Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 —---------1 NGUR UM Ásmundur Stefánsson: Samningur- inn eflir fisk- iðnað og tryggir stöðu á Evrópu- markaði „Mér sýnist að samningurinn tryggi, væntanlega betur en flestir höfðu gert ráð fyrir, að- gang fuliunninna sjávarafurða á Evrópumarkað og hvað það snertir er augljóst að árangurinn er verulegur. Það ætti að verða til þess að efla íslenskan fiskiðn- að og treysta stöðu hans á Evr- ópumarkaði. Með aðild okkar að Evrópsku efnahagssvæði munu væntanlega líka aukast sam- keppni erlendis frá á ýmis konar sviðum þjónustu, eins og í trygg- ingum, bankastarfsemi og slíku, sem gæti orðið neytendum til góðs,” sagði Ásmundur Stefáns- son, forseti Alþýðusambands ís- lands. „Fyrirvaramir snúa kannski ekki síst að vinnumarkaðnum þar sem ekki liggur enn fyrir með hvaða hætti það verður tryggt að koma útlendinga hingað til starfa verði ekki tii þess að undirbjóða Íslend- inga í kjörum eða félagslegum rétt- indum og eins með hvaða hætti er hægt að grípa inn ef röskun verður vegna þessa. Samningurinn kveður ekki afdráttarlaust á um þessi efni, enda er gert ráð fyrir því að hluti þess máls verði tryggður með inn- lendri löggjöf. Það er því erfitt að meta málið einhlýtt fyrr en um það hefur verið fjallað meira á innlend- um vettvangi og teknar ákvarðanir sem með óyggjandi hætti sýna að við búum við öryggi,” sagði Ás- mundur ennfremur. Hann sagði að erlendar fjárfest- ingar hefðu verið heimilaðar með lögum á síðastliðnu vori og hvað þær snerti væri ekki um að ræða mikla breytingu með þessum samn- ingi, ef hann yrði staðfestur. Það yrði að meta málið í heild af gaum- gæfni og hafa einnig hliðsjón af því að með þessum samningi hefðu Norðmenn fengið traústan aðgang að Evrópðumarkaði fyrir sínar sjáv- arafurðir. Það gerði mjög knýjandi fyrir okkur að tryggja stöðu okkar. Ef samningnum yrði hafnað og við misstum þar með af þeim aðgangi sem hann tryggði þá teldi hann að krafan um inngöngu í Evrópu- bandalagið yrði sterk og það væri mjög slæmt, því hann teldi að við ættum ekki erindi í Evrópubanda- lagið. „Ef fundnar verða viðhlýtandi lausnir á þeim óvissuþáttum sem fylgja samningnum ennþá tel ég að þessi samningur geti gefið okkur möguleika á að halda viðskiptum við Evrópulöndin án þess að gerast aðilar að Evrópubandalaginu og það finnst mér að eigi vera okkar markmið. En endanlega afstöðu til samningsins er ekki hægt að taka fyrr en ýmislegt hefur verið skýrt nánar. Um samninginn hefur að sjálfsögðu ekki verið fjallað á okkar vettvangi þannig að ég get ekki .fujlyrt neitt.um.afstöðuAlþýðusam- bandsins og er þess reyndar fullviss að þar eru ekki allir á einu máli,” sagði Ásmundur einnig. Aðspurður sagði hann engan vafa á því að aðgangur fyrir full- unnar vörur á Evrópumarkað hlyti að styrkja íslenskan fiskiðnað og auka möguleikana á fullvinnslu sjávarfangs á íslandi. Sá þáttur samningsins myndi stuðla að hag- vexti, treysta stöðu sjávarútvegsins og atvinnu í byggðum landsins. Auk þess tengdi samningurinn okkur traustari böndum við evrópskt efna- hagslíf og styrkti þar með aðstöðu okkar til þess að vinna markaði á öðrum sviðum. Ef samningurinn gengi eftir á þessum forsendum ætti hann að verða til þess að auka bjartsýni. Fyrirvarinn sneri að því hversu traustar þær ráðstafanir væru sem gerðar yrðu til að koma í veg fyrir undirboð varðandi kjör og félagsleg réttindi. Þau mál yrði að skoða í samhengi, því það væri til lítils að fá aðstöðu til frekari uppbyggingar í atvinnulífi, ef því fylgdi að brotið yrði niður eitthvað af því sem áunnist hefði í kjörum og félagslegum réttindamálum. Kristín Einarsdóttir: Afsal sjálfs- ákvörðunar- réttar þjóðarinnar „EKKERT af þeim samningsatr- iðum, sem skýrt var frá eftir fundina í Lúxemborg, kemur á óvart. Þessi samningur virðist í öllum aðalatriðum eins og Sam- staða hefur áður greint frá og lýst andstöðu sinni við. Eg sé ekki betur en að þessi samningur geti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir Island og að með honum afsali við okkur verulegum hluta sjálfsákvörðunarréttar þjóðar- innar,” sagði Kristín Einarsdótt- ir, alþingismaður Kvennalista og formaður