Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Númeraplötur klipptar af 500 bílum
Lögreglan í Reykjavík hefur það sem af er nóvem-
ber klippt skráningarnúmer af 500 bílum sem van-
rækt hefur verið að færa til skoðunar og í gær átti
ljósmyndari leið fram hjá Skólavörðuholtinu í þann
mund sem verið var að klippa af bíl sem þannig var
ástatt um. Að sögn Ragnars Þ. Árnasonar varð-
stjóra í umferðardeild lögreglunnar er bæði klippt
af kyrrstæðum bílum og eins eru lögreglumenn á
ferð ásamt skoðunarmönnum Bifreiðaskoðunarinnar,
stöðva bíla í akstri, gera á þeim skyndiskoðun og
taka númeraplötur af ef ástand bílanna þykir gefa
tilefni til. Lögreglan mun halda þessum aðgerðum
áfram á næstunni að sögn Ragnars enda hafa þús-
undir bíla enn ekki skilað sér til skoðunar.
Ingi Björn Albertsson telur forsætisráð-
ráðherra hafa vegið að sér:
Forsætisráðherra telur
játt þingmannsins í
jyrluumræðum til vansa
INGI Björn Albertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í utan-
dagskrárumræðum í þinginu i gær eftir því að Davíð Oddsson, forsæt-
isráðherra, gerði grein fyrir ummælum sem hann hefði haft um sig í
fjölmiðlum.
Ummæli forsætisráðherra voru á
þá leið að slæmt væri að menn féllu
í þá freistni að ræða þyrlukaup og
slá sig þar með til riddara í skugga
liðinna hörmungaratburða.
Ingi Bjöm taldi að sér vegið með
ummælunum og sagði þau ósmekk-
leg, ódrengileg og óviðeigandi. Davíð
Oddsson svaraði þingmanninum og
sagði að honum hefði þótt og þætti
enn að framkoma þingmannsins í
umræðunum sem fram fóru síðastlið-
inn mánudag liefði verið þingmann-
inum til vansa. Ingi Björn kvaðst þá
vilja benda á að í umræðum á mánu-
deginum hefði Þorsteinn Pálsson
sagt að stefnan í þyrlukaupamálinu
væri að fylgja eftir starfi þyrlunefnd-
ar. Forsætisráðherrann hefði hins
vegar verið með aðra stefnu í viðtali
á Stöð 2. Þessu svaraði Davíð á þá
leið, að þingmaðurinn hefði í umræð-
unum síðastliðinn mánudag fordæmt
málflutning dómsmálaráðherrans.
Sjá „Stjórnarþingmaður telur að
sér vegið” á bls. 35.
♦ » ♦
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri:
Seðlabankalög ná ekkí yfír
þá vexti sem mestu skipta
Vaxtalækkun hefur iítil áhrif á fjármagnskostnað sjávarútvegs að mati Landsbankans
JÓHANNES Nordal seðlabankastjóri segir að þeir vextir sem mestu
máli skipta í þjóðfélaginu falli ekki undir ákvæði seðlabankalaga.
„Við getum eingöngu haft áhrif á vexti bankanna og erum þeirrar
skoðunar að þeir eigi að hraða því að lækka nafnvexti á óverðtryggð-
um lánum á næstunni. Aðalvandamálið eru háir raunvextir á verð-
bréfamarkaðinum, sem eru leiðandi vextir í landinu í dag,” segir
Jóhannes. Hann segir óhætt að fullyrða að vaxtastig óverðtryggðra
lána á innlendum lánamarkaði hafi hvergi minni áhrif en í sjávarút-
veginum, þar sem meginhluti skulda sjávarútvegsfyrirtækja séu í
erlendum gjaldeyri.
í yfírliti frá Landsbankanum
kemur fram að gengisbundin lán
nema nú 76,96% af öllum útlánum
til sjávarútvegsins og vaxtakjör á
þeim lánum séu háð þeim kjörum
sem bjóðast á erlendum fjármagns-
mörkuðum. Breytingar á vaxtastigi
innanlands hafí lítil áhrif á heild-
arfjármagnskostnað sjávarútvegs-
ins.
Einar Oddur Kristjánsson for-
maður VSÍ sagði að raunvaxta-
lækkun hefði gríðarlega þýðingu
fyrir allt atvinnulíf á íslandi og það
ætti að sjálfsögðu einnig við um
sjávarútveginn. „Samkeppnishæfni
útflutningsins er samofín verð-
myndun á öllum kostnaðarþáttum
og raunvextir hafa áhrif á alla
kostnaðarþætti,” sagði Einar Odd-
ur.
