðan rekstur og tvo góða togara sem gætu um ókomin ár malað gull áfram, án þess að kaupa eitt ein- asta kíló af kvóta í viðbót. Eitt stakk þó í augun: I eignum eru færð veiði- réttindi undir liðnum Aðrir fastaíj- ármunir; fyrir rúmar 129 milljónir, sem höfðu framreiknaðar verið í ársbyijun um 147 milljóniren síðan afskrifaðar um rúmar 18 milljónir (gott á skattinn!!!). Ég kem að þessu atriði síðar í greininni. Snúum okkur þá að hlutafjárút- boðinu. Samkvæmt útboðinu er nú í smíðum fýrir félagið nýtt skip í Noregi. Áætlað smíðaverð er 900 milljónir (guð láti á gott vita á þess- um síðustu og verstu tímum áætl- anagerða !!). Þetta er gert þó svo að kaupa megi sambærileg skip fyrir brot af þessu verði af bönkum eftir nauðungaruppboð, t.d. í Fær- eyjum. Á bls. 4 undir liðnum Starfsemi stendur neðst: Skagstrendingur hf. hefur samið um smíði á nýjum verk- smiðjutogara í Noregi og er þetta nýja hlutafjárútboð til að treysta stöðu félagsins vegna þeirra samn- inga. Og neðar á sömu síðu stendur undir liðnum Áhætta: Hafa verður í huga við mat á hlutabréfum í sjáv- arútvegsfyrirtækjum, að rekstur þeirra er um margt háður utanað- komandi skilyrðum. Þar má nefna aflabrögð, verð fyrir afurðir á er- lendum mörkuðum, olíuverð og gengisskráningu íslensku krónunn- ar. Þá er rétt að taka fram að lög um fískveiðistjórnun sem nú eru í gildi geta tekið breytingum í fram- tíðinni. Að loknum þessum lestri datt mér í hug eftirfarandi: Það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. ' Fram kemur einnig að boðin verði út hlutabréf fyrir 50 milljónir króna á genginu 5. Samkvæmt upplýsing- um Fjárfestingafélagsins eru þau öll seld. Á blaðsíðum 6-7 er lagður fram Áætlaður rekstrarreikningur og það sem er kallað Forsendur áætlunar. Þó svo að þetta séu mjög svo tak- markaðar upplýsingar, sem liggja til grundvaílar áætlununum (og minna um margt á reikninginn hérna um árið: An: Eitt stykki flug- turn 10.000.000!!!) er samt þrennt sem stingur verulega í augu. 1. I forsendum er gert ráð fyrir 5% lægri verðum á afurðum en fékkst 1990. Þetta finnast mönnum full lág skekkjumörk og t.d. mun verð nú hafa lækkað meira en sem nemur þessum 5%. Um þetta veit náttúrulega eng- inn og ætla ég engan dóm að leggja á þetta atriði. 2. Sé litið á íiðinn Afskriftir á þess- um 4 árum (1991—94) sem áætlanir ná til kemur í ljós að „framtíðar veiðiréttindi” eru af- skrifuð um samtals rúmlega 186 milljónir króna. Að mati margra færustu lögfræðinga er hér um brot á stjórnarskrá að ræða. Því miður kemur ekkert fram í gögnunum sem skýrir hvernig þessar afskriftartölur eru fengn- ar. 3. Þetta atriði vil ég kalla „rúsín- una í pylsuendanum”. Áætlan- irnar ná til ársloka 1994. Nú eru að vísu lögin um fiskveiðistjórn- un ótímasett. Þeim var þrælað í gegnum þingið með miklum gauragangi. Umræðan verður harðari og harðari og menn eru farnir að tala um að þetta fari að springa. Það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Ríkis- stjórnin hefur skipað nefnd til að endurskoða lögin og á því að vera lokið í árslok 1992. Hvern- ig lögin verða þá veit enginn!!! Ég get ekki stillt mig um að spyija: Er það ekki ótrúleg ósvífni að biðja sparifjáreigendur í landinu um 250 milljónir (fimmfalt nafn- verð) til að taka aðaláhættuna á fjárfestingu upp á tæpan milljarð, þegar svona er í pottinn búið? Allt er þetta byggt á kenning- unni um að hagræða hjá sér. Nú væri svo sem allt í sómanum með að gera það, ef öðruvísi stæði á. Til skiptanna er bara ekki nóg. Menn, sem ættu að una glaðir við sitt og hafa gert það gott, fá nú að vaða uppi og sölsa til sín lífs- björgina frá öðrum. Og leggja heilu byggðarlögin í rúst með hjálp kerf- is, sem búið er að koma upp með fullu samþykki ríkisvaldsins, að því er virðist. Mér er t.d. lífsins ómögulegt að skilja hvernig hægt er að færa veiði- heimildir undir fastafjármuni; fisk í sjónum, sem kannski veiðist og kannski veiðist ekki. Og svo til að kóróna vitleysuna, eru sömu