Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 Hagsmunir neytenda fyrir borð bomir eftir Jóhannes Gunnarsson Synjun samgönguyfirvalda á ósk flugféiagsins SAS um sama flugfar- gjald á 6 nátta ferðum til Norður- landa og 3ja nátta ferðum, hefur vakið mikla athygli. Ljóst er að ferðir til og frá íslandi eru dýrar og því ekki að undra að margir verða bæði sárir og reiðir þegar yfirvöld hindra það að við getum ferðast á ódýrari hátt til útlanda. Ummæli formanns flugeftirlits- nefndar, Birgis Þorgilssonar vegna þessa máls, hafa vakið mikla at- hygli. Hann hefur ítrekað lýst því yflr að þessi ákvörðun sé tekin til að vernda hagsmuni Flugleiða í samkeppni við SAS. Jafnframt sagði hann í viðtali við Morgunblað- ið 5. okt. sl.: „Það er reynt að koma til móts við bæði félögin sem hafa átt milljarða viðskipti á undanförn- um árum og mjög nána samvinnu. Það er því hálf dapurlegt að menn skuli ekki geta náð samkomulagi um fargjöld á vetrarpakkanum.” Og í viðtali við sama blað 6. okt sl. sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða: „við töidum þessar verðbreytingar óæskiiegar. ” Forsjárhyggjan dauð? Þarf frekari vitnanna við? Flug- leiðir töldu óæskilegt að SAS byðu íslenskum neytendum ódýrari ferðir og formaður flugeftirlitsnefndar var sama sinnis. Því ákvað sam- gönguráðherra að horfa framhjá viðhorfum sínum og flokks síns um mikilvægi fijálsrar samkeppni. Hann ákvað þess í stað að koma í veg fyrir að íslenskum neytendum byðist ódýrari valkostur í ferðalög- um til Norðurlanda svo treysta mætti einokunaraðstöðu Flugleiða. Viðhorf formanns flugeftirlits- nefndar er sérstakur kafli út af fyrir sig. Allt stefnir í aukið frjáls- ræði í viðskiptum í Evrópu og að samkeppni muni stóraukast, en það er í raun helsta trygging neytenda fyrir sanngjörnu verðlagi. Þetta virðist Birgi líka illa, samkeppni á ekki upp á pallborðið hjá honum og því dapurlegt að hans mati að seljendur nái ekki samkcrmulagi um það sín á milli hvað neytendum skuli boðið upp á. Raunar bætti hann því við að seljendurnir yrðu einnig að koma sér saman um hvernig hagnaðinum af sölunni skyldi skipt. Var einhver að tala um að forsjárhyggjan væri með öllu dauð í Evrópu þó svo að þegnar A-Evrópu séu að hlaupa frá henni? Mismunun viðskiptavina Það kom fram í Morgunblaðinu 8. okt. að samgönguráðuneytið hefði ákveðið að koma til móts við óskir SAS og leyfa þeim að bjóða 4ja nátta fargjöld á verði 3ja nátta. Enda myndu Fiugleiðir og SAS semja um að Flugleiðir gætu boðið upp á framhaldsflug með SAS til níu ákvörðunarstaða á Norðurlönd- um og að fyrirtækin kæmu sér sam- an um skiptingu á tekjunum sem hafa mætti af þessum ferðum! Flugleiðamenn hafa ítrekað lýst því yfir að þeir vilji taka fullan þátt í þeirri samkeppni sem framundan er í flugmálum. Það er því vægast sagt undarlegt og ekki trúverðugt, að þeir skuli nú hafa lagst gegn aukinni samkeppni af hálfu SAS. Viðbrögð almennings við gagn- iýni Neytendasamtakanna hafa ekki látið á sér standa. Síminn hef- ur ekki stoppað hjá okkur og fólk hefur iýst yfir stuðningi við gagn- íýni okkar. Jafnframt hafa margir nefnt dæmi um það hvernig Flug- leiðir mismuna viðskiptavinum sín- um eftir _því hvar farmiðinn er keyptur. Utlendingar eiga kost á mun ódýrari ferðum, samanber eft- irfarandi dæmi sem send voru til okkar. Það skal tekið fram að í öll- um tilvikum hér á eftir er verð án flugvallarskatts. 