Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 27
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 27 Frumvarp til fjárlaga 1992: Draga úr ríkisumsvifum o g skapa svigrúm fyrir fólk o g fyrirtæki - segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra - Forsendur óvissar og stefnan röng, segja stjórnarandstæðingar FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1992 á Al- þingi í gær. í framsöguræðu sinni fjallaði ráðherra um stefnu- mörkun og megináherslur frum- varpsins fremur en einstök efnis- atriði. Sljórnarandstæðingar töldu forsendur frumvarpsins óljósar og óvissar. Þeim leist líka illa á áherslur sem framsögu- maður boðaði, sérstaklega þjón- ustugjöldin. Nýjar leiðir úr ógöngum Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í upphafi ræðu sinnar að jframsöguræður með fjármála- frumvörpum hefðu löngum verið langar og ítarlegar og forverar sínir reynt að gera sem flestum efnisat- riðum skil. Fjármálaráðherra áleit að fjárlagaræðan ætti fremur að fjalla um stefnumörkun ríkisstjórn- ar en almenn efnisatriði. í ræðunni ætti fjármálaráðherra að skýra þær megináherslur sem í frumvarpinu fælust og af hverju þær væru nauð- synlegar. Framsögumaður sagðist ekki halda þvi fram að þetta fjárlaga- frumvarp leysti öll vandamál með einhverjum töfrabrögðum. En það kom fram í ræðunni að vandamálin væru uggvænleg. Frá árinu 1987 hefði þjóðarskútan verið í öldudal og framleiðslustarfsemin í lág- marki. Ráðherra taldi að ekki væri hægt að kenna minnkandi sjávar- afla og erfiðleikum í sjávarútvegi um alla okkar erfíðleika. Vandinn væri í rauninni miklu alvarlegri og djúpstæðari. Það ríkti kyrrstaða í íslensku atvinnulífí; ný fjárfesting í lágmarki, nýsköpun mjög lítil og ný atvinnutækifæri af skomum skammti. Framsögumaður sagði okkur vera að súpa seyðið af vernd- arstefnu undanfarinna ára og ára- tuga. Alltof sjaldan hefðu fyrirtæki brugðist nægilega fljótt við breytum aðstæðum með breytingum í rekstri, með auknum spamaði og sameiningu fyrirtækja. En það væri ekki hægt að skella skuldinni alfar- ið á atvinnulífíð; stjómvöld hefðu brugðist rangt við. Grípa hefði átt til almennra aðgerða til að tryggja stöðugleika, litla verðbólgu, lága vexti og yfirhöfðuð svipuð rekstrar- skilyrði og í öðrum löndum. En í stað þess að halda aftur af útgjöld- um og skapa atvinnulífínu aukið athafnafrelsi hefði ríkisbáknið þannist út sem aldrei fýrr. En skuld- ir landsmanna erlendis stóraukist, á þessu ári skuldaði hver íslending- ur 700 þús. í útlöndum. Við þessar aðstæður yrðum við að spyrja grundvallarspurninga um velferðarkerfíð. Væri það eðlileg velferðarstefna að allir gætu notið opinberrar þjónustu á kostnað sam- félagsins óháð þörfínni fyrir hana og greiðslugetu viðkomandi ein- staklinga. Væri það skynsamleg velferðarstefna að taka erlend lán til að standa straum af samfélags- þjónustu dagsins í dag og láta börn- in okkar endurgreiða lánin. Ef ekki yrði gripið í taumana blasti við hrun í atvinnustarfsemi, stórfellt at- vinnuleysi og velferðarkerfíð hryndi endanlega til granna. Fjármálaráðherra taldi leið skattahækkana vera ófæra í þess- um ógöngum. „Gömlu úrræðin duga ekki lengur. Skattar á íslandi eru of háir. Vextir á íslandi eru of há- ir. Við verðum að lækka skatta og við verðum að lækka vexti.” Ræðu- maður taldi að þessu yrði ekki öðruvísi náð fram en að draga úr umsvifum ríkisins og stöðva halla- rekstur, lántökur opinberra sjóða. Framsögumaður