samtakanna Samstaða um óháð ísland. Kristín sagði að jafnvel þó allar kröfur íslendinga í sjávarútvegs- málum hefðu náð fram að ganga, hefði það ekki réttlætt samninginn. „Nú er Ijóst að ekki var orðið við þessum kröfum. Stefna Evrópu- bandalagsins í sjávarútvegsmálum er óbreytt. Ekki tókst að ná niður öllum tollum af sjávarafurðum og með samningnum hefur verið opnað fyrir veiðiheimildir EB-flotans í ís- lenskri lögsögu. Þessi atriði eru öll ófullnægjandi. Að auki eru svo ýmis önnur atriði í samningnum, sem ekki hafa komið fram ennþá.” Kristín sagði að þessu máli væri auðvitað ekki lokið. „Alþingi á eftir að fjalla um samninginn. Eg á erf- itt með að trúa því að óreyndu að það sé meirihluti fyrir þessu á al- þingi. Þegar menn fara að skoða málið betur og hversu alvarlegar afleiðingar þetta gæti haft fyrir þróun byggðar í landinu reikna ég ekki með að þeir eigi auðvelt með að greiða þessu atkvæði. Samstaða mun halda áfram að beijast gegn þessu. Nú er í gangi undirskrifta- söfnun, þar sem þess er krafist að samningurinn verði borinn undir þjóðaratkvseði, áður en hann verður tekin;i. Xil .endanlegrar afgreiðsíu. Við munum nú setja enn meiri kraft í þetta, énda höfum við fengið góð- ar undirtektir,” sagði Kristín Ein- arsdóttir, formaður Samstöðu um óháð Island. Einar Benediktsson: Anægjuleg tíðindi ef þetta revnist rétt „ÞAÐ hafa borist óstaðfestar fréttir af því að í lokahrinunni hafi samningamönnum tekist að ná fram tollfrelsi fyrir allar teg- undir saltaðra síldarflaka frá Is- landi, sem byggist þá á nýrri skilgreiningu ákveðinna toll- flokka. Ef þetta reynist rétt eru það ánægjuleg tíðindi fyrir ís- lenskan saltsíldariðnað en tollur á saltsíldarflökum hefur hingað til verið 10%,” sagði Einar Bene- diktsson, framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar. „Hins vegar skyggir það auðvitað á að ekki tókst að ná fram niðurfeil- ingu tolla á heilli og hausskorinni síld sem verður þá áfram 12%. Mið- að við þá hörðu ándstöðu sem ís- lenska samninganefndin mætti af hendi Ira í þessu máli verður þetta þó að teljast viðunandi árangur. Fyrir íslenskan saltsíldariðnað þýðir þetta tollfrelsi fyrir allar helstu út- flutningsafurðir til landa Evrópu- bandalagsins. Gangi Svíar og Finnar í Evrópubandalagið, eins og allt bendir til, þýðir þetta ennfrem- ur tollfrelsi fyrir allar helstu afurð- ir til Svíþjóðar. Hins vegar kaupa Finnar fyrst og fremst hausskorna síld sem ber áfram 12% toll, en tollfrelsi flakanna gæti leitt til þess að þeir auki kaup sín á flökum. Um áramótin hyggjast Pólveijar taka upp tolla og 'tollskrá Evrópu- bandalagsins. Við bindum miklar vonir við aukinn útflutning til Pól- lands en Pólveijar kaupa fyrst og fremst hausskoma, slógdregna síld sem ber þá 12% toll. Almennt má þó segja að tollfrelsi flakanna stuðli að frekari vinnslu og meiri verð- mætasköpun hérlendis og til lengri tíma litið er því ekki vafamál að þetta samkomulag, ef það gengur eftir, mun hafa jákvæð áhrif og stuðla að framförum í greininni,” sagði Einar. Kristján - Ragnarsson: Erum ánægðir með samning „OKKUR sýnist að það hafi tek- ist að ná því sem mestu máli skiptir fyrir sjávarútveginn, og að því leyti til erum við ánægðir með þennan samning,” segir Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. „Varðandi veiðiheimildirnar þá er um skipti á heimildum að ræða, en við látum þá fá 3.000 karfa- ígildi, hvar af 30% má vera karfi, eða 900 tonn. Menn vita ekki hvaða verðmæti á að setja á langhalann miðað við karfann, þannig að ekki er komin tonnatala á það. Að okkar mati skiptir hún þó ekki miklu máli vegna þess að þetta er sú fisk- tegund sem við höfum lítt eða ekki litið á, og getum þar með einungis glaðst yfir því að aðrir geri þær ti1 aunir,” sagði Kristján. Hann sagði að í samningnum væri gert ráð fyrir því að ikarfjnn! Morgunblaðið/GTK Pertti Salolainen, utanríkisviðskiptaráðherra Finnlands og formaður ráðherraráðs EFTA og Piet Dankert, aðalsamningamaður Hollend- inga í Evrópumálum, fagna samkomulaginu í Luxembourg aðfarar- nótt þriðjudags. yrði veidddur á tilteknum svæðum og tímabilum fyrir Suður og Vestur- landi sem meðafli með langhalan- um, og