Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 41 Mannvirðing og hjúkrun Svar við bréfi Einars Ingva Magnússonar frá 8. okt. 1991 Einu sinni hringdi ég á launa- skrifstofu ríkisins vegna þess að ég hafði ekki fengið greitt fyrir vinnu mína. Þeim sem svaraði í símann fannst eitthvað fyndið við það að fara fram á laun fyrir hjúkrun og spurði hvort ég væri ekki í hugsjóna- starfi? Ég svaraði því til að ennþá hefði ég löngun til að lifa en ekki bara tóra og til þess þyrfti ég pen- inga. Því að hollur matur, klæði og heilsusamlegt húsnæði kostaði skildinginn og þetta þrennt væri lið- ur í því að uppfylla þessa löngun mína. Símtal þetta riíjaðist upp fyrir mér er ég las bréfið þitt í Velvak- anda, Einar Yngvi. En þar skrifar þú annars vegar um hugsjónastarf látins héraðslæknis, og hins vegar um hjúkrunarfræðinga nútímans sem störfuðu ekki við hjúkrun vegna lágra launa. Skrif þín um hugsjóna- starfið yljuðu mér um hjartarætur en aftur á móti fóru skrif þín um hjúkrunarfræðinga fyrir brjóstið á mér. En þar skrifar þú: „Kannski er mikil gæfa fólgin í lágum launum hjúkrunarfólks. Þeir sem láta sér lynda lág laun og taka starfíð og hugsjónina fram yfir auð- söfnun þjóna vel þjáðum mönnum. Því hef ég ekki mikla samúð með fólki sem ætlar sér að safna verald- legum auð af sjúkdómum með- bræðra sinna.” Er ekki einhver misskilningur hér á ferðinni? Því ef hjúkrunarfræðing- ar hugsuðu um það eitt að auðgast á sjúkdómum annarra þá væru þeir ekki að leggja á sig langt og strangt nám, sem kostaði þá ógrynni fjár og fjarveru frá ástvinum sínum. Þá legðu hjúkrunarfræðingar heldur ekki á sig endurmenntun og sí- menntun að grunnnámi loknu þar sem umbun liggur ekki í hærri laun- um heldur fremur í starfshæfni þ.e.a.s. hæfni til þess að hlúa að sjúkum og hjálpa þeim til heilbrigð- is aftur. En það er svo annað mál sem er kjarni þessara skrifa að ann- ars göfug hugsjón getur slokknað þegar niðurrif, virðingarleysi, og vanmat á störfum manna er svo mikið að liggur við kúgun. Héraðs- lækninum (blessuð sé minning hans) sem þú, Einar Yngvi, lýsir sem ósér- hlífnum hugsjónamanni hefur án efa verið sýnd mannvirðing, sem er ekki lítil umbun fyrir vel unnin störf. En sú umbun ein og sér hefur tæp- lega dugað til þess að draga fram lífið. Frá mínum bæjardyrum séð hefur samferðafólk hans hlúð að honum eins og hann hlúði að því þó að á annan hátt væri. Að gefa og þiggja er náttúrulögmál og verð- ur ekki slitið í sundur. En það að stunda störf sín af hugsjón og að lág laun séu náttúrulögmál er hæp- in fullyrðing. Hugsjón er oftast sprottin af kærleiksþörfínni sem felur m.a. í sér að hlúa að og byggja upp. Kærleikurinn býr í öllu fólki og vex og dafnar sé að honum hlúð s.s. með mannvirðingu. Litla gæfu tel ég fólgna í því að meta mannúð- arstörf (störf sem lúta að uppbygg- ingu þjóðfélagsþegna) lágt til launa. Slíkt gildismat færir þjóð vora varla örar til heilbrigðis. Ef héraðslæknir- inn okkar væri ennþá þessa lífs er ég viss um að hann væri mér sam- mála. Lifðu heill Með kveðju frá Kristínu G'uðmundsdóttur, barna- og heilsugæslu- hjúkrunarfr., heimastarf- andi húsmóður. ---------------- Leiðrétting Seinni hluti málsgreinar féll úr grein JAG „Hvellur útvarpssmellur” sem birtist í Velvakanda 1. október. Málsgreinin er birt hér leiðrétt í heild sinni. Algengt er að erindi séu murkuð sundur af innskoti hvellrar tónlistar sem ekki er í neinum tengslum við efni það sem flutt er. Þetta rýfur samhengi og veldur ama, enda rokur þessar í meiri tónhæð en hið talaða orð. Ýmsir þáttahöfundar tilkynna upphaf og endi erinda sinna með slíkum drunum að hlustendur fá hellu fyrir eyru. Alla slíka graðhesta- músik á þessum stöðum ætti hið bráðasta að sópa út af borðinu, enda henni ætlað annað rúm í dagskrá. Innilegar þakkir viljum við senda öllum þeim sem heiðruðu okkur með nœrveru sinni og/eða glöddu okkur á annan hátt þann 19. október sl., / tilefni afmœlis okkar beggja. Björgvin S. Sveinsson, Hólmfriður Vigfúsdóttir. Hjartanlega þakka ég börnum mínum, tengda- börnum, barnabörnum, langömmubörnum, frœndfólki og vinum fyrir gjafir, heillaóskir og heiður mér sýndan á 75 ára afmœli mínu 11. ’• október sl. Guðs blessun veri með ykkur áframtiðarvegum. Sigrún S. Oddsdóttir, Nýjalandi, Garði. 3 dagar 1 7.900 CENTRAL HOTEL Með morgunverðarhlaðborði. Aðgangur að heildverslun Marko. — FllingSRQIR = 5DLRRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 Öll verö eru staögreiösluverö án flugvallaskatta og forfallatryggingar. ÞÆR VERSLANIR SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ SELJA SPORTFATNAÐ FRÁ H2O GETA HAFT SAMBAND VIÐ KONRÁÐ í SÍMA 617195 ATHUGIÐ AÐ SÝNISHORN AF VORLÍNU '92 ERU KOMIN. F4966ELM Sambyggður ofn/ örbylgjuofn Yfir-undirhiti, blástur, grill og snúningsgriil. Full sjálfhreinsun, kjöthitamælir, spegilútlit, örbylgjuofn, tölvuklukka og tímastillir. FIM 6 o Ofn Yfir-undirhiti, blástur, grill og snúningsgrill, full sjálfhreinsun, stálútlit, tölvuklukka og tímastillir. F3805 ELM Ofn Yfir-undirhiti, blástur, grill og snúningsgrill, fituhreinsun, svart eða hvítt spegilútlit, tQlvuklukka með tímastilli. F 4805 ELX Ofn Yfir-undirhiti, blástur og grill, fituhreinsun, svart eða hvítt glerútlit, tölvukiukka með tímastilli Funahöfða 19 sími 685680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.