lagði áherslu á meginmarkmið efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Að draga úr ríkisumsvifum. Að tryggja lága verðbólgu og stöðugt gengi. Að stuðla að fijálsum viðskiptum milli landa. Að tryggja atvinnu og aukinn kaupmátt þegar til lengri tíma væri litið. Friðrik fór nokkrum orðum um þessi markmið. Því miður væru ekki til neinar einfaldar lausnir til að ná þeim. Að draga úr ríkisum- svifum þýddi að við yrðum að fínna nýjar leiðir til þess að tryggja ein- staklingum þá velferðarþjónustu sem við vildum halda uppi án þess að leggja þungar byrðar á hinn al- menna skattborgara og væru stigin ákveðin skref í þá átt í framvarp- inu. Hann taldi sig ekki þurfa að fjölyrða um að gengi krónunnar væri stöðugt og verðbólga hér á landi svipuð og í helstu viðskipta- löndum. Gengisfellingar hefðu eng- an veginn náð tilætluðum árangri og einungis frestað nauðsynlegri endurskipulagningu í atvinnulífínu. Ráðherra sagði opnun hagkerfisins og fijáls gjaldeyrisviðskipti vera mikilvægan lið í því að koma á raun- hæfri gengisskráningu. Það væri í þessu samhengi sem ríkisstjórnin hefði sett stefnuna á að tengja íslensku . krónuna við evrópska myntkerfið. Fjármálaráðherra benti á að eft- irspurn eftir fólki til starfa hefði löngum verði meiri en framboðið en á þessu ári mætti þó gera ráð fyrir að atvinnuleysi á landinu yrði nálægt 1,5% og spáð væri auknu atvinnuleysi á næsta ári. Ráðherra sagði ljóst að erfíð ytri skilyrði tor- velduðu lausn þeirra vandamála sem við væri að glíma. Komandi kjarasamningar hlytu óhjákvæmi- lega að taka mið af þeim aðstæð- um. Við gætum litlu breytt um það að minnkandi þjóðartekjur vegna samdráttar í afla og framleiðslu þýddu sjálfkrafa skerðingu á kaup- mætti og getu þjóðarbúsins. Markmið kjarsamninganna hlyti að verða að draga sem mest úr skerð- ingunni hjá þeim sem byggju við lökust kjör og besta leiðin til þess væri að stuðla að sem mestum stöð- ugleika í verðlagi. Það kom einnig fram í ræðu fjármálaráðherra að honum væri ljóst að ríkisvaldið yrði nú eins og endranær mikilvægur aðili að kjarasamningum, bæði með beinum og óbeinum hætti. Hann vildi að það kæmi skýrt fram að ríkisstjórnin væri reiðubúin til við- ræðna við aðila vinnumarkaðarins um frekari aðgerðir til að lækka útgjöld ríkisins og draga úr lántök- um þess í því skyni að stuðla að gerð ábyrgra kjarasamninga. Friðrik Sophusson vakti athygli á nokkram atriðum sem dæmi um boðaðar stefnubreytingar í ríkis- fjármálunum, s.s. að ríkisútgjöldin væra skorin niður um 15 milljarða króna á næsta ári frá því sem þau hefðu annars orðið og yrðu í krón- um talið lægri heldur en á þessu ári. Framvarpið gerði ráð fyrir að halli ríkissjóðs á næsta ári yrði 3,7 milljarðar samanborið við 9 millj- arða á yfírstandandi ári. Það kom fram í ræðunni að í stað frekari skerðingar á þjónustu eða almennrar skattahækkunar yrði kostnaðarþátttaka þeirra sem notuðu tiltekna þjónustu aukin. Með því væri stutt við bakið á velferðar- þjónustunni í landinu, en það kæmi þeim sem lakast væru settir helst til góða. Það væri mikilvægt að almenningur áttaði sig á þessu. Hinir kostimir hefðu verið almenn- ar skattahækkanir eða þá það að beita hefðbundnum niðurskurði með skerðingu þjónustu, t.d. með því að loka í stóram stíl sjúkradeild- um og skólum. Það kom einnig fram að með einkavæðingu og sölu ríkis- fyrirtækja mætti auka hagkvæmni í ríkisrekstri og draga úr rekstrar- halla. Sérstök ráðherranefnd for- sætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra mun hafa yfirum- sjón með framkvæmd einkavæðing- arinnar. Ráðherra boðaði einnig að endur- skoða þyrfti starfsmannastefnu ríkisins frá granni. Mikilvægt væri að starfsmannastefna ríkisins mið- aði að því að auka sveigjanleika við ákvörðun launa og annarra starfs- kjara. Aukið sjálfstæði ríkisstofn- ana, meiri fjárhagsleg ábyrgð eii um leið aukið aðhald í fjárframlög- um kalli á ýmsar breytingar gagn- vart starfsmönnum. Þetta kallaði á aukna hagræðingu í rekstri ríkis- stofnana en byði um leið uppá það að skoða hvernig hún gæti komið fram í bættum kjöram starfsmanna. Það er ætlun ríkisstjórnarinnar að ná jafnvægi í ríkisfjármálum án þess að hækka skatta og er lokatak- markið að létta skattbyrðina á fyrir- tækjum sem einstaklingum. Jafn- framt væri réttlætismál að draga úr misræmi sem fyrirfyndist í skatt- kerfinu í dag. En um einstaka skatta lét fjármálaráðherra þess getið að ríkisstjómin ætlaði þegar á næsta ári að spara einn milljarð króna með því að lækka endur- greiðslur og fækka undanþágum. í lok framsöguræðunnar sagði fjármálaráðherra að þótt dimmt hafi verið yfír efnahagslífínu um skeið og þjóðin hafi búið við tíma- bundið andstreymi í atvinnumálum mættum við ekki láta hugfallast. Við yrðum að hafa trú á því að við gætum leyst aðsteðjandi vandamál. Skynsamlegast framlag ríkisins til lausnar á efnahagsvandanum væri að rifa seglin, draga úr umsvifunum og skapa svigrúm fyrir fólk og fyrir- tæki til að sýna hvað í þeim byggi. Að lokinni fyrstu umræðu óskaði fjármálaráðherra að framvarpinu yrði vísað til annarrar umræðu og fjárlaganefndar. Samlestur Guðmundur Bjarnason (F-Ne) taldi fjárlagafrumvarpið eitt sér ekki vera fullnægjandi heimild um stefnu og áherslur ríkisstjórnarinn- ar í ríkisfjármálum. Það yrði að lesa saman greinargerð framvarps- ins, „Hvítbókina” og síðast en ekki síst yfírlýsingar einstakra stjórnar- liða sem oft gengju gegn því sem stæði í framvarpinu. Guðmundur taldi óhjákvæmilegt að stjórnarliðar skýrðu sitt mál betur. Ræðumaður taldi frumvarpið niMftci óraunhæft; efaðist mjög um að verðlagsbreytingar yrðu einungis 5%. Hann taldi ólíklegt að þolað yrði að ráðstöfunartekjur skertust um 3%. Frumvarpið gerði ekki ráð fyrir neinum launabreytingum en boðaði stórauknar álögur á fólk í formi þjónustugjalda. Og einnig auknar álögur á atvinnulífíð sam- fara afskiptaleysi eða úrræðaleysi; „kemur-mér-ekki-við-stefna” for- sætisráðherra. Og með hugmyndum um að breyta lögum um Hagræð- ingarsjóð væri verið að stíga fyrstu skrefín að auðlindaskatti. Ekki þótti Guðmundi mikið til um stefnu í kjaramálum, boðað væri að skera niður ábyrgðir vegna gjaldþrota fyrirtækja. Væri launþegum ætlað að bera skaðann óbættan eða stofna sjóð með álögum á atvinnulíf og/eða launþega. í framvarpinu væri ekki að finna hugmyndir stjómarliða um skattalækkanir heldur væra reynd- ar blekkingar með „nýjum felu- sköttum”, þ.e.a.s. þjónustugjöld sem ekki væri enn víst að stuðning- ur væri fyrir meðal stjórnarliða. En Guðmundur vildi fyrir sitt leyti og stjómarandstöðunnar mótmæla þessum meintu felusköttum, ekki ætti að láta þá verst settu greiða skattana. Það ætti að skattleggja fjármagnstekjur og þótti ræðu- manni yfirlýsingar um samræm- ingu eignatekna óljósar. Hann taldi einnig að eins og launamismunur væri orðinn í þjóðfélaginu yrði að skoða hugmyndir um hátekjuskatt. Ekki taldi ræðumaður áætlanir um tekjur heldur