Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991
19
Minning:
Ragnar Elíasson
Fæddur 1. nóvember 1909
Dáinn 13. október 1991
í dag er til moldar borinn mágur
minn, Ragnar Elíasson, sjómaður og
afgreiðslustjóri, Hátúni 8 hér í borg,
en hann andaðist hinn 13. október
sl., tæplega áttatíu og tveggja ára
að aldri: Sakir fjarveru get ég því
miður ekki gengið með honum þenn-
an síðasta spöl og því sendi ég hon-
um með fáeinum orðum kveðju mína,
og Rögnu konu minnar, með þakk-
læti fyrir samfylgd og vináttu alla
tíð.
Ragnar er fæddur hinn 1. nóv-
ember 1909 sonur hjónanna Jóhönnu
K. Bjarnadóttur (d. 1946) og Elíasar
Jóhannssonar, verkamanns (d.
1968). Elías vann lengi hjá Reykja-
víkurborg en allan búskap sinn áttu
þau heimili hér í borg. Systkinin
voru átta talsins og að Ragnari
gengnum er yngsti bróðirinn einn á
lífi, Helgi Elíasson, útibússtjóri.
Þröngt var oft í búi í heimahúsum
en samlyndi mikið, og ástúð og fórn-
fýsi foreldra mótaði börnin og bjó
þau undir lífið. Sanngirni, hrekkleysi
og hjálpsemi, sem voru áberandi eig-
inleikar í fari Ragnars áttu rætur í
uppvextinum í hinum stóra barna-
hópi. Þessum eiginleikum Ragnars
kynntist ég vel og fann, að þeir voru
honum í blóð bornir, og það var
lærdómsríkt að verða var við hina
hlýju virðingu, sem Ragnar bar alla
daga fyrir foreldrum sínum.
Ragnar kynntist Guðlaugu Helga-
dóttur, systur minni, um borð í
gömlu Esjunni hinn 14. júlí 1928.
Það var ást við fyrstu sýn. Hringana
settu þau upp þremur árum seinna
hinn 15. maí 1931 og héldu þá sam-
an út í lífið. Þetta ár byijuðu þau
að búa og stóð fyrsta heimili þeirra
í einu herbergi með aðgangi að eld-
húsi á Kárastíg 2 hér í borg. Þeim
fæddist dóttir hinn 5. júní 1932, sem
skírð var Jóhanna og á sólbjörtum
sumardegi 16. júní 1934 voru þau
gefin saman af séra Bjarna Jónssyni
og hinn 11. maí 1940 fæddist þeim
önnur dóttir, sem hlaut nafnið Guð-
laug.
Eldri telpan, Hanna, giftist Árna
S. Jónssyni, skipstjóra og fluttist
með honum til Kanada 1964 og
stendur heimili þeirra í Bridgewater
í Nova Scotia. Árni og Hanna eiga
þijú börn, Rögnu Lindu (f. 1953),
Jón Björn (f. 1959) og Ragnar (f.
1962) og fóru þau öll með þeim
vestur. Ragna Linda á tvær dætur
með Ralph Joudrey, þær Lísu og
Michelle og stendur heimili þeirra
mæðgna einnig í Bridgewater.
Yngri telpan, Guðlaug, giftist dr.
Ásgeiri H. Ellertssyni, lækni, og eiga
þau þijár dætur, Guðlaugu Helgu
(f. 1961) og tvíburana Steinunni og
Ragnhildi (f. 1966). Guðlaug Helga
er gift Lárusi Marinussyni og Ragn-
hildur er gift Andrési Jónssyni. Guð-
laug og dr. Ásgeir dvöldust í Svíþjóð
í sjö ár, en skildu 1981.
Hjónaband þeirra Ragnars og
Laugu var ástríkt og farsælt öll þau
54 ár, sem þeim auðnaðist að vera
samvistum. Aldrei féll þar skuggi
á, gleðin í hávegum, þegar því var
að skipta, samheldnin óijúfanleg,
þegar á bjátaði, og þakklætið geis-
landi fyrir hveija einustu samveru-
stund.
Æðruleysi Ragnars var mikið og
fátt lét hann sér koma á óvart í líf-
inu en missir hans var mikill, er
hann missti Laugu. Þá fundum við
öli, sem honum voru nákomin, að
honum var brugðið. Hann grét sem
barn. Sorgin lagðist yfir hann eins
og farg, og hann sagði við mig: „Ég
held, að ég sé að deyja úr sorg.”
Lauga dó 8. febrúar 1988 og rúmum
þremur árum seinna er hann dáinn.