veiði- heimildir, sem örugglega hafa rýrn- að við kvótaskerðinguna, fram- reiknaðar (auknar á pappírunum) miðað við vísitölu byggingarkostn- aðar. Svo virðist í ársreikningi Skág- strendings að einungis séu færð til eignar viðbótarkvótakaup. Ætli næsta skref verði svo ekki að allar veiðiheimildir verði eignfærðar og síðan afskrifaðar. Væri t.d. hægt að banna manni að yfirfæra eign sína í hendur út- lendinga? Á leiðinni er jú meira fijálsræði í þeim efnum. Væri t.d. nokkuð því til fyrirstöðu, að aðili seldi öðru fyrirtæki í sinni eigu kvótann og byijaði að afskrifa upp á nýtt? Heyrst hefur að fyrirtæki með lélega eiginfjárstöðu, hafi með eign- færslu veiðiheimilda, stórlagað stöðuna, og stefni nú á hlutabréfa- markaðinn. „Skítt” veri með að verðlagning á veiðiheimildunum sé út í hött og órekstrarhæft dæmi út af fyrir sig. Auðvitað una seljendur glaðir við sitt. Þeir fá jú fyrir kvótann, sem þeir margir hveijir fengu fyrir til- viljun, miklu meiri peninga, en hann gæti gefið þeim, ef þeir nýttu hann sjálfir. Hvað varðar þá heldur um, þó þeir einu sem geta keypt, án þess að fremja efnahagslegt sjálfs- morð, séu þeir sem geta látið al- menning borga í gegnum skatta- kerfið. Sjóðasukkskerfið unir líka glatt við sitt. Sitja þeir ekki uppi með eftir Sigurð Helgason Það er ánægjulegt að við íslend- ingar erum komnir í röð þeirra þjóða, þar sem dauðsföllum af hjartasjúkdómum fer verulega fækkandi. Enginn vafi er á því að þessum árangri ber. að þakka öflugu forvarnastarfí og rannsókn- um á hjartasjúkdómum á vegum Hjartaverndar og verulegum fram- förum í lækningum. Samkvæmt MONICA-rannsókninni kemur þessi staðreynd í ljós: MONICA-rannsókn Hjarta- verndar. Fjöldi kransæðadauðs- falla á Islandi 25—74 ára Ár 1981 1986 Karlar 184 120 Konur 48 32 Alls 232 152 Er hér fækkun dauðsfalla hjá körlum 35% og konum um 30% og nýjum tilfellum hefur fækkað um 19%. Höfum við þegar kom- ist í hóp þeirra þjóða, sem best- um árangri hafa náð. Við íslend- ingar gætum þó gert enn betur, en verulegur skortur á fjármun- um er alvarlegasta vandamálið. Lífsháttabreyting hefur mikil áhrif í breska læknaritinu Lancet voru birtar niðurstöður rannsókna frá háskólasjúkrahúsi í San Franc- isco og í Texas. Kannað var hvort róttækar lífsháttabreytingar í mat- aræði, líkamsþjálfun og slökun, ásamt algjöru tóbaksbindindi gæti eytt kölkun í kransæðum og þar með læknað kransæðasjúkdóma. Árangur var mjög athyglisverður en tilraunin stóð í eitt ár. Lækkaði kólestertój að meðaltali 'um .24,3%,.. Árni Gíslason „Framhaldið gæti svo orðið, að „eigendur” sameignar þjóðarinnar gætu (með nokkrum rétti?) eftir nokkur ár sagt: Ríkisvaldið sagði okkur að eignfæra veiðiheimildir og nú er þessi eign okkar af- skrifuð. Og sá sem á afskrifaða eign hlýtur að mega að ráðstafa henni. ” órekstrarhæf dæmi út um allt? Svo birtist allt í einu frelsandi engill með einhveija seðla, sem hann er búinn að hafa út úr upphaflega gjafakvótanum, og þarf að fara að borga skatt af þeim. Kaupir hann ekki bara tapið (svo vitnað sé í Guðmund Malmquist). Fær hann svo ekki kvótann, á óraunhæfu bijóstverkur batnaði stórlega og við myndatöku kom í ljós að krans- æðasjúkdómurinn hafði gengið til baka, þrengsli í æðum minnkað og blóðflæðið aukist. Höfundar telja að með þessu hafi í fyrsta sinn verið sannað að hægt sé að draga úr eða lækna kransæðasjúk- dóma með róttækum lífshátta- breytingum. Er skýrt frá þessum merku niðurstöðum í 1. tölublaði Hjartaverndarfrájúní 1991. Veru- lega öflugt endurhæfingarstarf á sér stað hér á landi fyrir hjarta- sjúklinga auk mjög rrtikilvægrar frumendurhæfingar á Reykjalundi. Endurhæfingarstöð Hjarta- og lungnasjúklinga, HL-stöðin, hefur verið rekin frá 1. apríl 1989 lengst af á Háaleitisbraut 11—13. HL- stöðin flutti 1. sept. sl. í íþróttahús fatlaðra í Hátúni 14. Með þessari breytingu verður starfsemin tvö- földuð og engir biðlistar. Stærsti þáttur starfseminnar er viðhalds- þjálfun fyrir