Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 49 VELVAKAMDI SVARAR í SÍMA B91282KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS álU'"----“~"11 Fórnfúsa inn á spítalana Til Velvakanda Einar Yngvi Magnússon skrifaði Velvakanda bréf, sem birtist 8. okt- óber 1991. Þar harmar hann þann skort á fórnfýsi, sem einkenni hjúkr- unarfræðinga. Honum finnst aug- sýnilega óhæfa að þeir fari fram á laun fýrir störf sín, sem hægt sé að lifa af. Einar er greinilega fórnfús mað- ur. Þess vegna langar mig að benda honum á ýmis störf á spítölum lands- ins, sem eflaust væri vel þegið að hann tæki að sér. Að sjálfsögðu launalaust, eða svo til, enda er fóm- fýsi hans án efa takmarkalaus. Einn- ig væri vel þegið ef Einar gæti bent á fleiri fórnfúsa einstaklinga, sem ekki vilja „safna auði” af sjúkdómum meðbræðra sinna. Þeir gætu þá drif- ið sig til starfa, til dæmis við að aðstoða við snúninga og lyfingar á lasburða fólki, sem á því þarf að halda. Ef nægilega margir fómfúsir ein- staklingar gefa sig fram, fulllir af hugsjónaeldi eins og Einar, mun álagið á sjúkradeildum landsins minnka og meiri tími verða til að að sinna andlegum þörfum hinna sjúku. Sigurveig Guðjónsdóttir. TiUitsleysi blaðaljós- myndara Mig langar með örfáum orðum að þakka hópi unggs fólks, sem spilaði fyrir mig og aðra tónleikagesti í Langholtskirkju 29. september s.l. Þessi hópur, ásamt jafnöldrum frá hinum Norðurlöndunum mynduðu „Samnorræna hljómsveit.” Unga fólkið stóð sig með prýði. Hljómur- inn, einbeitingin og ánægjan, var mér efst í huga eftir þessa fögru tónleika. Þakka ykkur kærlega fyrir. Eitt var þó til að skemma fyrir, en það var blaðaljósmyndari, sem kom arkandi inn eftir kirkjugólfinu í miðjum dúett eftir L. Madetoja. Ekki datt ljósmyndaranum í hug að bíða eftir því að laginu lyki, til að taka myndir, ó nei. Ljósmyndarinn stillti sér upp fyrir framan hljóðfæra- leikarann og byijaði að smella mynd- um. Ekki einni mynd, því hann hætti ekki fyrr en hann var stöðvaður af einum tónleikagestinum. Því beini ég þessu til.ykkar blaðaljósmyndara og annarra sem koma nálægt blaða- mennsku, að sýna kurteisi og tillit- semi. Ykkur hefði verið nær að fjalla um þessa Samnorrænu hljómsveit og þeirra framlag, fyrir tónleikana. Ekki get ég séð að þetta sé minna lofsvert en margt það sem fjallað er um í ykkar blöðum. Tónlistarunnandi. Hvar er nú Landvernd? I>essir hringdu ... Fundin kvengleraugu Kvengleraugu fundust í síðustu viku í strætisvagnaskýlinu við Eiðistorg. Upplýsingar eru í síma 611911 eftir kl. 18. Barnavagni stolið Kona í Fossvogshverfi hafi samband við Velvakanda þar sem stolið hafði verið barnavagni hennar úr gangi fjölbýlishússins sem hún býr í. Gerði konan ráð fyrir að þjófarnir myndu reyna að selja vagninn. Hann er fremur sjaldséðrar gerðar, grár, vel með farinn Gesslein-vagn, sem nota má sem kerru. Verði fólk vart við vagninn er það beðið um að hafa samband við lögregluna. Fyrir skömmu var frá því skýrt í fréttum, að nokkrir bændur eða einstaklingar hefðu tekið sig til og breytt íslandskortinu dálítið, stíflað árfarveg inni á Hruna- mannaafrétti og búið til nýtt stöðuvatn, sem mun vera um 16 hektarar að flatarmáli. Er það ætlunin að koma til fiski í vatninu þótt fróðir menn segi bréfritara, að þær tilraunir muni lítinn árang- ur bera á næstu árum. Vatnið verði ekki að „vatni” nema á löng- um tíma eða með öðrum orðum, lífskilyrðin fyrir físk verða ekki til á einni nóttu. Vangaveltur um þetta eru þó ekki tilefni þessa bréf- korns, heldur hitt: Hafa einstakl- ingar eða hreppsnefndir yfirleitt leyfi til að leggja landið undir vatn að sínum eigin geðþótta? Má kannski fylla heilu dalina ef jarð- areigendum og hreppsnefnd býður svo við að horfa? Ef ég man rétt þá hefur gengið dómur þess efnis, að bændur eigi ekki afréttinn þótt þeir hafi á honum nýtingarrétt. Hvar er nú Landvernd og hvar er nú Náttúruverndarráð? Þeir eru margir, sem hafa verið að furða sig á þessu, og því væri gaman að heyra eitthvað frá þessum sam- tökum. Áhugamaður um náttúruvernd. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. KULDASKOR HLÝIR OG MJUKIR MEÐ EÐA ÁN RENNILÁSS ! STÆRÐIR: 41 -46 VERÐ: 5.990 kr. LITUR: SVART mmm MAVim ■LAUGAVEGI95 .innsmióia S K Ó R Á A 1 L A FJOLSKYLDUNA... :V liJ CiUU Teg. Sabrina 160x200 m/dýnum kt 99.840,- 180x200 m/dýnum kn 109.880,- Mikið úrval af alls konar hjónarúmum í mismunandi stærðum oggerðum. GÓÐ GREIÐSLVKJÖR WEIDER TG-700P ERGOMETER ÞREKHJÓL MEÐ PÚLSMÆLI Tölvumælir sem gefur upp hraða, tíma, vegalengd, kaloríubrennslu og púls. ÞÚ HJÓLAR OFTAR OG LENGUR Á GÓÐU HJÓLI Þetta frábæra þrekhjól kemur nú endurbætt með nýrri tölvu og púlsmæli. Hundruð ánægðra kaup- enda geta vottað um frábæra eiginleika þessa þrekhjóls. • Ekkert reimadót. • Breitt og bólstrað sæti. • Þungt kasthjól. • Hæðarstilling ó sæti og stýri. • Jafnt og gott óstig. • Stöðugt, endingargott, fyrirferðarlítið. • Hljóðlótt. • Hentor öllum aldurshópum. • Gottverð. Verð kr. 25.500,- Stgr. kr. 23.970,- HHHHfflS SENDUMI PÓSTKRÖFU UMLAND ALLT. utiuf Glæsibæ, sími 812922. H EUR0-VISA RAÐ SAMNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.