Ég kom til hans fjórum dögum áður
en hann dó og þá áttum við langt
og gott tal saman. Hann sagði: „Nú
fer þetta að styttast, Ingi minn, en
ég er alveg tilbúinn og sáttur við
Guð og menn.” Hann lést á fæðing-
ardegi móður sinnar, 13. október.
Ragnar lá síðustu mánuði ævinnar
á Grensásdeild Borgarspítalans og
naut þar alúðlegrar umönnunar og
hjúkrunar, og gat hans þess marg-
oft við mig, hversu þakklátur hann
væri fyrir það. Þar á ekki síst hlut
að, auk starfsfólksins, yfirlæknir
deildarinnar, fyrrverandi tengdason-
ur Ragnars, dr. Ásgeir Ellertsson,
og er honum hér fært innilegt þakk-
læti okkar allra fyrir umhyggju og
nærgætni.
Áttatíu og tvö ár er langur tími
fyrir einstaklinginn, og ef virtar eru
þær stórstígu breytingar, sem orðið
hafa á kjörum manna og aðstæðum
hér á landi síðastliðin 82 ár, er ljóst,
að Ragnar hefur lifað mikla um-
breytingatíma, að maður tali nú
ekki um tvær heimsstyijaldir, sem
hann lifði og aðra í miklu návígi.
Lífsbaráttan á uppvaxtarárum
Ragnars var hins vegar afar hörð
og snerist í raun um það að halda
skortinum utan dyra. Slíkt návígi
setur á manninn mark en eflir jafn-
framt og stælir þá krafta, sem með
honum búa til átaka í hinu harða
umhverfi. Ragnar, sem snemma
byijaði að vinna fyrir sér, ávann sér
og tileinkaði í lífi sínu og starfi aðra
eiginleika, sem eigi síður en þeir
eiginleikar, sem að framan var á
minnst, gerðu honum kleift að njóta
lífsgleði og hamingju á langri ævi,
unaðsstunda með fjölskyldu og vin-
um eins og að standast áföll og
andstreymi. Þar má fyrst nefna
þrautseigjuna og hina miklu atorku,
sem Ragnar bjó yfir og fór ekki fram
hjá neinum samferðamanni hans.
Þá má nefna heiðarleikann og hús-
bóndahollustuna, sem var sérstakt
aðalsmerki Ragnars og kom fram
gagnvart öllum sem hann vann fyrir
og vann með og hafði yfir að segja
sem verkstjóri. Og síðast má nefna
samviskusemi hans gagnvart hveiju
verkefni, sem honum var falið, svo
að ekki sé talað um samviskusemi
hans gagnvart sjálfum sér og sínum.
Starfsævi Ragnars má skipta í
tvennt: sjómennsku og afgreiðslu-
stjórnun. Árið sem hann kvæntist,
árið 1934, fékk hann pláss á togar-
anum Max Pemperton og var hann
á sjónum í fimmtán ár. Hann sigldi
öll stríðsárin sem kyndari og vél-
stjóri. Þrátt fyrir hættur styrjaldar-
innar og ógnir veðranna kringum
ísland var Ragnar ætíð leiddur heili
í höfn. I janúarmánuði 1943 fórst
Max Pemperton í miklu óveðri við
íslandsstrendur, en svo vildi til, að
Ragnar var ekki með þeirri síðustu
veiðiferð skipsins. Hann hafði farið
í land en átti svo að sigla til Eng-
lands með aflann. Ég á margar ljúf-
ar minningar um Ragnar frá þessum
árum, en ég hef áður lýst þeim þann-
ig, að mér og unga fólkinu hafi allt-
af fundist vera jól, þegar Ragnar
kom úr siglingu.
Ragnar stóð á fertugu þegar hann
hætti siglingum og fór alfarið í land
árið 1949. Hann hóf þá strax störf
hjá Steindóri Einarssyni og vann við
afgreiðslustörf í 32 ár eða þar til
Bifreiðastöð Steindórs var lögð niður
á árinu 1981. í því starfi kynntist
hann mörgum viðskiptamönnum og
var vel látinn, kurteis og áreiðanleg-
ur. Hann var einkar vinsæll af bif-
reiðastjórunum, sem unnu undir
hans stjórn, og ekki var laust við
það, að hann væri með föðurlegar
leiðbeiningar til hinna yngri um
aksturinn, lífið og tilveruna, og
kunnu þeir þvi vel.
Ég get ekki lokið þessum kveðju-
orðum án þess að flytja Ragnari
Elíassyni sérstakt þakklæti fyrir
það, hversu góður hann var við
móður mína, Eyrúnu Helgadóttur.
