Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 36
36., M0RPÍUNPF4PI9, FÖSTyPAGUR.Íl. u STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) t* Þú ert haldinn taumlausri vinnugleði í dag og afköstin verða því vel yfir meðallagi. Afleiðingin verður sú að þér hlotnast sérstök viðurkenning. DYRAGLENS Naut (20. apríl - 20. maí) .Ágreiningur gæti risið milli þín og vinar. Góð dómgreind kemur sér vel í starfi í dag. Þig langar mjög í ferðalag um þessar mundir. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Pör gera framtíðaráætlanir. Hyggið vel að fjármálunum, einkum ef þið deilið þeim með öðrum. Þér gengur allt í hag- inn í viðskiptum og starfí. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSS8 Þú lýkur mörgum verkefnum í vinnunni í dag og munt fagna góðum árangri með vinpm og vandamönnum í kvöld. Sam- band þitt við þinn ástkæra treystist. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Viðfangsefni heima fyrir verð- ur til lykta leitt í dag. Heppn- in gengur í lið með þér á vinnustað. Andleg hugðarefni eru þér hugleikin um þessar mundir. Sinntu ástinni. ..Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú ættir endilega að skokka eða stunda aðra heilsurækt í dag. Þér berst boð um ævin- týralegt ferðalag. Skapandi mönnum er best að lifa. Vog (23. sept. - 22. október) Þú átt auðvelt með að tjá skoð- anir þínar í dag og ættir því að ganga í að ljúka mikilvæg- um málum sem drabbast hafa. Leitaðu ráða hjá bankastjór- anum varðandi fjárfestingará- form. Fjölskyldudmálin ættu að hafa forgang. Sporödreki (23. okt. — 21. nóvember) Þú gerir góð kaup í verslunar- ferð dagsins og færð góðar fréttir frá samstarfsmanni. Eyddu kvöldinu í faðmi fjöl- skyldunnar. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) <50 Penna- og málgleðin nær yfir- höndinni í dag. Ljúktu við- fangsefni sem hefur dregist að klára. Sumir öðlast viður- kenningu fyrir verk sem þeir hafa þegar lokið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú kemur góðu lagi á fjármál- in í dag og fínnur hjá þér hvöt til þess að gefa þig meir að hópstarfi og félagsmálum. Farðu út að skemmta þér í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú eyðir misskilningin sem risinn var milli þín og vinar þíns. Gættu hagsmuna þinna vel í viðskiptum. Fjölskyldu- málin verða ánægjuíeg í kvöld. FiskSr (19. febrúar - 20. mars) '£* Atvinnuleit ber árangur í dag. Heppnin verður mér þér og vinum þínum. Kvöldið verður eftirminnilegt. Stjömuspána á aó lesa sem dœgradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni FERDINAND Er það ekki indælt að liggja hérna Skólinn byrjar aftur eftir aðeins Mér leiðist að tala við þig, Magga án þess að hafa hinar minnstu áttatíu og fimm daga ... áhyggjur? mt BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Kosturinn við að yfirmelda,” segir Skotinn Hugh Kelsey, „er sá að menn læra að vinna vel úr litlu.” Neyðin kennir naktri konu að spinna, gætum við sagt: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 1063 ♦ 84 ♦ K10743 Vestur ♦ K85 Austur ♦ G4 ♦ 875 ♦ G762 II ♦ ÁK95 ♦ ÁD9 ♦ G2 ♦ G963 ♦ D1042 Suður ♦ ÁKD92 ♦ D103 ♦ 865 ♦ Á7 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Utspil: spaðagosi. Með þessa skiptingu er hæpið að láta sér detta geim í hug eftir einfalda hækkun makkers í 2 spaða. En suður, Skoti að nafni Jim Patrick, tók úrspils- hæfni sína með í reikninginn. Og ekki að ástæðulausu. Hann spilaði tígli strax á öðr- um slag. Vestur rauk upp með ásinn og reyndi laufgosa. Það gat verið rétta vörnin — og leit svo sannarlega út fyrir að vera það þegar gosinn átti slaginnl! Auðvitað spilaði vestur lauf- inu áfram og þá gat Patrick tek- ið við stjóminni. Hann spilaði tígli á kóng, henti tígli niður í laufkóng og fríaði litinn með trompun. Atti svo innkomu á spaðatíu til að henda niður tveimur hjörtum. Umsjón Margeir Pétursson Á móti í Salamanca á Spáni í maí kom þessi staða upp í viður- eign stórmeistaranna Alonso Zapata (2.530), Kólumbíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Manu- el Rivas (2.450), Spáni. 24. Hg6! (Eftir að svarta drottn- ingin verður að fara af 6. reitaröð- inni er svartur vamarlaus. T.d. 24. - Dc7, 25. Hxg7! - Kxg7, 26. Hgl+ - Kh8, 27. Dg5 og mátar á h6 eða g7. Það er heldur ekki gott að þiggja fórnina: 24. — fxg6, 25. hxg6! — Hxf5, 26. Hhl+ og mátar. Svartur reyndi: 24. — Dxd5, 25. Hxg7! — Kxg7, 26. exd5 - Hh8, 27. d6 - He6, 28. Dg5+ og svartur gafst upp. Eins og fram hefur komið sigraði sovézki stórmeistarinn Evgení Vladimirov örugglega á mótinu, á undan þeim Spassky og Kortsnoj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.