91 prósent verðmunur Fyrsta dæmið fjallar um tvær systur, báðar undir 24 ára aldri. Önnur býr í Baltimore í Banda- ríkjunum, en hin hér á landi. Sú síðarnefnda ákvað að bregða sér vestur að heimsækja systur sína. Ódýrasti kosturinn miðað við ferðaáætlun hennar var að kaupa farmiða sem kostaði 54.670 kr., en það er ársmiði með þriggja daga bókunarfyrirvara. Systirin sem býr vestra ákvað að bregða sér til Is- lands í heimsókn þegar systir henn- ar fór heim aftur. Farmiði hennar, með nákvæmlega sömu skilmálum, kostaði hins vegar 28.718 kr. Það var því 25.952 kr. dýrara að kaupa farmiðann á íslandi en í Baltimore hjá sama flugfélagi, þ.e. Flugleið- um. Munurinn er 91 prósent. Annað dæmi sem okkur barst er um farseðil sem var keyptur í New York til íslands og til baka. Þetta var sex mánaða opinn miði og kost- aði 50.941 kr. Sambærilegur miði, en ekki opinn, kostaði hér á landi 73.660 kr. og til að gera hann op- inn þurfti að greiða 7.000 kr. auka- lega, eða samtals 80.660 kr. Verð- munurinn er því 46-58%. Sannleikanum hagrætt Apexmiði Ísland-New Yorkísland kostar í dag 44.550 kr. En það eru ýmsar leiðir til að komast ódýrt héðan til Bandaríkjanna. Ef þú átt kunningja í Lúxemborg getur hann keypt miða Lux-Kef-New York-Kef-Lux fyrir þig og kostar slíkur 34.570 kr. Þú hendir tveimur afrifum af miðanum, þ.e. milli Lúxemborgar og íslands og sparar 10.000 kr. Munar um minna. Þetta verð Lux-New York-Lux er svipað og aðrar Norðurlandaþjóðir greiða fyrir ferð til'New York. í umræðu- þætti á Stöð 2 nýverið, þar sem ég FLUGKENNSLAN Athugasemdir af gefnu tilefni eftir Gunnar Þorvaldsson Helgi Jónsson, flugmaður og flug- rekandi skrifar grein í Morgun- blaðið 26. september sl. um flug- kennslu atvinnuflugmanna. í þess- ari grein er honum tíðrætt um þátt Flugskólans Flugtaks hf. þar sem ég er einn af eigendum. Enda þótt blaðagreinin einkennist af heift Helga í garð flugmálastjóra get ég ekki látið hjá líða að gera við hana nokkrar athugasemdir þó ekki væri nema til að leiðrétta nokkum misskilning og draga fram aðal þáttinn sem hlýtur að vera hvernig þróa beri flugkennsl- una og gera hana markvissari og ódýrari. Síðan 1978 hefur bókleg kennsla til atvinnuflugprófs verið rekin af fjölbrautarskóla Suður- nesja, fyrst í Keflavík en nú í hús- næði Fiugmálastjórnar á Reykja- víkurflugvelli. Hinsvegar hafa Flugnemar hingað tið átt kost á að læra verklega þáttinn hjá ýms- um aðilum sem leyfí hafa til slíkr- ar kennslu. Undanfarin ár hafa yfirvöld gert auknar kröfur um menntun flug- manna. Þess vegna beinist athygli manna nú að því hvort hægt sé að gera námið betra og ódýrara með því að tengja bóklega og verk- lega þáttinn meira saman. Flugtak hefur 8 flugvélar til flugkennslu, Helgi Jónsson 3, og Vesturflug 2. Flugtak hefur útskrifað fleiri nem- endui' til prófs en nokkur annar skóli á undanförnum árum. Það getur því varla talist tortryggileþt að leitað sé til skólans þegar rætt er um framtíðarskipulag flug- kennslu á íslandi. í september sl. gerði Flugtak hlutaðeigandi aðilum tilboð um að sjá um kennsluna. Fulltrúar frá Flugtaki voru boðaðir á fund Flug- málastjóra ásamt fulltrúum frá Flugskóla Helga Jónssonar, Flug- skóla Vesturflugs, Fjölbrautar- skóla Suðurnesja og samgöngu- málaráðherra. Hvorugur fulltrúa hinna flugskólanna mætti á fund- inn. Forráðamenn Vesturflugs höfðu áður boðað til blaðamanna- fundar um. málið og fram- kvæmdarstjóri þess skrifað grein í Morgunblaðið þar sem hann lýsti andstöðu sinni við breytt fyrir- komulag. Éins og áður, gleymdist aðalatriði þessa máls en reynt að gera samskipti flugmálastjóra og Flugtaks tortryggileg. Frá Helga Jónssyni komu sambærilegar yfir- lýsingar. Flugmálastjóri hefur ver- ið sakaður um að hann væri í skjóli embættisins að reyna að koma á „ríkisstyrktri einokun”. Greinilega hefur þessi málflutningur náð eyr- um einhverra því flugráð sá ástæðu til sérstakrar bókunar um málið ef marka má grein í Morgunblað- inu 2. október sl. Erfitt er að sætta sig við