Hann var alla tíð eins og hinn besti
sonur hennar og milli þeirra ríkti
einstakt og hlýtt trúnaðarsamband.
Hann mat hana mikils, spurði hana
oft ráða, en var ævinlega boðinn og
búinn til að létta undir með henni í
hvívetna. í hennar nafni og fyrir
hönd okkar systkina Laugu flyt ég
honum miklar þakkir fyrir þessa vin-
áttu.
Sár harmur er nú kveðinn að
dætrum Ragnars, þeim Jóhönnu og
Guðlaugu, svo og börnum þeirra.
Ég og Ragna kona mín vottum þeim
okkar innilegustu samúð og óskum
þess, að minningin um hinn góða
dreng og umhyggjusama föður lýsi
þeim um ókomin ár.
Ingi R. Helgason
Afi okkar, Ragnar Elíasson, lést
á Grensásdeild Borgarspítalans 13.
þessa mánaðar. Þar hafði hann dval-
ist hartnær tvö ár vegna veikinda
og átti ekki þaðan afturkvæmt.
Á Grensásdeild Borgarspítalans
hlaut hann góða umönnun lækna og
hjúkrunarfólks, sem við þökkum af
alhug.
Afí okkar fæddist 1. nóvember
1909 á Mosfelli í Mosfellssveit. For-
eldrar hans voru Jóhanna K. Bjarna-
dóttir og Elías Jóhannsson. Jóhanna
og Elías eignuðust átta börn og var
afi elstur í systkinahópnum. Yngsti
bróðir afa, Helgi, er nú einn eftirlif-
andi.
Hvað varðar bernsku- og æskuár
afa okkar má segja að þau hafi ein-
kennst af harðri lífsbaráttu. Fjöl-
skyldan bjó við mikla fátækt og erf-
ið kjör. Lífið á þessum tíma snerist
um vinnu og öflun lífsviðurværis.
Afi fór ekki varhluta af því. Hann
fór ungur að vinna og aðstoðaði
þannig foreldra sína með stórt heim-
ili. Um fermingu fór hann til sjós í
fyrsta skipti, en hann átti eftir að
stunda sjómennsku stóran hluta ævi
sinnar.
Afí okkar tilheyrði aldamótakyn-
slóðinni sterku, sem er nú óðum að
renna sitt skeið. Sú kynslóð hefur
barist áfram af ótrúlegum dugnaði
og krafti. Þrautseigja og vinnusemi
hafa verið hennar merki. Tekist var
á við iífið sjálft með öllum sínum
andstæðum og reynsla þeirra ára
mótaði, þroskaði og setti mark sitt
á hvern einstakan einstakling.
Ekki þarf að tíunda þær breyting-
ar og þá öru þjóðfélagsþróun, sem
aldamótakynslóðin hefur lifað. Þjóð
okkar hefur brotist úr örbirgð og
fátækt til allsnægta hins nútíma-
samfélags. Eftir situr áratuga-
reynsla, viska og þekking aldraðrar
kynslóðar, sem á fullt erindi til okk-
ar sem yngri erum.
Minningar þær, sem við eigum
um afa, tengjast öðrum árum ævi
hans.
Við minnumst góðra heimsókna í
Hátún 8 í Reykjavík, þar sem amma
okkar, Guðlaug Helgadóttir og afi
bjuggu sér fallegt heimili. Róman-
tísk þótti okkur systrum frásagan
af fyrstu kynnum ömmu og afa, sem
tók á sig ævintýralegan blæ í hugum
okkar.
Amma var komin um borð í skip
á leið til Vestmannaeyja þegar afi,
sem staddur var á hafnarbakkanum
í Reykjavík, kemur auga á þessa
fríðleiks stúlku. Hann lætur hrífast
af stund augnabliksins, drífur sig
um borð og ræður sig til vinnu á
skipið. Hann gefur sig síðan að ungu
stúlkunni, tekur hana tali og siglir
með henni til Eyja. Segir sagan að
á þeirri stundu hafi hann tekið þá
ákvörðun að vinna hug og hjarta
stúlkunnar og ganga að eiga hana.
Amma og afi gengu í hjónaband
16. júní 1934. Hjónaband þeirra
varði í 54 ár, en amma lést árið 1988.
Andlát ömmu bar snöggt að og
varð okkur öllum þungt áfall. Afi
var yfirbugaður af sorg, söknuður
hans var mikill og sár. Tilvera hans
byggðist á ömmu og umhugsuninni
um hana. Hjónaband þeirra var
grundvallað á gagnkvæmri virðingu,
kærleika og óbifandi trausti.