hjartasjúklinga, lungnasjúkiinga svo og frumendur- hæfing eftir hjartaaðgerðir. Yfir- sjúkraþjálfari hefur verið Soffía St. Sigurðardóttir, en nú í haust tók við því starfi Ingveldur Ing- varsdóttir. Yfirlæknir hefur verið Magnús B. Einarsson. HL-stöðin hefur verið rekin með mikilli piýði og staðfestir mjög góð aðsókn það best. Að stofnun þessarar endur- hæfingarstöðvar hafa staðið Hjartavernd, SÍBS og Landssam- tök hjartasjúklinga. Á grundvelli svipaðs samstarfs hefur verið reist endurhæfingarstöð á Akureyri, sem starfar af miklum krafti. Leggja þarf áherslu á að holl hreyfing og þjálfun eykur dug og kraft og eflir mótstöðuna gegn endurteknum sjúkdómseinkenn- um. . _____________ .. verði. Svo er bara að eignfæra og byija svo að afskrifa. Hvað eru menn svo að halda neyðarfundi á krummaskuðum úti um hvippinn og hvappinn, þar sem eina fundarefnið er að reyna að skrapa saman aura handa „kvóta- eigandanum” til að halda lífsbjörg- inni á staðnum. Hvað eru menn eiginlega að röfla? Af hveiju ekki f bara að heija þjóðflutningana strax? Hvað sagði ekki strákurinn, sem komst í sumarafleysingu hjá | Þjóðhagsstofnun og samdi ritgerð um að fiskvinnslufólk út um allt „ væri bara úrelt fyrirbrigði, sem 1 ætti að leggja af og flytja allan fisk- inn óunninn úr landi. Er það ekki það sem útlendingarnir vilja? Af hveiju hámörkum við ekki bara afkomu útgerðarinnar, og leggjum niður fiskiðnaðinn í eitt skipti fyrir öll? Hver nennir heldur lengur að vinna í fiski fyrir 20 þúsund á viku í besta falli, þegar menn geta haft allt að 250 þúsund á viku fyrir sömu vinnu um borð í frystitogara? Og svo kemur útgerðarmaðurinn og skálar við mann í kampavíni á land- leiðinni. Hættum nú öllum hálfkæringi! Sjá menn virkilega ekki hvers kon- ar hringavitleysa allt kvótakerfið [ er orðið? Sjá menn ekki ennþá hvert þetta er að leiða okkur? Sjá menn ekki misréttið og hina hröðu r byggðaröskun, sem er að hefjast, þar sem mannlegi þátturinn er sett- ur til hliðar og’ markaðsöflin fá að fl „grassera” óhindruð? Ætlar stór hluti fólks í þessu landi að líða það að örfáum sægreifum sé Ieyft að leika sína svikamyllu, óhindrað? Og að sjóðasukkskerfið sleppi oft fyrir horn með sína óráðsíu? Ætlar fólk að halda áfram að vera mótspilari í leik, þar sem það á enga mögu- leika og hlýtur að tapa? Er ekki kominn tími til að safna saman spilunum, stokka og gefa upp á nýtt? Höfundur er fiskverkandi og fyrrverandi skipstjóri. Góð fjölskyldusambönd stuðla að bata Merkilegar rannsóknir í háskó- lanum í Ottawa í Kanada hafa sýnt að góður maki og góð fjöl- skyldusambönd geta stuðlað fyrr að bata sjúklinganna. Hafa þeir reynt að koma á kennslu í því, hvernig fjölskyldan geti endur- skipulagt samband sitt við sjúkl- inginn og með því gefið honum meira sjálfstraust. Víða erlendis er komið á fót námskeiðum með mökum, sem standa í nokkra daga. Er þar farið yfir margvísleg andleg vandamál, sem oft koma upp hjá hjartasjúklingum og hvernig best er að leysa þau. Fer þar einnig fram kennsla í heilbrigðu lífemi Og hvernig vinna megi gegn stressi og álagi. Kennd er slökun og hvatt til þátttöku í margvíslegum leikj- um. Vandinn er sá að breyta lífsvenjum á víðtækan og skipuleg- an hátt, svo sem með breyttri vinn- utilhögun, mikilli almennri hreyf- ingu og gjörbreyttu mataræði. Að lokum er lögð áhersla á það að meðhöndla þarf sérhvern sjúkling af hjartasérfræðingi og af sjálf- sögðu með hliðsjón af getumögu- leikum hans. Happdrætti Hjartaverndar 1991 Liðinn er nú röskur aldarfjórð- ungur frá stofnfundi Hjartavernd- ar, landssamtaka_ hjarta- og æða- i verndarfélaga á íslandi. Megintil- gangur stofnunar Hjartaverndar var baráttan við hjarta- og æða- sjúkdóma og voru framtíðarverk- i efni eftirtalin: 1. Fræðslu- og upplýsingastarf- w semi um hjarta- og æðasjúkl- " inga. 2. Rannsóknir á almenningi eða hinu svokallaða hrausta fólki. Stórauka þarf rannsókn- ir á hjartasjúkdómum «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.