Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 SAMNINGUR UM EVROPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ Eyjólfur Konráð Jónsson: Betra en á horfðist UTANRÍKISMÁLANEFND al- þingis átti fund með Jóni Balvini Hannibalssyni utanríkisráðherra og Þorsteini Pálssyni sjávarút- vegsráðherra síðdegis í gærdag er þeir komu til landsins frá Lux- emborg. Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanrikismálanefndar segir að samkomulag það sem gert var um EES sé betra en á horfðist fyrir nokkrum vikum en hann vill að öðru leyti ekki tjá sig nánar um málið fyrr en nefndin hefur fjallað betur um það. Fyrirhugað er að utanríkismála- nefnd ræði áfram við Jón Baldvin og Þorstein í dag, miðvikudag, og er fundurinn áformaður fyrir há- degið að loknum ríkisstjómarfundi. Eyjólfur Konráð Jónsson segir að ráðherramir hafi haft samráð við nefndina um störf sín í Luxemborg enda skylt að bera málið í heild undir utanríkismálanefnd. „Ég vil ekki tjá mig um málið nánar fyrr en ég hef það undir höndum í heild sinni og nefndin hefur fjallað ítar- legar um það,” segir Eyjólfur. Þórarinn V. Þórarinsson: Merkilegra skref en EFTA-samn- ing’urinn „ÞAÐ SEM kemur mest á óvart í samningunum er hinn mikli ár- angur á sviði sjávarútvegsmál- anna. Það er hins vegar það að verða hluti af evrópsku efnahags- heildinni, með öllum þeim réttind- um sem fyrirtæki í Evrópubanda- lagslöndunum hafa, sem skiptir okkur máli. Við erum í raun að taka miklu merkilegra skref en þegar EFTA-samningurinn var gerður, þó það hafi verið stórt skref á sínum tíma,” sagði Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnveitendasambands Is- lands. „Við fögnum samningnum feikn- arlega mikið. Þarna er lagður grundvöllur að því að hér geti haf- ist hagvöxtur á nýjan leik. Hann tryggir það að íslenskir atvinnuveg- ir njóta jafnstöðu á meginmarkaði okkar og gefur klárlega ný sóknar- færi í sjávarútvegi. Hann eykur líka möguleika okkar á að fá til liðs við okkur erienda fjárfestendur. Heild- armat okkar er að samningarnir séu gríðariega jákvætt skref en þeir gera jafnhliða kröfu til okkar sjálfra þannig að sóknarfærunum sem í samningunum felast verður að fylgja eftir hér innanlands. Við verðum að búa atvinnuvegunum sambærileg starfsskilyrði og keppi- nautunum í Evrópu hvað skatta og gjöld varðar. Við erum hér með kostnaðarskatta, þar vil ég einkum nefna aðstöðugjöld, sem torvelda samkeppni bæði í þjónustu og í framleiðslu. Sama á við um tekju- og eignaskatta á fyrirtæki, þá þarf að lækka mjög hratt til samræmis við það sem annars staðar gerist," sagði Þórarinn. - Hann kvaðst ekki hafa áhyggjur af opnun vinnumarkaðarins og vís- aði í reynslu Dana í þeim efnum. Ibúar sunnar í álfunni hefðu ekki leitað þangað í miklum mæli þrátt fyrir hærri laun og velferð. Veðurf- ar hérlendis og tungumál væri með þeim hætti að ekki væri að óttast mikla ásókn erlends vinnuafls hing- að. Hann sagði ánægjulegt að eygja framundan möguleika á hagvexti en sagði hins vegar að staðan fyrir næstu kjarasamninga væri óbreytt. „Það verður ekki meira til skiptanna á næsta ári. Samningurinn opnar okkur möguleika árið 1993 og gef- ur okkur meiri von um að við séum ekki dæmd til að sigla stöðugt nið- ur á við.” Hann sagði að samningarnir leggðu ríkari skyldur á herðar okk- ar varðandi stjórn efnahagsmála og við ættum þess engan kost að leyfa verðbóignnni að ijúka upp á ný. Halda yrði verðiags- og kostn- aðarþróun innan þeirra marka sem gerist á meðal samkeppnisaðilanna í Evrópu. „Við horfum fram til þess að vaxtamunur milli íslands og annarra landa mun minnka og að bankakerfið dragi úr sínum kostn- aði til að verða samkeppnishæfara. Það gildir um margt annað í okkar samfélagi en í því felast einmitt— sóknarfærin og við erum þess full- vissir um að möguleikar okkar til hagvaxtar og hagsældar eru ólíkt betri með þessum samningum en án þeirra.” Ólafur Ragnar Grímsson: Nokkrir plúsar og margir mínusar ÓLAFUR Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins segir að