Amma og afi eignuðstu tvær
dætur, Hönnu, sem búsett er í
Kanada ásamt ljölskyldu sinni og
Guðlaugu, móður okkar. Barnabörn-
in eru sex, barnabarnabörnin þijú
og eitt langalangafabarn er nýfætt
í Kanada.
Eins og áður er getið stundaði
afi sjómennsku til fjölda ára og vann
lengstum sem vélstjóri á fiskiskip-
um, Á stríðsárunum sigldi hann með
togaranum Max Pemberton hjá Pétri
Maaek skipstjóra. Ógn stríðsins vofðí
yfir og hætturnar geisuðu. Kveðju-
stundirnar voru erfiðar þar sem eng-
inn vissi hvort sjómennirnir kæmu
heilir í höfn. Amma beið heima,
sinnti sínum störfum og bað algóðan
Guð að vernda og varðveita eigin-
mann sinn og leiða hann heilan heim.
Mikil var þá gleði endurfundanna
og í minningu móður okkar og móð-
ursystur voru ætíð jól þegar pabbi
var í höfn. Togarinn Max Pemberton
hvarf árið 1944 og kom skipið aldr-
ei fram.
Amma og afi fengu þá að reyna
handleiðslu Guðs á sérstakan hátt,
þar sem atvikin höguðu því svo að
afi-fór ekki með í þá hinstu för.
Eftir stríð hóf afi störf hjá Bifreið-
astöð Steindórs. Starfaði hann þar
sem leigubílstjóri og afgreiðslumað-
ur fram yfir sjötugsaldur. Störf sín
rækti han af heiðarleika og trú-
mennsku. Atorkusemi og fram-
kvæmdagleði einkenndu hann.
Ein af þeim minningum, sem ber
hæst í huga okkar systra eru stund-
irnar með ömmu og afa í Sléttuhlíð.
í Sléttuhlíð ofan við Hafnarfjörð
reistu þau sér sumarbústað. Þar
undu þau sér í náttúrunni, skynjuðu
fegurð hennar og endurnýjuðust á
sál og líkama. Þau ræktuðu jörðina
og breyttu óhijálegri jörð í gróður-
sæla. Sumarbústaðalandið í Sléttu-
hlíð gerðu þau að sælureit.
Þegar við nú komum á þennan
stað sjáum við og skynjum betur
hversu mikil vinna og ófá dagsverk
hafa legið að baki. Verkefnin eru
óþijótandi og bíða okkar til úrlausn-
ar. Sléttuhlíðin er perla, sem við
vonum að við getum notið í framtíð-
inni með fjölskyldum okkar. Staður-
inn er tileinkaður minningu ömmu
og afa og minnir hver og ein gróður-
sett jurt á þau.
Árin hafa liðið. Fyrir tæpum íjór-
um árum kvöddum við systurnar
elskulegu ömmu okkar og nú er
komið að kveðjustund afa.
Síðustu árin áttum við margar
ánægjulegar samverustundir með
honum. Við kynntumst afa á nýjan
hátt, þar sem amma stóð ekki leng-
ur honum við hlið.
Árin voru gjöful og góð en einnig
erfið, þar sem veikindi gerðu vart
viðsig.
Á kveðjustund langar okkur að
þakka afa og ömmu fyrir allt það
sem þau voru okkur.
Trú okkar er sú að þau séu bæði
umvafin kærleika Guðs og hvíli í
hendi hans um eilífð alla.
Ragnhildur, Steinunn
og Guðlaug Helga.
NYISLENSK
KLASSÍK
Eddaflyturverkin á
diskinumátónleikum:
Sauðárkróki 26. okt.
Akureyri 27. okt.
Reykjavík 28. okt.
Akranesi 30. okt.
Garðbæ 2. nóv.
Sjá nánar í fréttatilkynningum
yW 111 í ll jj
'xqÆir'
JjeiassiB
Einn færasti píanóleikari Islands
leikur á þessum vandaöa diski
sónötur, fantasíur og rondó
eftir C.P.E. Bach. Tekið upp stafrænt
(digital) í Leyon í Frakklandi fyrr á
árinu. Ekkert verkanna hefur veriö
gefið út áöur leikiö á píanó. Flest
verkanna hafa aldrei veriö gefin út
yfirhöfuö. Eiguleg plata fyrir unnendur
klassískrar tónlistar.
osnotur-fa^
ErlendsdóW