Guðmundur
og Þorlákur
í 8. sæti af 16
Guðmundur Páll Arnarson og
Þorlákur Jónsson, eitt þriggja
para úr íslensku heimsmeistara-
sveitinni í brids, urðu í 8. sæti
af 16 með rúmlega meðalskor í
sterku alþjóðiegu bridsmóti sem
nýlega lauk í Campione á Ítalíu.
Sigurvegarar urðu Frakkamir
Chamla og Sussel og landar þeirra
Quantin og Abecassis urðu í öðru
sæti. Mótið stóð yfír í þrjá daga
og fór þannig fram að öll pörin
spiluðu 8 spila leiki innbyrðis og
var frammistaða þeirra metin með
sveitarkeppnisútreikningi.
Samkvæmt upplýsingum Brynj-
ólfs Helgasonar, aðstoðarbanka-
stjóra Landsbankans, lækka erlend-
ir lánveitendur ekki vaxtakjör niður
fyrir gildandi markaðsvexti. Af því
sé ljóst að 1% stigs lækkun inn-
lendra vaxta leiði aðeins til 0,23%
lækkunar á heildarfjármagnskostn-
aði sjávarútvegsins.
Jóhannes sagðist ekki vita hvað
sjávarútvegsráðherra ætti ná-
kvæmlega við með að nú þyrfti að
koma til handleiðslu Seðlabankans
til að lækka vexti. „Seðlabankinn
getur haft áhrif með ýmsum hætti.
Mestu máli skiptir hins vegar að
hafa áhrif á þá þætti sem valda því
að vextirnir eru svo háir nú. Þar
er einkum um að ræða mikla eftir-
spum opinberra aðila og sjóða eftir
lánsfé. Vaxtamálin eru til gaum-
gæfílegrar skoðunar í Seðlabankan-
um og í samhengi við aðra þætti í
stjórn efnahagsmála. Þau verða á
engan hátt slitin úr því samhengi,”
sagði Jóhannes.
Aðspurður um hvort Seðlabank-
inn ætti að grípa inn í til að lækka
raunvextina sagði Einar Oddur:
„Við erum í mjög flóknum en þó
vinsamlegum viðræðum við alla
aðila málsins og ég bind miklar
vonir við að það skili árangri.”
Jóhannes sagði að Seðlabankinn
biði sérstaklega eftir því hvort tæk-
ist að draga verulega úr hallanum
á ríkissbúskapnum við afgreiðslu
fjárlaga á Alþingi.
Við umræður utan dagskrár á
Alþingi í gær sagði Davíð Oddsson
forsætisráðherra að fyrrverandi rík-
isstjórn hefði valdið háum vöxtum
með ásókn ríkisins í sparifé lands-
manna. „Það verður ekki fyrr en
menn ná tökum á því sem vextir
lækka á nýjan leik,” sagði forsætis-
ráðherra.
Rannsókn sjóslyss-
ins við Grindavík:
Innsigl-
ingarljós
verða bætt
STARFSMENN Vita- og hafna-
málastofnunar gerðu á mánudag
úttekt á innsiglingarljósum við
Grindavíkurhöfn og tóku sigling-
arleiðina upp á myndband, að
beiðni bæjarfógeta í Keflavík, sem
annast sjópróf vegna sjóslyssins
við Grindavík síðastliðinn föstu-
dag. Að sögn Tómasar Sigurðs-
sonar, forstöðumanns vitadeildar
Vita- og hafnamálastofnunar, er
unnið að því að skerpa innsigling-
arljós næst höfninni til að að-
greina þau betur frá öðrum ljósum
i bænum. Hann sagði skoðun hafa
leitt í Ijós að ekkert væri athuga-
vert við innsiglingarljósin sjálf.
Hennann Guðjónsson Vita- og
hafnamálastjóri sagði að menn vildu
fullvissa sig um að innsiglingarljósin
væru í lagi. Innsiglingin væri erfíð
og því yrðu þessi mál að vera í lagi.