þessa bókun svo áhrifamik- illa aðila í ljósi þess að mér vitan- lega hefur flugráð ekki kynnt sér hvaða möguleika flugskólarnir hafa til að taka að sér þessa kennslu.Flugmálastjóri eða þeir „Það er von mín að su umræða um flugkennsl- una sem nú er komin af stað verði til þess að aukinn metnaður fyrir góðu námi verði hafður í fyrirrúmi.” aðilar sem við höfum átt viðræður við hafa aldrei talað um einokun í mín eyru, heldur aðeins hugleitt hvernig tengja má betur verklegan og bóklegan þátt atvinnuflugn- ámsins. Rætt hefur verið um, að um fjórðungur verklega námsins færi fram samhliða því bóklega. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá fyllyrði ég fýrir hönd eigenda Flugtaks hf. að við erum andvígir einokun að hvaða tagi sem hún er. Undanfarin ár hefur Flugtak sett metnað sinn í að bæta kennsl- una og hefur stigið stærra skref en nokkur annar flugskóli á ís- landi í þá veru m.a. með kaupum á flughermi. Þetta tæki er eitt besta sinnar tegundar og vissulega timamót fyrir flugkennslu þegar það var keypt. Allir sem eitthvað þekkja til flugþjálfunar vita að þjálfun í flughermi gegnir sífellt þýðingarmeira hlutverki. Helgi Jónsson segir í grein sinni að flug- hermirinn hafi reynst illa. Þessi yfirlýsing Helga er alröng en lýs- andi fyrir málsmeðferðina því mér vitanlega hefur Helgi aldrei séð herminn eða haft af honum nokkra rqynslu. Rætt hefur verið við flug- Jóhannes Gunnarsson „Því ákvað samgöngu- ráðherra að horfa framhjá viðhorfum sín- um o g flokks síns um mikilvægi frjálsrar samkeppni. Hann ákvað þess í stað að koma í veg fyrir að ís- lenskum neytendum byðist ódýrari valkost- ur í ferðalögum til Norðurlanda...” minnti á þennan verðmun, fullyrti Einar Sigurðsson blaðafulltiúi Flugleiða að fljótlega myndi verðið á apexmiðum milli Islands og New York lækka. Við nánari athugun hefur komið í ljós að hér er ein- göngu um að ræða þriggja daga helgarmiða, sem eflaust fáir sjá ástæðu til að nýta sér vegna mikils tímamunar. Þetta kallast að hag- ræða sannleikanum. Að Jokum nefni ég dæmi um verð milli Islands og fjögurra borga í Evrópu og er verðið í öllum tilvik- um tekið upp úr verðskrá Flugleiða. Ef apexmiði er keyptur í Kaup- mannahöfn til íslands kostar hann 30.253 kr., en samskonar miði málayfirvöld um að þau keyptu þennann hermi svo að allir aðilar sem stunda blindflugskennslu hafí sama aðgang að honum. Gæfan í flugkennslunni væri að þeir sem hana stunda gætu komið sér sam- an um notkun slíks tækis í stað þess að níða skóinn af þeim sem lögðu í framtakið. Ég fullyrði að þessi hermir er með þeim bestu sinnar tegundar og stuðlar að ör- uggari og markvissari flugkennslu. - Flugmálastjóri er í mörgum til- vikum ráðgefandi aðili fyrir æðsta yfírmann flugmála og hefur auk þess eftirlitskyldu með flug- rekstraraðilum. Þegar mér verður hugsað til þessa málflutnings, hef ég stundum óskað mér að hann væri sannur og að Flugtak nyti allra þeirra fríðinda sem upp hafa verið talin í óvandaðri umfjöllun. Staðreyndin er hinsvegar sú að svo hefur ekki verið og Flugtak hefur sætt sama aðhaldi af hálfu flug- málastjóra og aðrir er stunda flug- kennslu í þessu landi. Það er von mín að sú umræða um flugkennsluna sem nú er kom- in af stað verði til þess að aukinn metnaður fyrir góðu námi verði hafður í fyrirrúmi og að þeir sem nú vilja stunda flugnám þurfi ekki að líða fyrir ósætti þeirra sem sjaldnast hafa komið sér saman um eðlilegt sambýli. Flugtak hefur yfir að ráða þeim kennurum, kennslugögnum og tækjakosti sem nauðsynlegur er til bóklegrar kennsiu atvinnuflugnáms og getur hafið hana nú þegar. Það ætti því að vera tilraunarinnar virði að prófa þessa leið og endurmeta síð- an árangurinn að ákveðnum