bera vott um raun- sæi, t.d. efaðist hann um að sala ríkisfyrirtækja skilaði ríkissjóði miklu, oft þyrfti að bæta fjárhags- stöðu fyrirtækjanna áður og einnig yrði að líta á önnur markmið einka- væðingarinnar, dreifingu valds og ábyrgðar og hlut starfsmanna í fyr- irtækinu. Guðmundur rakti ýmsa liði frum- varpsins, m.a. á sviði sjúkrahúsa og heilbrigðisþjónustu. Hann taldi núverandi áform um sameiningu sjúkrahúsa og að breyta sumum í hjúkranardelldir ekki vera raun- hæfar og vildi meina að sameining allra sjúkrahúsanna á höfuðborgar- svæðinu eða vel skilgreind sam- vinna sjúkrahúsanna hefði verið betri kostur. Hann varaði einnig sterklega við hugmyndum um. sjálfsábyrgð í sjúkratiyggingum, „kaskótrygging” myndi leiða til tvö- falds kerfis sem endaði í óskapnaði. Ræðumaður sagði að sá sparnað- ur og aðhald sem fjármálaráðherra talaði um næðist ekki fram með þeim hætti sem framvarpið boðaði. Skelfing Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) spurði þingheim hvort ráðherrar íslensku þjóðarinnar væra ímynd manna sem hefðu yfírsýn yfír rétt- lætið í samfélagi okkar, skilgreindu það sem aflaga hefði farið og hefðu hugsjónir til að beija í brestjrua. Guðrún skelfdist þegar hún ieit til ríkisstjórnarinnar sem við henni blasti, „mynd þar sem ást á landi og þjóð og vitræn framtíðarsýn er víðs fjarri”. Guðrún taldi frumvarpið ekki ná yfirlýstum markmiðum. Þjónustu- gjöld væru aukin og niðurskurður á einstaka sviði. En á heildina litið næðist hins vegar enginn árangur í að draga úr umsvifum ríkisins. . Hún sagði tvennt skera sig úr í framvarpinu. Annars vegar þjón- ustugjöldin og hins vegar „töfraorð- ið einkavæðing”. Hún taldi að reynslan af einkavæðingunni væri næsta vafasöm og vitnaði til um- mæla bresks íhaldsmanns, Dougíte Smith, um að hugmyndir þar um væru komnar úr hugmyndabönkum' „hálfbijálaðra prófessora”. Guðrún Helgadóttir gagnrýndi þá „geig- vænlegu hækkun þjónustugjalda sem boðuð er”. Það væru sjúkir, aldraðir og fatlaðir sem nytu þjón- ustunnar. Samkvæmt kenningum fijálshyggjufólksins væri þetta fólk auðvitað óarðbært, óhagkvæmt í rekstri og þess vegna ekki á vetur setjandi. I ræðulok sagði Guðrún að mikjð ábyrgðarleysi einkenndi þetta framvarp til fjárlaga og væri mikil vinna að skila því aftur til hins háa Alþingis svo vit væri í. En stefna ríkisstjórnarinnar væri ljós. Bilið milli ríkra og fátækra í þessu landi ætti enn að aukast og halda skyldi því áfram að færa meira fé á sífellt færri hendur. Alþýðubandalags- menn myndu halda áfram að af- hjúpa sannleikann um íslenskt efna- hagslíf og skilgreina það þjóðfélag sem íslenskir launþegar byggu við, gera þeim skiljanlegt að ísland væri auðugt land sem ætti að búa fjölskyldunum í landinu betri kjör en þeir nú byggju við. Jóna Valgerður Kristjánsdój,t,- ir (SK-Vf) sagði m.a. í sinni ræóú að hvert einasta íjárlagafrumvarp sem lagt væri fram væri sagt vera það fullkomnasta. Nú skyldi tekið á ríkisfjármálunum, stemma stigu við eyðslunni, nú skyldu skattar ekki hækkaðir, dregið úr skulda- söfnun, eftirspurn eftir lánsfé skyldi minnka o.s.frv. Jónu Valgerði var stóram til efs að þessi lofsverðu markmið næðust nú frekar en fyrri ár og daga. Fleiri tóku til máls og verður síðar greint frá ræðum þeirra. Herramenn Laugavegi. eru með 3. daga skyndiútsölu - Frá fim. 24/10 til laug. 26/10. FATATILBOÐ VETRARINS. ’ Alfl Laugavegi 97 S : 621655 53 ’C' Ui w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.