Þegar siglt er inn til Grindavíkur
er fyrst siglt eftir leiðarlínu með
tveimur hvítum blikkandi ljósum sem
eru næst höfninni og fjærst sjófar-
endum. Því næst er siglt eftir grænni
línu og þá eftir rauðri línu. „Þegar
við sigldum eftir þessum línum á
mánudag í sæmilegu skyggni voru
þessar línur í lagi. En það væri
kannski ástæða til að skerpa hvítu
iínuna. Það hefur byggst þama í
kring og þar eru götuljós og annað.
Við erum komnir af stað með að
laga þá línu,” sagði Tómas. Hvítt
ljós er einnig notað við upplýsingu
gatna og húsa í bænum svo og sem
vinnuljós á skipum sem skipta um
legustað frá degi til dags.
Einnig verða nokkur sterk Ijós í
bænum sem sjást frá innsiglingunni
skermuð af, að sögn Tómasar.
Þórólfur Matthíasson hagfræðilektor um væntaniega hagvaxtarþróun:
Lífskjör hérlendis verri en
meðaltal EB-ríkja árið 1995
Lífskjörin verða verri en á Spáni árið 2001
ÞÓRÓLFUR Matthíasson lektor í hagfræði við Háskólann telur að
miðað við fyrirsjáanlega hagvaxtarþróun hérlendis, þ.e. Iítinn sem
engan hagvöxt næsta áratuginn, verði lífskjör hér orðin verri árið
1995 en meðaltal EB-rílga og að árið 2001 verði lífskjörin verri
hérlendis en á Spáni. Þetta kom fram í erindi sem Þórólfur hélt á
fræðslufundi hjá VR í vikunni.
Þórólfur sagði m.a. í erindi sínu:
„Einfaldur framreikningur sýnir að
ef okkur tekst að halda kaupmætti
framleiðslunnar á svipuðu stigi og
var á árinu 1989, meðan hagvöxtur
annarsstaðar helst óbreyttur, mun
meðal Evrópubandalagsríkið fara
fram úr okkur í lífskjörum strax
árið 1995. Og árið 2001 mun Spánn
fara fram úr okkur í lífskjörum ef
hagvöxtur heldur áfram að vera
hraðari þar en í hinum Evrópu-
bandalagsríkjunum. Það er hugsan-
legt að lífskjör hér yrðu enn heldur
skárri en í Portúgal, írlandi og
Tyrklandi um aldamótin. í þessum
talnaleik hefur ekki verið gert ráð
fyrir að það fall sem orðið hefur á
lífskjörum síðan 1989 haldist til
langframa. Það eru því efnislegar
röksemdir til að mála þessa mynd
enn dekkri litum en ég hef gert.”
Hvað varðar afleiðingarnar af
þessari þróun segir Þórólfur að
menn verði að hafa í huga þessar
staðreyndir m.a. í sambandi við
umræðuna um hættuna af stórfelld-
um fólksflutningi hingað í fram-
haldi af samningum um evrópskt
efnahagssvæði. „Þessi einfaldi taln-
aleikur bendir eindregið til þess að
frekar sé að óttast straum úr landi,
það er að við missum fullmenntaða,
háframleiðna einstaklinga úr
landi,” sagði Þórólfur. „A sama
hátt hlýtur að vera spurt hvort eig-
endur erlends áhættufjármagns
verði tilbúnir að hætta fé sínu í
jafn vonlaust fyrirbæri og íslenskt
atvinnulíf virðist óneitanlega vera.”
Þórólfur tók fram að einhver
kynni að spyija hvort ekki væri
heldur mikil svartsýni að gera ekki
ráð fyrir neinum hagvexti í heilan
áratug. Hann taldi svo ekki vera
og benti á að ástand fískistofna er
nú slíkt að frekar væri að vænta
samdráttar á því sviði en aukningar
samanber grein sem Sven Aage
Malmberg skrifaði í Morgunblaðið
sl. föstudag. „Það er hægt að auka
verðmætasköpun á þessum vett-
vangi með aukinni hagræðingu,
minnkun flotans og sameiningu
verkunarfyrirtækja,” sagði Þórólf'
ur. „Slík hagræðing krefst þess að
skipum sé lagt og vinnslustöðvum
lokað. Því miður hefur verið ákaf-
lega rík tilhneiging hjá okkur að
nota skattpeninga eða lánsfé til að
kaupa okkur framhjá slíkri hagræð-
ingu. Þó ráðherralið núverandi rík-
isstjórnar skilji nauðsyn þess að
breyta um stíl hvað þetta varðar
getur brugðið til beggja vona um
framkvæmdina.”