Morgunblaðið - 25.10.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLA'ÐIÐ FÖSTUDAGUR 2R ‘OKTÓBER' 1391
Minningar-
vaka um Geir
Krislgánsson
LAUGARDAGINN 26. október
gengst Bókmenntafélagið
Hringskuggar fyrir minningar-
vöku um Geir Kristjánsson
skáld. Samkoman fer fram í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
í Laugarnesi og hefst klukkan
17 og stendur í rúma klukku-
stund.
Geir lést í síðasta mánuði en
skömmu áður kom út á vegum
Hringskugga, síðasta bók hans,
Dimmur söngur úr sefi. Hefur hún
að geyma ljóðaþýðingar, einkum
úr rússnesku, en einnig öðrum
málum.
Á minningarvökunni munu Vil-
borg Dagbjartsdóttir, Arnór Ben-
ónýsson, Baldvin Halldórsson,
Karl Guðmundsson og Pjetur Haf-
stein Lárusson lesa úr verkum
Geirs og Þorgeir Þorgeirsson flytja
erindi um skáldið.
«• Ollum er heimill aðgangur með-
an húsrúm leyfir.
--------------
Hrútafjörður:
2.700 komuí
upplýsinga-
miðstöð
Stað í Hrútafirði.
UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA fyrir
ferðafólk var í sumar rekin í Stað-
arskála af Ferðamálafélagi
Vestur-Húnavatnssýslu og Stað-
arskála hf.
Upplýsingamiðstöð hefur nokkur
undanfarin ár verið Iiður í rekstri
Staðarskála. Á þessu ári gekk Ferð-
amálafélag Vestur-Húnavatnssýslu
til liðs við fyrirtækið og var gert
stórt átak til að gera rekstur upplýs-
ingaþjónusturnnar virkari. Ráðinn
var uþplýsingafulltrúi, Sigríður Gróa
Þórarinsdóttir, til að veita skrifstof-
unni forstöðu.
Það var 25. júní sem skrifstofan
var opnuð og til 10. september komu
2.700 gestir. Fyrirspurnir voru mjög
fjölbreyttar og má segja að þær
hafi verið jafn mismunandi og gest-
irnir voru margir. Þó voru eðlilegar
margar af svipuðum toga. Það sem
gestimir voru helst að leita eftir
voru upplýsingar um gistimöguleika,
ástand vega, ferðir áætlunarbifreiða
og feija, áhugaverðir staðir í ná-
grenninu og hvað hægt væri að
hafa fyrir stafni hér.
íslendingarnir höfðu einnig mjög
mikinn áhuga á upplýsingum um
allt er snertir veiði. Sumir komu þó
eingöngu til að safna sér upplýsing-
um og myndum af landinu í bækl-
ingaformi.
Segja má að nú sem fyrr hafi
sannast að brýn þörf er að þjónusta
þessi sé til staðar um ferðamanna-
tímann.
__________Brids_____________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Hreyfils
Síðastliðinn mánudag var spiluð 4.
umferðin af 5 í hausttvímenningi fé-
lagsins. Hæstu skor hlutu:
í A-riðli:
SkaftiBjömsson-JónSigtryggsson 195
Eyjólfur Ólafsson—Jón Skúlason 175
Daníel Halldórsson - Viktor Björnsson 174
í B-riðli:
Sigurður Ólafsson — FIosi Ólafsson 189
Birgir Siprðsson - Ásgrimur Aðalsteinsson 186
Ásmundur Þórisson - Haraldur Brynjólfsson 186
Meðalskor er 156.
Fyrir síðustu umferð er staðan afar
tvísýn, en 5 efstu sætin skipa:
Birgir Sigurðsson - Ásgrimur Aðalsteinsson 727
Daníel Halldórsson - Viktor Björnsson 719
SkaftiBjörnsson-JónSigtryggsson 719
Sigurður Ólafsson—FIosi Ólafsson 711
Ásmundur Þórisson - Haraldur Brynjólfsson 680
Síðasta umferðin verður spiluð í
Hreyfílshúsinu mánudaginn 28. októ-
ber og hefst kl. 19.30.