veiðieftirlitsmaður héðan yrði um borð í veiðiskipunum. „Á móti þessu eiga að koma 30 þúsund tonn af loðnu, sem Evrópu- bandalagið hefur keypt af þeim hluta sem Grænlendingar fá úr loðnustofninum með samningnum við okkur, en þeir eiga 11% af kvót- anum sem leyfður verður. Það eru því raunveruleg verðmæti sem við fáum fyrir þessi karfatonn, sem ég held að með engu móti sé hægt að segja að sé okkur í óhag. Við þurf- um þó að fá að veiða loðnuna, en auðvitað fáum við engin 30 þúsund tonn nema til verði einhver kvóti sem gefur þeim það. Við teljum því að þama sé um jöfn skipti að ræða og að minnsta kosti er engan veg- inn hægt að segja að á okkur halli, en þetta er auðvitað gríðarlega stórt atriði því um þetta hefur deilan snúist,” sagði Kristján. Varðandi tollamálin sagði hann að langþýðingarmest væri niðurfell- ingin á tolli af saltfíski. Einnig sagðist hann vonast til þess flutn- ingatækni gerði það mögulegt að flytja flök til Evrópu með ódýrari hætti með skipum en hægt er að gera með flugi í dag. „Þarna eru ákveðnir möguleikar, en það er þó svolítið sérkennilegt að karfaflökin em ekki í þessu. Tollar af þorski, ýsu, ufsa og fersk- um flökum af þessum tegundum fara strax niður í 0 þann 1. janúar 1993, og sömu sögu er að segja ferska fiskinn af þessum tegundum sem er með 3,7% toll. Af öðrum tegundum eins og karfa og flatfiski fer tollurinn í áföngum niður í það að verða 30% af því sem hann er núna, þannig að sá 15% tollur sem við nú borgum af kola fer niður í 5,4% á fímm árum. Síðan koma saltsíldarflökin þarna inn, sem er mjög mikið atriði, því frystu flökin voru fyrir í tollfijálsum kvótum. Framtíðarþróun saltsíldariðnaðar á Islandi verður miklu fremur í flök- um heldur en heilli síld, og nú kom- umst við inn á mjög mikilvæga markaði í Þýskalandi og Danmörku fyrir saltsíldarflökin," sagði Kristj- án Ragnarsson. Benedikt Sveinsson: Feginn að þetta er kom- ið í gegn MITT álit á þessum samningi er jákvætt og ég er auðvitað feginn að þetta er komið í gegh. Ég tel að samtök okkar og iðnaður megi vel við una,” segir Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri ís- lenskra sjávarafurða hf. um samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið. „Ég held kannski að aðrir en þeir sem vinna freðfisk hafi átt meira undir, því mikið af freðfískin- um var tollfijáls áður samkvæmt bókun sex, eins og til dæmis fryst flök og rækja. Ég tel að allar þær viðbætur sem við fáum séu í raun og veru það sem málið snýst um, en þá er ég til dæmis að tala um fersku flökin og saltfiskinn. Allar viðbætur við bókun sex eru því ákveðinn áfangi, og ég vil segja að við höfum samið okkur vel. Mér sýnist að við höldum nokkurn veg- inn því sem við ætluðum okkur og náum mjög viðunandi árangri í tollamálunum, þannig að ég er ánægður með þetta samkomulag,” sagði Benedikt. Friðrik Pálsson: Breytir litlu varðandi frystinguna „HVAÐ frystinguna varðar sér- staklega þá breytir þessi samn- ingur afskaplega litlu þar sem við vorum með mjög góðan samn- ing fyrir og því ekki miklu að breyta þar. Fyrst og fremst finnst mér það auðvitað ánægju- leg tíðindi að þetta skyldi takast, og ég er sannfærður um að þeg- ar fram í sækir þá á þetta eftir að verða okkur nyög til góðs að hafa náð samstarfi við þessar þjóðir sem þarna hafa verið að reyna að ná saman,” sagði Frið- rik Pálsson, forstjóri Sölumið- stöðvar -hraðfrystihúsanna, þeg- ar hann var inntur álits á samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið. Friðrik sagði að þeir möguleikar sem samningurinn opnaði fyrir sjávarútveginn væru fyrst og fremst fólgnir í þeim breytingum sem hann hefði í för með sér fyrir saltsíldariðnaðinn og útflutning á saltfiski, og einnig væri um að ræða nokkuð óplægðan akur fyrir unnar ferskar sjávarafurðir. „Þeir 18% tollar sem voru á unn- um ferskum sjávarafurðum gerðu það nánast útilokað að kómast inn á þann markað. Hins vegar er full ástæða til að taka það fram að sá markaður er töluvert óskrifað blað, og það á eftir að koma í ljós hvers- konar aðgang við getum fengið að honum og hveiju það á eftir að skila okkur,” sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.