EES samkomulagið feli í sér nokkra plúsa og marga mínusa fyrir íslendinga. Hann furðar sig á þeim málflutningi utanríkisráð- herra að samkomuiagið kosti okk- ur ekki neitt þegar fyrir liggi að 350 milljón manna samfélag fær með því aðgang að efnahagskerfi Islendinga. „Miðað við upphafleg markmið íslendinga um fijálsan aðgang fyrir sjávarafurðir okkar inn á markað Evrópubandalagsins er um takmark- aðan árangur að ræða,” segir Ólafur Ragnar. „Við fáum að vísu tollfrelsi fyrir hluta af sjávarafurðum okkar en aðrar eru áfram með fulium tolli eða 30% af þeim tolli sem nú er á þeim.” Ólafur Ragnar segir að það sé mikilvægt að huga að því sem EB fær fyrir sinn snúð í samkomulagi þessu því bandalagið sé ekki að gefa Islendingum eitt eða neitt. „Gjaldið sem við borgum meðal annars fyrir samkomulagið er óheftur aðgangur 350 milljón manna samfélags að efnahagskerfi okkar ef undan eru skilin fiskimiðin eða sjavarútvegs- fyrirtækin. Þarna eru að vísu settir inn öryggisfyrirvarar en mér er spum: á að beita þeim þegar 5.000 Spánveijar eru komnir hér á vinnu- markað eða 20.000, á að beita þeim þegar þijár sveitir hafa verið seldar eða 30 svo dæmi séu tekin. Þetta þarf að skoða vandlega.” segir Ólaf- ur Ragnar. í máli hans kemur fram að það sé ekki sæmandi af hálfu utanríkis- ráðherra að gefa þær yfirlýsingar að íslendingar hafi fengið allt sitt í samkomulaginu en ekki látið neitt í staðinn. „Þetta samkomulag kemur til með að hafa margvísleg áhrif á efnahagskerfi okkar og þau þarf að skoða mjög vandlega áður en ákvarðanir eru teknar,” segir Ólafur Ragnar. Morgunblaðið/GTK Gunnar Snorri Gunnarsson skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins (annar frá vinstri) og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra gáfu sér tíma til að ræða við fréttamenn milli funda. Tvísýnn og spenn- andi lokasprettur Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Samningaviðræðum Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) lauk farsællega aðfaranótt þriðjudagsins í Lúxemborg. Þar með eru samningamir um Evrópska efnahags- svæðið (EES) komnir yfir fyrsta hjallann og vonandi þann erfið- asta. Eftir stendur að Evrópuþingið og nitján þjóðþing aðildar- ríkja EFTA og EB eiga eftir að samþykkja samninginn. Eftir það sem á undan er gengið eru taldar góðar líkur á því að samningur- inn verði staðfestur timanlega þannig að hann geti tekið gildi 1. janúar 1993. Siðasta bta samningaviðræðn- anna hófst í Lúxemborg á sunnu- dag. Fyrst héldu samningamenn EFTA sameiginlegan fund en um kvöldið áttu utanríkisráðherrar Finnlands, íslands og Hollands kvöldverðarfund með Frans Andr- iessen úr framkvæmdastjóm EB. Eftir kvöldverðinn sagði Andriess- en við íslenska blaðamenn, sem einir blaðamanna biðu úrslita þess fundar á Sheraton hótelinu sem er skammt frá flugvellinum í Lúx- emborg, að staða framkvæmda- stjórnarinnar í þessum viðræðum væri orðin næsta undarleg. Fram- kvæmdastjórnin sæti á milli aðild- arríkja EB og EFTA og reyndi eftir megni að miðla málum í stað þess að standa í hörku samninga- þjarki fyrir hönd aðildarríkja EB. Af ummælúm ráðherranna eftir fundinn var ljóst að ekkert hafði þokast í samkomulagsátt. íslend- ingar höfðu meira að segja fengið á sig, sennilega verðuga, ádrepu fyrir þvergirðingshátt í samning- unum og almennan skort á samn- ingsvilja. Útlit var fyrir að það eina jákvæða við kvöldverðarfund- inn hafi verið kvöldverðurinn sjálf- ur en hótelið rekur með betri veit- ingastöðum í Stórhertogadæminu. Andriessen sá samt sem áður ástæðu til að gefa íslensku press- unni smá vísbendingu þegar hann sagðist ekki frá því að þeir og ís- lendingar yfirleitt yrðu í sjöunda himni að morgundeginum liðnum, svo sem átti eftir að koma á dag- inn. Mánudagnrinn Fundahöld hófust snemma á mánudagsmorgun, fyrst hittust ráðherrar EFTA og EB, hvorir í sínu lagi til að hlusta á greinar- gerð um kvöldverðinn kvöldið áður og meta samningsstöðuna fyrir sitt leyti. Rúmlega klukkustund síðar komu samgönguráðherrar EB saman