Bridsfélag Siglufjarðar
Vetrarstarfið hófst 30. september
með aðalfundi. Fram kom að vart
hafa siglfírskir spilarar staðið sig bet-
ur í spilamennskunni er undanfarið
ár. Fjárhagsleg staða félagsins er
einnig góð, en benda má á að mikil
áhersla er lögð á að spilarar taki þátt
í sem flestum mótum og er það föst
regla að félagið borgi öil keppnisgjöld
og tekur þátt í ferðakostnaði. Á fund-
inum var kjörin ný stjóm og er formað-
ur hennar Bogi Sigurbjörnsson.
Þann 14. október lauk tveggja
kvölda tvímenningskeppni en í henni
tóku þátt 20 pör. Ekki var laust við
að sumum spilurum fyndist að þeir
væru orðnir betri í íþróttinni eftir að
heimsmeistaratitillinn kom til íslands,
þó ekki væri hægt að merkja það á
skorinni hjá öllum. Mikil gleði ríkir
hér yfír frábærum árangri landsliðs-
ins. Röð efstu para varð annars þessi:
Ásgrimur Sigurbjömsson - Jón Sigurbjömsson 212
BaldvinValtýsson-ValtýrJónsson 202
Sigfús Steingrimsson - Sigurður Hafliðason 202
Björk Jónsdóttir - Valþór Stefánsson 193
Anton Sigurbjömsso - Bogi Sigurbjörnsson 193
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 21. október var þriðja
kvöldið í hausttvímenningnum spilað.
Staðan er nú þessi:
Kristján Ólafsson - Ólafur Gísiason 151
Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 122
Karl Einarsson - Pétur Sigurðsson 101
Jens Sigurðsson - Jón Sigurðsson 92
Borgþór Pétursson - Sverrir Ármannsson 84
Drofn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 78
Staðan í sveitaskeppni byijendarið-
ilsins er óbreytt:
Sv. Júlíönu Sigurðardóttur 53
Sv. Steinþórunnar Kristjánsdóttur 52
Sv. Margrétar Pálsdóttur 40
Sv. Bryndísar Eysteinsdóttur 35
I dag fara Hafnfírðingar í heimsókn
til Selfoss og spila hinu árlegu bæjar-
keppni eins og gert hefur verið í ára-
tugi. Vafalaust er þessi keppni ein
langlífasta bæjarkeppni sem sögur
fara af, og enn er engan bilbug að
fínna á mönnum. Spilað verður á sex
borðum.
íslandsmót kvenna og yngri
spilara í tvímenningi um
helgina
íslandsmót kvenna og yngri spilara
(spilara sem fæddir eru ’66 eða seinna)
hefst í Sigtúni 9, Jaugardaginn 26.
október kl. 11.30. Áætlað er að spila
til kl. 19 í báðum flokkum. Á sunnu-
daginn verður síðan byijað aftur kl.
12 og áætluð spilalok eru kl. 18 á
sunnudag. Örlítil aukning virðist ætla
að verða í kvennaflokknum miðað við
síðasta ár en nú er 21 par skráð á
móti 19 þá. í yngri spilaraflokknum
hefur hins vegar orðið sprenging og
nú eru 28 pör skráð á móti 17 á síð-
asta ári. Þetta er mjög ánægjuleg
þróun og vonandi vísbending á það
sem koma skal.
í kvennaflokknum verða spiluð 4
spil á milli para en í yngiq spilara
flokknum verða spiluð 3 spil á milli
para. Keppnisstjóri verður Agnar
Jörgensen og reiknimeistari Ásgeir
Ásbjörnsson.
STÆRSTI VERÐBRÉFASJÓDIfltlNN
KJARABREF eru gefin út af stærsta verðbréfasjóði
á Islandi. Inneign viðskiptavina eru 3,2 milljarðar.
STJ8BT1SÉREKNAUÓÐURINN
FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN er stærsti séreignasjóðurinn
á Islandi. I honum eru um 1600 félagar og nutu þeir
8,6% raunávöxtunar á síðasta ári.
HÆST ÁVÖXTUN
r
TEKJUBREF gáfu hæsta ávöxtun allra skuldabréfasjóða
árið 1990, eða 8,5% raunávöxtun.
GÓÐAR FRÉTT1R SEM GEFA ARÐ!
(Q>
VERÐBREFAMARKAÐUR
FJÁRFESTINGARFÉLACSINS HF.
HAFNARSTRÆTI 7. 101 REYKJAVÍK, S. (91 ) 28566 • KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK ,S. (91 ) 689700 • RÁÐHÚSTORGI 3, 600 AKUREYRI . S. (96) 25000
M.G.-