tíma liðnum. Iíöfundur er framkvæmdastjóri íslandsflugs og Flugtaks. keyptur hér til Kaupmannahafnar kostar 33.750 kr., eða 12% meira. Parísarbúi borgar 29.222 kr. fyrir apexmiðann til Islands, en við 32.420 kr. til Parísar, eða 11% meira. Sá sem býr í Zurich borgar 38.450 kr. fyrir pexmiðann til ís- lands, en við 48.090 kr. til Zurich, eða 25% meira. Loks skal nefnt dæmi um Finnlar.d, en þar munar ( minnstu, Finnar þurfa að greiða Flugleiðum 42.240 kr. fyrir apexm- - iðann til ísiands, en við 42.620 kr. til Finnlands, eða 1% meira. Forstjóri Flugleiða hefur fullyrt í Ijölmiðlum að íslendingar búi við sama borð og erlendir viðskiptavin- ir, sá munur sem þar geti verið sé eingöngu vegna breytileika á gengi. Ég læt lesendum eftir að dæma um þetta miðað við þær tölur sem ég hef nefnt hér að framan. Gamaldags sjónarmið í leiðara í Morgunblaðinu 8. okt. sl. er ákvörðun samgönguráðherra harðlega gagmýnd. Bent er á að „þau sjónarmið, sem talsmenn sam- gönguráðuneytis, flugeftirlits- nefndar og Flugleiða hafa lýst síðustu daga vegna þessa máls eru gamaldags, eins og þróunin til fijálsræðis hefur verið bæði hér og { erlendis”. Og leiðarahöfundur spyr: „Hvernig í ósköpunum eigum við Islendingar að geta tekið þátt í fijálsu viðskiptasamstarfi við aðrar þjóðir, ef stjórnvöld hér hlaupa allt- af til, ef erlendur aðili herðir sam- keppni við íslensk fyrirtæki og beita boðum og bönnum til þess að koma í veg fyrir slíka samkeppni?” Þessi orð leiðarahöfundar vil ég gera að mínum og spyija jafnframt hvers íslenskir fataframleiðendur áttu að gjalda þegar þessi iðnaður lagðist nánast í rúst vegna innflutnings á ódýrari fatnaði? Létu stjórnvöld það kannski viðgangast vegna þess að forvígismenn þess iðnaðar tilheyrðu ekki margumtöluðum kolkrabba í ísienska efnahagslífinu? Allavega sáu þau ekki ástæðu til að loka landið sem mest af í viðskiptum við útlönd, eins og talsmenn Flugleiða og samgönguráðunéytis vilja þegar kemur að samkeppni við Flugleiðir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. ■ DR. LEIF GRANE prófessor í kirkjusögu við guðfræðideild Kaup- mannahafnarháskóla heldur tvo fyrirlestra í guðfræðideild Háskóla íslands, þriðjudaginn 14. október og fimmtudaginn 16. október. Próf- essor Grane er með fremstu Lúth- ersfræðingum samtímans og fjalla báðir fyrirlestrar hans um siðbót- ina. Sá fyrri verður haldinn á dönsku og fjallar um hvernig rit kirkjufeðranna voru hagnýtt í deil- um siðbótaralda: Bemærkninger om kirkefædrene ved Reformationens begyndelse. Seinni fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og fjallar um samband fornmenntamannanna (húmanistanna) og Lúthers. Nefnist hann: Reuchlin, Erasmus and Luth- er - different aims and common enemies. Báðir fyrirlestrarnir verða haldnir í fímmtu kennslustofu í Aðalbyggingu Háskólans og hefst kl. 10.15. Allir eru velkomnir. ^Fréttatilkynning frá gnðfræðideild HÍ.) ■ NÁTTÚRUVERNDARFÉ- LAG Suðvesturlands fer vett- vangsferð á laugardaginn 12. októ- ber í fjöru á Kjalarnesi. Tilangur ferðarinnar er að vekja athygli á því hvernig lífverur ijörunnar bregðast við minnkandi birtu og lækkandi hitastigi í lofti og í sjó á haustin. Um þetta verður fjallað í ferðinni um leið og gengið verður um fjöruna og lífverurnar skoðaðar og greindar. Einnig verður verkefn- ið Fjaran mín kynnt í leiðinni. Fólk er beðið um að mæta við Brautar- holt á Kjalarnesi kl. 13.30 en það- an verður gengið niður í ijöru. Vett- vangsferðin tekur um tvo klukku- tíma. ■ HLJÓMSVEITIN G.C.D. held- ur unglingadansleik í Hótel Vala- skjálf á Égilsstöðum föstudaginn 11. október og dansleik fyrir 18 ára og eldri laugardaginn 12. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.