til fundar í sömu húsa- kynnum til að takast á við þunga- flutninga um svissnesku og austur- rísku Alpana sem af hálfu EB var forsenda þess að haldið yrði áfram viðræðum. Bæði Austurríkismenn og Svisslendingar voru til taks þannig að ganga mætti frá samn- ingi um þessi efni um leið og ein- hver dytti niður á viðunandi lausn. Meðan á þessu stóð voru aðrir samningamenn meira og minna í biðstöðu. Reiknað hafði verið með því að samgönguráðherrarnir gengju frá samkomulagi við Sviss og Austurríki fyrir klukkan þijú en það varð ekki fyrr en seint um eftirmiðdaginn að fulltrúar fram- kvæmdastjórnar EB, Hollands, Sviss og Austurríkis boðuðu til blaðamannafundar og kynntu samning sem þeir höfðu náð. Einn galli var á samningnum, Grikkir höfðu neitað að samþykkja hann vegna þess að þeir kröfðust auk- inna umferðarréttinda um Austur- ríki á meðan styijaldarástand ríkti í Júgóslavíu. Þess vegna var brugð- ið á það óyndisúrræði að valta yfir Grikki með meirihlutaat- kvæðagreiðslu um samninginn, þeim til mikillar hrellingar. Heim- iidir sögðu að Grikkir hygðust fara með málið fyrir utanríkisráðherra- fund EB, þar sem sitja að mestu ráðuneytisstjórar, og hóta að beita neitunarvaldi gagnvart öllu sem kæmi fram um EES. Til þessa kom þó aldrei, embættismönnum hafði sést yfir þá staðreynd að atkvæða- greiðslur verða ekki haldnar á ráð- herrafundum nema þær hafi verið settar með góðum fyrirvara inn á formlega dagskrá sem gilti engan veginn í þessu tilfelli. Þess vegna voru góð ráð dýr, Austurríkismenn féllust á að koma til móts við kröf- ur Grikkja, á þeirri forsendu að þeir ættu hvort eð er ekki trukka- flota til að fylla kvótann eins og embættismaður EFTA orðaði það. Því má ekki gleyma að þessir samningar voru, samkvæmt af- stöðu EFTA, samningunum um EES óviðkomandi þrátt fyrir að ljóst væri að EES-samningurinn yrði ekki gerður nema viðunandi lausn á þungaflutningum um Alp- ana lægi fyrir. Viðbótarkröfur frá ís- lendingum og þrjóska Spánveija Á sunnudagskvöld höfðu íslend- ingar kynnt átta vörutegundir yfir forréttinum sem þeir sögðu að væri nauðsynlegt að fá inn á lista yfir tollfijálsar afurðir. Á mánu- dagsmorgun hafði listinn styst um fimm afurðir, menn voru þess vegna bjartsýnir á að niðurstaða fengist fyrr en seinna. Evrópu- bandalagið hafði tilkynnt að full- trúar þeirra hefðu ekki tíma til að sinna fundahöldum lengur en til klukkan sex, mesta lagi til klukkan hálf átta. Andriessen væri á leið- inni til Kína þar sem menn væntu hans og auk þess væri ekki hægt að komast með góðu móti frá Lúx- emborg eftir átta með almennings- samgöngum. Hins vegar var ljóst eftir blaðamannafund samgöngu- ráðherranna að þessar tímasetn- ingar stæðust engan veginn. Þegar þær fréttir bárust út af fundinum að tekist hefði að semja við Grikki þóttu líkumar á sam- komulagi aukast að mun. Þá syrti í álinn, Spánveijar, auk þess að vera óánægðir með veiðiheimildir hvort heldur var við Noreg eða ísland, vildu alls ekki fallast á varanlega fyrirvara íslendinga um fjárfestingar í útgerð og vinnslu. Þeir sögðust hófsamir, nóg væri að íslendingar lýstu því yfir að þeir yrðu í framtíðinni tilbúnir til viðræðna um þennan þátt samn- ingsins. íslendingar sögðu hins vegar nei! Þannig stóðu samning- arnir í rúman klukkutíma á meðan ráðherra og fulltrúar fram- kvæmdastjómar EB fullvissuðu Spánveija og Portúgali, sem höfðu gengið til liðs við þá, um að þessi krafa væri vonlaus. Hvað Spán- veijum var endanlega boðið eða hvort valtað var yfir þá eina ferð- ina enn er ekki ljóst, en þeir féllu á elleftu stundu frá þessari kröfu. Blaðamaður Morgunblaðsins gekk í fangið á Uffe Elleman-Jensen, utanríkisráðherra Dana, sem til- kynnti að samningurinn væri í höfn, og bætti við ánægður: „Ég var að tala við Jón Baldvin, hann er í sjöunda himni.” Það er kannski ekki út í hött að blaðamenn og starfsmenn EB í Brussel halda að íslendingar muni komnir í beinan karllegg frá Ástríki og öðrum gal- vöskum Göllum í Belgíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.